Þjóðólfur - 12.12.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.12.1902, Blaðsíða 3
199 ekki lengra eu til Islands, þar sem þeir eru þó ekki glataðir hinurn norræna kyn- stofni, eins og í Ameríku. Að minnsta kosti ættu Islendingar að gera sér far um, að láta það verða heyrum kunnugt í Svíþjóð og Noregi, að á Islandi sé mikil verka- fólksekla, og góðar horfur fyrir duglega verkvana bændur og fiskimenn að kom- ast þar vel af. Þar sem bezt mundi takast að vinnaáð innflutningi til íslands væri meðal finnskra útflytjenda. Finnsku bændumir, sem nú fara til Vesturheims koma úr meiri harð- indasveitum og ófrjórri, en láglendið á Islandi er. Þeir hverfa úr átthögum sín- um til að komast hjá herþjónustu, og undan oki rússnesku embættismannastjórn- arinnar. Hvorugt þyrftu þeir að óttast á Is- landi. En hve rnargir munu þeir vera meðal þessara manna, er vita, að Island er til? Ef þeir vissu það, og gætu fengið lækkun á fargjaldi, mundu margir þeirra eflaust fara til Islands, og takajarðir þær til eign- ar og ábúðar, sem nú er kvartað um, að séu í eyði og byggist ekki, af því að eng- ir ábúendur fáist. Meðal finnskra útflytjenda ætti að hefja reglulega smölun til að fá þá til íslands, og það er eðlilegast að þetta starf væri rekið frá Kaupmannahöfn, þar sem út- flytjendastraumurinn frá Finnlandi fer nú að mestu leyti um, og mundi sjálfsagt fara, ef honum yrði beint til Islands að ein- hverju leyti. Þeir sem eiga að gangast fyrir þessu verki, eru Islendingar sjálfir, og það stendur næst einhverjum af hinum 7—800 Islendingum hér í Kaupmannahöfn að hefjast handa í þessu og undirbúa málið. Væri mjög æskilegt, að þetta drægist ekki lengur úr þessu, svo að menn misstu ekki hið hentuga tækifæri sem nú er. Eptir greininni í Þjóðólfi að dæma, virð- ist sem mönnum á Islandi sé farið að verða það ljóst, að nú þurfi einmitt að gera öflugar ráðstafanir til að fá fleira fólk í landið. Og það er enginn efi á því, að öflug starfsemi í þá átt, getur búizt við að fá verulegan styrk hjá fjölda danskra manna, er láta sér annt um framtíð ís- lands". Togd rápa nefnist drápa sú, er Bjarni skáld Jónsson frá Vogi orti, og send var Björnstjerne Björnson f nafni Stúdentaíélagsins, eins og getið var um í síðasta blaði. Var hún skrautrituð af mikilli snilld á bókfell með skinnbókaletri af Lárusi Halldórssyni stud. theol., en bókfellið vafið saman í »rúllu« að fornum sið. Var allur frágangur áþessu hinn vandaðasti og forneskjulegasti, og munu fá ávörp, er Björnson hefur fengið á afmæli sínu verða þessu lík. Auk þess er drápan sjálf mætavel ort, og með því að margan mun fýsa að heyra hana, birtist hún hér í heilu lagi, þótt löng sé nokkuð. Kvæðisupphaf. Um óravegi mót ársól og degi Fjallkonan lítr, er fjarskinn slítr úr bræðrabandi frá bróðurlandi, norðan leið alla til Noregs fjalla. og stormar köldum stikli á öldum. Fyrsti stefjabálknr. Steflð. Drenglyndr andi í ættarlandi frelsið geymi fegrst í heimi. Hún í árdaga íta seglhaga sá til stranda sækja og landa, norska kynstafi komna af úthafi með búslóð, fræði og fögur kvæði. Ei fjarskinn buga má bróðurhuga, fljúga má andi að ættarlandi, þó að hafalda hristi gnýfalda Fyrsta stefjamdl. Minninga vorra móðir og Snorra, Hrímlands ættir og heillavættir heilsa með þökkum og huga klökkum sjötugum óðar snilling frændþjóðar. Ast á frelsi og fjón á helsi lögðu ungum þér orð á tungu, eld í huga og ósk að duga landi og lýði í löngu stríði. Lézt þú I óði og öflgu ljóði vakinn þróttinn, þagnaði óttinn, Bjarkamálin björtu stálin hertu og hvesstu hinum beztu. Stefið. Drenglyndr andi í ættarlandi frelsið geymi fegrst í heimi. Annað stefjamdl. Þú hinn styrki að stórvirki þjóð til þarfa þreyttir starfa, fyrir fullhugum fríðum öflugum merki barstu og beztur varstu. Því er landi lítill vandi úrlausn finna óska sinna, sem á slíka í sóknum ríka marga fullhuga fríða öfluga. Meðan löndum lá að ströndum boða keyrir, né björgum eirir, þín kraptaljóðin mun kveða þjóðin og frelsisandi una í landi. Annar stefjabálknr. Steflð. Harpan þín lætr og hlær og grætr í sorg og gleði svalar geði. Þriðja stefjamdl. Frá hjartans grunni þér hrutu af munni orð sem vér unnum og allir kunnum; af djúpum rótum á föstum fótum munu þau standa ( muna og anda. Vakir hlátr og viðkvæmr grátr hörpu þinnar í hugum innar, æsku óma og unaðshljóma á hjartna strengi slóstu lengi. Vonirnar beztu búast léztu hörpu hreimi, í hugargeimi brástu upp ljósum er bezt vér kjósum, fögrum geðgrónum góðum hugsjónum. Steflð. Harpan þín lætr og hlær og grætr í sorg og gleði svalar geði. Fjórða stefjamdl. Ungir vér fundurn og öllum stundum, dögum og nóttum dýrmætt sóttum gullið góða, gull þinna ljóða; þann auðinn glæstan vér gátum stærstan. Ungum að hlustum allir þustu brags þíns hljómar og hörpu ómar, færðu sólstafi frændum í úthafi sem þá grund orna geislar um morna. Þinnar sí-ungu söm er snild tungu, hugar hvassleiki, hjartans skírleiki. Morgunn var fagr og miðr dagr, sól skín á kveldi með sama eldi. Slærnr. Þér nutuð Snorra og snillinga vorra; en hörpu þinnar í hugum innar unaðshreima vér æ munum geyma, leikrit, sögur og Ijóðin fögur. Seint mundu hvarfa úr hugum arfa ættarböndin, sem binda löndin, en þó fastar öllu baztu snilld þinni anda orra landa. Frágum, þér engi á rettarvengi ljúfra lof fengi af lýða mengi. Slá þú enn lengi ljúfa strengi, vek þú enn drengi að vígs gengi. Ný uppfundning. Fyrir hér um bil 3 árum fann- ungur, danskur lyfjafræðingur Ole Btill Wimmer aðferð til að gera nýmjólk að dupti, er ekki þurfti annað en hræra út í sjóðandi vatni til þess að það yrði að nýmjólk aptur. Síðan þessi uppfundning var gerð, hefur verið unnið að því, að fá einkarétt á henni, og það hefur þegar tekizt að fá einkaleyfisbréf fyrir henni í flestum löud- um. Einkaleyfi fyrir Danmörku var'gefið út 4. okt. síðastl., og eptir þvf sem „Nat- ionaltidende" skýra frá, er þýzka einka- leyfið væntanlegt innan skamms. Mjólkurdupt þetta má nota til heimilis- þarfa alveg á sama hátt sem nýmjólk, til súkkulaðigerðar, smjörgerðar o. s. frv. Dupt þetta er sérstaklega hentugt fyrir skip í langferðum, í stuttu máli alstaðar þar, sem ekki er hægt að fá nýmjólk á venjulegan hátt. Og það er ekki talinn neinn vafi á því, að uppfundning þessi muni standast reynsluna eptir tilraunum þeim, sem þegar hafa verið gerðar. Það er langt síðan, að full reynsla er fengin fyrir'því, að mjólkurdupt þetta hélzt öld- ungis óskemmt fh mánuð, og síðar hefur verið fundin aðferð til að láta það halda sér enn lengur. Til að notfæra sér uppfundninguna, hef- ur til reynslu verið komið á fót verksmiðju í Nörregade í Kaupmannahöfn, en innan skamms er 1 ráði að stofna hlutafélag til að gera uppfundningu þessa arðbæra í stórum stíl. Það kvað vera mjög ódýrt að búa til þetta mjólkurdupt, þvf að eptir því sem „Nationalt." skýrir frá, kostar það í hæsta lagi 1 eyri að gera 1 pott af nýmjólk að dupti. Dönsku blöðin gera sér allmiklar vonir um hin þýðingarmiklu áhrif, er uppfundn- ing þessi muni hafa á alla mjólkurmeðferð, svq framarlega sem uppfundningin reynist eins og menn gera sér vonir um, en um það verður engu spáð til hlítar enn. Það má ekki reiða sig ofmjög á það, sem dönsku blöðin segja um það efni, meðan verið er að gera uppfundningu þessa heyrum kunna og safna fé til að koma þessari mjólkurduptsverksmiðju á stofn. Það verður stundum lítið úr því, sem menn gera sér glæsilegastar vonir um. Utan úr heimi. Mann-apinn. Meðal hinna mörgu apategunda, ermenn þekkja líkist „Orang-utangen" manninum mest, og hefur því verið kallaður „mann- apinn" eða „apamaðurinn". Aðalheimkynni þessarar sjaldgæfu apategundar er eyjan Borneo. Það er miklum erfiðleikum bund- ið að ná apa þessum lifandi, hann er á- kaflega var um sig og feykilega sterkur. Ekkert dýr hvorki tígrisdýr, ljón eða fílar ráðast að honum. Þá sjaldan sem það hefur tekizt að ná hálfvöxnum mannapa lifandi og flytja hann til Evrópu, hefur hann ekki þolað vistaskiptin og fangelsis- vistina og annaðhvort sálazt á leiðinni eða litlum tfma eptir, að hann hefur verið kom- inn í dýragarða í Norðurálfunni. Engin aðhjúkrun hefur getað bætt honum átt hagamissinn í frumskógunum miklu á Borneo eða hinn steikjandi hita þar undir miðjarðarlínunni. Af apa þessum hafa farið margar sögur, en fæstar áreiðanleg- ar, af því að svo fáum náttúrufræðingum hefur gefizt kostur á, að kynna sér hátt- semi hans á hinni víðlendu eyju, þar sem hann er konungur dýranna. Maður sá, er ritað hefur um mannæt- urnar á Borneo (Th. de Gestel, sbr. síð- asta blað), getur í sömu ritgerðinni um tamdan mannapa (Orang-utang), er hann sá í bænum Pontianak á suðvesturströnd eyjarinnar. Hann segir svo frá: „Eg dvaldi þar (í Pontianak) alllengi og bjó f veitingahúsi, er nefndist „pasagran", en svo eru kölluð þau veitingahús, er inn- bornir menn veita forstöðu á kostnað hol- lenzku stjórnarinnar, og er þar heimil gisting öllum sýslunarmönnum í hollenzkri þjónustu, eða ferðamönnum. Skömmu eptir komu mína til veitingahússins varð eg mjög hissa, eregheyrði, aðmeðal heim- ilisfólksins við þetta veitmgahús væri einn- ig mannapi, er þjónarnir kölluðu Kis. Hann var um 120 centimetrar (þ. e. um 2 álnir) á hæð, og var furðu líkur manni útlits, hann gekk og stóð venjulegast upp- réttur. Mér var sagt, að Kis, sem vel kannaðist við nafn sitt og kom undireins hlaupandi, er kallað var á hann, væri 10 eða ef til vill 15 áragamall, og hafði hann verið í veitingahúsinu frá barnæsku. Ein- hverju sinni kom kfnverskurkramari, með sýnishorn af ódýrum, margskonar litum buxum til að verzla með við hina innbornu. Eg keypti nokkrar þeirra, og gaf einar höfðingja nokkrum innbornum, er bjó þá í veitingahúsinu, og aðrar þjónunum, en hélt eptir þeim buxum, er fjölbreyttastar voru að lit. Kis sat hreyfingarlaus meðal heimilisfólksins og horfði á útbýtinguna. Þá ei; henni var lokið, leit eg hlæjandi á apann og sagði: „Þú fær ekkert Kis!“ En eg iðraðist brátt glettni minnar, því að veslings apinn fór að snökta og bera sig mjög illa. En hann komst undireins í gott skap aptur, er eg sagði með hlýlegri röddu: „Vertu rólegur Kis, þú mátt eiga þessar" og rétti honum um leið hinar fall- egustu af öllum buxunum. Hann fór und- ireins í þær, gekk svo í þeim á hverjum sunnudegi, og þrammaði hreykinn með staf í hendinni umhverfis húsið. Hann snæddi venjulega hrísgrjón og ávexti með heimilisfólkinu. Hann rétti mér morgun- skóna mína, glas af vatni eða ávaxtaklasa, þá er eg bað hann um það. Hann gat haldið í hestinn minn, svo lengi sem eg vildi, og hefði hann ekkert að gera sat hann og horfði á mig, er eg var að reykja úr pípunni minni. Nokkru síðar náðist annar mann-api og var fluttur til veitingahússins, það var kvenndýr. Kis þeitti hinni mestu grimmd við þennan nýja félaga sinn, lúbarði hann í framan og hrifsaði matinn frá honum. Kvenndýrið var bundið fast við vegg með fárnhlekk, er krækt var í tunnugjörð úr járni, er spennt var yfir um dýrið. Einn morgun fundum við hlekkinn slitinn og apann burtu. Þjónarnir voru ekki í nein- um vafa um, að Kis hinn forherti, gamli piparsveinn, hefði leyst hann úr læðingi og rekið hann burtu. Það varð ekki sfðar vart við hinn fjötraða mann-apa, er ef til vill er á reiki í Borneoskógúm enn þann dag 1 dag með tunnugjörðina um mittið". GufuskipiO „Morsð“ aukaskipið frá sameinaða gufuskipafé- laginu, kom hingað loks í gærmorgun. Hefur verið 24 daga(!) á leiðinni hingað frá Höfn. Er það undarlegt, að félagið skuli sendaallraseinfærustu sleða sínaíþess- ar aukaferðir hingað og það um þetta leyti árs. Með skipinu kom séra Friðrik Frið- riksson. Gufuskipið „Pervie“ kom hingað í fyrra kveld með timbur frá Halmstad í Svíþjóð til Thor Jensens kaupmanns. Það flutti bréf og blöð tíl 26. f. m. Veðurátta hefur verið nú um langa hrfð mjög vætu- söm og stormasöm. Engin frost, og jörð því marþíð enn. Fiskiveiðafélag óskar eptir að fá mjög áreiðanlegan mann (helzt kaupmann) sem umboðs- mann fyrir viðskipti á íslandi. Menn geta snúið sér til H. Chr. Welblund. Köbenhavn. BÍeð s/s „Laura" er komið apt- ur hið n o rs k a Mustads margarín, er óhætt má mæla með. G. Zoega. Eg undirritaður hef síðastliðin 2 ár þjáðst af mjög mikilli taugavé'lkl- u n, og þótt eg hafi leitað ýmsra lækna, hef eg ekki getað fengið heilsubót. Síðastliðinn vetur fór eg því að neyta Kí na-lífs-el ixí rs frá hr. Walde- mar Petersen í Frederikshöfn, og er það sönn ánægja fyrir mig að votta, að eg eptir brúkun þessa ágæta bitt- ers, finn á mér mikinn bata, og von- ast eptir að verða albata með stöð- ugri notkun Kína-lífs-elixírsins. Feðgum (Staðarholti) 25. apríl 1902. Magnús Jónsson. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sarna sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v.p. að líta ve) eptirþví, að pstandi á flösk- unum f grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas f hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, caiut. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.