Þjóðólfur - 09.01.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.01.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 9. janúar 1903. Jú 2. Jarðarför Þorbjargar Sveinsdóttur fer fram frá heiinili hennar föstndaginn 16. þ. m.; húskveðjan hyrjar kl. 12. Samkvæmt ósk hinnar látnn, vil eg geta þess, að hnn bað um, að enginn gæfl blóm- sveiga við jarðarför sína, en ef einhver vildií þess stað leggja í sjóð til að Iilynna að fátækum sængurkonum hér í hænum, þá væri henni það cinkar kært. Viiji ein- hver gera þetta, má snúa sér til Ólafs Runólfssonar í verzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, er veitir fé þessu móttöku; en síð- ar verða gerðar nákvæmari ráðstafanir nm það af frú Katrínu Magnússon, frú Jar- þrúði Jónsdóttur og frú Lovise Jensson. Ólafía Jöhannsdóttir. Bókmenntir. íslendinga saga eftir Boga Th. Melsteð. Gefln út af liinu ísleuska hókmenta- fjelagi. I. bindis 1. hefti. Kliöfn 1902. II. Eftir innganginn snír höf. sjer að land- námasögunni. Segir first frá Ingólfi og Hjörleifi, og er þar tengd við alllöng rannsókn um útkomuár Ingólfs og upp- hafsár íslands bigðar. Heldur höf. því fram, að Ingólfur hafi farið hingað bú- ferlum árið 874, og stiðst þar við Land- námu og að nokkru við Egils sögu, enn hafnar frásögn Ara, er segir, að þetta hafi orðið um það leiti ( » í þ a n n t í ð « ), sem Játmundur helgi var drepinn. Mjer finst hæpið að ársetja þennan viðburð framar enn Ari hefur gert. Landnáma er ekki sjálfstætt rit gagnvart Ara og er til vor komin með mjög miklum viðaukum sfð- ari höfunda, og er ársetning íslands bigð- ar vafalaust einn af þessum sfðari við- aukum. Það má ganga að því vfsu, að sá, sem bætti þessari ársetningu við, hafi vitað minna enn Ari um tímatal þessa viðburðar, og að hann hefur ársett hann af handahófi, og hefur slíkt ekki meira sögulegt gildi enn útreikningar vísinda- manna nú á dögum. Ari er hjer sú elsta heimild, sem vjer höfum, og ber hann fir- ir sig um þetta Þorkel föðurbróður sinn og Þóríði, dóttur Snorra goða, enn Land- náma hefur ekkert firir sig að bera, sem vegi þar á móti. Nær verður ekki kom- ist, og mun varlegast að halda sjer við frásögn Ara, að þetta hafi orðið um 870. Annars finst mjer höf. allvíða fara of langt í því að ársetja viðburði á landnámsöld- inni; slfkt verður nú ekki ákveðið með neinni vissu, enda stendur það í rauninni ekki á miklu, þó að muni fám árum. Þá segir höf. frá Kveldúlfi og sonum hans og frá Katli hæng. Kaflinn um Þór- ólf Kveldúlfsson kemur lítt við íslendinga- sögu og hefði mátt vera stittri. Um land- nám Skalla-Gríms fer höf. eftir Egils sögu og Landnámuhandritunum Sturlubók og Hauksbók, og eignar Skallagrími allar Mírar og Borgarfjörð frá Selalóni og Borg- arhrauni suður til Hafnarfjalla. Enn þess ber að geta, að Egilss. er hjer ein til frá- sagnar, því að Sturlub. og Hauksb. hafa í þessum kafla farið eftir Egilss. Enn í Landnámuhandritinu Melabók stendur, að Skalla-Grímr hafi numið land milli Norð- urár og Hitár, og má sanna með gildum rökum, að það er hinn upphaflegi Land- námutexti, enn hitt íkjur síðari tíma, sem gtendur í Egilssögu og hefur þaðan kom- ist inn í Sturlub. og Hauksb. Sama er að segja um landnám Ketils hængs. Höf. eignar honum alt land milli Markarfljóts og Þjórsár samkvæmt Egilss. og Sturlub. — Hauksb. Enn hjer má leiða ljós rök að því, að hin upphaflega Landn. hefur að eins eignað honum það land, sem Sturlub. og Hauksb. eigna honum e i n k - anlega, o: milli Rangár itri og lækjar þess, er fellur firir utan Breiðabólstað, fir- ir ofan Þverá upp undir Hróarslæk og Reiðarvatn, alt nema Dufþaksholt og mír- ina þar í grend, er Dufþakr hafði áður numið (svo Melab.), leisingi þeirra bræðra Hildis og Hallgeirs, sem námu Landeijar. Enn hitt eru öfgar, sem Egils saga segir og eftir henni Sturlub.-Hauksb., að Ketill hafi numið alt landið milli Mark- arfljóts og Þjórsár. Jeg skal samt ekki lá höf., þó að hann hafi hjer filgt Egilss. og Sturlub.-Hauksb. um takmörkin á landnámum þeirra Skalla-Gríms og Ket- ils hængs; hjer hefði þurft að ganga á undan nákvæm rannsókn um afstöðu Land- námuhandritanna hvort við annað og við aðrar sögur, sjerstaklega Egilss., enn slík rannsókn er ekki enn komin firir almenn- ings sjónir. —Um ferð þeirra feðga Kveld- úlfs og Skallagfíms til Islands er þess að geta, að höf. segir, að skip þeirra muni hafa verið komin inn í minni Borgarfjarð- ar, þegar kistu Kveldúlfs var skotið firir borð, enn þetta er í beinni mótsögn við Egilss., þvl að af henni má ráða, að skip- in hafi þá ekki verið kómin firir Reikja- nes. Enn annars skiftir þetta litlu. Þá er alllangur kafli um vesturför Ket- ils flatnefs og herferð Haralds hárfagra vestur um haf, og hef jeg áður minst nokkuð á þann kafla. Þá kemur upptalning landnáma allra kring um alt land. Er það útdráttur úr Landnámu, og finst mjer, að höfundurinn hefði vel mátt sleppa honum eða stitta hann mikið ; hann er.mjög leiðinlegur af- lestrar, og vil jeg firir mitt leiti miklu heldur lesa um þetta í Landnámu sjálfri. Hjer hefði ekki þurft að telja hvern ó- merkan landnámsmann, heldur hefði átt að taka fram það eitt um landnámin, sem nokkru skiftir firir sögu landsins. Skift- ing landnámanna milli einstakra manna hefði átt að sína á sjerstökum uppdrætti, og hefði þá alt það komist firir á einu blaði, sem höf. nú eiðir til mörgum örk- um. Höf. hefur hjer að minni higgju far- ið of langt út í einstök lítt merkileg at- riði, enn það er viðsjárvert firir sagnarit- ara, því að þá er 'nætt við, að hann missi sjónar á sagnaheildinni, enn hún er það, sem mest á ríður. Af þessari sömu á- stæðu mun jeg og sleppa þvf að minn- ast á sumt í þessum kafla, sem kinni að vera athugavert, enn að eins geta þess, að það er mjög óheppilegt og villandi, að höf. greinir landnámin eftir síslum, því að síslur urðu ekki til fir enn eftir það, að landið komst undir konung. Höf. tel- ur það sjer til málsbóta, að lísing land- námanna eftir síslum verði glöggari firir menn nú á dögum, enn sama marki hefði mátt ná með því að láta uppdrátt land- náma filgja bókinni. III. (Sfðasti kafli). Einn af helstu kostum sagnaritara er það, að hann riti fallegt mál. Vjer Is- lendingar höfum erft frá forfeðrum vorum hið fagra, hreina, lipra og ljósa sögumál, og ætti það því að vera hægra firir oss enn flestar aðrar þjóðir, að rita sögu, og ekki á heldur annað efni betur við eðli íslenskrar tungu. Því miður get jeg ekki sagt um höf., að íslenskan »Ieiki« hjáhon- um »á kostum hreinum«. Mál hans er frem- ur stirt og óviðfeldið, — nema þar sem hann beinlínis gerir útdrátt úrfornsögum. Hugsanirnar eru sumstaðar klæddar f þunglamalegan búning, eins og þær væru fæddar með harmkvælum, og röksemda- leiðslan stundum óljós og flókin (t. d. á 63. bls. greinin: '»Sje landnámsöldin« o. s. frv.). Jeg skal þó ekki kasta of þung- um steini á höf. firir þetta, því að enginn gefúr sjer það að öllu sjálfur, að rita fag- urt mál, heldur er það að miklu leiti með- fædd gáfa. Enn hitt var honum engin vorkunn, að forðast beínar málvillur eða hneikslanleg mállfti, og er því miður of mikið af þvf í þessu hefti. Hjer eru nokk- ur dæmi: Á bls. 34 stendur: »í marga tugi þúsundzV" ára« f. ,1 m. t. þúsundÆ ára‘. Á bls. 82S stendur: »um það leyti og<s. f. ,um það leiti setn' (sbr. bls. 10627). Á bls. 917 er eignarfall fleirt. af nokkur »nokkra«; er það hvorki fornt mál nje nítt, á að vera ,nokkz/zr«z‘. Höf. ritar oftast »áeyj- u(m)« f. ,í eiju(m)‘, t. d. bls. 920, 1417, 1524, 1613, 1725, 1815, I9IS og víðar. Á bls. 1025 er tveggja manna far kallað »tvíræður bátur«(!), í þíðingu úr Dicu- il, og fer höf. þar eftir þfðingu Sig- urðar Sigurðarsonar (Maurer, Upphafalls- herjar ríkis, á 26. bls.), enn það tel jeg honum enga afsökun. Ábls. 2 531 er »eitt afhinum ýmsu ríkjum« óíslenskulegt. Á bls. 304: »German«r voru skiptz>«, ætti að vera »Germönuiö var skift« eða ,German- ar skiftust' (sbr. bls. 306, 322°, 4123 o. s. frv.). Ábls.3oneðst stendur: »þeir geta hafa runnið saman« f. ,þeir hafa get- að r. s‘. í neðanmálsgrein á 34. bls. stendur: »Sars ætlar það tilbúning ein/z««, rjettara: ,S. æ. þ. t. einzz'. Á bls. 36^ er »heitið« dönskusletta í þessu sambandi. Á bls. 4134: »þeim máttz verða þau« f. ,þau mátta verða þeim'. Á bls. 4224: »hafði vekjandi og hvetjandi áhrif« óís- lenskulegt. Á bls. 7018: »heldur eigi« f. ,eigi heldur'. Ábls. 10515: »Nokkrz/öðru máli var að gegna« f. ,Nokkz/J ö. m. v. a. g.‘. Sumstaðar hefur höf. of fornar mindir, t. d. »/zgu«, »tígatala« á bls. 6315, »hl/ápu« á bls. 81IO, og tel jeg slíkt með lítum í nútíðarmáli. í útdráttum höfund- arins úr sögunum bregður stundum firir orðum frá hans eigin brjósti, og vill þá málið verða höttótt. Einna hneixlanleg- ast í þessu efni er »væn stúlka« á bls. 541. í nútíðarmáli þíðir ,væn stúlka' ekki annað enn ,góð stúlka', enn hjer á það að þíða ,fríð stúlka'. Hjer var höf. ann- 1 aðhvort að gera að rita ,fríð stúlka', eins og nú er sagt, eða ,væn kona', eins og fornmenn sögðu (í Flóamanna sögu, sem þetta er tekið úr, stendur : »hon (Helga) var allra kvenna vænst«), enn»væn stúlka« er viðrini í þessari merkingu. Á bls. 769 í útdrætti úr Egilss. stendur: »fá betra færu« f. .fábetra færz‘ (»fá betra d a g r á ð » Egilss.). Þó að orðið f r a m - tíð megi nú heita gott og gilt fslenskt orð, þá er óviðkunnanlegt, að sjá það í útdrætti úr Egils sögu (á bls. 8432), þar sem alt í kring er rammfornt mál og ,klassiskt‘: »Kveldúlfur og Skallagrímur ræddu opt um framtíð sína«, segir höf. á þessum stað. Egilss. hefur hjer » r á ð a - gerð sína«, og fer það auðvitað miklu betur. Um staðanöfn skal jeg geta þess, að »á Erost</« (bls. 42) ættiaðvera »áFrostz/« (svo altaf í Heimskr.) og að Frost«þing er rjettara enn »Frostóþing« (bls. 4315), þú að sú mind komi líka firir í fornrit- um. Sömuleiðis er »Atlastað« á bls. 14525 (prent-?) villa firir Atlastaði. Prentvillur eru of margar f heftinu. Meinlegust er »kirkj/zzz^ dúfa« á bls. 81?, f. ,dúfa kirkjunnar' þíðing á írska nafn- inu Kolumkille [colum karlk. = ,dúfa‘, ,dúfusteggur‘, á gaelisku — sama þíðir c a 1 m a n, sem var nafn eins landnáms- mans (Kalmans, er nam Kalmanstungú) — og c i 11 e , eignarf. af gael. c i 11, ,kirkja‘, (sbr. lat. cella)]. Að endingu þakka jeg höf. firir þetta firsta hefti af sögu hans og óska þess af hjarta, að honum megi takast að leisu þetta mikla vandaverk vel af hendi og endast aldur og kraftar til að fullgera það. Jafnframt vona jeg, að hann vandi betur orðfærið á framhaldi ritsins, og vil vinsamlega ráða honum að fá íslensku- fróðan mann til að lesa ifir handritið, áð- ur enn það er prentað, og laga það, sem málinu kann að vera ábótavant. Mjer er ant um, að rit þetta verði sem best úr garði gert bæði að efni og orðfæri, og vona jeg, að höf. skilji, að það erafþessu og engu öðru, að jeg hef bent á sumt það, sem mjer þótti miður fara. Reikjavík í des. 1902. Bj'órn M. Ólsen. Nýja ræktunaraðferðin. Mikilsvirtur maður á Norðurlandi, lærð- ur vel 1 búnaðarvísindum o. fl. ritar á þessa leið um hugvekju Bjarnar-"Slfólakennara Jenssonar um „undirstöðu búnaðarfram- fara": „Hugvekja þessi er yfirleitt rétt og þörf, enda bendir höf. að eins á þá ræktunar- aðferð, sem flestar siðaðar þjóðir hafa yfir- leitt viðhaft á síðustu mannsöldrum. En gallinn er að til þessa þarf allmikið „kapi- tal“, svo að í byrjuninni er þetta mjög erf- itt nema fyrir velefnaða menn. En eink- um ætti þetta að gerast með félagsskap og er það eins og stendur auðveldast í kauptúnunum. Á þetta hef eg fyrir nokkr- um árttm bent, en enga áheyrn fengið, tím- inn þá eigi kominn. Þess ber að gæta, að allt land, sem sett er í flag til að sá í, verð- ur að afgirðast, annars má búast við, að skepnur sliti nýgræðinginn upp með rót- um og spori jarðveginn til stórskaða. Einn- ig er mjög dýrt að tiltölu og óhagstætt að hafa sáralítinn blett undir til ræktunar. Fátækur bóndi, sem hefur engan krapttil að afgirða land sitt, plægja það og sá, get- ur opt með gömlu aðferðinni okkar slétt- að 60—100 □ faðma á ári eða þar yfir, og má alls eigi draga úr því. Björn gerir alltof • litið úr sléttum okkar. Mjög mikið af slétt- um stendur í uppstungnu eða plægðu flagi yfir einn vetur. Þá nær frostið vel til að losa jarðveginn og loptið að leika um hann,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.