Þjóðólfur - 09.01.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.01.1903, Blaðsíða 2
6 sem hefur mikla þýðingu. Og þótt sléttan sé þegar þakin og búið er að losajarðveg- inn, þá er jörðin víða svo laus og þur, eink- um á Norðurlandi, að loptið getur í nokk- ur ár betur verkað á hinn losaða jarðveg eu ólosaða. Llka er jarðvegurinn sumstað- ar svo tröllslega þýfður og grýttur, að lítt mögulegt eða ómögulegter að plægja hann, nema hann sé áður undirbúinn. En ef hann er sléttaður með gamla laginu okkar, þá er hannvel búinn undirp)ægingu,þegarmenn- ingin er komin svo langt, að hægt er að rækta jarðveginn á réttan hátt. Enr má þess geta að taða er Jcraptbetri af sléttum túnum en þýfðum, ef ræktin er hin sama og grasteguiidir einnig hinar sömu. Þá þarf eigi að nefna hinn miklá vinnusparn- að, er af sléttunum leiðir, enda viðurkenn- ir Björn það líka. Eitt er athugavert og getur orðið til að bíta kjark úr mönnum, og það er það, þeg- ar Björn talar um, að eigi líði lengra á tnilli þess, sem jörðin sé plægð en 5 ár, eins og mjög algengt er erlendis. En hér kemur margt til greina. Jarðvegur er hér víða lausari, minna leirborinn og þurrari, en algengt er í öðrum löndum. Frost er hér lengur í jörðu og því tíminn árlega styttri fyrir jörðina að síga saman. Þetta meira frost þenur einnig jarðveginn meira út eða losar hann, og gerir hann því móttæki- legri fyrir áhrif loptsins, þegar hann þiðn- ar. Sökum þess, hve frostið er lengi 1 jarðveginum hér á landi, gengureinnig öll rotnun eða efnaskipting mikið lengur fyr- ir sig, og þar af leiðandi haldast áburðar- efnin lengur í jarðveginum. En það sem mestu skiptir er það, að hér er jarðabóta- vinna vanalega dýra,ri en í nágrannalönd- unum, en \a.námargfallt ódýrara. Þóttþað borgi sig því vel þar að vinna þetta dýrá land sem bezt, þ'á verður, eins og nú stend- ur, að meta þetta eptir allt öðrum mæli- kvarða hér á landi“. Stjórnarvalda-auglýsingar, Eins og kunnugt er var samþykktí báðum deildum alþingis næstl. sumar þingsályktun þess efnis, að sá blað- útgefandi í Reykjavík, er byði hæst árgjald til landsjóðs fyrir að flytja stjórnarvalda-auglýsingar næstu 3 ár, skyldi fá einkarétt til þess þetta’tíma- bil. Ástæðan fyrir því, að þessi þings- ályktun var borin upp, var sú, að mönnum þótti óviðurkvæmilegt ög ó- viðkunnanlegt, að nokkru einstöku blaði væri veittur ókeypis einkaréttur til að flytja þessar auglýsingar. enda hefur sú skoðun á síðari árum verið að ryðja sér til rúms í Danmörku, að afnema, öll slík einkaleyfi, og hlunn- indi. Það var gengið út frá þvf vísu, að blað það, sem notið hefur þessara hlunninda næstl. 16—17 ár, mundi að minnsta kosti vilja grelða eitthvert árgjald til þess að halda þeim. Með ályktun þingsins var ekkert sérstakt blað haft fyrir augum, að því er einka- rétt þennan snerti eptirleiðis, enda var hún samþykkt í einu hljóði og um- ræðulítið. Útgefandi þessa blaðs skipti sér ekkert af þessu málefni, enda lá í augum uppi, að með þessu fyrir- komulagi gat einkaréttur þessi aldrei orðið nein féþúfa fyrir nokkurt blað, harla lítill slægur í að flytja þær með einhverju háu árgjaldi, auk þess, sem slíkt boð hlaut jafnan að vera meira og minna af handahófi, nema hjá þeim, er af margra ára reynslu gat tekið meðaltal af auglýsingagjaldinu um mörg ár, en það gat ekki annar en sá blað- útgefandi, er auglýsingarnar hafði flutt. Hann stóð því langbezt að vígi, til þess að bjóða nokkurn veginn hæfi- legt gjald. Aðrir hlutu meira og minna að renna blint í sjóinn með, hvað hæfilegt væri eða næst réttu lagi. Hefði ályktunin hins vegar verið þann- ig orðuð, að auglýsingagjaldið sjálft hefði verið boðið niður, og að sá blaðútgefandi hreppti einkaréttinn, sem byðist til að taka auglýsingarnar fyrir lægst gjald, pá hefðu allirblaða- útgefendur staðið jafnt að vígi. Þá var að vísu að ganga, að eins spurn- ing um, hvað menn vildu taka þær fyrir minhst (t. d. hvern þumlung dálks). Þá gat ekki verið um neinn beinan skaða að ræða af tilboðinu, og þá hefði lækkunin komið t. d. dán- arbúum o. fl. til nota, en ekki land- sjóði, og það hefði í rauninni vCrið miklu eðlilegra. En nú bar þingið svo mikla umhyggju fyrir landsjóði, að það vildi láta hann hafa tekjur af einkarétti þessum, ekki iáta neitt ein- stakt blað hafa hann öldungis endur- gjaldslaust, eða sem »dúsu«,eins og að undanförnu. Ráðherrann tók þingsályktunina til greina og ritaði landshöfðingja bréf 3. nóv. f, á., nú birt í Stjórnartíðindun- um; leggur hann þar einna mesta á- herzlu á, að einþaréttur þessi verði ekki skoðaður sem óuppsegjanlegur frá stjómarinnar hálfu þetta, þriggja ár^ tímabil, en af því leiðir beinlínis, að hann verður einnig uppsegjanlegur af hálfu þess blaðs, sem hann verður veittur, þótt þrjú ár séu ekki liðin frá veitingu hans. Það liggur í hlutarins eðli. Ymsir ímynduðu sér, að töluverð keppni mpndi verða Um þennan aug- lýsingarétt meðal blaða hér í bænum, sem gátu komið til greina. En af ástæðum, sem ritstjóra ísafoldar mun kunnugt um, sendu tvö sambandsblöð hans ekkert tilboð, og sjálfur sendi hann sama sem ekki neitt: tilkynningu um, að hann vildi ekkert borga í landsjóð fyrir þennan rétt. Hann hef- ur nfl. ekki kunnað við að fara nú að borga fyrir það, sem hann hefur haft gefins, alveg afgjaldslaust í 16 ár, og var það í sjálfu sér alleðlilegt, að hann kynni illa við það. Það eru ekki svo lítil viðbrigði að verða allt í einu að borga afarháan skatt af því, sem áður hefur verið hrein tekjugrein, éf til vill svo' háan, að tekjurnur hrökkvá ekki fyrir árgjaldinti. Útgefandf þéssa ‘ bláðs, áem ekki gát metið rétt þennan einskisvirði, bauð 800 kr. árlegt gjald til, lanflsjóðs fyrir hann, hefði auðvitað eins getað feng- ið hann fyrir nokkra aura á ári, úr því að önnur tilboð lágu ekki fyrir. Það getur vel verið, að upphæð þessi sé ofhá, að auglýsingarnar séu ekki á ári 800 kr. virði beinlínis, en um það verður ekkert sagt ntcð visSu, fýr en reynslan hefur sýnt það. Hins vegar er ekki svo mikið að marka það, þótt »ísafold« láti nú uppi, að þær hafi verið síðustu árin 500 kr. að ja-fnaði. En þótt þær væru tölu- vert meira t. d. 7-—900 kr. á ári, þá skiptir það ekki svo miklu. Þjóðólfur gerir sig ánægðan með að sleppa að eins skaðlaus, því að hann hefur aldrei ætlað sér að mylkja stjórnina eða lifa á hennar náð. Pess vegna hafði hann tilboðið svo hátt, til þess að hafa al- gerlega óbundnar hendur og engar ölmusugjafir þiggja. Hann hefði því alls ekki viljað þiggja þær gefins, þótt ísafold hafi þakksamlega lotið að því næstl. 16 ár, og par af leiðandi orð- ið að laga sig eptir því, sem atvinnu- veitendur hennar vildu, þeir atvinnu- veitendur, sem hafa gefið henni 7—900 kr. beinar tekjur á ári, auk hvalrekans, sem henni hlotnaðist hér á árunum, þá er afnám veðskuldabréfa var á ferðinni og þúsundum króna skipti. En einmitt sakir þess, að auglýsinga- rétturinn þannig lagaður, eins og Þjóð- ólfur fær hann nú, er alls engin hlunn- indi, þarf meira en meðal vitfirrings- hátt til að halda því fram, að slíkur auglýsingaréttUr hafi nokkur minnstu áhrif á stefnu blaðsins. Það er alveg tilgangslaust að ætla sér að telja fólki trú ura slíkt, vegna þess, að það er svo mikil heimska, að allra stærstu einfeldningar geta ekki rennt henni niður. Stjórninni er t. cj. guðvelkomið að séfeja þessum rétti, upp hvenær sem henni þóknast án nokkurs fyrirvara meira að segja, enda óvíst hvor fyrri verður trl, því að hér er ekki um neina ölmusugjöf eða bitling að ræða. Afleiðingin af því, að Þjóðólfur borg- ar auglýsingarnar hér um bil fullu verði í landsjóð verður ennfremur sú, að hann getur gengið miklu ríkar eptir að þeir, sem birta eiga stjórnar- valdaauglýsingar, svfkist ekki um að birta þær í því blaði, sem réttinn hef- ur>til að flytja þær. Ritstj. ísafoldar er nfl. að leiðbeina mönnum um, hvern- ig þeir eigi að fara að því, að láta Isafold eptir sem áður sitja fyrir viss- uni auglýsingum, serri hann héfur áður birt og almennt eru skoðáðar sem op- inberar auglýsingar, en menn eru víst ekki syo skyni skroppnir, að geta ekki varazt þær veiðibrellur mannsins. Jafn- framt hefur sami virðulegi herra gert heyrum kunnugt, að hann ætli að taka upp í »Isafold« ágrip af opinberu auglýsingunum úr Þjóðólfi, svo að kaupendur liennar »missi einskis í«, éins og hann segir. Eri skýldi hanri ekki hasazt upp á þeirri eptirátu, karltetrið? Það er að minnsta kosti hálf »simpil forretning« að lepja aug- lýsingar upp úr öðru blaði, að eins í þeim tilgangi, aðþað kunni að geta eitt hvaðskaðaðkeppinautsinn. En auðvitað þykist Björn Jónsson ekki »offínn« til þess. Vér hefðum getað tekið upp sömu reglu fyrir löngu gagnvart »ísa- fold« og VOrum stundurri að hugsa um það, en létum það ógert, af því að öss fannst einhver ólýkt af því. En vérði höriUm að góðu ! Hítt mun eng- an hafa furðað, þótt einn dilkur hans, sem nú er á báðum »buxunum« yfir því að verða nú ritstjóri í 2i.(?)sinni, í þetta sinn hjá stóru hlutafélagi(l!) þykist ekki ofifínn til að herma þetta eptir vini sínum. Hann er þó svo hreinskilinn manntetrið, að játa það hreint og beint, að hann geri þetta til þess, að blað það, sem flytja eigi stjórnarvalda-auglýsingar (o: Þjóðólfur) »þutfi ekki að fá fleiri kaupendur vegna þeirra«(!l). Mjög fallega hugsað og virðulega mælt, eins og vænta mátti hjá því göfugmenni. Erí það er eptir að vita, hvort árangurinn hjá þeim félögum samsvarar viljanum. Bæjarstjörnar- kosningarnar. Fyrri hluti þeirra eða kosning 7 fulltrúa til næstu 6 ára af hinum almenna gjald- endaflokki, fór fram að nafninu til 5. þ. m. Þá voru og kosnir 2 endurskoð- unarmenn bæjarreikninganna næstu 6 ár. Kosningu í bæjarstjórnina hlutu : Halldór Jónsson bankagjaldkeri með 381 atkv. (endurk.). * Tryggvi Gunnarsson bankastj. með 304 atkv. (endurk.). Jón Jakobsson bókavörður með 266 atkv. Ólafur Ólafsson með 220 atkv. (endurk.). Björn Kristjánsson kaupm. meÖ2i8 atkv. Kristján Þorgrímsson kaupm. með 199 atkv. Jón Brynjólfsson skósm. með 197 atkv. Næst fengu atkvæði: Arinbjörn Svein- bjarnarson bókbindari (191), Hannes Haf- liðason skipstjóri (191), Magnús BlÖndal snikkari (188), Gunnlaugur Pétursson (185), Pétur Hjaltested úrsmiður (168) og Sigurð- ur Einarson á Seli (134). Allmargir aðr- ir fengu nokkur atkvæði 30—40 og það- an af minna. Endurskoðunarmenn voru valdir: Hannes Thorsteinsson cand. jur. með 399 atkv. og Gunnar Einarson kaupm. með 385 atkv. Um þá var enginn eða sáralítill ágrein- ingur, eins og sést af atkvæðatöluhni. En um bæjarfulltrúana skiptust menn allmjög í flokka, eins og fyr hefur verið getið ujn hér í blaðinu. Og þá er litið er á úrslitin getur engum dulizt, að hin svonefnda ísafoldarskrá hefur haft miklu minna atkvæðamagn, en t. d. Framfara- félagsskráin, enda þótt 3 og 3 af hvorri skrá hafi náð kosningu og 1 sameiginleg- ur á báðum skránum (Halldór Jónsson). Það er og eptirtektarvert, að sá bæjar- fulltrúi, sem ísafoldarskráin útilokaði al- gerlega (Tr. Gunnarsson) fékk næst flest atkvæði, eða nál. 100 atkv. meira, en sá er efstur varð á blaði á ísafoldarskránni, auk H. J. og sýnir það, hversu öruggt fylgi hann hefur í bænum. Auk þess komst að minnsta kosti einn Isafoldar- kandídatinn (Ól. Ólafsson) að, einungis sakir þess, að hann var tekinn á skrá hjá nokkrum mönnum, er hvorugum flokknum fylgdu og kustt að mestu leyti þvert ofan í báða. Hefði hann ekki fengið þann ó- vænta stuðning, var hann gersamlega fall- inn. Líkindi eru og til, að kosning þessi hefði að öðru leyti farið að mun öðru- vísi en hún fór, ef henni hefði verið hag- að, eins og venjulegt er. En nú tók kjör- stjóri upp nýjan sið, er bægði mörgttm kjósendum frá kosningu, og valdið hefur mikilli óánægju í bænum. Kjörstjóri las nfl. upp kjörskrána í belg og biðu, svo að fáirheyrðu—naumast þeir, sem næstir stóðu — án þess að fullvissa sig um, hvort sá og sá kjósandi væri viðstaddur. En á meðan ruddust kjósendur í þvögu og eþt- irlitslítið að kjörborðinu og af hentu með- kjörstjórunum kosningarseðla slna. Þá et: kjörskrárþulunni var lokið, var beðið hálfa kl.stund, en svo lýsti kjörstjóri yfir, að athöfninni væri lokið, réttri t'/t klukkustund eptiraðhún hófst. Kom þetta öllum á óvart, því að engttm datt í hug, að kosning ymanna með 870 kjósendum á kjörskrá mundi standa yfir að eins rúman klukkutíma, enda þótt kjör- seðlar væru afhentir, og atkvæðagreiðslT an færð í kjörbókina eptir á. . Afleiðing- in af þessu var sú, að fjölda kjósenda var vísað frá, er þeir komu með kjörseðla sfna rétt á eptir, að þessari fljótaskriptar- athöfn var slitið. Það voru að eins 442, er kornust að til að’afhenda seðla sfna á þessum rúma 'klukkutíma. Og menn gizka á, að allt að ioó manns, er ætluðtt að neyta kosningarvéttar sfns hafi orðið að hverfa frá. Hver áhrif það hefði get- að haft á kosningaúrslitin, ef allir þessif menn hefðu fengið að kjósa, er ekki gott að segja, en eflaust hefðu þau orðið tölu- verð. Það er einnig skoðun margra eða flestra lögfræðinga, að kosningin sé bein- línis ólögmæt sbr. 8. gr. tilsk. um bæj- arstjórn í Rvfk 20. apr. 1872. Til þess að verja kjósendur bæjarins eptirleiðis gegn slíku einræði af kjörstjóra hálfu, og fáá- kveðinn úrskurð um lögmæti eða ólög- mæti svona lagaðra kosninga, munu vera á leiðinni kærur um þetta til bæjarstjórnar- innar (gömlu), en úrskurði bæjarstjórnar má svo áfrýja til landshöfðingja. Ersenni- legt, að öll þessi kosning verði gerð ót gild og ný kosning fari fram. Á morgun eiga hinir gjaldhærii kjós- endur að velja 2 bæjarfulltrúa. Hefur áður verið bent á hér í blaðinu, að heppi- legast væri að velja þá Jón Magnússon landritara og Jón Þórðarson kaupmann. Eru kjósendur beðnir að minnast þass, að kosning þessi fer ekki fram í Iðnað-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.