Þjóðólfur - 09.01.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 09.01.1903, Blaðsíða 4
8 ritstjóri eru báðir ágætir taflmenn. Töflin fóru þannig, að vann móti P. Giersing — — G. Brodersen Einar Jónsson Jón Isleifsson — Karl Einarsson — Pétur Bogason — Þorkell Þorkelsson — Fischer-Jakobsen — Mortensen — — Johansen — S. Jensen — Plemone — Asgeiri Torfasyni — Edwald Möller en jafntefli varð á milli Lárusar Fjeldsteds og A. Nielsen, að eins sökum fljótfærni Lárusar og hann gat mátað í 3. leik, en cók ekki eptir því. Skák þelrra var skrifuð upp, og verður hún síðar birt hér í blaðinu. Yfirréttarmálafærslumaður Giersing,; sem er einn af hinum beztu taflmönnum Dana, lauk hinu mesta lofsorði á félagið, og hve mik- inn sigur það hefði hlotið, svo ungt félag, að vinna á svo gömlu og góðu félagi. En hvernig stendur á því, að einhver bezti tafl- maðurinn í 5. júní ekki tekur þátt í kapp- skákunum, það er lyfsali Richter? Eptir þessum sigri S. í. í K. virðist svo, sem land- ar vorir geti unnið öll félög, nema — Kö- benhavns Skakforening, og er það stór heið- ur fyrir oss íslendinga. stjórn Taflfélags Reykjavíkur eru Jens B. Waage cand. phil., Pétur Zóphóníasson gagnfr. og Helgi Helgason verzlm., en í stjórn skákfélagsins í Kaupmannahöfn eru Edwald Möller stud. med., Ólafur Björns- son stud. mag. og Asgeir Torfason stud. polyt. Til 1. febrúar sauma eg Ódýrara en nokkru sinni áður. Notið tækifæriðl Guðm. Sigurðsson. skraddarl Aðalfundur íshúsfélagsins verður haldinn á „hótel ísland" þriðju- daginn 20. jan. þ. á. ki. 5 e. h. Þar verður skýrt frá hag félagsins, lagðir fram endurskoðaðir reikningar, valínn 1 maður í stjórn og 2 endur- skoðunarmenn. Tryggvi Gunnarsson. Eg hef tapað staf með silfurhand- fangi og merktum G. S. laust fyrir jólin. Sá sem finnur hann geri svo vel og skili mér honum. Guðm, Sigurðsson klæðskeri. Ágœtlr skautar og nokkuð stór bókaskápur til sölu fyrir hálfvirði. Ritstj. vísar á. Tækifæriskaup. Nokkur hús og bæir með góðuverðiog ágætum skilmálum eru til sölu, þará meðal húsið ,GIEYSIR‘, er stendur beint á móti ráðhúsi bæjarins. Húsið er byggt af sænskum viði, virt yfir 7000 kr., með 11 íbúðarherbergjum stórum, auk geymslu- klefa. A lóð þeirri, er húsinu fylgir, má byggja 30 álna langt hús. Húsið leigist mjög vel, yfir 600 kr. árlega, verður til sölu þennan mánuð til 20. af alveg sér- stökum ástæðum, og með góðum skilmál- um. Ritstj. vísar á. I haust var mér dregið lamb, sem eg ekki á, með mínu fjármarki: sýlt h. sneitt fr. vinstra. Réttur eigandi gefi sig fram sem fyrst. Borg á Eyrarbakka 24/n—'02. Stzmundur Guðmundsson. Aðalfundur Reknetafélagsins verður haldinn á „hótel ísland" föstu- dag 16. þ. m. kl. 5 e. h. Þar verð- ur rætt um hag félagsins, lagður fram ársreikningur, og kosinn einn maður í stjórn og 2 endurskoðunarmenn. Tryggvi Gunnarsson. wr Takið eptir! ÞJÓÐÓLFUR 1903. Nýir kaupendur að þessum 55. árgangi blaðsins fá ÓKEYPIS um leið og þeir borga árganginn tvenn sögusöfn blaðs- ins sérprentuð (1 1. og 12. hepti), rúmar 200 bls. með ágætum skemmtisögum. Nýir útsölumenn, er útvega 5 nýja kaupendur og standa skil á andvirð- inu, fá ennfremur auk venjulegra sölulauna í þokkabót: eitt eintak af íslenzkum sagnaþáttum, er annars kosta 1 kr. 50 a. fyrir kaupendur Þjóðólfs, en 2 kr. fyrir aðra. Sögurit þetta er mjög skemmtilegt, og fróðlegt, mjög hentugt til upplesturs á vetrarkveldum í sveit. Blaðið kostar að eins 4 krónur árgangurinn. Gjalddagi um miðjan júlí. Ýmiskonar íslenzkur sagnafróðleikur mun birtast í blaðinu við og við. Allir þeir, sem íslenzkum fróðleik unna, eru beðnir að senda blaðinu smásögur eða þætti, helzt um einstaka menn, er að einhverju leyti hafa verið einkennilegir (aflraunasögur og harðfengis, galdrasögur, kýmnissögur, fyrirburði, fjarskyggnisgáfur o. s. írv.) eða þá um einstaka atburði, er gerst hafa og lifa í munnmælum. Einkum væri mjög mikilsvert að heyra gamla menn og fróða skýra frá hinu og þessu, er þeir hafa séð eða haft sagnir af, lýsa mönnum, er að einhverju leyti hafa skarað fram úr o. s. frv. Slíkar mannlýsingar geta verið mikilsvirði, og mjög fróðlegar. Menn eru beðnir að gæta þess, að nú hefst í blaðinu mjög skemmtileg neðanmálssaga eptir hinn fræga rússneska rithöfund Stepniak. Menn ættu að lesa hana með athygli. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861, er hér með skorað á þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Guðmundar Jónssonar frá Ottarsstöðum í Garðahreppi, er andað- ist 5- júní f. á., að lýsa kröfum sín- um, og færa sönnur á þær fyrir und- irrituðum skiptaráðanda, áður en liðn- ir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birt- ingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 7. jan. 1903. Páll Einarsson. Heimsins vönduðustu og1 ódýrnstn Orgel og Piano fást fyrir milligöngu undirritaðs frá: Mason & Wamlin Co, Vocalion Organ Co, W. W. Kimball Co, Cable Co, Beet- hoven Piano & Organ Co. og Messrs. Corn- ish & Co. Orgel úr hnottré með 5 áttundum, tvö- földu hljóði (122 fjöðrum). o. s. f. kostar í umbúðum á „Transit" í Kaupmannahöfn 150 krónnr. Enn vandaðra orgel úr hnot- tré með 5 áttundum. þreföldu hljóði (177 fjöðrum. þar af 28 Contrabassafjaðrir) o. s. f. kostar í umbúðum í K.höfn 250 krónur. Þetta sama orgel kostar hjá Petersen & Steenstrup í umbúðum 847 krónur og 50 aura. Önnur enn þá fullkomnari orgel tiltölulega jafn ódýr. Orgelin eru í minni ábyrgð frá Ameríku til Kaupmannaliafnar, og verða að borgast í peningum fyrirfram, að undanteknu flutn- ingsgjaldi frá Kaupm.höfn hingað til lands. Verðlistar með myndum, ásamt nákvæm- um upplýsingum, sendast þeim sem óska. Einka-umboðsmaður á Islandi. Þorsteinn Arnljótssou. Sauðanesi. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt kröfu skuldheimtumanns og með samþykki eiganda, verða IO hundruð og 90 álnir úr jörðunni Hliði á Alptanesi, ásamt öllum húsum, seld við þrjú opinber uppboð, er haldin verða kl. 12 á hádegi mánudagana 9. og 23. febr. og 9. marz þ. á., tvö hin fyrstu uppboðin á skrifstofu sýslunnar í Hafnarfirði, en hið þriðja á eigninni sjálfri, sem selja á. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 7. jan. 1903. Páll Einarsson. Af því eg er einn af þeim fyrstu hér á landi, sem hafa reynt „Patent strokkinn“ Ameríkanska, sem hr. S. B. Jónsson í Reykja- vík hefur flutt hér til lands og gefið mönn- um kost á að nota, þá finn eg mér skylt að skýra stuttlega frá reyslu minni á honum, og er hún þannig: Strokkur þessi er svo léttur I drætti (að strokka) að hvert stálpað barn, sem hefur vit og stöðuglyndi til að hreyfa hann, er öld- ungis óþreytt, þegar strokkuninni er lokið í hvert sinn — honum er snúið með vogstang- arsveiflu — og er það eitt svo mikils verður kostur, að fullnægir til að taka hann frarn yfir alla aðra strokka, sem eg hef átt kost á að reyna. Við 2 samanburðartilraunir, sem eg hef gert með hann og gamla bullustrokk- inn okkar, með 12 ® af skilvindurjóma í hvert sinn, sama hita á rjómanum á báðum (15—16 st. á C.), þá fengust 18 kvint af smjöri, meira úr „Patent“ strokknum en úr bullustrokknum. Eg ræð því öllum til að fá sér Patent strokkinn, því með honum er sparað mikið erfiði við að strokka, og smjör- ið aukið til muna, jafnframt, til roóts við að nota bullustrokkinn. Auk þess er hann mik- ið snoturt og eigulegt, og að því séð verður, mjög varanlegt áhald. Ef margir kaupa hann, sem ætti að verða, þykir mér sennilegt að hann yrði enn ódýr- ari en hann er nú. Hr. S. B. Jónsson hafi þökk fyrir að flytja hann hér til lands. Meðalfelli í Kjós, í desember 1902. Eggert Finnsson , (bóndi). Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. íheol. Prentsmiðja Þjóðólfs. ,Pelican‘ LINDARPENNAR eru þeir lang- beztu vegna þess, að þeir leka ekki og slitna ekki, því penninn er úr gulli með „irridium" í oddinum. Fást i bökaverzlun Sigf. Eymunds- sonar. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861, er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuld- ar í dánarbúi Jóns Jónssonar frá Eystri- Saltvík í Kjalarneshreppi, er andaðist 24. marz f. á., að lýsa kröfuri* sínum og færa sönnur á þær fyrir undirrituð- um skiptaráðanda, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þess- arar innköllunar. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 7. jan. 1903. Páll Einarsson. Aðalfundur þilskipaábyrgðarfélagsins Við Eaxaflóa verður haldinn á „hótel ísland" þriðju- daginn 3. febr. þ. á. kl. 5 e. h. Reikningar verða framlagðir, kosinn einn maður í stjórn og 2 endursk.menn. Ennfremur rædd lagabreyiing á 18. gr. um ábyrgð skipa í vetrarlægi. TRYGGVI GUNNARSSON. VÁTRYGGINGARFÉLAGIÐ ,SUN‘ í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð á húsum, allskonar áhöldum og inn- anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- ur og skipum, sem í höfn eru eða á land eru sett. Adalninbodsmadur á íslandi Dr. Jón Þorkelsson yngri í Reykjavík. Uppboðsauglýsing. Á þremur opiiiberum uppboðum, er haldin verða kl. 12 á hádegi þriðju- dagana 10. og 24. febr. og 10. marz þ. á., verða 10,5 hundruð n. m. úr jörðunni ÓttaPSStÖðum í Garðahreppi, tilheyrandi dánar- og þrotabúi Guð- mundar Jónssonar þar, ásamt öllum húsum, seld hæstbjóðanda. Tvö hin fyrstu uppboðin fara fram á skrifstofu sýslunnar í Hafnarfirði, en hið síðasta á eigninni, sem selja á. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 7. jan. 1903. Páll Einarsson. langbeztu endurritsvélar, taka mörg þúsund „kopíur", fást í bókverzlun Sigf. Eymundssonar. Þessar báðar vélar eru hverjum manni ómissandi, sem mikið þarf að skrifa. Typewriter HAMMOND’S heimsfrægu ritvélar °g Trypograph 9

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.