Þjóðólfur - 23.01.1903, Page 1

Þjóðólfur - 23.01.1903, Page 1
 55. árg. JtwiJadi yJÚt/lýOÁMl Nýir fleygar — Ný sundrung. Saga mannkynsins sýnir það berlega, að frelsi og sjálfstæði hverrar þjóðar er af engu jafnmikil hætta búin sem af sundrung, samtakaleysi og innbyrð- is óeirðum þjóðarinnar. Heilir þjóð- flokkar eru horfnir og orðnir að engu vegna þess, að þeir þekktu ekki sinn vitjunartíma og hugsuðu meira um að svala sinni eigin metnaðar- og hégóma- girni með innbyrðis argi og illdeilum, en að verjast einhuga gegn sameigin- legum utanaðkomandi óvin. Vérþurf- um ekki annað, en að líta í sögu vorr- ar litlu þjóðar. Hvers vegna glötuðu íslendingar sjálfstæði sínu og urðu konungsþjónar á 13. öld ? Ekki af neinu öðru en ósamþykki og innbyrð- is styrjöld höfðingjanna, — hinna beztu manna þjóðarinnar. — Það var sundr- unS °g samtakaleysi landsmanna að kenna, að þeir urðu erlendri þjóð háð- ir. Og það er cnn í dag sama sundr- ungin, sama samtakaleysið, sem átt hefur mestan þátt í því, að oss hefur miðað svo lítið áfram í sönnu sjálf- stæði, sönnum framförum. Meðan vér vorum að vakna úr margra alda dái um miðja næstliðna öld, þá var þjóð- in nokkurnveginn samtaka, samhuga. En lengur gat það ekki haldizt, en meðan verið var að nudda stýrurnar úr augunum, því að þá er menn voru nokkurnveginn alvaknaðir gátu menn ekki orðið samferða lengur. Þá var um að gera, að finna sér eitthvað til, svo að fylkingin rofnaði. Hin síðari stjórnarskrárbarátta vor er sorglegur vottur um þessa sundrungu, þessa út- úrdúra, er gerðir voru af skammsýn- um, metorðagjörnum mönnum, til að afla sjálfum sér orðstírs og umtals. Hin svonefnda valtýska, er 1897 sprengdi þjóð vora sundur í tvo and- stæða flokka er ágætt dæmi þess, hversu auðvelt það er, aðsutidra fámennri, fá- tækri þjóð, sem ekkert getur áunnið, nema hún haldi einn hóp, og sé hvar- vetna öruggur bakhjarl foringja sinna í baráttunni. Ekkert vopn, er stór- þjóð getur beitt gegn smáþjóð að und- anskildu beinu ofríki eða hnefarétti, er sárbeittara og hættulegra en það vopn, að kveikja ófrið meðal sjálfrar þjóðarinnar innbyrðis, láta hana ber- ast á banaspjótum og horfa svo á, hvernig hún fer að tætast sjálf í sund- ur. Og það er venjulegast mjög auð- velt að koma þessu í kring, því að ekki þarf nema einn gikk í hverri veiðistöð, til að hleypa öllu í bál og brand og hefja sprenginguna. Það koma þá fleiri á eptir. 011 saga valtýskunnar frá 1897, með ræturnar frá 1895 er stór svartur blett- Reykjavík, föstudaginn 23. janúar 1903. M 4. ur í hinni pólitisku sögu landsins, stórt hneyksli, sem kórónað var með að- gerðum meiri hlutans á þingi 1901, og aldrei verður'burtu numið. Það var fyrirsjáanlegt, að úr því mundi ekki verða að fullu bætt síðar. Og það varð heldur ekki til fulls, þótt betur færi en áhorfðist, Hafi gerðir þings- ins 1902 ekki verið sem heppilegast- ar, þá er þó svo mikið víst, að eins og í haginn var búið áður, var ann ar vegur lítt fær eða alls ekki fær ann- ar en sá er þingið fór. Þeir sem eru óánægðir með þá úrlausn, ættu að láta reiði sína bitna á þeim flokki, sem með öllu atferli sínu hafði sýnt það, að hann var reiðubúinn til að sporna gegn öllu öðru, en einmitt því, sem hann hafði barizt fyrir að lemja í gegn, En eptir því sem á stóð var sigurvon hans ekki fólgin í neinu öðru, en ef takast mætti að sprengja heimastjórn- arflokkinn, og til þess voru gerðar al- varlegar tilraunir, sem að vísu báru ekki tilætlaðan árangur þá, en var þó svo undirbúið, að ljós gæti orðið úr því síðar, án þess ljósberarnir sjálfir hefðu ljósa hugmynd um, hvers erindi þeir gengju. Og það virðist að nokkru leyti hafa tekizt. Hér er gamla sag- an endurtekin. Þá er þing Islendinga samkvæmt einróma áskorunum þjóðar- innar, hefur loks komið sér saman um, að minnsta kosti að nafninu, að binda enda á baráttuna um sinn á þann hátt, að ná æztu stjórninni inn í landið, þá er undireins farið að vinna að því að koma í veg fyrir, að það geti orðið og svívirða alyktanir alþingis, af því að ekki hafi fengizt allt sem menn áð- ur kröfðust, og með því að telja fólki trú um, að ráðherrabúseta hér á landi sé ónýt skóbót og verri en einskisvirði, jafnvel stórhættuleg, af því að ráðgjaf- inn sé ekki útilokaður frá ríkisráðinu., Og til þess að árétta „hneykslið" bet- ur, eru allir þingmenn kallaðir flón og Bakkabræður, en þjóðin, sem valið hefur þessi þingflón, hún á að vera einstaklega vitur, og henni er hælt mjög í því skyni, að hún kunni að senda tóma spekinga á næsta þing til að kollvarpa því, sem flónin hafa gert. En skyldi því nú ekki vera svo háttað hér sem annarsstaðar, að hver þjóð hafi fulltrúa við sitt hæfi, hvorki verri né betri að jafnaði, að minnsta kosti ekki á öllu lægra stigi, en þjóð- in sjálf er yfirleitt, svo að ef sú verður raunin á, að allir fulltrúarnir séu flón þá stigi þjóðin sjálf naumast í vfitið og hafi að minnsta kosti fáum spek- ingum á að skipa til að senda á þing. Það er mjög hætt við því, hætt við, að t. d. þingið 1903 verði nokkuð þunnskipað af þeirri nauðsynlegu vöru, spekingunum, sem allt þekkja og allt vita út í æsar, mönnunum, sem eiga að forða íslenzku þjóðinni frá hroða- legum voða. Það er lakast, ef þjóðin verður svo hláleg, að komast að þeirri niðurstöðu, að hún geti ein- hvern annan búhnykk betri gert, en að ónýta gerðir þingsins næstl. sumar og eyða mörgum árum enn í vonleys- isbaráttu um stjórnarmál vort, en láta atvinnumál landsins og allar verklegar framfarir standa í stampi og sitja á hakanum enn um nokkra áratugi. Það getur verið, að það væri heppilegt, en vafasamt er, hvort almenningur verð- ur samt á þeirri skoðun, og hvort hann hugsar ekki svipað því, sem heima- stjórnarþingflónin(l) hugsuðu í sutnar, að úr því að æzta stjórnin væri feng- in inn í landið, þótt gallalaus væri ekki, þá mundi hún draga inn í land- ið til sín meiri og meiri yfirráð, og þá er fram liðu stundir verða algerlega sjalfstæð stjórn, eptir því sem vér gæt- um frekast átt heimtingu á (landstjóra- fyrirkomulagið), án þess rikisráðsá- kvæðið reisti neinar skorður við því í framtíðinni. En spekingarnir hugsa öðruvísi, draga ályktunina alveg þver- öfugt við þetta: að ráðherrann hér verði heimótt ein, valdalaus og ráða- laus, fjötraður a höndum og fótum af danska ríkisráðinu, svo að allt valdið úr landinu dragist undir það i sérmál- unum, með öðrum orðum, hann verði að eins skrípamynd af stjórnanda, er feli loks embættisbræðrum sínum í Danmörku að gera allt fyrir sig, hreyfi sig annaðhvort ekki héðan eða dvelji langvistum í Danmörku, svo að vér höfum hans engin not. Það getum vér kallað að mála „þann gamla" á vegginn. En þeir sem hugsa ekki jafn djúpt og langt sem spekingarnir, — er hugsa auðvitað eptir öðrum reglum en fólk flest, — hugsa blátt áfram og eðlilega eptir réttum hugsunarreglum, að ráðherrabúsetan verði alls ekki nein fals-búseta eða heimóttarstjórn, heldur öflug, áhrifamikil og framkvæmdarsöm innlend stjórn með ábyrgð fyrir ís- lenzlcri þjóð og íslenzku þingi, en alls ekkert háð ríkisráði Dana í framkvæmd sérmalanna, þótt ráðherra, búsettur hér á landi heiti að nafninu meðlimur þess, fyrst um sinn, meðan staða hans og valdsvið breytist ekki i landstjóra- horfið. En hversu langt þess verður að bíða er auðvitað ekki unnt að segja. Það kemur mikið undir einlægum vilja, þreki og staðfestu þjóðarinnar á næstu árum, eptir að hún fær þessa stjórn- arbót, sem spekingarnir segja reyndar, að sé margfalt verri en valtýskan — búseta í Höfn(!!). Þeir um það. En heimastjórnarmenn eru þar alveg á gagnstæðri skoðun. Þeir telja alger- lega loku skotið fyrir alla innlenda stjórn, hverju nafni sem nefnist, jafn- skjótt sem valtýskan væri komin á. Þótt spekingarnir dragi dár að nafn- inu „heimastjórn" og kalli það fals- nafn, þá mega þeir vara sig á að gera ofmikið að því vegna þess, að þá sverja þeir sig nokkuð berlega í fylgi við Hafnarstjórnina hansValtýs, þótt þeir þykist ekki heldur fylgja henni, og geta því átt á hættu, að verða skýrðir Valtýs-fleygar, enda verður ekki bet- ur séð, en að þeir eigi það nafn skil- I ið, úr því að þeir ráðast nær eingöngu á heimastjórnarflokkinn, en láta aðgerð- ir þingsins 1901 og allt atferli Valtý- inga fyr og síðar nær óátalið. Það lítur því út fyrir, að það sé að eins til að villa sjónir fyrir mönnum, að þeir telja fulltrúa Valtýinga á síðasta þingi með flónunum og Bakkabræðr- unum, en í raun réttri eigi heimastjórn- arflokkurinn að taka þessar sannfær- andi(l), skynsamlegu(l) og rökstuddu(!) nafngjafir til sín eingöngu. Valtýr er því sjálfsagt einn meðal hinna fremstu spekinga, er skipa eiga fulltrúasæti á næsta þingi, og t. d. Jón Jensson r.r. 2, báðir „adjútantarnir" frá Reykja- víkurfundinum 11. ágúst, þjóðfundin- um nr. 2, eins og fundarboðandinn komst að orði. Menn verða að gera sér fullkomlega ljóst. hver verður afleiðingin af því, ef ónýttar verða gerðir síðasta þings í stjórnarskrármálinu. Til þessarar ó- nýtingar eru þrír vegir: einn sá, að fella frumvarpið algerlega og samþykkja ekkert í staðinn. Þá er stjórnarbótar- málið dautt og allt stendur sem áður. Þessi vegur mun vera næst að skapi Valtýs-fleyganna. Annar vegurinn er sá, að fella frumvarpið frá 1902, en samþykkja valtýskuna frá 1901. Þessi vegur mun vera mest að skapi Valtý- inga. ' Eru þá líkur til, að það frum- varp yrði samþykkt á aukaþingi 1904, ef Valtýingar yrðu þá í meiri hluta. Þá væri þeim skemmt. Þriðji vegur- inn er sá, að fella ur frv. 1902 orðin „í ríkisraðinu". en samþykkja það að öðru leyti. Þessi vegur mundi vera að skapi margra heimastjórnarmanna, ef sjáanlegur væri nokkur vegur til þess, að frv. þannig lagað fengi vil- yrði um staðfestingu. En því fer harla fjarri að svo sé. Þá færu fram nýjar kosningar og aukaþing yrði haldið 1904. En hvað ætti þingið þá að gera, gagnvart skýlausri neitun ráð- gjafans. Annaðhvort að samþykkja það aptur, og svo aptur á þinginu 1905 og á aukaþingi 1906, á þingi 1907, á aukaþingi 1908 o. s. frv. o. s. frv., eða samþykkja þá frv. frá 1902 eða valtýskuna. og fá það staðfest eptir þing 1905. Allir þessir vegir eru harla óaðgengilegir. Hið helzta sem nokk- urt vit væri í, ef hér væri um nokk- urn voða að tefla fyrir landsréttindi íslands, væri samþykkt á frumvarpinu þing eptir þing um óákveðinn tfma þrátt fyrir stöðuga neitun stjórnarinnar eða þá, að láta málið algerlega niður falla, og bíða betri tíma, hversu langt setn þeirra yrði að bíða. En hvor- uga þá leið mun þjóðinni þykja til- tækilegt að fara. Menn verða að hafa það hugfast, að afleiðingin af þvf, ef nú yrði farið að grauta í gerðum þings- ins 1902 yrði nánast sú, að ryðja val- týskunni braut. Þess vegna eru einn- ig sumir Valtýingar ákaflega hlynntir því, að nýja flokknum takist eitthvað að sundra heimastjórnarflokknum, þótt þeir þori ekki að láta bera mikið á því opinberlega. Þess vegna verður litli flokkurinn nýi sér óvitandi lfklega ekkert annað en fleygur f höndum

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.