Þjóðólfur - 13.02.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.02.1903, Blaðsíða 2
26 — Guðmundur má leggjast svo djúpt, sem hann vill upp á það, að hann finnur aldrei nokkra grein, sem Kolskeggur hef- ur ritað öðruvísi en með fullu skírnar- nafni eða þessu kenninafni. — Annars má virða sGvendicí1) til vorkunar, þótt hann búiz^ við, að aðrir riti undir ýms- um dularnöfnum, svo leikinn, sem hann er sjálfur í þeirri list »í landi drengskapar ins«(!), eins og mörgum er kunnugt. Einna skoplegast er það, þegar G. held- ur, að hann komist »á bekk með« J. Ó., St. G. St., E. H. o. fl. »jafn-ágætum« mönnum, af því að þeirra hefur einhvern- tlma verið minnst i sama blaði, sem flutti grein um *»braganótur« hans. — Þá er ekki vandi að komast »á bekkinn« — og er ekki kyn, þótt skáldi sé hróðugur, þar — sem hann er að smjúga undir »frakka- löfin« hjá þessum höfðingjum. — Hann kveðst líka ætla að »stýra keikum höfuð- burði« og »æpa á braganótum« framveg- is, eins og hingað til, eptir geðþótta sín- um, »en ekki Hreiðars í Vilpu og Kols kroppinbaks«(H). Það eru tvær söguhetj- ur, kunnar' úr hinni alræmdu andlegu »sagnavilpu« í »Sunnanfara«, og var heppi- legt, að G. F. skyldi þarna geta vitnað til sinna eigin listaverka ! »Þú áttgóðan penna«, hefur hann sagt við sjálfan sig. »Litlu verður vöggur feginn*, má segja um G., þar sem hann lætur prenta það með feitu letri, að fyrir 9 á r ú m 1 hafi maður sagt við sig, að hann mundi ein- hverntíma verða vel ritfær. Þaðerleið- inlegast fyrir G. sjálfan, að þetta hefur ekki ræzt. Annars er eigi ljóst, til hvers Guðmund- ur hefur ritað »forvitnis«grein sfna í Norð- urlandi, þvf að ekki þvær hann þar af sér »leirinn«. Vera má, að ofmetnaður hans sé svo mikill enn, að hann ætli það nægja til sönnunar máli sfnu, að opinbera nafn þess, er hann á ritdeilur við, en það er — sem betur fer ■*— ekki enn orðin ærumeiðandi smán, þótt Guðmundur riti og láti prenta nafn einhvers manns. Kolskeggur. Fréttapistill úr Árnesþingi. Fremur má heita tíðinda fátt. Haust- veðráttan var góð og að mörgu leyti hag- feld svo stöðugt var hægt að stunda jarða- bætur og voru sumir við þann starfa fram að jólum. Útifénaður hefur verið mjög léttur á gjöf, en nú eru komin innistöðu- harðindi, því þykkur snjóhjúpur liggur yfir allri jörð. Heyföng bænda í bezta lagi og eru heygæði víðast eptir því. Brimasarnt hefur verið og ólgufullur sjór hefur vlða verið með suðurstöndinni í vet- ur og hefur ’sjórinn víða máð og eytt ofan af sjáfarkampi þeim, sem hlífir suðurströnd- inni; mest hefur borið á þessu milli Eyr- arbakka ogÓseyrarness; hefur sandur bor- izt mjög að mýrinni fyrir ofan, eins ber á sömu eyðslu á kaflanum milli Gamlahrauns og Stokkseyrar; eru þar nú víða þönglar grjót og sandur, sem áður var fyrir fám árum grasgefið vallendi, sem slegið var árlega. Verði sjógarður ekki byggður á áðurnefndu svæði, einkum því slðara, er auðsjáanlegt, að innan skammseyðist meiri eða minni grasspilda framan af undirlend- inu og vegagerð með fram ströndinni frá Hr&unsá að Stokkseyri verður ógerningur, enda er áreiðanlegt, að hefði hann verið þar nú væri enginn urmull eptir af honum. Hér virðist vera verkefni fyrir búnaðarfél. Is- lands, að láta skoða þetta og athuga mál þetta og ráðanautur þess Sig. Sigurðsson hefur í riti og ræðu minnst ámálþettaog talið það íhugunarvert. Verzlun á Eyrarbakka og Stokkseyri er í góðu lagi, munu þar allir sæmilega birgð- ir af allri nauðsynjavöru og verð á þeim álíka og f Rvík. Pöntunarfélag Stokkseyrar gerir þar líka gott aðhald, og er vonandi að svo verði enn þá. Ekki mun laust við, að það hafi orðið nokkur vonbrigði fyrir bæði bindindisvin- um og hinum (0: bindismönnum) að áfeng- issala byrjar aptur með vorinu; nú var allt þrotið við áramót, og verzlunin Edinborg afsalaði sér réttinum við áramótin núna. Þótti mörgum að óvenjulegt samkomulag 1) Sbr. Ól. D. í „ísafold". hafi orðið á milli þeirra kaupmanna, sem leyfið keyptu — sem annars kvað vera lít- ið látið yfir, nema þá við kosningahretið síðast, þar stóðu þeir sem einn maður. Vildu nú víst flestir kaupstaðarbúar, að vfnsölubannslög væru fyrir hendi að grípa til, enda er vonandi, að þeim auðnist sem öðrum að lifa þann dag. Með nýlundu má telja það, að hingað hefur borizt sýnishorn af 2 blöðum, nefnir annað sig „Landvörn" en hitt „Ingólf' 2 eint. af hvoru. Varla mun hægt að bera á móti því, að efnilegir séu höfundarnir, eru þeir gamlir og nýir vinir flokks þess, sem kennt hefnr sig við heimastjórn. Eptir því, sem mér koma blöð þessi fyrir sjónir, virðist erindi þeirra, einkum blaðs- ins „Landvörn", vera, að sýna þjóðinni fram á, að pólitiskur voði sé það fyrir stjórn- frelsi Islands, að samþykkja stjórnarskrár- breytingarfrumvarp síðasta þings, vegna lögfestingar ráðgjafans í ríkisráði; útal því lætur blaðið það verða hlutverk sitt að ráðast á heimastjórnarflokkinn, sína eig- inlegu liðsmenn. Því vitanlega eru þeir allir meiri og minni leifar af gamla endur- skoðunarflokknum, er kendur hefur verið við landstjórafrumvarp Benedikts heitins Sveinssonar, sem í rauninni ei að allra dómi hið eina, sem haldandi var fram með alvöru og festu, enda léði þjóðin þv< að kalla mátti eindregið fylgi sitt. Því rekur mig og Ilklega fleiri mjög i stans, að nú á allra sfðustu tírnum, skuli uppvakinn svona hörð mótmæli gegn aðferð síðasta þings, og þó einkum á móti þeim flokki þingsins, sem haldið hefur eptir föngum við heimastjórnartnimvarpið ganila, eða aðalhugmynd þess — ráðgjafabúsetuna hér, aðsetur æzta valdsins f landinu sjálfu, en virðist ætla að sleppa öllum þeim, sem lögðu hinn sanna grundvöll undir „v a 1 d b o ð i ð“ en þarer nú sá hluti þingsins, að minnsta kosti þeir helztu sumir, sem komu því til leiðar með óstöðugleik sínum í hinni fyrri stjórnarskrármálsdeilu á þingi 1897, að málið lenti í sundrungu, og jafnvel glötun, og er þingsagan bæði síðustu árin nægileg sönnun þess. — Fyrir því skil eg ómögu- lega, hvernig höfundar fyrnefndra mál- gagna, hyggja sig að leita trausts og fylg- is hjá þeim hluta þings og þjóðar, er þeir „sjálfir" vita eins vel, og 2 og 2=4, að hafa haldið dauðahaldi f ríðisráðssetuna, samanber allar hinar löngu þrætugreinar eptir Corpus juris í Isafold*) o. fl.; þar var þ ó á 11 v i ð ráðgjafabúsetuna í Höfn. Eng- inn vafi ætti því að vera á því, að sú k e n n i n g hefur fest þær rætur ineðal ýmsra ráðandi manna Dana, að þarhafi verið flutt hin sanna meiri hluta kenning þingsins 1901, og það befur hrifið. — Eg enda svo þessar fáu hugleiðingar með því, að hafi verið nauðsynlegt að lina á sókn- inni 1897, þá sé ekki síður vert að líta eptir ástæðunum nú til hins sarna við kosn- ingarnar 1903. —- Mér þykja horfurnar skárri núna, þó ábótavant sé um sumt. Mikið hátt lét í sumum blööunum í haust um hinn svo nefna „Akureyrarfrið" o. fl. og lét margur alþýðumaðurinn vel við því erindi. Af síðustu blöðunum, eink- um „Isafold" verður samt ekki annað séð, en hún ætli sér að halda f o r n u m vana, og lifa f og með á ónotum og skreytni um þá er húrr í þann og þann svipinn hygg- ur að hafa gott af að atyrða o. fl. Ann- ars er fyrirsjáanlegur blaðaófriður í landinu, sem leitt getur til ills eins, þvf mjög sjaldan er þá vegið með sæmileg- um vópnum — sé drengilega barizt, er eg ekkert fyrir frið fram yfir næstu kosn- ingar og sé þá málin sótt og varin á sæmi- legu blaðaþingi, en því er ver og miður, að útlit er fyrir að friðarkenningar blað- anna, sem báru þær mest út, geti ekki látið þetta rætast. Um kosningar hér lítið talað enn þá, en sennilega fáum við boðskapinn um það vestan yfir heiðina, hvernig sem honum verður þá hlýtt, optar hefur þótt brestur á því og vel má vera, að svo kunni að at- vikast enn þá. 2. febr. 1903. Einn aý þeim sem man tvenna tímana. Skipstrand á Skeiðarársandi. Þpíf skipverjar orðið úti. Hinn 19. f. m. strandaði austarlega á Skeiðarársandi þýzkt fiskveiðagufuskip *) Sjá Isafold 1898, 22. tölublað, þar sjá þeir svart á hvítu, hvers stuðnings málstadur þeirra á að vænta þar — því síður er líklegt að ritstjóru sú sé breytt nú. Hóf. „Friedrich Albert" frá Geestemúnde. Voru skipverjar 12 alls og komust þeir allir á land, þáer fjaraðiút, eptir 4 klukkustundir kl. 2 um nóttina. En þá tóku við nýj- ar þrautir, þvf að afarlangt er til manna- byggða frá þessum stað, og torfærur mikl- ar á sandinum, en tvö stórvötn til beggja hhða, Skeiðará að austan og Núpsvötn að vestan, auk margra vatnsála og ósa á sjálfum sandinum nálægt ströndinni, en hlákuveður var, svo að vatnsálarnir voru auðir. Reistu skipverjar sér þá skýli á sandinum úr tunnum, o. fl. er þeir náðu úr skipinu og hlóðu sandi að utan. Höfðust þeir við í skýli þessu fyrstu dag- ana, en er veður tók að versna með krapa og kalsahryssingi, og þeir voru nær mat- arlausir orðnir, lögðu þeir af stað vestur eptir sandinum, til að leita mannabyggða. Um það leyti hvarf stýrimaðurinn og vita menn ekki með vissu, hvernig hann hefur farizt. Þá er þeir voru komnir nokkuð vestur á sandinn, lézt einn skipbrotsmann- anna úr kulda og vosbúð, enda var þá veður tekið að harðna, en er þeir komu að Hvalsíki, (Núpsvatnaós), sem er vatnsfall mikið, var ekki annað fyrirsjáanlegt, en opinn dauðinn, því að vatnið var autt. Eptir mikla erfiðleika tókst þeim samt að safna saman ýmsum sprekum, bjuggu til úr því fleka lftinn eða „stokk" 4 álna langan og z álna breiðan, og fleyttu sér yfir á honum 3 og 3 í senn, en reru með einni ár, er þeir höfðu fundið ásandinum. Voru þeir lengi að þessum útbúnaði, sem eðlilegt var, og þótti með ólíkindum, að þeir skyldu komast yfir á þennan hátt. Var þá þegar tekið að frysta til munaog dó einn þeirra félaga þar við síkið af inn- kulsi, og dysjuðu þeir hann á eyii emni. Þá er þeir voru komnir vestur yfir sfkið, sáu þeir til manna, er voru að ganga á reka, og kölluðu til þeirra, en menn þess- ir urðu ekki varir við þá. Sést hafði og til þeirra af Síðunni þá dagana, en menn hugðu, að þar væru Fljótshverfingar, er væru að ganga á reka, og var því ekki frekar að þessu hugað. Loks tókst skip- brotsmönnum að komast á slóð eptir bát, er menn af Brunasandi höfðu dregið frá sjó, og eptir þeirri slóð komust mennirn- ir, 9 alls, loks til byggða að Orustustöðum, smábýli á Brunasandi, sem er vestasti hluti Skeiðarársands, og var það 30. f. m. Höfðu þeir þá verið 11 sólarhringa á þessum hrakningi, og alveg matarlausir upp á síðkastið. Tyo síðustu dagana, áð- ur en þeir komust til byggða var frost ailmikið og kól mennina þá, svo að 5 voru ekki ferðafærir og voru fluttir til læknis (Bjarna Jenssonar)á Breiðabólsstað á Síðu, og liggja þar. Ætla inenn, að taka verði af þeim limi, og var sent eptir Þorgrími lækni Þórðarsyni austur í Hornafjörð til aðstoðar Bjarna lækni við það verk. En 4 þeirra félaga, þar á meðal skipstjórinn, voru svo hressir, að þeir gátu lagt af stað hingað suður, og var komið með þá hing- að í gærkveldi. Má það heita hin mesta furða, að svo margir komust lífs af úr þessum mann- raunum, og að þeir skyldu ekki allir æfi lúka á þessum öræfum um hávetur. En það vildi til, að frost voru ekki hörð fyr en tvo síðustu dagana. Fylgdarmenn þeirra segja, að mennirnir hefðu átt hægara með að ná byggð fljótar og greiðar með því, að halda austur á bóg- inn, austur að Skeiðará og upp með henni, því að þá hefði sést til þeirra frá bæ f Öræfum, en það var ekki von, að aum- ingja mennirnir vissu það, óvíst hvort þeir hafa haft nokktirn uppdrátt með sér, og þótt þeir hefðu haft hann mundu þeir hafa ímyndað sér minni torfærur til manna- byggða vestur á bóginn, en austur á við að Skeiðará. Skipstrandið í Landeyjum, Herra ritstjóri! Eins og þér hafið ef- laust frétt, strandaði enskt botnvörpuskip (Molopo frá Hull) fyrir Landeyjasandi 21. f. m. Var sýslumaður okkar Rangæinga tafarlaust látinn vita af strandinu; kom hann svo á þriðja degi austur ásamt Grfmi bónda Thorarensen í Kirkjubæ, sem átti að verða túlkur strandmanna suður; mun hann vera einna færastur af bændum hér í enskri tungu, því hann hefur nú á síð- ari árum fylgt öllum þeim strandmönn- um, sem fluttir hafa verið um sýsluna. Lagði hann af stað með strandmennina hinn 25. f. m. og sama dag sendi sýslu- maður með auglýsingar í næstu hreppa: Vestur-Eyjafjallahrepp og Vestur-Landeyja- hrepp, og svo náttúriega um Austur-Land- eyjahr.; var þá búið að auglýsa uppboð- ið í þremur næstu hreppum, eins og lög gera ráð fyrir; skyldi uppboðið fram fara 27. s. m. Þegar sá dagur kom, var veð- ur gott, eptir því sem vænta má um þetta leyti, vestanvindur og lítið frost. Dreif nú fólk að úr hinum áðurnefndu hrepp- um og auk þess komu nokkrir menn úr Hvolhreppi og Þorvaldur gamli á Þor- valdseyri. Sýslumaður setti uppboðið á ákveðnum tíma og las upp skilmála. Borgunarfrestur var veittur til loka febrú- armánaðar; lægsta boð í skipið skyldi vera 100 kr. Lítið hafði náðst úr skip- inu fyrir sjógangi, en skipið sjálft var töluvert sokkið ofan í marbakkann og talsvert farið að brotna. Allt var selt, sem upp hafði náðst og skipið sjálft, fór það á 125 kr. og varð Éinar Arnason í Miðey hæztbjóðandi, en talið er líklegt, að Þorvaldur á Þorvaldséyri og Vigfús á Brúnum eigi partíþvf, og eru þvíminni líkindi til, að það hafi verið notað í beitu eins og Þykkvabæjarstrandið um árið, enda mun járnið í skrokknum reynast lakari beita en baunirnar — þær voru líka bleyttar —. Meðal annara, sem komu á uppboðið voru tveir menn, sem töluðu ensku; gáfu þeir sig á tal við stýrimanninn (hann var látinn bfða fram yfir uppboðið). Varð hann glaður við að 'hitta einhvern, sem hann gæti talað við, því honum hafði ekki fundist sýslumaður sterhur í ensk- unni; óskaði hann þá, að annarhvor þeirra mætti fylgja sér suður, en það gat ekki gengið. Sýslumaður var búinn að útvega honum annan fylgdarmann (Einar í Miðey) og við það varð að sitja. Miklu lofsorði hafði hann lokið á fólkið, sem hann og félagar hans voru hjá í Land- eyjunum (á Bakka, Hólmum og Hólma- hjáleigu), en minna hafði hann dáðst að mannúð yfirvaldsins, sérstaklega með til- liti til þess, að geta eigi fengið þann fylgdarmann, sem hann gæti talað við, úr því að slfkur maður var fáanlegur. V. Um vegavinnu. Það er orðið ekki svo lítið sem unnið er að vegagerð árlega hér á landi, og að líkindum fer það fremur í vöxt. Enn sem komið er mtin öll vegagerð hér vera framkvæmd með daglaunavinnu, eða að minnsta kosti hef eg aldrei orðið þess var, að samningsvinna (akkorð) hafi verið reynd hér við vegagerð. Menn, sem eru fróðari en eg, og þeir, sem komið hafa »út fyrir pollinn«, hafa sagt mér, að í útlöndum sé venjulegast að framkvæma slíka- vinnu sem »akkord«, eða láta vegagerðarflokkana gera undirboð í þá vegakafla, er gera skal, og f á i s t vinnan mikið ódýrari 111 e ð því m,óti. Ætlunarverk verkfræðinga ogum- sjónarmanna stjórnarinnar er þá að á- kveða vegina, semja um akkorðin og sjá um, að verkið sé gert eins og á að vera. Mér skilst svo, að þetta gæti átt við hér, eins og annarsstaðar, nema ef svo skyldi vera, að landssjóður Islands væri svo stöndugur, að það, sem unnið erfyr- ir hann, þurfi endilega að vera sem dýr- ast, til að koma houum í lóg! Og þó veit eg, að við sumir gjaldendurnir gæt-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.