Þjóðólfur - 13.02.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.02.1903, Blaðsíða 3
27 um þegið, að einhverju væri á okkur létt, 1 stað þess, að brúka fé landssjóðs að nauðsynjalausu eða til óþarfa, til að létta hann. Sumum virðist kaupgjald vegavinnu- manna ekki heldur numið við neglur sér, þó hvlldirnar séu nægar, enda vilja nú allír piltar, sem geta girt sig hjálparlaust, annaðhvort komast í vegavinnu eða »vera til sjós«; landbúskaparvinna þykir nú flest- um óaðgengileg. Sumt ráðlag vegavinnustjórnarinnar sýn- ist okkur bændamyndunum ekki sem hyggilegast, og skal eg nefna nýjasta dæm- ið, sem eg þekki. Nú í haustskammdeginu hefur flokkur vegavinnumanna úr Rvlk verið nokkrar vikur að gera við veginn frá Elliðaám fram að Sogum, sama kaflann, sem gert var við fyrir skömmu, (hálfu öðru ári að mig minnir), og sem stóð sig bezt af öll- um þeim vegi, þó að rennurnar utan við veginn væru horfnar í 3 stuttum melskörð- um, sem ekkert vatnsrennsli var um. Menn- irnir hafa nú gert rennur í skörðin, og mokað því, sem upp úr þeim kom, upp á melabrúnirnar, svo nú setjast skaflar enn hærra í skörðin, en áður, vegna þess, að brúnirnar eru hærri. Auk þess hefur ver- ið rjóðrað sandi á veginn, þar sem sízt þurfti, á þessum kafla. Því má eigi gleyma, að sami flokkur setti rið á Elliðaárbrúarstöplana, og tel eg það eitt þarft af þessari vinnu hans. Það var búið að dragast óforsvaranlega lengi. Lítið eitt ofar á sama vegi (Hellisheið- arveginum), eru margir kaflar enn óvið- gerðir, sem verða ófærir, þegar leysir á vorin, fyrir rennu- og íburðarleysi, og hefði sýnzt þarfara að gera við þá, úrþvl farið var að nota svartasta skammdegið og ó- veðratíð, þá ódrýgst verður úr verki, til vegagerðarvinnu. Nú verður þó ekki tvískipting valdsins um ólagið kennt, þar sem landsingeniör- inn hefur einn öll völdin — eða er ekki svo ? I des. 1902. Sveitabóndi. Bæjarstjörnapkosningin endurtekna 9. þ. m. fór þannig, að kosn- ir voru: Halldór Jónsson bankagjaldk. með 514atkv. Björn Kristjánsson kaupm. — 359 — Ólafur Ólafsson dbrm. — 337 — Kr. Ó. Þorgrímsson kaupm. — 333 — Tr. Gunnarsson bankastj. — 321 — Magnús Einarsson dýralæknir — 303 — Hannes Hafliðason skipstj. — 302 — Næst þeim fengu atkvæði: P. Hjaltesteð úrsmiður 291, Jón Jakobsson bókavörður 274, Jón Þórðarson kaupmaður 214, Arin- björn Sveinbjarnarson bókbindari 198, Jón Brynjólfsson skósmiður i86ogMagn- ús Blöndal snikkari 161, en nokkrir fleiri örfá atkv. Að úrslit kosninga þessara urðu á nokk- uð annan veg, en allur þorri bæjarbúa gat gert sér í hugarlund, stafaði af ýms- um ástæðum, sem enn eru ekki fullkunn- ar sumar hverjar, enda sumar þannig lagaðar, að þær þola illa dagsbirtuna. En svo mikið er víst, að úrslitin hefðu önnur orðið, ef kjósendur hefðu mátt neyta at- kvæðisréttar síns ókúgaðir, og ekki hefði verið beitt hóflausri frekju af hálfu þess flokks, er skfrt hefur sjálfan sig »Framsóknarflokk«, en á auðvitnð alls ekkert skylt við framsókn né frjálslyndi, heldur við gagnstæði þess. Það er t. d. sannmælt, að»sumir mennúr þeim flokki, er áttu ráð á einhverri atvinnu, hafi ógn- að kjósendum, að þeir skyldu enga at- vinnu fá hjá þeim, ef þeir kysu ekki óskorað eptir »blámannalistanum«, en svo var nefnd fulltrúaefnaskrá þess flokks, prentuð á bláan pappír. Auk þess kvað brennivtn ótæpt hafa verið á boðstólum hjá hinum og þessum, og kvað það hafa orðið áhrrfadrjúgt, svo að einstöku kjós- endur kvað ekki hafa séð sólina síðan. En auðvitað hjálpa slík meðul ekki til lengdar þá er kjósendur fara að vitkast betur og læra að hugsa sjálfir. En þótt »svertingjarnir« eigi nú sigri að hrósa við þessar kosningar, þá er samt hæpið fyrir þá að byggja mjög glæsilegar vonir á þessum úrslitum fyrir framtlðina, eða að þvl er þingmannskosningu hér í bæn- um snertir 1 vor, einkum þá er þeim tókst þó ekki að bola bankastjóra Tr. Gunnarsson út úr bæjarstjórninni, sem þeim lék þó m e s t hugur á. Hefðu þeir getað það, var skiljanlegt, að þeir hefðu orðið upp með sér, og lifað f sælli og inndælii von um síðari tíma. Bessastaða-burgeisinn. Sú var tíðin, að mér þótti vænt um „bless- aðan karlinn hann Skúla minn",*) en það er nú allt saman farið út um þúfur. Hann er orðinn svo mikill á lopti, að mörg- um þykir nóg um, þótt hann hafi runn- ið frálega í framsókninni. Það er engu líkara, en að hann þykist einráður yfir hugsunum manna og orðum, og er mik- ið af því að vita um slíkan mann. Hann er eigi lengi að ,,hlaða"(!) mótstöðumönn- um sínum með því að kalla þá heimska, apturhaldsseggi, óvini þjóðarinnar o. s. frv. Þetta er hans vopn og verja, og fær þá fátt á móti staðið. Fyrir hans herópi hafa margir fallið! Þetta hlýtur Skúli að vita fullvel, enda gengur hann á það lagið. — Það var því engin furða, þótt hann beitti sínu vanabragði og yrði ærið digurmæltur í síðasta tölublaði Þjóðv. unga til Aðalvík- ingsins, er minnti hann mjög hógværlega á snúning hans í stjórnarskrármálinu, og hélt hlífiskildi fyrir bónda í Aðalvík, sem hafði ekki viljað kjósa Skúla til alþingis. Það er s\ío að sjá á grein hans, að honum sé mikið niðri fyrir, og það jafnvel miklu meira en hann fái uppkomið, en flest mun ,það víst kafna í digurmælginni einni sam- an. Skúli minn hyggur, að ummæli þau, sem hann er að rembast við að gera lítið úr, séu eptir skólapilt, og þá er svo sem auð- vitað, að hann spari ekki gífuryrðin, því að svo er að sjá, að honum sé ekki sérlega vel við hina uppvaxandi námsmenn. Hvað skyldi honum annars koma til þess ? Ætli hann sé ekki hræddur um, að hann geti ekki haft þá í vasa sér og mæti hjá þeim meiri mótspyrnu en lítt menntaðri alþýðu? Hann er svo sem ekki karlsauðurinn, að reka aptur það, sem Aðalvíkingurinn hefur sagt, heldur að reyna að setja ofan í við höfundinn af því, að hann sé ungur, og ef til vill skólapiltur. Þá er hann líka næsta fljótur að ætla Aðalvíkingi hvatirnar og smíða og smíða, er fáir mundu telja sér sæmd af að hafa hugsað, hvað þá heldur að hafa ritað; en einmitt með því sýnir Skúli sig sjálfan undir næfurþunnu dular- gérft. Skyldi þetta vefa fegursti óg hald- bezti búningurinn hans? Hann hefur lengi I honum gengið og því er eigi að furða, þótt farinn sé hann nú að slitna og gat komið á, enda sjá flestir karlinn í gegnum allt saman, einkum þá er í hann fýkur, því að þá verður allt minna um stillinguna. Ef fundið er að einhverju við hann, verður hann svo uppstökkur, að hann hleypur það „frum- hlaup", er hann hefur aðra að kveðið. Þetta er komið svo í vana hjá honum, að hann fær líklega ekki að gert, og nærri má geta að ófagnaður sá muni eigi fara batnandi með ellinni. Af þessu eru því auðskildar hamfarir hans í nefndri grein, og allur sá gauragangur, er líklega á rót sína að rekja til sjálfsþótta hans og ímyndaðra yfirburða yfir aðra. Miklar eru röksemdirnar hans I Hann hyggur, að sér sé nóg að kalla al- menningsálitið**) um sig, sleggjudóma og heimsku. Frelsið á líka hjá honum upp á háborðið. Hann vill standa með reiddan hnefann yfir þeim, er hefur aðra skoðun á hans eigin gerðum en sjálfur hann. Þegi þú, ella eg hirti þig segir hann, karlinn, en á þingbekkjunum gelur hann hátt: þ j ó ð ■ frelsi, mannfrelsil Það er samkvæmni ( þessu I Það væri hollt, að slíkur náungi kæmist í ráðherrasessinn, er hann heima á bóli sínu getur eigi á sér setið, að tala um hirtingar og önnur ófögur stóryrði. Hann ætlar sér þó aldrei, með því, að minna böðulsnafnið ? Þótt slík ummæli Skúla kunnf ef til vill að vera ekkert annað en eintómt gaspur, þá er samt skrítið að sjá, hvernig frelsisfrömuðinum ísfirzka svipar í •) Slík ummæli heyrði eg opt í æsku af Aðalvíking- um. Nú dettur engum til hugar að nefna hann því nafni. •*) Ef Skúli kynni að ætla, að Aðalvíkingar hafi mikla tröllatrú á honum, ætti hann að fá umsögn þcirra fleiri. þessu til dönsku valdsmannanna á 17. öld. Mörg önnur ummæli Skúla, sem eg hirði eigi um að nefna, eru svo auðvirðileg, að e£T byflg: að enginn þingmaður á íslandi hefði viljað taka sér slíkan óþverra í munn, nema Skúli. Honum finnst það samt full- gott handa sér til þess að slá ryki í augu annara með. Það er annars hálf undarlegt, að hinn orðvari maður, Skýli, skuli eigi finna betur orðum sínum stað; þó slær eink- um út í fyrir honum, þegar hann flýr til útlendu orðskrípanna. Hver skyldi annars eiga þann heiður, að vera „k 1 (kufaðirin n" hér á landi? Hefur eigi Skúli komið manna fyrstur með orðið „klíka" f rit, sem íslezkt á að heita? Að minnsta kosti er hann ó- spar að nota það til að reyna að slá mót- stöðumenn sína út af laginu. Sýnir þetta meðal annars, hver maður hann er, að geta fengið af sér að grípa til útlendra lastmæla til þess að sverta náungann, þegar hann virðist ekki geta baslað því saman á íslenzkt mál, sem hann langar til að segja; sá þyk- ist meira að segja mikill af slíku. Heggur hann þá eigi nærri sjálfum sér, þegar hann er að tala um að vera uppblásinn af ímynd- uðum lærdómi"? Það er annars Skúla til lítils að vera að fást um, hver minni hann á öfgarnar. Það skiptir minnstu. Það eitt skal hann vita, að það er maður, sem kunnugur er háttalagi hans vestra, og þekkir allvel aðfarir hans í ýms- um málum þar. Getur verið, að Aðalvík- ingurinn sendi Skúla sínum tóninn einhvern tíma seinna, en ekki nennir hann að vera að eltast við öll stóryrðin, er honum kunna að hrjóta af munni. Lesi menn að eins Þjóðv. gamla og unga, lesi menn þingræð- ur hans frá því fyrSta. Það verður bezta ráðið til að þekkja og viðurkenna staðlyndi hans í baráttunni fyrir réttindum Islands. Þeim, sem sýnist það sama og Aðalvíkingn- um, mega auðvitað eiga von á, að Skúli segi um þá: Þér ristið ekki djúpt, þér skiljið mig ekki! Það þarf ekki svo litla djúpspeki, til þess að skilja hann Skúla minn ! Að Iokúrn vil eg ráða Skúla til þess, að láta ekki svona rnikð næst, þótt fundið sé að við hann, því að verið getur, að hægt sé að koma með það, sem honum er eng- inn skapléttir að. Það var þó aldrei ætlun Aðalvíkingsins, heldur að eins að sýna fram á, að Skúli væri eigi það sannleiksljós og frelsisfrömuður sá, sem hann þættist vera. Hitt hafði og Aðalvíkingurinn ætlað, að láta eigi hræðast frá réttu máli og halda uppi vörn sveitunga sinna, þótt sjálfur Skúli væri á móti. Aðalvtkingur. Um bæjarbrunann áLaxárbakka, er getið var í síðasta blaði, er Þjóðólfi skrifað að vestan: „Að kveldi 29. desember f. á. brann allur bærinn að Laxárbakka í Miklaholts- hreppi til kaldra kola, með öllum munum bóndans þar, Guðmundar Sigurðssonar, allri matbjörg og hvað eina. Fólk var ekki á bænum nema hjónin með 4 ungum börnum, sem þau björguðu í fjósið hálf- nöktum. Með því bær þessi er fremur afskekktur frá öðrum bæjum og skafbylur var, sást eigi bruninn, svo eptir væri tekið nema frá einum bæ, Gröf. Bóndinn þar, Halldór póstur Bjarnason, brá þegar við, en þegar hann kom, voru öll húsin í ljós- um loga og engu hægt að bjarga. Byrjað var þá þegar á samskotum". ,,VerðIagsskrármálið‘*. Ut af ummælum yðar, herra ritstjóri, í síðasta blaði „ Þjóðólfs" 6. þ. m. í nafnlausri grein með fyrirsögn: „Pólitískir títuprjónar", þar er þér gerið úrskurð yfirréttarins 2. þ. m. ( hinu svonefnda „verðlagsskrármáli", úr Snæfellsnessýslu að umtalsefni, skal* eg hér með Iýsa því yfir, að í yfirdóminum var enginn ágreiningur um það, að það bæri að taka málið fyrir af nýju, að það bæri að heimta nýjar skýrslur í því, og að það bæri að yfirheyra sýslumann Lárus H. Bjarnason um nokkur atriði, sem álítast hafa þýðingu fyrir málið. — Reykjavík 10. febr. 1903. Z. E. Sveinbjörnsson. * * •}: Með því að hófuðatriðið í yfirréttarúrskurði þessum, það atriði, er Þjóðólfur lagði mesta áherzlu á, var áskorun um, að skipaður væri nú þegar sérstakur setudómari, til að taka fyrir allt málið, og oss er kunnugt, að há- yfirdómarinn var pví höfuðatriði úrskurðar- ins í^/samþykkur, þá hefur Þjóðólfur hermt rétt síðast, enda þótt yfirrétturinn væri á einu máli í þeim atriðum, er háyfirdómárinn hér nefnir. Ritstj. PóstskipiO „Laura“ fór héðan á ákveðnum degi 10. þ. m. og með henni fjöldi farþega, þar á meðal Tr. Gunnarsson bankastjóri, Sigfús Ey- mundsson bóksali, kaupmennimir D. Thom- sen, Gunnar Gunnarsson, Björn Kristjáns- son og W. Ó. Breiðfjörð, Matthías Matt- híasson verzlunarstj., Ólafur Árnason kaupm. frá Stokkseyri, Bjarni Jónsson snikkari, Magnús Blöndal snikkari, Skúli Thoroddsen, Einar Benediktsson máls- færslumaður með konu sinni, Páll Torfa- son frá Flateyri, Johan Möller kaupm. frá Blönduósi, Gestur Einarsson frá Hæli í Eystrihrepp, Garðar Gíslason verzlunar- umboðsmaður o. fl. GufuskiplO ,Seandia‘ kom 10. þ. m. með salt til verzlunar- innar „Edinborg". — Með henni komu útlend blöð til 2. þ. m., en tíðindi engin markverð. Soldáninn í Marokkó hafði unnið algerðan sigur á uppreistarmönn- um 29. f. m. og Cru þeir þv( taldir bug- aðir til ftills og alls. — Venezúelamálið ekki til lykta leitt, og landinu enn haldið ( varðkvíum af Bretum og Þjóðverjum. „Arno“, aukaskipið frá sameinaða gufuskipafélaginu danska fór í gærkveldi beina leið til Englands. Endurskoflunarmenn bæjarreikninganna um næstu 6 ár voru kosnir í gær: Gunnar Einarsson kaup- maður og Hannes Thorsteinsson cand. jur. með 33 atkv. hvor. Dáinn er á Akranesi 31. f. m. Lárus Otte- sen, sonur O. P. Ottesens dbrm. á Ytra- Hólmi, rúmlega sextugur. Hann var kvænt- ur Karólínu Nikulásdóttur og áttu þau 2 dætur, sem báðar eru giptar. Lárus heit. vardugnaðarmaður, velgefinn og vel látinn. Slysfarir. Hinn 27. dés. f. á. varð maður úti á Húsavíkurheiði milli Borgarfjarðar og Loð- mundarfjarðar, Jón Teitsson að nafni. Á nýársdagsnótt varð úti kona frá Mið- húsum í Eiðaþinghá, Anna Péturs- dóttir, bjó þar ein í bæ, og hefur llklega ætlað á næstu bæi þá um nóttina. Hafði ekkert spurzt til hennar, er síðast fréttist. Taugaveiki er að stinga sér niður hér í bænum, bæði austur- og vesturbæn- urn, sömuleiðis barnaveiki. Skarlatssótt enn á nokkrum heimilum, og nýdáin ur henni stúlka um tvítugt. Leikfélag Reykjavikur. .Skipið sekkurS sjónleikur í 4 fdttum eftir Jndriða Einat sson, verður leikið annað kveld (laugard. kl. 8) og á sunnudagskveldið. Alþýðufræðsla stúdentafélagsins. Fyrirlestur í Iðnaðarmannahúsinu sunnu- daginn 15. þ. m. kl. 6 e. h. Jón Jónsson: lslenzkt þjóOerni. Norska margarínið frá MUSTAD, sem alkunnugt er íyrir gæði, er komið með »Laura« til Jóns Þórðarsonar. NÝTT ibúflarhús er til sölu í Ól- afsvík, með geymsluhúsi og ágætri lóð af- girtri, er liggur á mjög hentugum stað. Borgunarskilmálar góðir. Nánari upplýsing- ar fást á skrifstofu Þjóðólfs og hjá Bjarna skipasmið Þorkelssyni í Ólafsvík. Eigandi og ábyrgöarmaður. Hannes Þorsteinsson, cand. theot. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.