Þjóðólfur - 20.02.1903, Side 1

Þjóðólfur - 20.02.1903, Side 1
ÞJOÐOLFUR. Viðaukablað M 1 Viðaukablað við Þjóðólf 20. febrúar 1903. Amtmaðurinn í ,NorðurI.‘ [Niðurl.J. Þá ræðst amtmaður á flokkadrátt- inn, og það illt, sem hann leiði af sér, taiar mikið um laun, sem menn heimti fyrir störf o. fl. í flokksþarfir o. s. írv., nógar getsakir og dylgjur, sem koma skringílega heim við kvart- anir amtmannsins áður í greininni um getsakir í garð einstakra manna, sem hann er svo gramur við, að hann sjálf- an brestur orð, og fleytir sér á fjölum Jóns í Múla. — Og þó kemur þetta enn ver heim við ritgerð amtmanns- ins í Eimreiðinni hér um árið, þar sem hann vill lögleiða svo strangan flokks- aga, að hver maður sé þingrækur, sem gangi úr sínum flokki. Eitthvað hlýt- ur að vera bogið við þetta skoðana- hringl amtmannsins. Eða er maður- inn að aka séglum eptir vindi ? Ann- ars er það ærin furða, að menn skuli dirfast að halda því fram, að unnt sé að bræða saman með fundahöldum og gaspri, jafn andstæða flokka og þá, sem myndazt hafa hér á landi hin síðustu ár, — og jafndjúpar rætur, sem flokkadrátturinn á. Menn munu sanna það, hvað sem hver segir, að tíminn einn og ekkert annað getur unnið slíkt verk. Mun það og farsælast bezt með þeim hætti, sem einn er eðlilegur. — Mun ekki hitt sannara, að Valtýsflokk- urinn sjái sér nú vænlegast til sigurs, að veifa friðarfánanum ? Það ætla eg. Flokkur sá veit, að dagar hans eru taldir, ef hann gengur hreint til verks. — »Hinc illae lacrymae* (þaðan stafa tárin), og allt friðargasprið. — Þessvegna vill og sá flokkur láta »hina stórpóli- tisku baráttu heyra til sögu fortíðar- innar, en vera framtíðarpóiitíkínni óvið- komandi«. Hann vill láta fortíð sína gleymast. »Veit hundur hvað etið hefur«. — En slíku er bezt svaraðmeð orðum C. Hage’s ráðherra, sem amt- maður færir til: »Atburðir liðinna ára ættu víst ekki að gleymast neinum af oss, þeir eiga að vera oss til viðv'ór- unar1) á komandi tíma«. Hitt er ann- að mál, að pólitisk fortíð á ekki að koma mönnum að gjaldi framvegis, og það muri sagan sanna,1 en ekki spádómar neinna gasprara, hverjir sízt erfi pólitiskar misgerðir. Jafnsjálfsagt er það, að þeir, sem hingað til hafa haldið í réttu horfi, og varnað þeim pólitisku glapræðum, sem oss hafa verið búin af óhyggnum og örþrif- ráða pólitiskum afglöpum, hljóta fram- vegis, sem áður, að vera á verði gegn rtllri afglapa'póXW.ik, ef hamingja þessa lands er enn ekki svo rík, að skaðræðis- mönnum verði bolað til fulls frá lög- gjafarstarfinu. — Það held eg Reyk- víkingum þyki vænt um að heyra, að Reykjavík sé betri en Sódómaborg, og kunni amtmanninum þakkir fyrir þann fróðleik. Slíkt hefur þeim líkl. ekki dottið í hug I Tortryggnin — sem amtmaður kallar Skarphéðinseðli — er eitt af því, sem amtmaður er ávallt að reyna að gera tortryggilegt, þótt hann minnist lítið á hana í þessari grein beinlínis. — Tor- tryggnin er þó- eitt af því, sem hverju dýri, hverjum manni og öllum þjóðum er hin brýnasta nauðsyn að hafa í fullum mæli, og betri ofmikil, en of- lítil, en þó bezt hæfileg, eins og annað, jafn nauðsynleg öllum lifandi verum, eins og seglfestan skipinu; og hennar er ávallt þörf: »Því at óvíst es at vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir«. Og Skarphéðinn, sem amtmaðurinn kennir tortryggnina við, var »svældur inni sem melrakki í greni«, af því að hann lét ekk tortryggnina ráða, held- ur hlýðni við föður sinn, og er því hið skýrasta dæmi gegn þeim málstað, sem amtmaðurinn ætlar sér að styðja með honum. Páll Briem er annars kynlegur rit- höfundur, hann veður úr einu og í ann- að, og ritar um alla skapaða hluti milli himins og jarðar, eins og hann hafi vit á öllu, hvort sem það liggur honum fjærst eða næst. Hann dæmir menn mjög hart fyrir eitt og annað, bannar nafnagiptir, en gefur sjálfur nöfn, bæði í riti (í þessari grein, sem eg tala hér um) og í ræðu (á Sveinstaðafundinum í vor), bannar getsakir og tortryggni, en fer sjálfur með getsakir og dylgjur í sömu greininni. Vill banna það í dag, sem hann vildi lögbjóða í gær (flokka- skiptingu og flokkadrátt); talar mikið urn frið, en lætur sjálfur ófriðlega. Hann gerir sig hvað ofan í annað sekan í ósamkvæmni við sjálfan sig, bæði í riti og ræðu, og er satt að segja fyrir löngu búinn að ofbjóða mér og mörgum öðrum með ritæði sínu, og tel eg rétt að segja honum þetta einu sinni hræsnislaust, þótt hann kunni að bregðast illa við því vegna óvanans. Hann hefði haft betra af að skrifa nafnlaust, þá hefði hann verið dæmdur óhlutdrægt fyr en nú, og að minnsta kosti losast við skjall og fleðuskap ódrengja þeirra, sem nú skríða í duptinu fyrir embættisvaldi hans, og hrósa öllu, sem frá honum kemur, hvort sem það er gott, illt eða einskisvert. »Ekki er hollt að hafa ból, hefðar uppi á jökultindi«, en hræsnin og smjaðrið, sem þeir fjallbúar verða fyrir, er eitraðra heldur en kuldinn, sem amtmaðurinn hefur kvartað um, að væri þar uppi, og spillir stórum meir þeim, sem ekki verjast því á neinn hátt. Islendingum þarf að lærast að meta menn eptir verkum þeirra, en leiða hjá sér gaspur og gjálfuryrði þeirra manna, sem ekkert gera til þess að sýna, hvort hugur fylgi máli þeirra eða ekki; þetta ætti amtmaðurinn að brýna fyrir löndum sínum, og mætti þá skrifa færri greinar, með færri orð- um, en hann hefur gert nú um hríð. Höfðahólum 30. janúar 1903. Árni Árnason. Fjárbaðanir. Eins og kunnugt er orðið, þá fyrirskip- aði amtmaðurinn í Norður- og Austuramt- inu kreolinböðun á öllu sauðfé í Austur- amtinu síðastliðið haust með auglýsingu dags. 8. ág. f. á. Böðun þessi átti að fara fram frá síðustu haustgöngu til miðs vetrar. Nú með því að ýmsum mönnum á böðunarsvaeðinu fundust fyrirskipanir þessar ekki sem sanngjarnastar og llkleg- ar til að koma að tilætluðum notum, þá neitaði bæði eg og fleiri búendur að hlýðn- ast þeim. Slfkt má hver virða sem hann vill, en það vildi eg að almenningi gæfist kostur á, að kynna sér þær á s t æ ð u r, sem vér höfðum fyrir neitun vorri. I þeim tilgangi eru lfnur þessar ritaðar. Því að ímynda sér, að menn neiti að hlýðn- ast lögmætum fyrirskipunum yfirvalda af eintómum mótþróa og einberri löngun til að óhlýðnast, án þess að hafa nokkurar ástæður fyrir sig að bera, það er að ætla ráðnum og rosknum mönnum helzt til mikið af heimskulegum strákskap, ekki sízt þar sem um jafn meinhæga þjóð og Islendinga er að ræða. Ástæður vorar eru þá í stuttu máli þessar: 1. Að hinar fyrirskipuðu fjárbaðanir séu eins og nú er ástatt þarflausar ogþýðing- ingarlitlar — að minnsta kosti í Suður- Múlasýslu og Austur-Skaptafellssýslu. 2. Að mjög lítil líkindi sé til, að þær komi að tilætluðum notum, jafnvel þar sem fjárkláði er, þótt framkvæmdar væri. 3. Að baðlyfið sé óheppilega valið. Að því er snertir fyrstu ástæðuna, þá er það alment viðurkent, að enginn fjár- kláði sé til, eða hafi nokkurn tíma verið til í Suður-Múlasýslu og Austur-Skapta- fellssýslu. Þetta játar líka amtmaðurinn sjálfur, þar sem hann í skýrslu sinni til alþingis 1902 telur sýslur þessar lausar við fjárkláða (sbr. Alþ.tíð. 1902 bls. ). Hvað eiga þá baðanir að þýða á þessu svæði? Það virðist hálf meiningarlítið að kosta stórfé til lækningar á heilbrigðu fé, menn hafa annað með fé sitt að gera nú á þessum árum, en að eyða því að nauðsynjalausu, og þótt það raunarséop- inberir sjóðir, sem mest eiga að bera af hinum beina kostnaði, þá verða gjaldend- ur þó að borga hann þegar allt kemur til alls, enda fer ekki hjá því, að þeir auk þess verði að kosta talsverðu til úr sín- um vasa. En um það væri auðvitað eng- inn að fást, ef hér væri um reglulega nauðsyn að ræða. — Það virðist líka ekki laust við að vera dálítið undarlegt, að fyrirskipa kláðalækningu a heilbrigðu fé hér í S.-Múlo- og A.-Skaptafellssýslu, en láta kláðann þetta ár leika lausum hala á öllu Norðurlandi. Þnr er hann þó talinn talsvert magnaður og ærið útbreiddur. Samkv. skýrslu amtmannstil landshöfðingja 16. nóv. 1900 var kláðinn talinn að koma fyrir í flestum hreppum Húnavatns- Skaga- Qarðar- Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Þar er ekkert gert þetta ár til þess að hepta útbreiðslu kláðans, en hamast að oss Sunn-Mýlingum, sem engan kláða höf- um í fé voru. Misvitur er Njáll. 2. Um gagnsemi þessara fjárbaðana und- ir yfirstjórn hreppstjóranna hef eg áður farið nokkurum orðum í Austra [33. tbl. f. á.). Ætla eg ekki að endurtaka hér það sem þar er sagt, enda hefur herra amtmaðurinn fallizt á, að þær athuga- semdir mfnar væru réttar þ. e. a. s. að allar lfkur sé til, að baðanir þessar komi að litlum eða engum notum, þar eð þeir sem ætlað er að hafa þær á hendi eru gersneyddir allri kláðaþekkingu. En sé svo, til hvers er þá barizt? — Þingið 1902 hefur séð, að nauðsyn bæri til að kláða- læknar eigi síður en aðrir hafi þekkingu á starfi sínu, og hefur því ákveðið að kenna skuli mönnum víðsvegar um land starf þetta, svo að ætla megi, að þeir verði því vaxnir, þegar til þarf að taka. Réttast hefði því verið, að nota þetta ár til undirbúnings undir væntanlega herferð á hendur kláðanum, en sleppa öllu bað- káki. Þetta hefur lík-a amtmaðurinn í S.- og Vesturamtinu séð eins og amtsráðs- fundarskýrslan síðasta ber með sér, enda hefur hann sér til ráðaneytis eina hérlenda manninn, sem ætla má, að hafi nokkurt verulegt vit á þessu máli, en það er dýralæknirinn. Þriðja ástæðan er sú, að vér erum hrædd- ir um, að kreolinbaðið geti haft skaðleg áhrif á heilsu sauðfjárins. Þetta er og verður í mínum augum aðalástæðan. Það er alls ekki sannað, að kreolin sé með öllu ósaknæmt, hvernig sem ástatt er. Það er að vísu talið fremur lítið af eiturefnum í því og ólíkt minna en t. a. m. í kar- bólsýru. Hingað í sveitina var sent frá hærri stöðum prangaraauglýsing (reklame) frá William Pearson & Co. í Hamborg. Þar var skýrt frá gæðum kreolínsins, og eins og lög gera ráð fyrir í slíkum ritl- ingum ekki dregið úr, eða sparað að koma með þau vottorð, sem unnt er að fá, til að sanna ágæti þessa lyfs. Það er Iakur kaupmaður sem lastar sína vöru. Þar er meðal annars skýrsla um tilraunir eptir próf. Fröhner og eindregin meðmæli hans með lyfmti. Önnur eins ummæli er eng- in ástæða til að rengja sé þau rétt þýdd og rétt með þau farið, en sá er hængur á, að tilraunir þessar eru ekki gerðar á íslenzku útigangsfé í litlum og loptlausum og óþrifalegum fjárhúsum, heldurþarsem hlbýli, aðhlynning og allar ástæður eru hinar ákjósanlegustu. Það er því nokkuð djarft að álykta, að slíkar tilraunir hafi fullkomið gildi, þegar ræða er um sauð- fé, sem verður að lifa við það harðrétti, krilda og vosbúð, loptleysi og vond hús, sem íslenzkir bændur verða að bjóða úti- gangsfé sínu. Hugsum oss fé, sem þjapp- að er saman í fjárhús nýkomið upp úr kreolinbaði. Það má nærri geta, hvernig svækjan er f slfku húsi, og ekki get eg ímyndað mér, að það sé hollt fyrir nokk- ura skepnu að vera inni í slíku lopti nátt- langt eða lengur. Að sú húsvist geti orð- ið undirrót að lungnaveiki er næsta senni- legt. — Ennfremur er það alllíklegt, að kre- olin í 21/!°/o leysingu hafi talsverð áhrif á hörund skepnunnar, sem böðuð er, þar sem það á að geta drepið kláðamaurana, sem þó grafa sig inn í hörundið. Hör- undið er hlífiskjöldur skepnunnar fyrir ytri áhrifum og temprar hitaútgufunina úr lfk- amanum. Sé það veikt á einhvern hátt, þá missir skepnan mikið af mótstöðuafli sínu gegn utanaðkomandi áhrifum, verð- ur hættara við ofkælingu og ýmsum kvill- um. Að kreolin hafi talsverð áhrif á hör- undið virðist og mega ráða af því, að ull- arlagið breytist við kreolinböðun, féð verð- ur fínullaðra og er slíkt álitinn ókostur á útigangsfé, þar eð það er talið lingerðara og kveifarlegra. Það má nú segja að þetta sé ekki nema getgátur í lausu lopti byggðar, en þeir sem halda fram ósaknæmi kreolínsins fyr- ir íslenzkt útigangsfé hafa heldur ekki annað en staðhæfingar fram að bera sínu 1) Auðkennt af mér. Á. Á.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.