Þjóðólfur - 27.02.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.02.1903, Blaðsíða 3
35 Það er því ekki að kynja, þótt þessi »Rauður« ráðgjafi »Landvarnar« sé ekki ráðvandari í meðferð sannleikans, enhann hefur verið í því að komast yfir eintak af ritgerðinni. Höf. ritgerdarinnar „ÁHkisrdðsselan". 0 Til athugunar. Eg las nýlega „Yfirlit yfir 19. öldina", sem stendur í almanakinu fyrir árið sem leið. — Sé eg ekki betur en töluvert sé við „yfirlit" það að athuga, og skal eg nefna nokkur dæmi, sem koma íslandi við. í yfirlitinu stendur: 1895: . . . „Héraðsvötn vestri brúuð" . . . 1896: . . . „Héraðsvötn eystri brúuð" . . . en hið sanna er, að Héraðsvötn eystri voru brúuð 1895, en Héraðsvötn vestri hafa aldrei verið brúuð, en eru farin á svifferju enn ( dag. 1899 er sagt, að ferðir strandbátanna hafi byrjað, en þær hófust árið áður, 1898. Yfirlitið segir Jón skáld Þorláksson dáinn 1818, en eg hef ávalft beyrt hann talinn lát- inn á árinu 1819, og ekki man eg betur en það standi í tíðavísum Jóns Hjaltalíns, sem var samtíðamaður J. Þ. Mun það réttara. Kynlegt er það, að ekki skuli hafa verið getið dánarárs Bólu-Hjálmars í yfirlitinu. Hann var þó ekki ómerkara skáld né mað- ur en Sigurður Breiðfjörð o. fl., sem yfirlit- ið telur. Tel eg óafsakanlega gleymsku eða smekkleysi, að geta ekki þess manns. Hjálmar dó 1875. Sama er að segja um Jón Thoroddsen. Eg hygg, að sá maður muni ávallt verða talinn með beztu og göfugustu skáldum fs- lands á 19. öld, bæði á bundið mál og ó- bundið. Það undrar mig síður, að Hjálmar Sig- urðsson, eða nefndarmenn þeir, sem alman- akið 1902 skartar með, skuli ekki telja frá- fa.Il Benedikts Sveinssonar með tíðindum í „yfirlitinu". En líklega geymir þó saga ís- lands töluvert lengur nafn Benedikts, en þessara fjögra herra, þótt þ e i r geti þess að engu.1) — Hvað heldur Hjálmar um það? Skringilegt er það, að mjög fá merk laga- boð er getið um í „yfirlitinu". — Virðist þó 1) Þessir nefndarmenn voru þeir Jón Jensson yfirdómari, séra Jens Pálsson og Jón Þórarinsson, sömu herrarnir, sem (ásamt séra Þórhalli), hnýttu aptan við Andvara 1900 athugasemdinni frægu um æfisögu mega telja sumt, sem með lögum hefur ver- ið stofnað (svo sem alþýðustyrktarsjóðina), sem er eins tíðindavert fyrir landið og sumt, sem talið er, t. d. „Gosdrykkjagerð í Reykja- vík", Lát „Kongsbænadagsins" o. fl. Aptur er getið um frumvarp, sem féll á þinginu : „Valtýska frumvarpið", sem kom fram 1897. En ekki er þess getið, hvenær frumvarpið sálaðist til fulls, sem var 1899. Kalla eg þetta ósamræmi í frásögninni. Mín vegna getur margt fleira verið rangt í þessu aldar-yfirliti. Eg hef ekki tæki né kunnugleik til þess að rannsaka það til hlít- ar. En nauðsynlegt er, að einhver geri það, því búast má við, að eitthvað kunni að vera gruggugt ( frásögn höf. um önnur lönd, þegar þó nokkrar missagnir, stórvillur og ósamræmi er í frásögninni um ísland, enda getur þar, sem sagt, verið margt fleira athugavert, en eg hefi talið. Það er leitt, að slíkar árbækur, sem þessi — þó stutt sé — sé fullar af vitleysum. Og þar sem nefnd manna fjallar um útgáf- unna, er það með öllu ófyrirgefanlegt. En til þess að semja yfirlit, þótt ekki sé (tar- legra en þetta er, þarf fróða og skynsama menn, aðgætna og óhlutdræga. Þár dugar ekki, „fróðleikshrafl", mont né flaust- ur. Hjálmar Sigurðsson hefði átt að losast við árbókasamninga fyrir Þjóðvinafélagið, áður en hann samdi „yfirlit" þetta, sem mun eiga að verá „sveinsstykkið", þv( nú er hann hættur. — „Betra er seint en aldrei". Höfðahólum */í 1903. Arni Arnason. Engum er viðleitnin bönnuð. I. 6. tbl. ísafoldar þ. á., liefur einn sam- sýslungi minn töluvert að segja með mitt nafn í greinarnefnu, er hann skrifar móti „áheyranda" á Ieiðarþinginu að Stórólfs- hvoli í haust, en þar sem eg þykist af máli þekkja, hver helzt hann er, læt eg mér á sama standa, hvernig orð honum falla ( minn garð. Að eins vil eg mælast til við hann sem hvern annan, er við nafn mitt hefur eitthvað að athuga í hugvekjum s(n- Benedikts, af því að þeir, sem stækir póli- tiskir mótstöðumenn hans, gátu ekki þolað, að ritað væri sanngiarnlega um æfistarf hans, en höfðu þó hvorki þor né þekkingu til að hnekkja einu einasta atriði í æfisög- unni. Ritstj. um, að hann skrifi sitt eigið nafn undir, svo þeim einum tjáist heiður sem ber. Það er einkum tvennt í smágrein þessa náunga, sem mér finnst bera vott um fremur gauð- arlegan karlmannshug, 1., að hann lætur eigi nafns síns getið við greinina, 2., að hann hefur — eptir því, sem liggur næst að hugsa — verið farinn að hræðast mig sem keppinaut sinna tilvonandi þing-kandí- data á kjörfundi í vor. En eg hef nú aldr- ei liaft hugmynd um þá setningu fyr og sleppi því að athuga hana frekar. í þess stað vildi eg benda honum á, að þar* sem hann segir, að eg líti nú svo niður á sýslu- búa mína, að eg finni þar ekkert hæfilegt þingmannsefni, þá fer hann þar ekki með rétt, einkum þegar þeim orðum hans er bætt við: „Með Eggert", því eg hef reynslu fyrir mér í því, að ekki gildir sama með hverjum eitt kjördæmi sendir gæflund- aðan bónda á þing, en séra Eggert treyst- um við vel. Nú, þar sem svo auðskilið er, hvað bak við eyra hans liggur hér, sem sé þingmennska landshöfðingja, eða umleitan okkar allmargra Rangæinga við hann um þingmennsku fyrir kjördæmi okkar, þá skal eg fúslega játa það, að eg fyrir mitt leyti álít engan einasta sýslubúa minn jafngóðum og tryggum þingmannskostum búinn sem landshöfðingja, og hversu „afleitt", sem slíkt er talið af mér, álít eg einnig, að hver ein- asti Rangæingur haldi heiðri sínum óskert- um fyrir því. Annars er hverjum og einum frjálst, mín vegna að telja sjálfan sig svo valinn og vel færan til þingstarfa, sem hon- um þóknast. Eg aðhyllist jafnt fyrir því, hér sem endrarnær það, er eg skoða merk- ast og bezt, hitt eigi, hvort sem öðrum líkar betur eða ver. Eg gæti vel samþykkt með „áheyranda", þó hann vildi segja, að grein þessi „Af Rangárvöllum" í fymefndu tbl. ísaf. hefði — höfundarins vegna — heldur átt að geym- ast í skúffu hans heima, jafnmáttlaus, en þó óslétt sem hún er; annars nægir mér að minnast á þann part hennar, er eg þeg- ar hef gert. En máske umræddur höfundur vildi skila við Isafold næst, þegar hann snýr sér til hennar með sín þörfu erindi, að erfið- ið og ekkert annað sé og verði það fyrir hana, að láta sig í að fást hið allra minnsta um kosningahorfur okkar Rangæinga þessa tíma. Mótbárur hennar gegn landsh. álít- um við allir, sem hans æskjum, eintóma markleysu og öfgar, sem falli algert um sjálfar sig, án þess að breyta okkar hugsun og sannfæring hið 'minnsta. Ýmsir herrar reyna sig á hinu sama hér heima, en hversu vel, sem þeir læra setningarnar, hver eptir öðrum, verður þeim námið og tilraunirnar til harla lítils gagns, enda væri eigi til mik- ils að hafa margra ára sönnun og reynslu fyrir hæfileikum og merkri framkomu þess manns, sem héraðið má álíta sér stóran heiður í að fá fyrir fulltrúa sinn í þýðing- armiklu starfi, ef svo væri snúið við honum bakinu gegn betri vitund fyrir fortölur óhlut- vandra útsendara. En þó engum sé þess- konar viðleitni bönnuð, munum við einhuga sýna, að þau áform okkar er eigin sannfær- ing og drengskapur býður að framkvæma, skiljumst vér eigi við, hvað sem í frammi er haft af annara hálfu. Geldingalæk í febr. 1903. Einar Jónsson. Þilskipin eru nú að búa sig til brottferðar, fara flest nú um helgina. Er það laglegur floti, sem skreytir höfnina þessa dagana. Veðurátta hefur verið allrysjótt að undanförnu og umhleypingasöm. Nú snjór mikill á jörðu. Leikfélag Reykjavikur, ,Skipið sekkur', ( sjónleikur i 4 pdttum eftir Indriða Einarsson, verður leikið á sunnudagskveldið (kl. 8). í „Þilskipaábyrgðarfélaginu viðFaxa- flóa" gegnir kaupm. Jes Zimsen for- mannsstörfum í fjarveru minni, og skipstj. Þorsteinu Þorsteinsson er skoð- unarmaður, þegar skipin eru tekin í ábyrgð. Tryggvi Gunnarsson. Málshöfðnn gegn Þjóðólfi. Hér með auglýsist, að eg hef gert ráðstöfun til máls- höfðunar gegn ritstjóra Þjóðólfs út af að- dróttun um hlutdrægni af minni hendi í dómarastörfum, er ritstjórinn hefur gert sig sekan í í grein í Þjóðólfi, 6. tölubl. þessa árgangs, er út kom 6. þ. m., en fynrsögn greinarinnar er „Pólitiskir títuprjónar". Lesendum Þjóðólfs mun og á sínum tíma gefinn kostur á, að fræðast um málsúrslitin af sjálfu blaðinu. Reykjavík 25. febrúar 1903. Jón Jensson. 80 Ungi fanginn, sem naumast gat staðið uppréttur, brauzt áfram, án þess að hugsa um annað, þangað til að hann sá allt í einu dagsbirtuna; °g þegar hann skömmu síðar komst út ur skóginum, sá hann stórt og slétt vatn, er glampaði á í sólarljósinu og var svo spegilslétt sem lygnt stöðuvatn. Það var „móðir Volga", hið rússneska fljót, sem hann unni svo heitt og sem hann hafði dvalið hjá f bernsku sinni. Vegurinn lá nú til hægri handar meðfram fljótinu. Nú gekk flóttamaðurinn með nýjum dug fram með fljótsbakkanum; nú var hann viss um, að hann myndi hitta hús og menn og vonaði að fá hjálp. Hinum megin við fljótið sá hann þorp á víð og dreif, með litlum snyrtilegum húsum. „Eg gæti farið úr fötunum, vafið þeim saman í stranga og synt þarna yfr’um", hugsaði hann. „Á engan hátt er hægara að villa sporhunda mína". Hann var ötull sundmaður og gat því búizt við, að geta synt yfr’um, en nú var hann svo þreyttur og máttvana, að liann treysti sér ekki til þess. Allir íbúar á Volgabökkum lifa af fiskveiðum. Hann gerði sér því í liugarlund, að hann myndi einhversstaðar geta fengið bát, — keypt sér far — eða þá stolið bátnum, ef hann þyrfti þess. Þegar hann hafði gengið hér um hil hálfa klukkustund, rann fljótið í bugðu og skógaroddi skagaði fram í það. Þegar hann kom þangað sá hann bát, en hann var ekki tómur; hann gat hvorki fengið hann til leigu eða stolið honum, með því að í honum sat yngismær. Hann sá fljótt, að hún var í heldri kvenna röð og hafði nýlega ver- ið að baða sig. Hár hennar var mikið og bjart og vafið upp í hnút á hnakkanum, andlitið var unglegt, fallegt og, reglulegt. Hún hafði barða- mjóan sjómannshatt á höfðinu, og var í blárri baðmullarblússu með leð- urbelti um mittið Handleggirnir voru berir upp að olnbogum. Hún hélt á ár og reri hægt upp að ströndinni. Þegar hún var komin þang- að, lét hún bátinn vagga á vatninu og ætlaði að stökkva úr honum, en þá gekk hinn ungi maður fram á milli runnanna og ræskti sig til þess að hún tæki eptir honum. 77 rásina. í ferðatöskunni, er hélck í ól um öxl hans, var því miður ekki annað, en skriffæri hans og vasaklútur, en hann var svo lánsamur, að finna þar plöntur með safamiklum stönglum, hann kreisti úr þeim safann og rjóðraði honum á sárið, unz blóðrásin stöðvaðist. Nú gladdist hann mjög, en því næst fór hann að hugsa um, hvern- ig hann ætti að forða sér. Hann hlaut tafarlaust að fara burt úr þess- um hættulega stað, en hann vissi, að til borgarinnar var óráð að halda, hann myndi eigi koma þangað fyr, en að áliðnum degi; hann sá glöggt, að þá myndu lögregluþjónarnir hafa haft nægan tíma til að njósna um ferðalag hans, og að þá myndi hann verða veiddur eins og mús í gildru; hann tók því það ráð, að ganga út á landsbyggðina, unz hann fyndi eitthvert býli, svo gæti hann síðar hugsað um, hvað 'ráðlegast væri að gera. Hann hraðaði sér nú yfir járnbrautarteinana, og sneri beint í suður á veg, sem lá meðfram járnbrautinni, en því næst gekk hann glaður inn f kjarrið, sem virtist breiða faðminn móti honum, og leit hvað eptir ann- að í austurátt til að villast ekki. Hinum meginn við lundinn lá stór og auð slétta og þar var hægt að sjá menn í hálfrar mflu fjarlægð; það lá illa á honum, er hann gekk út úr skóginum; hann vissi, að auðvelt væri að sjá á honum, að hann átti ekki heima í þessari byggð, og svo var taskan hans honum til baga; hann óskaði, að hann hefði skilið hana eptir inni í skóginum, þvf að honum var hætta búin af þvf að hún fyndist á sléttunni. Honum varð nú litið á heystakk, gekk þangað og hugði gott til, að fela tösku sína þar, en þá gat hann eygt tvo bændur, þótt dagsbirt- an væri farin að dvína. Annar þeirra var ungur og dökkhærður, en hinn gamall og gráhærður. Báðir voru þeir í skinnstökkum með fitublettum, stóðu kyrrir og létu handleggina lafa niður; þeir litu beint framan í hann, en svo kvað ramt að deyfðarsvip þeirra, að hann var sannfærður um, að þeir meintu ekkert með því. „Góðan morgun", sagði hann. „Góðan morgun", svaraði eldri maðurinn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.