Þjóðólfur - 27.02.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.02.1903, Blaðsíða 4
36 J.P.T.Brydes verzlun í Reykjavík tekur að sér að panta Sjókort frá Det Kgl. Sökort-Arkiv í Kaup- mannahöfn, og selur kortin fyrir inn- kaupsverð að viðlögðum kostnaði. Verzlun Sturlu Jónssonar selur: Trélím 0,48 pd., Panelpappa 2,50 rúllan, Zinkhvítu og Blýhvítu 0,23—0,35 pd., Rautt og gult farfadupt 0,12, Allskonar aðrar farfategundir, email- eringar og bronzemjög ódýrt, Kítti 0,08—0,15 pd., Fernisolíu 0,65 pt., Terpentínu 0,75 —, Saum, mjög ódýran, Rúðugler mjög ódýrt, kemur með næstu póstskípsferð. Til athugunar fyrir Fríkirkjumenn. Fyrst um sinn byrja messugerðir í frí- kirkjunni kl. 12 á hádegi. Safnaðarstjórnin. Umræðurnar, er haldnar voru á málfundinum um bindindi í haust, eru nú prentaðar og fást hjá Jóni Pálssyni Laugaveg 41. eir sem þurfa að fá sér í falleg föt, ættu að skoða nýju efnin, sem komin eru í Klæðaverzlunina Bankastræti 12. Fjölbreytt úrval, sem allir dást að; allt til fata fæst þar eínnig. Flibbar — Brjóst — Manchetter og allskonar Slips, hvergi ódýrara eða betra. Reynið hvort ekki er satt. Húsbygginga- g vörur. » t. d. Veggjapappi, Klæðningspappi, 2! Stiftasaumur, Skrúfur, Hurðarskrár, § Hurðarklínkur, Hurðarhúnar, Hurð- *0* arhjarir, Gluggahjarir. ® Allskonar málaravörur. g Trélím og ýmislegt annað, sem þarf til húsasmíða, fá menn hvergi hér * (D í bæ betra né ódýrana * en í verzlun «4 B. H. Bjarnason. « Húseignin LAUGALAND í Reykjavík ásamt erfðafestulandi því, sem henni fylgir, er til sölu. — Verð ágætt. — Borgunarskilmalar mjög góðir. Landsbankinn í Reykjavík 26. febr. 1903. pr. Tr. Gunnarsson. Eiríkur Briem. Reykjarplpur m i k i ð ú r v a 1 í verzlun Sturlu Jónssonar. SKÁLDRIT Gests Pálssonar (386 bls. í 8°) eru nú fnllprentuð og komin tii söiu í bókaverzl- Sigfúsar Eymundssonar. Þau kosta 2,50 í kápu, og í snotru bandi kr. 3,00. Jörðin STÖRU-V OGAR með hjáleigunni GARÐHÚSUM í Gullbringusýslu, er til sölu fyrir mjög lágt verð. — Borgunarskilmálar agœtir. Landsbankinn í Reykjavík 26. febr. 1903. pr. Tr. Gunnarsson. Eiríkur Briem. Með því að eg fer erlendis nú með »Laura«, þá læt eg almenning vita, að eg hef beðið söðlasmið Samúel Ólafsson að leigja út hús rnitt við Vitastíg, og sömu- leiðis að veita móttöku leigu fyrir téð hús í fjarveru minni. Bjarni Jónsson. * * * I sambandi við ofanskrifaða auglýsingu leyfi eg mér, að benda á fjöldamörg góð herbergi 1 hinu nýja húsi við Vitastíg, eign Bjarna trésmiðs Jónssonar. Samúel Ólafsson. K O M I Ð ullarsendingum ykkar til Egils Eyjólfs- sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið svo tauanna eptir c. 2 mánuði, líka geta menn fengið tauin um leið og sendingin er afhent. Eftir nokkurn tíma verður nóg fyrirliggjandi af tauum. Eptir 14. maí verður afgreiðslan á Laugaveg 24, nú Laugaveg 31. Virðingarfyllst. E. Eyjólfsson. wwwwwwwwwwww Tvö herbergi f miðjum bænum, eru til leigu fyrir einhleypa, frá 1. marz eða 14. maí n. k. — Ritstj. vísar á. Til leigu frá 14. maí eru 4 herbergi ásamt eldhúsi og geymsluplássi í nýju húsi í miðjum bænum. Ritstj. vfsar á. GÓÐ U R Harðfiskur og Saltfiskur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Eg tel það skyldu mína að senda yður eptirfarandi vottorð: Eg hef mjög ár þjáðst af innvortis sjúkleika, matarólyst, taugatitringi og annari veiklun. Hafði eg árangurslaust fengið nokkrum sinnum meðul hjá ýms- um læknum. Nú síðustu árin hef eg neytt Kína-Iífs-elixírs frá herra Walde- mar Petersen, Fredrikshavn, og ávallt fundið á mér bata við það, en sökum fátæktar minnar hef eg ekki haft efni á að hafa hann stöðugt, en finn það samt sem áður, að eg get ekki án el- ixírsins verið. Þetta get eg vottað með góðri samvizku. Króki í febrúar 1902. Guðbjörg Guðbrandsdóttir. KÍNA-LIFS-KLIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðiðeröldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V. P. að líta vel eptirþví, að F - standi áfiösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. 78 „Viljið þér sýna mér þá góðvild að segja mér, hvar eg get fengið mér hest og vagn?“ sagði flóttamaðurinn. Bændurnir litu hvor á annan. „Þér getið auðvitað fengið vagn í þorpinu", sagði eldri maðurinn. „Hvaðan ber yður að?“ „Eg er ferðamaður og kom of seint til að geta náð í seinustu járn- brautarlestina. Eg vildi ekki bíða eptir árdegis-hraðlestinni, með því að eg er svo önnum kafinn. Þessvegna gekk eg, en svo villtist eg, og eg hefi verið á gangi í alla nótt". „Já, einmitt það. Þér hafið auðvitað ekki viljað bíða, það er auð- séð, því það er ekki nema þriggja stunda gangur til borgarinnar", sagði bóndinn. „En hvernig gátuð þér annars villzt? Gamli alfaravegurinn liggur meðfram járnbrautinni alla leið“. „Hver grefillinn!" hugsaði ungi maðurinn, en svaraði: „Eg ætlaði að fara skemmstu leið, sem maður nokkur á brautarstöðinni vísaði mér á, en svo villtist eg“. Hann gat ekki séð á bóndanum, hvort hann trúði þessu, því að það hreyfðist engin vöðvi í andliti hans: „Jú, jú", sagði hann loksins. „Það getur komið fyrir, að maður villist, þar sem maður er alveg ókunnugur, og þér eigið víst ekki heima hérna í sveitinni?" „Nei. Viljið þér sýna mér þá vinsemd, að vísa mér á vegtilþorps- ins?“ spurði ungi maðurinn, honum gazt ekki vel að þessari löngu yfirheyrslu. „Já, það er velkomið, að eg vísi yður leið. Þér eigið að ganga yfir völlinn þarna og svo upp á brekkuna, sem eg bendi yður á. Þér sjáið nokkura runna á vinstri hönd, og svo liggur vegur gegnum kjarrið, en það er að eins götuslóði, og þér eigið ekki að ganga þar niður, heldur halda beint áfram, þá komið þér að vindmylnu, sem er á hægri hönd, hana átti gósseigandinn, sem átti þorpið fyr á dögum. Jæja, hvað sem því Iíður, þangað eigið þér ekki að fara, því að þar býr enginn, þeir eru að rífa hana til eldsneytis. Nei, þér eigið að halda beint áfram, unz þér komið að litlum hólum, þegar þér gangið upp á einn þeirra, getið þér þaðan séð þorpið okkar. Það heitir Soukhomlia, það hefur það alltaf 79 heitið. Þegar þér komið þangað, getið þér spurt þá, sem þér hittið, til vegar". „Kærar þakkir“, sagði ungi maðurinn og skundaði leiðar sinnar. „Eg óska yður góðrar ferðar", kallaði bóndinn á eptir honum. Hinn leit við og hneigði sig. „Þetta er eflaust þjófur", sagði bóndinn, þegar hinn ungi maðurhafði fjarlægzt hann svo, að hann heyrði ekki til hans. „Eg þori að veðja um það, að töskunni, sem hann er með, hefur hann stolið á brautarstöð- inni, og að hann vill fela hana". Hinn ungi maður hafði nú fundið brekkuna, veginn og mylnuna, en hann hélt ekki þeirri stefnu, sem bóndinn hafði sýnt honum. Eins og flóttamönnum er eðlilegt, vildi hann ekki að spor sín yrðu rakin, og gekk þess vegna allt aðra leið. Kjarrið laðaði hann að sér, og þar lá vegur, sem virtist fjölfarinn, hann vonaði líka, að hann kæmi að einhverju býli, ef hann héldi þá leið. Svo gekk hann áfram hér um bil tvær klukkustundir og kom svo inn í stóran skóg. Hann var fyrir löngu búinn að losa sig við ferða- töskuna sína, hafði þeytt henni frá sér inn í kjarrið. — Þeir sem ekki nákvæmlega virtu hann fyrir sér, gátu haldið að hann væri þjónn, er leitaði sér að þjónsstöðu, og yrði sakir fátæktar að ganga. Hann var að minnsta kosti nægilega þunglyndislegur, og þar við bættist, að hann var soltinn og þreyttur, og hafði ekkert sofið um nóttina. En þó var allt þetta ekkert hjá þeirri miklu kvöl, sem hann hafði í öðrum öklanum, og honum fannst líka, sem hann hefði fengið högg á hnéð ; hann hafði auðvitað meiðst, þegar hann henti sér svo voðalega út úr vagninum. Hann þreytti nú lengi göngu sína. Skógarlimið varð þéttara og sinámsaman breyttist skógurinn að útliti. Nú var hann kominn í dimm- an furuskóg og greinar hinna stóru trjáa héngu út yfir brautina, sem hann gekk. Svo langt sem augað eygði, voru löng skógargöng með há- um rauðbrúnum súlum; jarðvegurinn, sem var ófrjór, var þakinn gulum blöðum, er dottið höfðu af trjánum, og við bjarmann, er lagði á þau, var skógurinn ekki ósvipaður musteri með dökkvum súlum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.