Þjóðólfur - 20.03.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.03.1903, Blaðsíða 1
 JOÐOL 55. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. marz 19 03. Jú 12. Útlendar fréttir. —o-- Kaupmannahöfn 4. maiz. Makedonía. Þess hefur áður verið getið i Þjóðólfi, að Lambsdorf greifi, utanríkis- ráðherra Rússlands, ferðaðist til Vínar- borgar til þess að ráðgast um, hvað gera skyldi til að halda við friðnum á Balkan- skaganum. Arangurinn af þessu ferðalagi hefur orðið sá, að Rússland og Austur- ríki hafa með samþykki allra hinna stór- veldanna sent Tyrkjasoldáni áskorun um, að gera umbíetur á stjórninni í Make- dóniu. I áskorun þessari er alls ekki far- ið fram á, að gera Makedóníu sjálfstæða, heldur einungis, að skipaður sé þar land- stjóri til þriggja ára í senn, er sé nokkurn veginn óháður soldáni og ekki megi víkja frá, nema með samþykki stórveldanna; en með því að soldán fær einn að ráða því, hver fyrir þessu verður, er þetta á- kvæði ekki mikilsvirði, enda hefursoldán lofað að ganga að þessum kostum, og hefur þegar skipað Hilmi-Pasha til land- stjóra. Með þessu ákvæði er alls ekki fyrir það girt, að Tyrkir geti haldið áfram að þröngva kosti Makedoníubúa. Reynd- ar er þess krafizt í áskoruninni, að öllum pólitiskum sakamönnum verði gefnar upp sakir, og má vera, að ef þvl ákvæði verður prettalaust framfylgt af tyrknesku stjórn- inni, geti það orðið til að sefa Makedoníu- búa. En það er þó alveg óvíst. Yfirleitt er óánægja mikil á Balkanskaganum yfir áskoruninni; þykir hún fara allt of skammt og búast menn við, að fullkomin uppreisn gjósi upp þá og þegar. Flest smáríkin á Balkanskaganum langar til að veita Makedónfubúum lið, þar sem þeir eru af sama bergi brotnir (flestir Slafar), en ekki geta þau vænzt neinnar stoðar af frænd- um slnum Rússum, til þeirra hluta. I einu at rússnesku stjórnarblöðunum er þess getið, að Balkanrlkin megi vænta öflugrar verndar hjá Rússlandi, en ef þau leitist við að gera nokkrar breytingar á hinu núverandi fyrirkomulagi á Balkanskaganum með ófriði — byltingum, þá muni Rússland ekki leggja einn blóðdropa í sölurnar fyrir þau. Það eru því mestu líkindi til, að Tyrkhnd fái að bæla niður uppreisnina 1 Makedóníu í mestu makindum, án þess að það þurfi að óttast afskipti stórveld- anna, ef það einungis gengur að áskorun Rússlands og Austurríkis um umbætur, þótt þær verði alls ófullnægjandi. Veneznela. Síðast í janúarmánuði eyði- lögðu þýzk herskip kastalann San Carlo við Maracaibosundið. Orsökin til þess var sú, að herskipið »Panther« ætlaði að fara inn í sundið til þess að taka eina herskipið, sem Venezuela hafði eptir, og leyndist þar inni. Var þá gerð skothríð á það frá kastalanum, svo að það varð að láta undan síga eptir skamma viður- eign. En nokkru síðar kom það aptur með tveim öðrum þýzkum herskipum, og gerðu þau öll skothríð á kastalann. Marg- ar af sprengikúlunum féllu niðuríbæinn, sem liggur fyrir norðan kastalann, og drap tjölda manna. Bla mæltust þessar aðfarir fyrir f Ameríku. Um sama leyti fór Bowen sendiherra Bandaríkjanna 1 Venezuelu, frá Caracas til Washington, til þess að semja fyrir hönd Venezuelu við sendiherra Þjóðverja, Englendinga ogítala. Sátu þeir á rökstólum langa hríð, en urðu loks á það sáttir um miðjan f. m., að Venezuela skyldi greiða Þýzkalandi 1,700,000 franka fyrir 1. júlf þ. á. Um aðrar kröfur skal útkljá af nefndum, sem f eru nokkrir menn af hálfu beggja máls- parta. Til tryggingar skuldalúkningun um, eru sett 30% af tolltekjunum í Puerto Cabello og La Guayra. En á al- þjóðadómstólnum í Haag á að gera út um, hvort hervörzluríkin (Þýzkaland, Eng- land og Ítalía) skuli hafa forréttindi til tollteknanna, eða einungis til jafns við aðra, er til skuldar eiga að krefja hjá Venezuelu, því að Bowen vildi ekki við- urkenna, að þessi ríki öðluðust neinn meiri rétt við það, að þau hefðu beitt valdi. Þá er menn voru orðnir ásáttir um þessa skilmála, var herskipavörzlunni aflétt. Við og við hata verið að berast fregn- ir af viðureign uppreisnarmanna og stjórn- arinnar í Venezttelu, en þær fregnir eru svo sundurleitar, að ekki er unnt að henda reiður á þeim. Marokko. Enn er ekki séð fyrir end- ann á uppreisninni þar. Hraðskeytin, sem þaðan berast, skýra frá mörgum blóðug- um bardögum, en annars ómögulegt neitt að reiða sig á þau, þvf að það sem sum fullyrða, bera önnur jafnóðum til baka. Bu Hamara, uppreisnarforinginn, hefur hvað eptir annað verið sagðttr fallinn eða handtekinn, en allt af rís hann upp aptur og gerir soldáni margar skráveifur. Krónprinsessan á Saxlandi. Síðast í janúarmánuði fluttust þau krónprinsessan og Giron frá Genf til Mentone, líklega til þess að geta verið þar í meira næði. En eptir skamma dvöl þar, urðu þau að snúa aptur til Genf, því að af þeim voru heimtuð skírteini, sem þau ekki höfðu, né gátu fengið. Um sama leyti sá krón- prinsessan í blöðunum, að yngsti sonur hennar var orðinn sjúkur, og fékk það mjög á hana. Hún bað um leyfi til þess að fá að sjá börn sfn, og Giron skildi við hana og fór til Belgíu, til þess að henni skyldi veita léttara að fá bæn sína uppfyllta. En þessu var þverneitað af hirðinni í Dresden, og engum fyrirspurn- um um líðun sonar hennar hefur verið svarað. Ut af öllu þessu lét hún leggja sig inn á heilbrigðisstofnun fyrir tauga- sjúklinga, sem »La Métairie« nefnist, og liggur við Genfervatnið. Á meðan hún var þar, féll 11. f. m. dómurinn í hjóna- skilnaðarmáli hennar. Var hún skilin frá manni sínum vegna hjónabandsbrots frá hennar hálfu. Hún hefur því ekki lengur rétt á að kallast krónprinsessa, og jafnvel ekki austurrísk prinsessa heldur, því að áður en dómurinn féll, svipti Franz Jósef keisari hana öllum prinsessuréttindum hennar og titlum. Veslings krónprinsess- an er nú þunglega farin að finna til af- leiðinganna af tiltæki sínu. Henni er út- skúfað bæði af hirðinni á Saxlandi og og ætt sinni í Austurríki, og hún fær jafn'v'el ekki að sjá barn sitt, sem er veikt. Mönnum kemur ekki saman um, hvort hún muni vera algerlega skilin við Giron eða einungisum stundarsakir, en að minnsta kosti verða þau ekki saman þangað til hún hefur fætt barn það, sem hún geng- ur með, og útkljáð er um, hvort krón- prinsinn eða Giron skuli teljast faðir þess, Hún er nú farin frá »La Métairie« til Lindau við Bodenvatnið, og ætlar að dvelja þar til þess tíma, að ráði móður hennar, sem farið hefur þangað til fund- ar við hana. Það er því líklegast, að hún sé farin að leita sætta við foreldra sina og ætli algerlega að segja skilið við Giron. Þýzkaland. Hinn 20. janúar ætlaði Vollmar, foringi hinna varfærnari sósía- lista, að minnast t ríkisþinginu á ræður keisara gegn sósíalistum, sem hann hélt eptir lát Krúpps. En torseti þingsins, Ballestrem, bannaði honum að minnast á það eða nokkuð, sem stæði í sambandi við það. Vollmar varð því að hætta við það, eptir ítrekaðar tilraunir. Óánægjan yfir þessu gerræði forseta var mikil, ekki einungis meðal sósíalista og annara frjáls- lyndra flokka, heldur jalnvel einnig með- al flokksbræðra Ballestrems, því að með þessu var málfrelsið í þinginu alveg virt að vettugi. En nokkrum döguni seinna hélt sósíalistinn Bebel ræðu í þinginu, og fór þar mörgum hörðum orðum um fram- komu keisara gagnvart flokksblæðrum sínum. Hann las meðal annars upp því til sönnunar svæsnustu kaflana úr ræðu keisara út af láti Krúpps. Marga furðaði á, að forseti skyldi ekki með einu orði taka fram 1 fyrir honum; hann fékk að tala út alveg óáreittur. En daginn eptir sagði Ballestrem af sér forsetatign- inni, með því að íhaldsflokkurinn bæri ekki lengur traust til sín. Þó fór svo, að hann var endurkosinn af öllum þorra í- haldsmanna, sem eru í ntiklum meiri hluta í þinginu. Jafnframt var honum einnig á afmælisdag keisara veitt arfgengt sæti í efri málsstofunni í prússneska þinginu, og sýnir það, að keisari hefur kunnað honum þakkir fyrir tilraun hans til að skerða ntálfrelsið í ríkisþinginu. England. í janúarmánuði var Ját- varður konungur krýndur til keisara yfir Indlandi, með mikilli viðhöfn. Hann var að vísu ekki viðstaddur sjálfur, en vísi-konungurinn, Curzon lá- varður, og kona hans voru krýnd í nafni hans og Alexöndru drottningar. Athöfn- in fór fram í Delhi, og kom þangað fjöldi af innlendum höfðingjum, er lúta valdi Breta, til að hylla nýja keisarann. Báru þeir hver af öðrum að skarti og viðhöfn, og mátti sjá þar meiri auðæfi saman kom- in, en á nokkrum öðrum stað nú á dög- um við slíka athöfn. Chamberlain er nú lagður af stað heim á leið1 frá Suður-Afriku. Hver árang- ur hefur orðið af ferðalagi hans, vita menn enn eigi með vissu. Víðasthvar var vel tekið undir ræður hans, en þó þótti Búum hann stundum gera sig nokk- uð gildan og tala 1 helzt til miklum sig- urvegaratón. Um miðjan f. m. færði t. d. nefnd af Búum undir forustu Kristjáns de Wet honum ávarp < Bloemfontein, þar sem kvartað var yfir því, að friðarskil- málarnir hefðu ekki verið haldnir, að því er , snertir uppgjöf saka. Chamberlain kvaðst ekki vilja taka við svo ósvífnu á- varpi, Englendingar hefðu ekki einungis uppfyllt friðarskilmálana, heldur langt þar fram yfir. En þegar nefndin samt sem áður hélt fastlega við það, að Kitchener hershöfðingi hefði á meðan á friðarsamn- ingunum stóð, lofað sakauppgjöf, þá sagði Chamberlain, að hann væri ekki kominn til að heyra mótmæli, og það urðu þeir að láta sér lynda. Lynch ofursti, sem áður hefur verið getið um að Irar gerðu að þingmanni, og ákærður var fyrir að hafa barizt gegn Englendingum í Búastríðinu, hefur nú verið dæmdur til dauða fyrir föðurlands- svik. Dómnum hefur þegar verið breytt í æfilanga fangelsisvist. Ef til vill fær hann þó að sleppa síðar, ef uppreisnar- mönnum úr Kapnýlendunni verður veitt uppgjöf saka, svo sem í ráði er. Frakkland. í franska þinginu hefur verið borin upp tillaga um, að sleppa al- veg af fjárlögunum öllum útgjöidum til kirkjunnar, launum klerka o. s. frv. Með þessu væri slitið sáttmálanum við páfann, og kirkjan alveg aðskilin frá rlk- inu. Þetta er ekki ný uppástunga; hún hefur verið borin upp opt áður, en aldrei náð fram að ganga. Combes ráðaneytis- forseti hefur heldur ekki viljað ganga að þessu, fremur en fyrirrennarar hans, þótt hann hafi þótt þungur 1 garð klerka, og var tillagan þvl felld. Frú Humbert leitast við að gera fjársvikamál sitt að pólitisku máli. Hún hefur brugðið dómsmálaherranum, Vallé, sem lét taka hana höndum, um að hann hafi verið í bandalagi við okrarann Cattaui, er hefði haft af henni mikið fé, því að Vallé hafði áður verið málaflutningsmað- ur fyrir hann. Cattaui hóf mál á hendur henni fyrir móðganir og meiðyrði, en hún var algerlega sýknuð. Þótti Parísarbúum mikið koma til framkomu hennar fyrir réttinum, og tóku algerlega hennar mál- stað gegn Cattaui. En ólfklegt er þó, að hún geti komið máli sínu í það horf, að hún sjálf slepppi við hegningu. Það eru nú llkindi til, að Dreyfus- m á 1 i ð fari að komast á dagskrá enn einu sinni. Varaforsetinn í fulltrúadeild franska þingsins, sósíalistinn Jaurés, hefur lýst því yfir, að hann ætli í þinginu að koma fram með nýjar upplýsingar í þvl máli, svo að herdómurinn í Rennes, sem dæmdi Dreyfus sekan í sfðara skiptið, verði ónýttur, og málið tekið til nýrrar meðferðar. Holland. I lok janúarmánaðar var haf- ið verkfall á járnbrautunum, sem liggja frá Amsterdam, svo að samgöngur á landi féllu niður um stund. En eptir skamma hríð var vinnan tekin upp aptur, því að verkamenn fengu kröfum sínum að mestu leyti fullnægt. En þótt nú væri komið í svo gott horf, vildi stjórnin fyrirbyggja, að slfkt gæti komið fyrir optar; hún skip- aði því hermönnum og lögregluliði á all- ar járnbrautarstöðvar, og hraðskeyti frá verkmannaforingjum voru ekki flutt til viðtakenda, heldur send aptur. Jafnframt þessu hefur stjórnin borið upp 1 þinginu lagafrumvörp, sem mjög þykja halla á verkamenn. Þar er meðal annars farið fram á,að breyta hegningarlögunum þannig, að dæma megi menn til fangelsis eða missi kosningarréttar, fyrir að hvetja til verk- falls. Menn eru mjög óánægðir yfir þess- um frumvörpum, og sambandsstjórn verk- mannaíélaganna hefur ákveðið, að senda út ávarp út af þessu meðal landa sinna, láta halda fundi um allt land til að mót- mæla þessu, og safna fé til þess að geta beitt öflugri mótstöðu. Síðustu fréttirsegja, að prentararnir í Haag hafi neitað að setja greinar, sem bera í bætifláka fyrir stjórnina. Menn eru hræddir um, að al-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.