Þjóðólfur - 20.03.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.03.1903, Blaðsíða 3
47 nokkra undantekningu 1 þessu, þá yrði »ísafold« troðfull í hvert sinn af leiðrétt- ingum og mótmælum gegn rangfærslum og útúrsnúningum blaðsins. Rit stj. Embættispröf í lögum við háskólann hafa tekið Karl Ein- arsson og SigurðurEggerz, báðir með 2. einkunn. Nýtt gufuskipafélag, er heitir „Thore" er nýstofnað í Kaup- mannahöfn fyrir förgöngu Thor E. Tulini- usar stórkaupmanns, er verður aðalum- sjónarmaður og útgerðarmaður félagsins, sem auðvitað er hlutafélag, og hefur tek- ið að sér skip þau, „Perwie" og „Mjölni", er Tulinius hefur haft í förum til Islands. Stofnféð er 450,000 kr. eða rúmlega það, þar af 250,000 kr. 1 hlutabréfum og 200,- oco kr. í skuldabréfum, en auka má stofn- féð hvenær sem er. Félagið ætlaraðkaupa eða hefur þegar keypt 2 skip af 1. flokki 6- 900 tons að stærð, og er hugmyndin, að keppa við sameinaða gufuskipafélagið hér við land, einkum með vöruflutninga mill- um útlanda an.iarsvegar og Suðurlands og Vesturlands hinsvegar, og verða þangað fastákveðnar skipaferðir. Að líkindum mun félag þetta sækja um slyrk úr land- sjóði til næsta alþingis. Skip félagsins „Perwie" á að koma til Reykjavíkur 17. apríl, en eptir það aukaskip 15. maí, 13. júlí, 14. ágúst; 17. sept., 23. okt. og 7. des., og á það ekki að koma við í Færeyjum t ferð- um þessum, nema í síðustu ferðinni (sbr. ferðaáætlun hér í blaðinu). Það lítur því út fyrir, að samgöngur verði viðunanleg- ar hér þetta árið. Og ofurlítil samkeppni við „hið sameinaða" er mjög æskileg og nauðsynleg fyrir oss. Er því vonandi, að fyrirtæki þetta heppnist vel. Kappskákir. Pess var getið áður hér í blaðinu, að Skákfélag Islendinga 1 Kaupmannahöfn og Handelsforeningen af 5. Juni’s Skakklub þreyttu kappskákir í vetur, og að S. I. vann glæsilegan sigur. 5-Júní undi því auðvitað illa, og skoraði á S. í. til bardaga á ný, og tók S. I. boðinu, og var orusta háð 28. febr. Liðsafnaður var mikill af hendi „5. Júnís", og þóttust þeir vel komnir, þar eð þrír með þeim betri af S. I. gátu ekki mætt. Börðust 12 á hvora hlið, og fór bardaginn þannig, að Ásgeir Torfason Júlíus Stefánssson Lárus Fjeldsted Páll Jónsson Sigurjón Jónsson Skúli Bogason Þorkell Porláksson Fischer-Jakobsen Mortensen Richter apótekari Hemme Johansen G. Brodersen K. Harboe V. Johansen P. Giersing Emersen Pétur Bogason Jón Isleifsson Einar Jónsson en jafnvígir voru þeir Edvald Möller og P. Jörgensen, og Ólafur Björnsson og A. Nielsen, en sá Nielsen var einn af þeim, er vann hinn þýzka taflmann Mieses í haust, og því einn af aðalberserkjum 5. Júnfs. Bardaganum lauk þvf þannig, að S. I. vann 7 töfl, tapaði 3 en 2 urðu jafn- tefli. Giersing var aptur nú dómari, og lauk hann miklu lofsorði á Islendinga fyrir tafllist, og lauk máli sinu með því, að drekka fyrir minni íslenzku skáklistarinn- ar. Hann ætlar að tefla 6 blindskákir í S. í. 13. marz. P. Z. Póstskipið „Laura“ kom 14. þ. m. snemma morguns. Með henni komu margir farþegar, þar á meðal Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, Sigtús Eymundsson, kaupmennirnir Nic. Bjarne- sen, Siggeir Torfason, Gunnar Gunnars- son, Erl. Erlendsson, Jón Bjarnason, Skúli Thoroddssen ritstj., Bjarni Jónsson snikk- ari, Guðmundur Gamalíelsson bókbind- ari, Gestur Einarsson verzlunarerindreki frá Hæli, Jónatan Þorsteinsson söðlasmið- ur, og frá Skotlandi Berrie stórkaupm. (Leith) og Ward fiskikaupmaður. Frá Vestm.eyjum kom Magnús Jónsson sýslu- maður. Fyrri hluta lagaprófs hafa lokið Magnús Jónsson með 1. eink- unn og Ari Jónsson með 2. einkunn. Próf í mannvirkjafræði við fjöllistaskólann hefur Jón Þorláks- son tekið með 1. einkunn mjög góðri, (skorti örlítið á ágætiseinkunn). Próf í efnafrseði við sama skóla hefur Ásgeir Torfason tekið með 1. einkunn. Nýtt þingmannsefni kvað eiga að verða á boðstólum í Eyja- firði af Valtýinga hendi. Það er Guð- mundurFinnbogason heimspekingur! Hann verður þrítugur 6. júní 1 vor, svo að það má ekki tæpara standa. Mikil börn mega Valtýingar vera, ef þeir halda, að Eyfirð- ingar fari að seuda þetta pólitiska barn á þing. Klæðaverksmiðjan reykvfska,er getið var um í síðasta blaði á að heita »Iðunn«, og erti kosnir f stjórn hennar: Jón Magnússon landritari, formaður, Knud Zimsen mannvirkjafræðingur, féhirðir og Ólafur Ólafsson prentari, skrifari. Manntjón. Enn hefur orðið stórkostlegt rnanntjón í ofsaveðrinu 8. þ. m. Þá drukknudu J menn af þilskipinu „Karólínu" (eign Run- ólfs Ólafssonar f Mýrarhúsum), þar á með- al skipstjórinn Sigurjón Jónsson kvæntur maður frá Bakka hér í bænum. Var skip- ið 10 mflur undan Grindavík, er svo mik- il alda féll yfir það, að það fór á hliðina og 7 menn af 10, er á þilfarinu voru skol- uðust út, en 2 þeirra skoluðust inn aptur. Skipið rétti sig við aptur, er skorin voru seglin. Menn þeir, er drukknuðu voru auk skipstjórans: Bjarni Gissurarson frá Litla- Hrauni á Eyrarbakka (son Gissurar söðla- smiðs þar), Helgi Arnason vinnumaður frá Hömrurn í Grímsnesi, Olafur Pctutsson frá Reynistað hér f bænum og Bjötn Magnússon af Skipaskaga, allt ókvæntir menn á bezta aldri Stýrimaðurinn á „Sigríði" úr Hafnarfirði, er frétzt hafði um að hefði tekið út og farizt (sbr. síðasta bl.), komst lffs af sem betur fór, varð náð í hann eða skolaði inn aptur, og kvað ekki hafa meiðst til muna. Hann hét Helgi, son Jóns Árnasonar dbrm. 1 Þorlákshöfn. Bruni, Aðfaranóttina 15. þ. m. rétt fyrir mið- nætti kviknaði í vinnustofu og fatasölu- búð Guðmundar Sigurðssonar klæðskera í Bankastræti 12 hér í bænum. Varð eld- urinn'allmagnaður á skömmum tfma, svo að menn urðu hræddir um næstu hús, enda var veður allhvasst. en um það leyti er slökkviliðiðkom meðslökkviáhöldin lygndi svo áð segja alveg og hjálpaði það mjög til þess, að eldurinn varð slökktur, sem gekk allgreiðlega. Samt sem áður gerði eldurinn mikinn usla, því að útbygging suður úr aðalhúsinu brann að mestu, og mikið af fataefnum og tilbúnum fatnaði á saumastofunni brann eða ónýttist að öllu leyti. Nemur skaðinn eflaust nokkr- um þúsundum króna, en reyndar voru fatabirgðirnar vátryggðar. Með því að margt fólk (um 30—40) var í vinnu á vinnu- stofunni, verður sá hnekkir og atvinnu- tjón alltilfinnanlegt. — Ekki vita menn, hvernig eldurinn hefur komið upp. Gufusklpiö „Perwie“ frá nýja gufuskipafélaeinu „Thore" kom hingað 16. þ. m. með vörur til kaupmanna hér og til Vesturlandsins. Bráðkvaddur varð hér í bænum 17. þ. m. Einar Eyj- ólfsson (Ásgrímssonar prests f Stóradal Pálssonar) bróðir Páls heit. gullsmiðs og þeirra systkina, víða kunnur hér á Suður- landi og opt í sendiferðum með bréf og blöð, einkum milli Eyrarbakka og Reykja- víkur, mjög skilvís og áreiðanlegur. Var kominn um eða yfir sjötugt, en furðu ern eptir aldri og mesti göngugarpur lengstaf. J- Hinn 16. ágúst f. á. andaðist að Brodda- dalsá í Strandasýslu yngismey Ingunn Stefan/a, dóttir hjónanna þar, Brynjólfs og Ragnheiðar, á 26. aldursári. Hennar er almennt saknað, þar eð hún var ein- stök að geðprýði og allri háttsemi, yndi og unaður foreldra og systkina, og allra þeirra, er henni kynntust. Ein af vinstúlkum hinnar Idtnu. Meðalalin verðlagskárinnar, er gildir frá 16. maí 1903 til jafnlengdar 1904 er þessi: Austur-Skaptafellssýslu............45 a Vestur-Skaptafellssýslu............41 „ Vestmanneyjum......................5° „ Rangárvallasýslu...................45 »> Árnessýslu.........................48 „ Borgarfjarðarsýslu.................57 „ Gullbr,- og Kjósarsýslu og Rvík . 55 „ Mýrasýslu..........................56 „ Snæfellsnes- og Hnappadalss. . . 50 „ Dalasýslu .........................56 „ Barðastr.sýslu....................57 ísafjarðarsýslu og kaupstað . . . 62 „ Strandasýslu ........ 53 „ Húnavatnssýslu.....................56 „ Skagafjarðarsýslu..................53 „ Eyjafjarðars. og Akureyrarkaupst. . 50 „ Þingeyjarsýslu.....................50 „ N.-Múlas. og Seyðisfj.kaupst. . . 54 „ , Suður-Múlasýslu...................57 „ Mustad’s önglar (búnirtil i Noregi), eru nú eingöngu notaðir við fiskiveiðar með fram ströndum Noregs, einnig við New-Foundland og að öðru leyti um allan heim. Þeir eru hinir beztu og ódýrustu önglar, sem fást í verzlunum. Önglarnir fást nú keyptir hjá verzlunarmönnum alstaðar á íslandi og fiskimennirnir verða að reyna þá. FiU því í dag skoðast eg eigi lengnr sem saineigandi að skóverzlnninni og vinnustofnnni í Austurstræti 4, þar eð eg iiefl selt Iierra skósmið Þorsteini Sigurðs- syni í Rvík minn lilnta í sameign okkar, ásamt öllum útistandandi skuldum, og- ern því ailir, er skulda fyrnefndri verzlun vinsamlegast heðnir uin að greiða skuld- ir sínar til lians. Reykjavík 17. marz 1903. Stefárt Gunnarsson. * * * S K )f sjá má af ofanskrifaðri auglýsingu liefl eg tekið það fyrir, að stækka skó- verzlnu mína. Þessvegna vil eg Iienda liinum heiðruðu viðskiptnmönnum á, að nú hér eptir verður þetta önnnr hin bezta og ódýrasta skófatnaðarverzlun í bænum/ og vonast eg til, að hinir lieiðrnðu við- skiptamenn geri svo vel og liti inn og semji við mig, áðnr en kaup ern gerð annarstaðar. Tirðingarfyllst Þopsteinn Sigurðsson. Waterproofkápur nýkomnar í verzlun STURLU JÓNSSONAR. Kembingarvélar Jirefaldar og 1 slípivél hæfilegar fyrir spunaverk- smiðju í sveit, eru til sölu fyrir 800 kr. Seljandinn er ekki ófús til, að taka ull í skiptum. Seðill merktur: „Karte 791“ sendist Aug. J. Wolff & Co. Ann. Bur. Köbenhavn. íslenzk frímerki. ^ Brúkuð frímerki með áprentuðu: |„í gildi ’o2—'03“ og með konungs- myndinni, en einkum 20 aura misprent- unin, óskasttil kaups. Þessi sfðarnefndu g frímerki verða keypt fyrir allt að 5 | kr. stykkið. Tilboðum eða sýnishorns- 1 sendingum með verðskrá verður veitt 1 móttaka. Svar eða reikningsskil um I hæl. Ritstjóri F. V. Riegels. | Meðmæli: Amicivej 4. jj Landmandsbankinn. Köbenhavn V. IP^RÚKUÐ FRÍMERKI frá íslandi eru keypt háu verði. Verð- listi ókeypis. N. S. NEDERGAARD. Skive — Danmark. Húseignin LAUGALAND í Reykjavík ásamt erfðafestulandi því, sem henni fylgir, er til sölu. — Verð ágætt. —Borgunarskilmálarmjög góðir. Landsbankinn í Reykjavík 26. febr. 1903. pr. Tr. Gunnarsson. Eirikur Briem. Saumamaskínu-/ olía mjög góð, kom nú með Laura í verzlun STURLU JÓNSSONAR. Emailleraðir KATLAR, Steinolíuvélar (Petroleumsmotorer) til notkutiar bæði á sjó og landi úr beztu vélaverksmiðju í Danmörku fást með ábypgð. Gert við steinolíuvélar. Chr. Petersen vélasmiður. JKÍPkjustpæti 4. II. lopti. könnur, mjólkurfötur, kastarholur, aus- ur, fiskspaðar o. m. fl., kóm nú með Laura í verzlun Sturlu Jónssonar. Sultutau mjög ódyrt, komið aptur í verzlun. STURLU JÓNSSONA -. ystf Þessu blaði fylgir aukablað nr. 2.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.