Þjóðólfur - 20.03.1903, Blaðsíða 2
46
mennt verkfall verði gert um allt land, ef
stjórnin tekur ekki írv. aptur.
Finnland. Nikulás keisari hefur sent
landstjóranum 1 Finnlandi tilskipun um,
hvernig refsa skuli þeim, sem ekki mættu
við varnarskylduútboðið i fyrra. Er þar
meðal annars mælt svo fyrir, að ekki
megi veita þeim neina opinbera stöðu, en
ef þeir séu í slíkri stöðu áður, skttli þeim
vikið frá. Jafnframt hefur 4 af 8 amt-
mönnum Finnlands verið vikið frá em-
bætti, vegna þess að þeir gengu ekki eptir
að útboðinu væri hlýtt, því að þeir álitu
það ólöglegt.
Formaður háskólans í Helsingfors, Rein,
hefur verið sviptur embætti, með því að
rússnesku stjórninni hefur ekki þótt hann
hafa hin réttu áhrif á stúdenta. I stað
hans hefur verið skipaður prófessor Dan-
íelsson, og fttrða menn sig á, að hann
skttli verða til þess, með því að hann
hefur áður í lögfræðisritum sínum manna
ljósast sýnt, hver væri réttur Finnlands
gagnvart Rússlandi.
Fyrir nokkrum dögum hefur allt þetta
gerræði verið kórónað með því, að því
nær öllum meðlimum yfirréttarins 1 Ábo
hefur verið vikið frá embætti, vegna þess,
að hann hafði skipað að hefja rannsókn
yfir Kajgorodoff landstjóra, út af afskipt-
um hans af götufundunum í Helsingfors í
aprtlmánuði f fyrra, Hinn 26. f. m. átti
að taka mál þetta fyrir í ráðhúsinu f Hels-
ingfors. En lögregluliði var skipað þar
við dyrnar, og bannaði það vitnunum
inngöngu, svo að slfta varð rétti við svo
búið. Á sömu leið fór daginn eptir.
Þessu var svo skotið til yfirréttarins í
Ábo, en þegar sú kæra kemur fyrir rétt-
inn, verður stjórnin sjálfsagt búin að skipa
hann þeim mönnum, sem hún ber fullt
traust til, og verður þá víst ekki meira
rekizt í þessu máli.
Svíþjóð og Noregur. Óskarkon-
ungur hefur lagt niður ríkisstjórn um
stundarsakir vegna taugasjúkleika, og dvel-
ur nú við Saltsjöbaden sér til hressingar.
Gústaf kripnprins hefur því gegnt ríkisstjórn
síðan í lok janúarmánaðar.
Norðmenn hafa lengi verið óánægðir
með, að verða að hafa hina sömu verzl-
unarerindreka í útlöndum, sem Sví-
þjóð, og hafa því krafizt, að fá sérstaka
erindreka fyrir sig. Nú um nokkra hríð
hefur norska og sænska ráðaneytið reynt
að binda enda á þetta mál, með samn-
ingum sín á milíi, og Lagerheim utan-
ríkisráðherra og Sigurði Ibsen hefur verið
falið að semja frumvarp um, hvernig haga
skuli skipun verzlunarerindreka fyrir hvort
ríkið fyrir sig.
Hinn 23. f. m. dó Gustaf Storm,
prófessor við háskólann í Kristjaníu, 58
ára að aldri. Hann hafði mikið orð á
sér meðal vísindamanna Norðurlanda,
sem sagnfræðingur og málfræðingur.
Danmörk. í fyrra dag var kosinn fjár-
málaborgarmeistari hér í Ka u p-
mannahöfn í stað Borups, Jens Jensen
málari. Hann er sósíalisti, og hefur unn-
ið mikið að því, að saraeina verkamanna-
félögin í Danmörku, og gera þau að einni
öflugri heild.
Páflnn hélt í gær hátíðlega minningu
þess, að hann hefur setið 25 ár á páfa-
stóli. Fjöldi pílagríma hvaðanæfa var
samankominn í Rómaborg við þetta tæki-
færi, og menn ætla, að 50—60 þúsundir
manna hafi verið við hátíðaguðþjónust-
una í Péturskirkjunni. Páfinn er nú orð-
inn 93 ára gamall og mjög þrotinn að
heilsu, sem eðlilegt er.
Lengsti þingfnndur, sam haldinn hefur
verið, var haldinn í janúar í Austurríki.
Hann stóð yfir í 54 klukkustundir sam-
fleytt. Hann var 11 stundum lengri en
sá fundur, er menn áður vissu lengstan,
Og haldinn var í neðrí málstofu enska
þingsins 1881. Það voru einungis niu
Tékkar, sem teygðu fund þennan og skipt-
ust á að tala.
Panamaskurðurinn. Bandaríkin hafa
gert samning vi'ð Kolumbíu, sem búizter
við að fullnaðarsamþykki verði lagt á
innan skamms, en að Bandaríkin fái í
leigu til 100 ára landræmu þá, sem ligg-
ur meðfram skurðinum fyrir 10 miljónir
dollara í eitt skipti fyrir öll, og 250,000
doll. árlega leigu. Skurðurinn á því al-
veg að verða á valdi Bandaríkjanna, og
allar tekjur af honum renna til þeirra.
Norðurheimskautsfarir. Peary, norð-
urheimskautsfarinn alkunni, hefur í hyggju
að leggja í nýja heimskautsför í vor, ef
hann getur fengið nægilegt fé til hennar,
og er því farinn að semja um kaup á
»StelIa PoIare«, sem Abrússahertoginn
fór á í heimskautsför sína.
Maður einn ítalskur, Giuseppe Peti,
kvaðst hafa fundið upp nýtt loptfar, full-
komnara en þau, er áður hafa þekkzt, og
nefnir það Aérodynamo. Á Ítalíu er
tekið að safna fé handa manni þessum
til þess, að hann geti lokið við loptfar
sitt. Þá er það er fullgert, hefur hann í
hyggju að fara á því til norðurheimskauts-
ins alla leið frá Italíu.
Mikið flóð gekk yfir Félagseyjarnar í
Kyrrahafinu 13. janúar og dagana þar á
eptir. Menn ætla, að um 10 þús. manna
hafi misst lífið.
Loptritun Marconis.
Að því er frétzt hefur, er danska stjórn-
in nú um sinn að minnsta kosti hætt að
semja við Marconi um loptskeytasamhand
milli útlanda og Islands. Kvað hann gera
svo háar kröfur, að stjórnin sér sér ekki
fært að ganga að því. Það getur því mið-
ur dregizt enn nokkra hríð, að vér kom-
umst á þennan hátt í samband við um-
heiminn. En margir Englendingar eru
mjög áfram um þetta mál, vegna fiskiflot-
ans („trollaranna") hér við land. Hinn
6. þ. m. gengu 7 þingmenn og margir full-
trúar ýmsra fiskiveiðafélaga í ýmsum bæj-
um á austurströnd Englands á fund póst-
málastjórans Austen Chamberlain, og tjáðu
honum hvíllk nauðsyn væri á því, að
koma á loptskeytasambandi, milli Stóra-
Bretlands annarsvegar, og Islands og
Færeyja hins vegar. Tóku þeir fram,
að nú týndust skip, án þess eigendum
væri kunnugt um það vikum saman, en
stundum hyggðu eigendurnir skipin týnd,
er þau kæmu í höfn á Englandi eða Skot-
landi allöngum tíma eptir, að þau væru
talin af. Stjórnendur fiskiveiðafélaganna
heima á Englandi stæðu í engu sambandi
við verkamenn sína við Island og Færeyj-
ar, vegna fréttaþráðarleysis, og afleiðingin
yrði hin óhappasælasta fyrir þessa atvinnu-
grein, er væri svo afarþýðingarmikil fyrir
landið. — Póstmálastjórinn tók erindi sendi-
nefndarinnar lítt, kvað það ekki koma til
neinna mála, að enska stjórnin færi nú að
taka upp öldungis spánnýja reglu, að fara að
styrkja erlent félag til að koma á hrað-
skeytasambandi við lönd útlends ríkis,
eins og farið hefði verið fram á [bér er
víst átt við málaleitanir hins „mikla nor-
ræna fréttaþráðarfélags" við ensku stjórn-
inaj, en stjórnin mundi ekki leggja neinar
tálmanir í veginn fyrir það, að reist væri
þar í landi millisföð fyrir loptritun frá
Bretlandi, eða til Bretlands, svo framar-
lega sem tilgangurinn væri ekki beinlínis
að starfa í landinu sjálfu eða í landhelgi
þess. Hann kvaðst því ekki gefa sendi-
nefndínni neinar vonir um, að hann
mundi mæla fram með því, að stjórnin
veitti neinn styrk til þessa fyrirtækis.
Formaður nefndarinnar, Heneage lávarður,
þakkaði póstmálastjóranum að lokum, að
hann hefði verið svo náðugur, að veita
nefndinni áheyrn, og þótt hún hefði ósk-
að eptir betri undirtektum, væri það góðra
gjalda vert, að póstmálastjórinn hefði lof-
að að leggja ekki neinar tálmanir 1 veg-
inn fyrir þá, sem vildu koma þessu sam-
bandi á. Og með því var samtalinu lokið.
[Eptir „Scotsman" 7. þ. m.]. — Af þessu
má sjá, að lítils liðsinnis mun að vænta
frá ensku stjórninni í þessu máli. En
ekki er óhugsandi, að einstakir enskir
auðmenn eða fiskiveiðafélögin taki sig
saman um að hrinda þessu í framkvæmd
án tilstyrks stjórnarinnar, því að Englend-
ingar eru kunnir að þvf, að leggja ekki
árar í bát, ef þeim er áhugamál að koma
einhverju áleiðis.
,Þingmannsefni í Reyk]avík‘.
»ísafold« flytur í n. tbl. sínu 7. marz
þ. á. ritstjórnargrein um »Þingmannsefni
í Reykjavík«. Greinin ber það með sér,
að ritstjórinn hefur nauðugtir viljugur
orðið að leysa frá skjóðunni og kannast
við, að nú er svo komið fyrir Valtýing-
um hér 1 bæ, að þeir eru farnir að dekra
við flokksnefnu þá, er hefur skírt sig
»Landvarnarflokk«, en er sárfátækur af
kosningarbærum mönnum. Jón yfirdóm-
ari Jensson er sem sé gallharður »Land-
varnarmaður«. Hann vill ekki með nokkru
móti una við aðgerðir síðasta þings í
stjórnarskrármálinu, en ætlar að kljúfa
þrítugan hamarinn til þess að fá numið
burt úr stjórnarskránni ákvæðið um ríkis-
ráðssetu Islandsráðgjafans og stofna þann-
ig þjóðinni á nýjan leik í langvinna og
tvísýna stjórnarbaráttu. Ritstjórinn reynir
að vísu að telja mönnum trú um, að
þessi sérstaða herra J. J. skipti engu, því
að hann viti ekki til, »að nokkurt þing-
mannsefni um land allt hugsi sér að
halda fram« þessari stefnu, nema þessi
eini maður hér, og að niðurstaðan verði
sú, »að stjórnarskráin verði endursam-
þykkt í sumar með 33 atkv. í stað 34«.
En sökum þingmannskosta hr. J. J., telur
blaðið hann samt ómissandi á þingi og
stjórnarskrána jafngóða og gilda fyrir það
þó að hún verði af atkvæði þessa stjórn-
málagarps. Svona lítur röksemdaleiðsla
ritstjórans út og er engin furða, þó að
jafnvel góðir og gamlir fylgismenn blaðs-
ins brosi að henni og telji hana allvand-
ræðalega, einkum þegar þess er gætt, að
ritstjórinn staðhæfir í sömu andránni, að
það sé »enda mjög ríkum fastmælum
bundið í stefnuskrá beggja flokka frá síð-
asta þingi, »að hreyfa ekki við
nokkrum staf í frumvarpinur.1)
Samkværrn|jna í þessu sér hver heilvita
maður. Dýr verður Jóns helmingur með
þessu móti, en mikið skal til mikils vinna.
Það ætti annars nógu vel við, að »ísaföld»
markaði á skjöld sinn þessa stöku úr
Meyjabæn Jóns Thoroddsen :
„Þótt hann hafi arma ei,
og á tveimur gangi spítum,
sízt eg honum segi nei.
slíkt eg ekki tel með lýtum,
ef mér guð að öðru leyti
óskaddaðan manninn veitir".
En gerum nú ráð fyrir, að einhver val-
týsk kjördæmi út um land vildu fara að
dæmi hinna valtýsku kjósenda höfuðstað-
arins og velja jafn skynsamlega(I) á þing,
getur þá ritstj. ísafoldar skilizt, að
þetta tiltæki gæti orðið fjörráð við
stefnuskrá »Framsóknarflokksins«, er hann
hefur hingað til haldið á lopt? Það er
ekki svo að skilja, að Heimastjórnarmenn
í Reykjavík séu hræddir við framboð Jóns
eða séu vonlitlir um, að leggja garpinn
að velli eins og áður fyrri. Það verður
og vart til þess að auka garpinum afl og
áræði, að »Landvarnarliðið« býður hon-
um að taka íslandsráðgjafann út úr rík-
isráði Dana, en Valtýingar segja: »Við
viljum helzt, að þú látir allt kyrrt liggja,
fyrst þú getur ekki útvegað oss valtýsk-
una sálugu, en ef þú ert slíkur eintrján-
ingur, að þú vilt ekki þýðast heilræði
vor, máttu gjarnan okkar vegna greiða
einsamall atkvæði mót stjórnarbótinni, ef
þú heldur að vegur þinn vaxi við það !«
Civis.
*) Leturbreytingin gerð af höfundinum.
„Ríkisráðssetan64.
Hr. ritstj. »Þjóðólfs«! — Ritstj. »ísa-
foldar« hefur neitað eptirfylgjandi grein
upptöku í blað sitt — vildi ekki lesa hana
einu sinni.
Viljið þér gera svo vel að Ijá henni
húsaskjól ?
Hr. ritstjóri ísafoldar! — Þér hafið í
síðasta blaði yðar (7. þ. m.) minnst árit-
gerð, er nýlega kom hér út nafnlaus, og
heitir »Ríkisráðssetan«, gefin útaf»Nokkr-
um Reykvíkingum«. Kallið þér ritgerð-
ina »Þjóðólfs-kálf« og virðist álíta hana
útgefna af »Þjóðólfi« eða honum áhang-
andi.
Eg finn tilefni til að lýsa yfir því, að
eg einn, og enginn annar, er höfund-
u r þessarar ritgerðar, en útgefendur henn-
at eru merkir menn af ýmsum stéttum
hér í bænum. Eg er ekki í útgefendanna
tölu, og ritstjóri »Þjóðólfs« ekki heldur.
Mér vitanlega á hún ekkert skylt við
»Þjóðólf« annað en það, að hún var
prentuð í sömu prentsmiðju sem hann.
Utgefendurnir, en eg ekki, réðu því, að
hún var nafnlaus útgefin; eg hafði sagt,
að mér væri alveg sama, hvort nafn mitt
stæði undir henni eða ekki. Eini tilgang-
ur þeirra með að birta hana án höfund-
arnafns, var sá, að þeir vonuðu það kynni
heldur að stuðla að því að blöð þau, er
gætu hennar, litu fremur á málefníð en
manninn. En úr því að sú von hefur
brugðizt, og blöðum hér hefur orðið það
eitt að umtalsefni út af henni, að skamma
höfundinn og flytja lesendum sínum lyga-
fréttir af efni hennar, þá finnst mér rétt-
ast að lofa öllum að vita, hvert þeir eiga
að beina skeytum sínum í því máli.
Eg er of vanur við óráðvandlega blaða-
mennsku gagnvart mér og öðrum, ogvið
skort sumra blaða á drengskap og sann-
leiksást, til að kippa mér mikið upp við
það, sem yfir mig verður helt fyrir rit-
gerð þessa eða hvað annað, sem eg rita.
En málefnisins eins vegna verð eg
að mótmæla því, sem algerðum ósann-
i n d u m , að í þessari ritgerð sé »leitast
við að rýra orðstír Jóns Sigurðssonar«.
Það þarf ekki annað, en að 1 e s a grein
mlna, til að sjá; hve fjarstætt það er öll-
um sanni. Allt og sumt, sem um hann
er sagt í ritgerðinni, annað en tóm lofs-
orð, er það, að það hafi verið misráðið
af honum, að vilja á einu tilteknu alþingi
neita að taka tilmeðferðar stjórn-
arskrárfrumvarp, er fyrir þingið var lagt.
Um þetta skil eg varla, að þér séuð mér
ósamdóma. Eg hefi að minnsta kostienn
ekki heyrt neinn málsmetandi mann nú
á dögum vera á annari skoðun. Ogekki
skil eg, aðþað »rýri orðstír« neinsmanns,
að honum geti missýnst, þegar enginn
efar hreinan og góðan tilgang hans. En
orðstírs-rýringin á þá ef til vill að vera
fólgin í því, hvernig eg s k ý r i þessa
missýning — tel hana komna af því, að
hann hafi verið, eins og allir menn eru,
barn sinnar samtíðar, þegar allir stjórn-
málamenn á Norðurlöndum höfðu meira
eða minna af »Iögstirfni« (sem .eg hefi
svo nefnt), sem er sá eiginleiki, að llta
á mál allt of einhliða frá lagalegu og
jafnvel lagaformslegu sjónarmiði.
Eg hefi ekki, eins og »ísaf.« hefur ept-
ir mér, talað eitt orð um »sífelldar« fjár-
kröggur Bened. Sveinssonar. Þ a ð sem
eg hefi sagt í greininni um ástæðuna fyr-
ir skoðanabreyting Ben. Sv. 1871, ermér
fullkunnugt um, að satt 'er, enda gat það
fáum kunnugra verið.
Rvík i3/3—1903.
Jón Ólafsson, bóksali.
Það er ekki spánnýtt, þótt ritstj. ísa-
foldar þverskallist við að gegna sjálfsagðri
skyldu sinni og neiti mönnum að fá leið-
réttar í bloðinu rangfærslurnar og vitleys-
urnar úr honum sjálfum. En auðvitað
vinnur hann ekkert með þessu, nema að
gera sjálfan sig enn hlægilegri, og fá vit-
leysurnar reknar ofan í sig annarsstaðar.
En hann veit sem er, að ef hann gerði