Þjóðólfur - 17.04.1903, Blaðsíða 2
62
Jenssonar geti orðið þeim mun bagalegri,
sem fleiri kjördæmi fara að ráði því, sem
ísafold gefur Reykvíkingum. En máske
blaðið hafi einhver tök á því, að skýra
það fyrir oss Rangæingum og öðrum, að
það sé og verði einnig bagalaust, þótt
önnur kjördæmi kjósi menn, sem eru
sömu skoðunar og hr. Jón Jensson, menn,
sem vilja nú leggja út 1 nýja stjórnarbót-
ardeilu. En þótt blaðinu kunni að tak-
ast að sýna fram á, að hættulaust sé þó
fleiri kjördæmi kjósi menn af sama flokki,
og það bendir Reykvíkingum á og þess
ráðum yrði fylgt, þá hættir samt að lík-
indum kredda þessi að vera sérkredda
yfirdómara Jóns Jenssonar.
Rangœingítr.
Kjósendaspjall á vegamótum.
Eg sat ( rúmgóðri stofu í einu afgisti-
húsunum með veginum úr Rvík austur að
Ægissíðu. Voru þar samankomnir nokkrir
kjósendur úr Arnessýslu og Rangárvalla-
sýslu. Fundum þeirra bar þarna saman.
Meðan beðið var eptir kaffinu fóru þeir
að spjalla saman; barst þá brátt í tal
meðal þeirra, hvernig kosningar mundu
falla í vor, og hverja ætti helzt að kjósa
fyrir kjördæmi þessi til þings næst o. fl.
— Það mátti næstum segja, að þar hefði
hver sína skoðun á því máli.
Bóndi úr Rangárvallasýslu segir meðal
annars: »Já, ekki held eg fari nú að
kjósa hann E. P. í vor, eða eggi aðra á
að gera það, hann sem ekki talaði nema
tvisvar á þingi í sumar, í nefndum kann
hann eitthvað að haía verið, en stirður
mun hann hafa verið þar; eg þekki þann
mann að þvl«. Eg gaf mig þá lltið eitt
á tal við þennan kjósanda, og fór eitthvað
að malda í móinn, og kvað þetta ekki
nærri nákvæmt, en komst ekki upp með
moðreyk«. Kjósandinn kvaðst hafa á réttu
að standa, þingtíð. bæru þeita með sér
o. fl., sagði hann. Eg lét mál þetta nið-
ur falla, því mér kom það ekki neitt sér-
lega við, en vegna tilheyrendanna hinna,
lofaði eg að sjá þetta gjör síðar.
Eptir að eg hafði lokið ferð minni, fékk
eg mér hjá kunningja míríúm umræður 1
efri deild og sameinuðu þingi síðastl. sum-
ar, og kynnti mér þar sjálfur málið. Þar
sá eg, að séra E. Pálsson hafði verið kos-
inn 1 6 nefndir, og í einni af þeim verið
skrifari, annari formaðtir; I2sinnúm hafði
hann haldið ræðu. Virtust mér því störf þessa
manns mjög á annan veg, en áðurnefnd-
ur kjósandi hélt fram. Þar sem þetta
mun vera álitinn fremur skýr maðtir í
héraði sínu, má nærri geta, hvaða fræðslu
þessi náungi muni veita héraðsbúum sín-
um á þingmönnum þeim, sem honum
kann að vera í nöp við, eða um hina,
sem hann eða hans formenn vilja koma
að í þann og þann sviþinn. Sú fræðsla
verður víst nokkuð þunnmetiskennd, þar
sem ríú aflur fjöldi kjósenda, bæði til
sjós bg sveitá, fer' mjög svo opt alveg á
mis við lestúr þingtíðindanna, þótt mikið
sé betra, síðan 2 eintök komu í hvern
hrepp; þó mætti bæta viðunanlega úr
því, ef yfirlit yfir hvers árs þingtíðindi
kæmu svo sem 5—10 í hvern hrepp, í
ekki stóru broti. Þessi þingmálaskrá teldi
öll mál samþykkt eða felld, mælendaskrá
Og nefnda, og þar ætti og að skýra frá,
í hvaða málum þingm. hefðu talað. Þetta
hvetti bændur til að kynna sér sjálfarum-
ræðurnar o. fl. sem á þingi gerist, sem
annars er gersamlega hulið þeim — nema
þegar blöðin eru svo sanngjörn, að flytja
rétta palladóma um þingmennina, en út
af því mun opt bregða, eða því höfum
vér að minnsta kosti trú á — því fer sem
fer, á stundum um þingmannaval.
Ferðamaður í ver.
J»ingmálafundargerðir
af Skipaskaga m. fl.
Það er annars nokkuð fágætt, að frétta-
pistlar héðan sjáist í blöðunum, sem eflaust
stafar af því, að svo fátt ber við, er tíðind-
um þykir sæta, enda verður það enginn
stórtíðindabálkur, er að þessu sinni birtist
almenningi, en vegna þess, að í blöðunum
er iðulega skýrt frá almennum samkomum
og fundahöldum, þykir vel við eiga, að eitt-
hvað þess háttar komi héðan fyrir almenn-
ingssjónir, er beri þess vott, að menn í
þessu byggðarlagi láti sig nokkru skipta rás
viðburðanna, bæði í hinum almenna póli-
tiska heimi og í sínum eigin héraðsmálum,
Þá er þess að geta, að hinn 25. marz slð-
astl. var að undirlagi oddvita Ytri-Akranes-
hrepps, almennur kjósendafundur haldinn í
þinghúsi hreppsins.— Fundarstjóri var odd-
vitinn, R. Þ. Jónsson á Grund, en skrifari
Guðmundur Guðmundsson á Sunnuhvoli.
Hin helztu mál á dagskrá voru þessi:
Um pingmannskosningu.
Um fiskiveiðamál.
Um bœjarrtítindi á Skipaskaga og
Urn stofnun málfundafélags.
Út af þingmannskosningu urðu nokkrar
umræður, en þó minni en vænta mátti af
því engir höfðu — svo kunnugt væri — lát-
ið til sín heyra að þeir ætiuðu að bjóða sig
fram til þingsetu. Það álit var þá látið I
Ijósi, að æskilegt væri, að Borgfirðingar
ættu kost á nýjum þingmanni. — Einkum
var það fundið að síðasta þingmanni, að
hann vantaði stefnufestu í stórmálum þjóð-
arinnar; væri — samkv. sjálfs hans yfirlýs-
ingu — enginh flokksmaður og því væri svo
valt að treysta á það, hvoru meginn hann kynni
að koma fram I áhugamálum þjóðarinnar.
Þessu var ekki mótmælt. — Hins þing-
mannsins — er sat á næst síðasta þingi —
var að engu getið.
Svo hljóðandi tillaga kom fram, er var
mótmælalaust og einróma samþykkt:
„Fundurinn lýsir opinberlega ánœgju sinni
yfir úrslitum stjórnar skrármálsins d síðasta
pingi og skorar um leið á alla kjósendur til
alpingis, að kjósa einungis pá frambjóðend-
ur til ncesta kjbrtímabils, sem eindregið og
afdráttarlaust lofa pví, að sampykkja stjórn-
arskrárfrumvarp siðasta alpingis að öllu
leyti óbreytt".
Fiskwe/ðamáiið var allmikið rætt. — Við
umræðurnar kotrí megn óánægja í Ijós yfir
gjörðum síðasta þings, áhrærandi sóttvarn-
arlögin, að því leyti, sem þau snertu við-
skiptin við útiend skip (= „trollarana") og
var á mönnum að heyra, að lög þessi — að
því er pað aliiðí Sríertir — muni fremur hafa
skapast pannig fyrir kapp, án forsjár ein-
stakra fnanna, heldur en fyrir nákvæma
skoðun á afleiðingúnurrí. En þrátt fyrir óá-
nægjuna, reyndu menn þó að gera sér ljóst,
hvað nú skyldi til varnar verða með báta-
útveginn, þar sem' „trollarar" kæmu I veg
fyrir, að mönnum gæti notast að hinum al-
mennu veiðarfærum, þótt fiskur kæmi á sín-
ar vanalegu stöðvar og alþingi hefði á hinn
bóginn .sama sem útilokað íslendinga frá
því, að geta orðið þess afla aðnjótandi, sem
„trollarar" annaðhvort ekki geta hirt, eða
vilja^hirða. Um síðir komust fundarmenn
að þeirri niðurstöðu, að I fyrsta máta væri
reynandi, að vekja athygli almennings á máli
þessu I blöðunum og I annan máta, að safna
undirskriptum undir frumvarp til alþingis,
er færi fram á rýmkun á sóttvarnarlögunum
nýju, að því er snerti „afla“ sérstaklega.
En skyldi enginn árangur verða af þessari
tilraun, væri snjallasta ráðið, til að komast
úr þessu atvirínúh’ápti sóttvarríarlaganría, að
taka sig sem flestir saman, skilja við óðu)
sín, fara af landi burt ög til — Ameríku I
Bæjarréttindamálið var mikið rætt. —
Töidu sumir bæjarréttindunum margt til
gildis, fram yfir það fyrirkomulag, sem nú
væri. Aptur voru nokkrir, sem óttuðustein-
hverja annmarka, sem bæjarréttindín kynnu
að hafa í för með sér, en allir vóru á einu
máli um það, hversu örðugt og kostnaðar-
samt væri, að hafa not lögreglustjórans, sem
hefði aðsetur I annari sýslu, í fullrar þing-
mannaleiðar fjariægð frá svo fjölmennu
plássi, sem Skipaskagi væri þegar orðinn.
Það var því samhuga álit allra fundarmanná,
að afarnauðsynlegt væri, að fá lögreglustjóra
búsettan í plássintt.
• Til að búa mál þetta- undir þingmálafund
á komandi vori voru kosnir: Jón Sigurðs-
son hreppstjóri, Jón Sveinsson prófastur og
R. Þ. Jónsson oddviti.
Um stofnun málfundafélags var nokkuð
rætt. — Skýrði fundarstjóri frá því, að fé-
lag það, sem staðið hefði og starfað í mörg
ár og nefnt hefði verið „Æfingafélag", væri
nú sálað. Vóru ýmsir, sem hörmuðu fráfall
þess og hvöttu til að mynda á ný félag, þar
sem mönnum gæfist kostur á að ræða og
rita sér og öðrum til ánægju og uppbygg-
ingar. En vegna þess að nú var svo áliðið
vetrar, var samþykkt að fresta upprisu þess
þangað til með komandi vetri og skyldi það
þá birtast í nýrri og fullkomnari mynd og
kallast „Málfundafélag".
Nokkur fleiri mál voru á dagskrá, en ekki
þykir vert að geta þeirra í áheyrn almenn-
ings.
Á fundinum voru mættir flestallir kosning-
arbærir menn hreppsins.
Þótt fundarskýrsla þessi þyki kannske
ekki á marga fiska, getur almenningur þó
séð á henni, hversu þetta hreppsfélag er
einhuga á því, að stjórnarskrárfrumvarp
síðasta alþingis verði samþykkt á næsta
þingi, þrátt fyrir hina marg-umræddu „rík-
isráðssetu", sem einstaka maður vill gera
svo afarófreskislega í augum almennings.
I hreppsfélagi voru eru ýmsir menn, sem
bæði hefðu þrek og þor til að andmæla
slíkri yfirlýsingu og áskorun og þeirri, sem
borin var upp á fundinum, ef það væri ekki
einlæg sannfæring þeirru, að engin hætta
gæti stafað af því fyrir landsréttindi vor, þó
að sérmál landsins væru borin upp fyrir
konungi í áheyrn hinna dönsku ráðgjafa.
Menn óska hér almennt, að fulltrúar þjóð-
arinnar fari nú ekki að hefja nýja stjórnar-
skrárbaráttu út af svo lítilfjörlegu atriði,
sem hér er um að ræða, og sem byggist
að eins á nokkrum z/éVz/steinum, en geti þó
verið að veltast rnilli þings og stjórnar í
marga tugi ára. En þar á móti er það álit
manna hér, að nú pegar verði þingið að
hefjast handa og neyta þeirrar heimildar,
sem stjórnarskráin veitir því til að skipa
dómstól þann, sem dæma skal um afbrot
ráðgjafans íslenzka og gefa út skýr og ná-
kvæm lög handa dómstóli þeim til að dæma
hann eptir. — Menn álfta sem sé mest I
það varið, að ráðgjafinrí íslenzki verði
dæmdur af íslenzkum dómstóli, eptir islenzk-
um lögum og verði á þann hátt óháður
dönskum dómstólum og dönskum lögum --■i
og þá einnig grundvallarlögunum. — Menn
búast við því nfl. sem gefnu, að stjórnar-
skrármálið komist fljótt og greiðlega gegn-
um þingið og því meiri tíma hafi það til
að undirbúa hið nýja stjórnarfyrlrkomulag.
Þess er líka vænst, að þingið noti sinri dýr-
mæta tíma einvörðungu til þess, en Iáti heldur
bitlinga- Og bóriamálin gángfa af ‘sköririni.
G.
Ekki veldur sá er varar.
Nýjar upplýsingar í bankamálinu,
Bréfkafli sá, sem hér fer á eptir, sýnir
landsmönnum meðal annars, að það er
ekki um skör fram, að stjórn heimastjórn-
arflokksins; hefur í tillögu, sem samþykkt
var í einu hljóði á borgarafundi í Reykja-
vík 7. þ. m., brýnt fyrir kjósendum,
að vera á varðbergi í bankamálinu,
og „kjósa þá eina til þings,
er lofl því tvimælalaust, að
styðja landsbankann eptir
mætti". Hinsvegar er það fullkunn-
ugt,, að heímastjórnarflokkurinn býr ekki
yfir neinum svikráðum gegn hinum vænt-
anlega hlutabanka. Hann vill að eins
reisa skorður við því, að hann dragi undir
sig öll íjármál Islendinga.
Hr. A. Warburg hefur eptir bréfinu að
dæpia, hlaupið allmikið á sig, og gert
ráð fyrir að maðurinn, sem hann átti tal
við, væri andstæðingur landsbankans, eins
og allur þorri hinna dansk-íslenzku kaup-
manna vorra. Vér sjáutrí og á bréfinu,
að hr. Warburg brúkar »vin sinn«, Bessa-
staðagoðið, tíl þess að etja honum á blöð,
sem ,£ru ekki aí sauðahúsi »stóra bank-
ans«. Ástæður hr. Warburgs fyrirþví, að
það mundi verða íslendingum til gagns
og hagsmuna, að afnema landsbankann,
munu þeir kunna að meta, sem hafa dá-
litla nasasjón af sögu Islendinga á ein-
okunartímabilinu (1602—1784). Það munu
og fáir kjósendur hér á landi vera svo
skyni skroppnir að trúa því, að vextir
hlutabankans muni verða lægri og láns-
kjör hans betri, ef landsbankinn er lagð-
ur niður. Það er nóg í því sambandi að
benda á, að hlutabankinn er fyrst og fremst
gróðafyrirtæki, sem vill hafa sem hæsta
vexti af innstæðufénu; aðalmarkmið hans
er gróði, og aptur gróði. N.
Kafli úr bréfi frá íslending-,
sem staddur var 1 Kaupm.höfn
28. marz þ. á.
Fyrir fáeinum dögum var eg úti í Fríhöfn-
inni að velja þar vörur. Þar hittir AJex-
ander Warburg mig og tók mér tveim
höndum og fór með mig he>m til sín. —
Hlutabankinn þarf að útrýma landsbank-
anum, svo hann geti haft óhindraðan vöxt
og viðgang, segir A. W., og færði þar til
langan hala af ástæðum, meðal annars
það, að landsbankinn hafi óinnleysanlega
seðla og geti því dregið til sín gullið frá
hinum bankanum, sem hafi það í för með
sér, að hlutabankinn verði að heimta
hærri vexti af útlánuðu fé, en hann ann-
ars mundi gjöra, landsbankinn héldi þar
af leiðandi öllum peningaviðskiptum inn-
anlands, sem hlutabankinn ætti einnig að
hafa, það væri því Islendingum sjálfum
fyrir beztu, að landsbankinn yrði afnum-
inn, því þá mundu þeir geta fengið mjög
góð kjör á peningalánum sínum hjá hluta-
bankanum, annars ekki.
Fáum dögum áður en Laura fór héð-
an, skrifaði eg svo bankastj. Tr. G.
Vini mínum Sk. Thoroddsen fékk eg
svo afrit af því bréfi og gaf honum á vald,
að hagnýta það á sem beztan hátt, ef
Þjóðólfur heima á Islandi færi nokkuð
að hreyfa. sig.
Að lokum spurði hann (A. W.) mig,
hvernig þingið heima mundi verða sam-
sett 1 sumar. Upp á hvem hátt meinið
þér, sagði eg. Með að afnema fandsbank-
ann, segir hann. Afnema landsbaríkann,
tek eg upp eptir honum, og gat þess um
leið, að vonandi sé, að þingið verði ekki
svo slandsforræðislega*1) skipað; var þá
eins og rekinn væri í hann hnffur og
stóð upp úr sofanum.
*
* *
Að framanritaður bréfkafli sé rétt skrif-
aður úr mér sýndu bréfi frá íslenzkum
kaupmanni, dags. í Kaupmannahöfn 28. f.
m., vottast notarialiter eptir nákvæman
samanburð.
Notarius publicus í Reykjavfk.
15. apríl 1903.
Halldór Ðanielsson.
Gjald 12 — tólf
aurar. — H. D.
Kafli úr bréfl af Rangárvöll-
um 9. apríl:
Af pólitíkinni er ekki annað að frétta
en það, að eg tel víst, að við Rangæing-
ar kjósum Magnús landshöfðingia til þings
og með honum séra Eggert. Reyndar
gera Valtýingar allt sem þeir geta til að
spilla fyrir báðum og breiða t. d. út um
Magnús, að hann sé samdóma Einari
Benediktssyni og skoðunum hans 1 nýja
blaðinu »La_ndvörn«, en við trúum því
nú ekki. Landshöfðingi hefur sjálfur skrif-
að hingað nú fyrir skemmstu og segir
meðal annars í bréfinu:
»Eg vil bæta því við, að eins og eg
geri ráð fyrir, að þeir sem kjósa mig til
þings, ætlist til, að eg styðji af öllum
mætti að því að stjórnarskrárfrumvarp það,
sem samþykkt var á aukaþinginu í fyrra,
verði samþykkt óbreytt á næsta alþingi,
eins geri eg ráð fyrir, að þeir hinir sömu
1) Sbr. danska orðið „landsforrædersk",
sem bréfritarinn mun hafa notað í samtali
sínu við Warburg í þessu sambandi.
Aths. ritstj.