Þjóðólfur - 17.04.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.04.1903, Blaðsíða 3
«3 kjósendur kjósi ekki á þing með mér þann mann, sem þeir hafa ekki áreiðan- lega vissu um, að muni styðja að hinu sama, en slíka vissu hafa þeir að minni hyggju um þá menn, sem sátu á auka- þinginu og greiddu þar atkvæði með frumvarpinu«. Þessi ummæli landshöfðingja virðast ljóslega sýna, að hann sé ekki »Land- varnarmaður*, enda hefur sú stefna eng- an byr hér í sýslu. Sagt er það um Magn- ús sýslumann, og eg held að það sé tölu- verður fótur fyrir því, að hann sé á bandi »Landvarnarmanna« eða hafi verið það, en af því að hann mun hafa komizt að því, að hér í sýslu sé slæmur jarðvegur fyrir þá pólitík, mun honum þykja ráð- legra að hálda henni ekki niikið á lopti. Og okkur þykir í öllu falli vissara að trúa honum ekki, enda teljum við séra Eggert miklu hæfari þingmann en hann. ísafold sjálfri sér lik. I ísafold töjubl. x8. er grein með fyr- irsögn »Danskt bankaeinveldi«. Þar er gefið í skyn, að bankastjóri Landmands- bankans í Kaupm.höfn Gliickstadt hafi í vetur ætlað að kaupa réttindi hlutabanka Warburgs, til þess að ná bankamálum Is- lands í sinar hendur, og hafa landsbank- ann fyrir hjáleigukot. Einnig er þar sagt, að eg hafi reynt að útvega systursyni mín- um Gunnari Hafstein bankastjórastöðu við hlutabanka Warburgs. Hvorttveggja þetta eru tilhæfulaus ó- sannindi. Bankastjóri G. hefur verið og er miklu velviljaðri landsbankanum en svo, að hann vilji reisa banka fyrir sjálfan sig við hlið landsbankans, eða gera hann að undir- lægju sinni. Hann mun í framtíðinni sýna það, að hann vill styðja bankann til sjálfstæðis, enda væri eigi svo auðvelt fyrir G., að ná yfirráðum landsbankans, þar sem stjórn hans er í höndum lands- stjórnarinnar og alþingis. Að mér kæmi til hugar, að útvega G. Hafstein forstöðu við hlutabanka War- burgs er jafn fjarstætt eins og það, að G. H. hefði viljað þiggja þá stöðu þó hon- um hefði verið boðin hún, því hann álít- ur stórt tjón fyrir landið, að afsala sér seðlaútgáfuréttinum í 30 ár til útlendra auðmanna, og vill ekki eyða árum sínum við það starf, sem hann álítur til ógagns fyrir sitt land. — Öðru í greininni hirði eg ekki um að svara, og því síður vil eg bregða þeim vana mínum, að láta mér standa á sama hvað »Þjóðviljinn« segir. En mikið er mishermi manna, ef ritstjóri blaðsins veit sig sýknan af því, að hafa gefið A. War- burg við síðustu fundi von um, að lands- bankinn mundi verða lagður niður, ef þingkosningarnar færu svo í vor, að gamli valtýski flokkurinn yrði í meiri hluta á næstu þingum. Tryggvi Gunnarsson. Slysfarir. Hinn 8. f. m. varð úti á Kollafjarðar- heiði Sigurður Kristjánsson bóndi á Seljalandi í Gufudalssveit. Hann var á heimleið frá Arngerðareyri með klyfja- hest. Fannst 3 dögum sfðar í svonefnd- um Fjarðarhornsfjalldölum. Hinn 26. f. m. varð maður úti milli Þingeyrar og Hvamms í Dýrafirði. Hann hét Ólafur Bjarnason vinnumaður í Hvammi og var á leið heim til sín. Fannst daginn eptir, leit út fyrir, að hann hefði dottið á svelli og hrapað fyrir sjáv- arbakka. Drukknun, Hinn 2. þ. m. fórst bátur í Ólafsvlk með 6 mönnum. Formaðurinn nefndur Finnur, húsmaður þar 1 Ólafsvík. Skiptapi varð á laugardaginn fyrir páska, u.þ. m., frá Sandgerði á Miðnesi. Drukkn- uðu þar allir, er á skipina voru, alls 1 o m a n n s . Formaðurinn var Sveinbjörn, son Einars bónda Sveinbjarnarsonarí Sandgerði, er átti skipið, efnispiltur umtvítugt. Háset- arnir sem drukknuðu voru: Jón Guðmunds- son frá Efra-Seli í Ytrihrepp (fyrirvinna hjá blindum föður), Einar Sveinsson bónda- son frá Efra-Langholti í Ytrihrepp, Erlend- ur Kristjánsson vinnumaður frá Vatnsleysu 1 Biskupstungum, Ólafur Hafliðason bónda- son frá Birnustöðum á Skeiðum, Ólafur Þorsteinsson frá Mjósundi í Flóa, Oddur Magnússon frá Álptanesi á Mýrum, Guð- mundur Jónsson og Gísli Markússon, báðir vinnumenn í Sandgerði og Arnoddur Jónsson frá Stöðulkoti. Þetta voru allt efnis- og dugnaðarmenn á bezta aldiri, margir um tvítugt. Skrifað er þaðan að sunnan (frá Sandgerði) að veður hafi verið gott, að eins norðankaldi svolltill og brim- laust með öllu, og geti menn því ekki skilið, hvernig þetta hafi að borið. Þetta hraþarlega slys varð skammt frá landi. Harðlndatfð mikil nú til sveita, og víða farið að brydda á heyleysi, svo að jafnvel horfir til stórvandrtéða sunistaðar, efekki ski'ptir nú bráðlega um til batnaðar. Þótt sum- arið væri gott vár heyfengur manna víða í rýrara lagi sakir grasbrests, einkum á harðlendi. I mörgum sveitum austanfjalls hefur t. d. mátt heita óslitinn gjafatími fyrir allar skepnur slðan um jól, svo að það er engin furða, þótt sneiðast taki um heybirgðir hjá almenningi. Fjárskaðl allnxikill varð á Melum á Skarðsströnd 1 f. m. Flæddi þar um 60 fjár á skeri, en eigandinn Ólafur Björnsson var hætt kominn, er hann reyndi að bjarga fénu, og stóð í sjónum upp undir höku, þá er honum varð náð á báti, því að sést hafði til mannsins frá næsta bæ, Ballará. „SkáIholt“ kom frá útlöndum á páskadagskveldið 12. þ. m. Farþegar með því voru: Jó- hann Möller kaupmaður frá Blönduósi, Einar Markússon umboðsmaður frá Ólafs- vík og Jón Proppé stud. jur. „Hólar“ komu aptur vestan af Isafirði 13. þ. m. Báðir bátarnir hófu hinar reglulegu strandferðir sínar á ákveðnum tíma 15. þ. m. Með »Skálholti« lór Lárus Bjarnason sýslumaður, Skúli Thoroddsen ritstjóri, Einar Markússon og Jón Proppée. Söngfélag ísl. stúdenta í Kaupm.höfn helt þar enn að nýju samsöng í »Sommerlyst«söngsal 31. f. m., og ætlaði að endurtaka hann 3. þ. m. Er látið mjög vel yfir satnsöng þessum í dönskum blöðum, meðal annars 1 »Sam- fundet« og »Vort Land«. Áheyrendurnir klöppuðu lof í lófa og heimtuðu flesta söngvana tvisvar. Taflfélag islendlnga í Höfn hefur skorað á »Studentersam- fúndet« að þreyta kappskák við sig, og ætlar nú að jafna upp hrakfarirnar, er það fór fyrir þessu danska taflfélagi »Stud- entersamfundets« í vetur, þá er Islendingar töpuðu öllum töflunum. Kappleikurinn átti að fara fram 8. þ. m. Nýr ritlingur um »ríkisráðssetuna« er enn nýprentað- ur. Höfundur Kristján Jónsson yfirdómari. Er hann þar á allt öðru máli, en em- bættisbróðir hans, Jón Jensson, og hrekttr skoðun hans Og »Landvarnarmanna« all- rækilega. Mannalát. Ur Hornafirði er ritað 15. f. m.: Dáin er 10. þ. m. á Smyrlabjörgum Her- dis Bcrgsdóttir, næstum 94 ára, fædd 12. maí 1809, dóttir Bergs sál. dbrm. í Árna- nesi (-j* við silungsveiði). Herdfs var syst- ir séra Jóns sál., er prestur var til Ein- holts, föður Eiríks sál. Jónssonar vísipróf- asts á Garði. Herdís var gipt Halli Pálssyni frá Dilksnesi. Þau hjón bjuggu í Dilksnesi, Austurhól í Nesjum og svo á Skálafelli í Suðursveit, þangað til þau fóru til tengdasonar þeirra Páls Benedikts- sonará Smyrlabjörgum í Suðursveit, þar dó Hallur 15. júlí 1891. Herdís hafði fóta- vist fáum dögum fyrir andlátið og allgóða sjón, en heyrn var farin að dvfna. Þau hjón áttu niörg börn, öll dáin nema Guð- rún kona Páls. Herdís var dugleg, trygg og staðföst kona. Úr Skagafirði er skrifað 21. f. m.: Nýdáinn Jóhann bóndi Jónsson í Vagla- gerði, greindur maður en einrænn. Lifði mörg ár einsetulífi, eins og einsetumenn til forna. Hann var mjög heilsulítill meiri hluta æfi sinnar, en safnaðist þó fé, og arfleiddi hann spftalasjóð Sauðárkróks að eignum sínum. Gottdæmi til eptirbreytni. Einnig er nýdáin ekkjan Sólvcig Krist- jánsdóttir á Brenniborg, ekkja eptir Arn- ljót bónda á Brún í Svartadal, mesta sæmdarkona. Fátæklingar og þurfamenn hverskonar áttu hæli hjá henni, og vinstri höndin vissi ekki hvað hin hægri gerði. Hún fékkst í mörg ár við yfirsetukonu- störf og heppnaðist ávallt vel. Sólveig heitin stóð ekki fyrir neinni op- inberri lfknarstofnun, en rneiri hlutinn af æfistarfi hennar var helgaður hjálpsemi og lfknar í kyrþey. I gær (20. þ. m.) andaðist ekkjan Val- geróur Eirlksdóttir í Djúpadal, af hinni nafnkunnu Djúpadalsætt. Hún var sóma- kona í sinni stétt, bjó í mörg ár með rnanni sfnum Jóni sál. Jónssyni í Djúpa- dal. Var heimili þeirra alkunnugt sæmd- arheimili, orðlagt fyrir rausn og greiða- semi. Valgerður sál. var greind kona, í hvívetna vel gefin, örlát og hjartagóð við alla þá, sem bágt áttu. Væru aumingjar á heimili liennar, var hún þeim eins og bezta móðir börnum sínum. Hún var sérlega guðhrædd kona og lét sér annturn, að guðrækni og góðir siðir prýddu heim- ili sitt. Hún var 67 ára. Börn hennar, sem lifa eru: Eirfkur Jónsson bóndi í Djúpadal, Valdimar og Sigrfður kona Sig- urðar bónda Jónssonar á Reynistað. Jarðarför Jóli. lieit. Olsen’s fer frain laugardaginn 18. [1. m„ og hefst ki. 12. 1 á hádegi. Kjörþing verður haldið í Goodtemplarahúsinu í Hafnarfirði laugardaginn þ. 6. júní næstkomandi kl. 12 á hádegi, til þess að kjósa tvo alþingismenn fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu til næstu 6 ára. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 15. apríl 1903. Páll Einarsson. Uppboðsauglýsing. Við þrjú opinber uppboð, sem hald- in verða þriðjudagana 12. maí, 26. maí og 9. júní næstkomandi verða boðnar upp og seldar, ef viðunanlegt boð fæst þessar fasteignir, tilheyrandi dánarbúi Magnúsar Þórarinssonar frá Miðhúsum: 1. Jörðin MiðhÚS í Garði í Rosm- hvalaneshreppi 12,2 hndr. að dýr- leika, með timburíbúðarhúsi og öðr- um húsum á jörðunni. 2. Jörðin Lykkja í Garði í Rosm- hvalaneshreppi 3,2 hndr. að dýrl., með bærilegum leiguhúsum. 3. Jörðin Smærnavöllur í Garði í Rosmhvalaneshreppi 3,2 hndr. að dýrl. með jarðarhúsum. Tvö hin fyrstu uppboðin verða hald- in á skrifstofu sýslunnar í Hafnarfirði kl. 12 á hádegi, en hið síðasta á eign þeirri, sem selja á, á Smærnavelli kl. 12, á Lykkju kl. 12V2 og Miðhúsum kl. 1 e. h. Söluskilmálar verða birtir við fyrstu uppboðjn. Að afloknu síðasta uppboðinu að Miðhúsum eða kl. rúmlega x e. h., verður þar selt við opinbert uppboð allt lausafé tilheyrandi dánarbúi Magn- úsar Þórarinssonar Miðhúsum og er það meðal annars mjög mikið sjáv- arútvegi tilheyrandi, svo sem bátar og veiðarfæri, ennfremur töluvert af lifandi peningi, kýr, hestar og sauð- fénaður. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 15. apríl 1903. Páll Einarsson. V o 11 o r ð . Undirrituð hefur um mörg ár þjáðst af taugaveiklun, höfuðverk, svefnleysi og öðrum skyldum sjúk- dómurn ; hef eg leitað margra lækna og notað ýms meðul, en allt árang- urslaust. Loksin sfór eg að reyna hinn ekta Kina-lífs-elixír frá Valdemar Pet- ersen í Frederikshöfn og varð eg þá þegar vör svo mikils bata, að eg er sannfærð um, að þetta er hið eina lyf, sem á við þesskonar sjúkleika. Mýrarhúsum 27. jan. 1902. Signý Ólafsdóttir. * * * Ofannefndur sjúklingur, sem aðminni vitund er mjög heilsutæp, hefur að minni hyggju fengið þá heilsubót, sem nú er farið að brydda á hjá henni, að eins með því að nota Kina- 1 í f s - e 1 i x i r hr. Valdemars Petersen- Öll önnur læknishjálp og læknislyf hafa reynzt árangurslaus. Reykjavík 18. jan. 1902. Lárus Pálsson. prakt. læknir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestuni kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v. p. að lfta vel eptirþví, að - þ standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Klnverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Reykjaplpur mikið úrval fást í verlun Sturlu Jónssonar. Misprentað f óskilafjárauglýsingu úr Árnessýslu í 10. tbl. Þjóðólfs: í Biskups- tungnahreppi nr. 10: Hvítt g.lamb, m.: blað- stýft fr. fjöður fr. h., sneitt fr. fjöður aptan v., á að vera: f r a m a n v. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. UMBOÐSMAÐUR beztu KLÆÐAVERKSMIÐJUNNAR A íslandi er kaupmaður JÓN HELGASON, Aðalstræti 14. Góðar, íslenzkar vörur teknar sem borgun upp í vinnulaunin á tauunum eptir samkomulagi við umboðsmanninn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.