Þjóðólfur - 17.04.1903, Blaðsíða 1
ÞJÚÐÓLFUR.
55. árg.
Reykjavík, föstudaginn 17. apríl 1903.
Jfo 16.
JtuAfadl Jfúí/ufaAíiv
Alþingiskosningarnar
eem fram eiga að fara i vor, má að sjálf-
sögðu telja einhverjar hinar þýðingarmestu
kosningar, er nokkru sinni hafa verið hér
á landi, fyrst og fremst sakir þess, að
nú á að greiða fullnaðaratkvæði um hið
nýja stjórnarfyrirkomulag, er þjóð vor á
að búa við fyrst um sinn, og svo
sakir þess, að nú verður það hlutverk
hinna væntanlegu þjóðfulltrúa, að leggja
hyrningarsteininn undir hið nýja stjórnar-
far, og gera mikilvægar ráðstafanir land-
inu til viðreisnar á fyrsta 6 ára tímabil-
inu, er nýja stjórnin er að komast á fast-
an fót. Er því afarmikilsvert, að vel sé
um hnútana búið í fyrstu, og að ráðherr-
ann og æzta stjórnin í landinu fái nauð-
syniegt aðhald af þingi og þjóð þegar í
byrjun, þvl að sé slælega tekið í streng-
inn í fyrstu, og gerræði eða framkvæmd-
arleysi stjórnarinnar ekki nægur gaumur
gefinn, þá er hætt við, að myndist hættu-
leg og viðsjárverð »praxis« í stjórnarfar-
inu, sem erfiðara verður að breyta síðar.
Þess vegna ríður svo mikið á, að fulltrúar
þeir, sem nú eiga að skipa þingsætin,
skilji hlutverk sitt réttilega, og séu á verði
til þess að tryggja þingræðið sem bezt.
Heimastjórnarmenn hafa sýnt það með
baráttu sinni í stjórnarskrármálinu, að þeim
Cr alvara að ná sem fyllstum og bezt-
um umbótum á stjórnarfarlnu; en eptir
framkomu hinna svonefndu Valtýinga að
dæma, verður ekki annað séð, en að öll
barátta þeirra hafa eingöngu snúizt um,
að hrifsa völdin undir sig, en þess slður
gætt, hversu fyrirkomulag það, erþeirhafa
barizt fyrir, hafi veiið hagfellt eða æski-
legt fyrir landið. I baráttu þeirra hefur
því vantað alla alvöru, alla festu. Þeir
hafa hringlað sitt á hvað eptir því, sem
þeir hafa haldið að straumurinn bærist.
En auðvitaö hafa þeir opt misreiknað sig
á því, og hlaupið mörg gönuskeið. Hinn
síðasti tvíveðrungur þeirra, óheilindi og
makk við hinn svonefnda »Landvarnar-
flokkt, hafa nú ljóslega fært mönnum
heim sanninn um, að þeir þrá framar
öllu búsetu ráðherrans hér á landi feiga,
af því að þeir áttu ekki þá uppástungu
í fyrstu, en börðust á móti henni með
hnúum og hnefum, þangað til konungs-
boðskapurinn kom, því að þá treystust
þeir ekki lengur að rífa hana niður opin-
berlega. En undir eins og þeir sáu sér
leik á borði, voru þeir komnir í görnlu
stellingarnar, eða eru að komast í þær
smátt og smátt, því að það getur verið
athugavert, að láta bera ofmikið á stakka-
skiptunum opinberlega. Það getur verið
»ópraktiskt« nú fyrir kosningarnar, að gera
sig bera að því, að vilja rífa það niður
á næsta þingi, er flokkyrinn hefur lofað
háttðiega að styðja í stefnuskrá sinni. Það
eflir ekki traust manna á orðheldni og
einiægni þessa flokks. Og það er engin
tortryggni, heldur sjálfsögð varkárni, að
vara þjóðina við þessum stjórnmálaflokki,
er hefur komið jafntvíveðrungslega og
óheilindalega fram, eins og hann hefur
gert. Hann getur engum öðrum en fram-
komu sinni og fyrirliða sinna kennt um
það, hvern álitshnekki hann hefur beðið
meðal þjóðarinnar, því að raunin er
ólýgnust.
Þjóðin á nú að skera úr þvt við kosn-
ingarnar, hvort hún vill tefla öllu því, sem
áunnizt hefur í stjórnarbaráttu vorri 1 full-
komið tvísýni og vandræði, með því að
ónýta gerðir síðasta þings, og láta allt
stranda á því, að ráðherra vorum sé freim-
ilað í stjórnarskránni að bera mál vor
upp fyrir konungi í ríkisráðinu, 1 viður-
vist hinna annara ráðgjafa konungs. Stjórn-
in gerir þetta að sjálfsögðu skilyrði þess,
að stjórnarskrárfrumvarp síðasta þings
fái konungsstaðtestingu, því að hún lítur
svo á, að ráðherra vor verði í ríkisráðið
að koma til að fá þar undirskript kon-
ungs undir lögin, en alls ekki til þess,
að hinir ráðgjafarnir skipti sér af sérmál-
um vorum. Með sameiginlegu málunum
hljóta Danir að hafa eptirlit, hjá því
verður ekki komizt, enda neitar því eng-
inn. Það tjáir ekki að blanda saman af-
stöðu ráðherra vors gagnvart ríkisráðinu
eptir valtýska frv,. 1897, og afstöðu hans
nú eptir stj.skrárfrv. síðasta þings. Eptir
Valtýskunni hafði hann enga sérstöðu,
var algerlega danskur embættismaður, bú-
settur í Höfn og launaður af ríkissjóði.
Þ á var eðlilegt, að menn heimtuðu sér-
stöðu fyrir hann, með því að reyna að
fá hann losaðan úr rlkisráðinu, en nærri
því var ekki komandi. En nú, þá er
hann verður algerlega íslenzkur embættis-
maður, búsettur hér á landi og laun-
aður af landsjóði, hefur hann 1 sjálfu sér
fengið svo ákveðna, viðurkennda sérstöðu,
að enginn skynbær maður getur talið
hann danskan ráðgjata, enda þótt hann
vegna stjórnarsambands landanna verði
að koma í ríkisráðið, svo að hann verði
ekki talinn algerlega sem utanveltubesefi
í ráðaneyti konungs, því að þess þarf
ekki að vænta, að danska stjórnin slaki
til í því efni, svo lengi sem Island er í
sambandi við Danmörku, eða fær ekki
reglulegan landstjóra, sem meiri von er
um, að vér fáum innan skamms, ef þetta
búsetufrumvarp verður samþykkt. Að ná
nú þegar æztu stjórninni inn í landið,
þótt ekki sé til fulls, að þvl verðum ver
að róa öllum árum. Allt innlimunarhróp
einstakra manna, safsal landsréttinda* og
þar fram eptir götunum, á rót sína að
rekja til þeirrar meinvillu, að mál þetta
horfi alveg eins við nú, eins og 1897, og
að vér sétmi engu betur farnir með bú-
setuna, heldur en með valtýskuna frá '97,
eða jafnvel ver, og það er gert að til-
finningamáli og æsingamáti, sem ætti að
skoðast með rólegri (hugun og alvarlegri
löngun, til að leiða stjórnarbótarmál vort
til farsællegra og heppilegra úrslita fyrir
land vort og þjóð, á yfirstandandi ttð.
j Hver maður, sem ann ættjörðu sinni og
| vill hið bezta fyrir hana kjósa sem fáan-
legt er, verður að gæta þess, að vinna
henni ekki ógagn með eintómum þráa
og fastheldni við einhver aukaatriði, sem
ekki fæst tilslökun á, og engin ástæða
er til að rtgbinda sig við, hvernig sem á
stendur, eða láta það standa verulegum
umbótutn í vegi. Það er ekkert annað
en fávíslegt ofurkapp, er haft getur mjög
óhappasælar afleiðingar í för með sér. Og
þær afleiðingar ntundit brátt korna í ljós,
ef sú tilraun tækist nú, að ónýta stjórnar-
skrárfrumvarp síðasta þings. En það þarf
naumast að gera ráð fyrir því, að svo
fari. Þjóðin er þroskaðri og gætnari en
svo.
Þér kjósendur til alþingis.
Hafið það hugfast.aðveljaþá
eina nú til þings, erþérgetið
borið fullt traust til, að ekki
stofni stjörnarbótarmáli voru í
voða, svo langt sem það er kom-
ið áleiðis, heldur samþykki frv.
síðasta þings óbreytt. Og til þess
er heimastjórnarmönnum betur treyst-
andi en Valtýingum, sem ávallt bera
kápuna á báðum öxlum, eptir vindstöðunni.
Útlendar fréttir.
—o--
Kanpmannahöfn 3. apríl.
A Balkanskagannm er kurrinn ávallt
heldur að vaxa meðal hinna kristnu þegna
soldáns og hafa Tyrkir átt í nokkrum
smáorustum við þá. Járnbrautarbrú hef-
ur verið sprengd í lopt upp nálægt Ad-
ríanopel og samgöngur þannig hindraðar
við Konstantínópel. Ætla menn, að upp-
reisnarflokkar í Búlgarfu muni hafa gert
það, því að þar eru menn almennt mjög
hlynntir uppreisninni. Hafa því Rússar
alvarlega áminnt búlgversku stjórnina um,
að sitja hjá og blanda sér ekki inn í
mál þetta. En nú fyrir stuttu er uppreisn
hafin úr annari átt á Balkanskaganum.
Albanar, sem eru stækari Múhameðstrúar-
menn en Tyrkir sjálfir og hatast við
kristna menn, eru alveg komnir f uppnám
út af því, að nokkrar umbætur skuli verða
gerðar á hag þeirra. Þeir réðust á bæ-
inn Mitrowitza og særðu rússneska kon-
súlinn, og úr öðrum bæ höfðu þeir á
brott með sér alla hina kristnu lögreglu,
sem þar hafði verið skipuð. Sendiherra
Austurrfkis hefur skorað á Tyrkjastjórn að
bæta þessa uppreisn niður og neyðist hún
víst til þess, þó að henni sé það alls
ekki Ijúft.
Rússland. í héraðinu Ufa urðu fyrir
skömmu nokkrar óeirðir meðal verka-
manna. I borginni Slatoust söfnuðust
23. f. m. 500 manns saman og mótmæltu
nýrri reglugerð, sem sett var fyrir vinn-
unni. Var þá nokkrum þeirra þegarvarp-
að í fangelsi fyrir tiltækið. Hinir kröfð-
ust nú, að félagar þeirra væru látnir laus-
ir og settust um hús lögreglunnar og
brutu rúður og gerðu annan smáóskunda.
Var þá hermönnum hleypt á þá og drápu
þeir 28 menn, en særðu um 50. Bug-
uðust þá verkamenn og tóku aptur til
vinnu sinnar. I Batum og Baku hafa
verkamenn einnig átt í brösum við lög-
regluna.
Danmörk. Skáldkonan Magdalena
Thoresen dó 28. f. m. Húnvardönsk,
en giptist norskum presti í Björgvin og ól
því mestan hluta aldurs síns f Noregi,
enda þykja sögur hennar bera þess merki.
Síðustu árin bjó hún í Danmörku. Hún
varð 84 ára gömul.
Vilhjálmi Þýzkalandskei sara
var tekið með mikilli viðhöfn, þá er hann
kom í gær á skipi sfnu Hohenzollern til
þess að óska Kristjáni konungi langra
lffdaga og var ekki að sjá, að mikið bæri
á kalanum milli Dana og Þjóðverja þann
daginn. Keisari og konungur kysstust
auðvitað eins og lög gera ráð fyrir og
um kveldið var keisaranum haldin dýrð-
leg máltíð og mælti konungur fyrir skál
hans, en keisari aptur fyrir skál konungs
og fór mörgum fögrum orðum um, hve
mikla lotningu hann bæri fyrir honum.
Bagalausa sérkreddan.
(Áríðandi fyrirspurn til Isafoldar).
Af 11. tölubl. ísafoldar þ. á. er svo að
sjá, sem hún sé ekki ennþá fyllilega geng-
in inn á þá stefnu, sem »Landvarnarmenn«
og Jón yfirdómari Jensson halda fram.
Og mun það sennilega fremur stafa af því,
að hún álítur ekki þá stefnu sigurvænlega
nú við næstu kosningar, heldur en af
tryggð við hina opinberu stefnuskrá flokks
síns eða 19 paragrafaskjalið. En ekki er
hún þó móthverfari þeirri stefnu en svo,
að hún berst svo að segja með hnúum
og hnefum fyrir kosningu Jóns Jenssonar
í Reykjavfk, þótt telja. megi hann sem
einn af aðalforsprökkum Landvarnarstefn-
unnar. En þessa mótsögn sína í skoðun-
um reynir blaðið til að fóðra með þvf,
að þessi skoðun Jóns Jenssonar sé baga-
laus sérkredda, þar eð ekkert þingmannsefni
annað, er líkindi séu til, að náð geti kosn-
ingu, muni aðhyllast hana.
En nú stendur einmitt svo á, að hér
hjá oss Rangæingum er um þingmanns-
efni eða frambjóðanda að ræða, sem hef-
ur hina sömu kreddu í stjórnarskrármálinu
og yfirdómari Jón Jensson. Þetta þing-
mannsefni er sýslumaður Magnús Torfason,
sem ólíklegt er að Isafold sé alveg búin
að slá hendi sinni af, eða telji nú ekki
framar meðal þingmannsefnanna. En að
sýslumaður M. Torfason hafi hina sömu
eða lfka kreddu sem yfirdómari JónJens-
son, það hafði hann — eptir áreiðan-
legum sögnum að dæma — ótvíræðilega
látið í ljósi 1 Reykjavík 1 sumar. Þvf
svo sem Jón Jensson var Einars Benedikts-
sonar önnur hönd á borgarafundinum í
Reykjavík, svo kvað M. Torfason hafa
verið það á fundi, er Einar hélt í stúd-
entafélaginu í sama tilganginum, þótt
sýslumanni hafi máske eigi þar farizt fim-
legar að halda skildinum fyrir Einar, en
Jóni fórst það á borgarafundinum, og hef-
ur það þó varla mátt vera óhönduglegar
gert, eptir því sem blöðum segist frá, ef
Einari hefði átt að verða það að nokkr-
um notum. Hér heima í héraðinu hefur
sýslumaður ekki látið skoðun sína opin-
berlega uppi, hvað þetta atriði snertir.
En það má telja víst, að hann hafi ekki
snúizt á áttunum síðan 1 sumar, svo að
nú eins og þá, megi telja hann í liði
Einars Benediktssonar, þ. e.*í flokki þeirra
manna, er ónýta vilja gerðir alls þings-
ins í stjórnarbótarmálinu á aukaþinginu
síðasta, og leggja nú út í nýja stjórnar-
bótarbaráttu, sem ekki að eins að dómi
ísafoldar, heldur sérhvers skynbærs manns,
verður »svo og svo löng og svo og svo
tvísýn*. — En þar eð nú maður þessi,
Magnús Torfason, rær að þvf öllum árum,
að ná hér kosningu, en þessi áðurnefnda
kredda hans getur, auk annars fleira, orð-
ið þess valdandi, að hann falli, ef Isafold
opnar ekki enn betur skilning manna, þá
leyfi eg mér sem einn af kjósendum í
Rangárvallasýslu, að óska þess, að nefnt
blað vildi nú gela oss sín hollu ráð og
leiðbeiningarþví viðvíkjandi, hvernigbjarga
eigi nú Magnúsi með hans kreddu, þar éð
það er svoddan meistari í að verja kredd-
urnar. Skoðun allflestra kjósenda hér er
svo varið, að þeir álfta að kredda Jóns