Þjóðólfur - 01.05.1903, Side 1
55. árg.
Reykjavík, föstudaginn 1. maí 19 03.
Jú 18.
j'ftuáéadá JlúiAýaUvv
Nokkur orð til kjósendanna
um
bankamálið.
Nú fer sá tími bráðum í hönd, þegar
kjósendur eiga að skera úr því, hverjir
skipa skuli hið næsta — eða réttara hin
næstu þrjú — þing, þessi þing, sem virð-
ast munu verða einhver hin þýðingarmestu
í sögu landsins á seinni öldum. Það er
því auðsætt, hversu áríðandi það er, að
kjósendur vandi val sitt sem bezt og heimti
skýlaus skil af þingmannaefnum um, hver
afstaða þeirra sé til hinna helztu stórmála
Og velferðarmála landsins.
Til meðferðar á næsta þingi liggja tvö
velferðarmál þjóðarinnar, og mun það
hafa langvarandi afleiðingar tyrir Iandið,
hver úrslit verða á þeim málum. Þessi
mál eru: stjórnarskrármálið og banka-
málið. Hvað hið fyrra áhrærir, vonum
vér að allir haldi fast við þann grundvöll,
sem lagður var á síðasta alþingi, svo að
þetta mál, sem þjóðin með réttu hefur
varið sínum beztu kröptum til um langan
aldur, verði með þeim ákjósanlegu úrslit-
um, sem nú er kostur á, þeim nefnilega,
að stjórn vor verði flutt inn í landið sjálft
og gerð alinnlend, Um þetta munu líka
flestir af hinum beztu mönnum þjóðarinn-
ar vera á eitt sáttir, og eru því harla litlar
líkur til, að tilraunir þær, sem fáeinir
menn hafa gert, til þess að hepta það
mál og stuðla að framhaldi hins núver-
andi lítt viðunandi stjórnarfyrirkomulags,
muni fá nokkurn árangur, sem og betur
fer.
Oðru máli er að gegna um hitt vel-
ferðarmálið, bankamálið. Hér eru, þótt
undarlegt megi virðast, skoðanir manna
mjög skiptar. Sumir hafa haldið því fram,
að iandsbanka vorum væri mjög svo ábóta-
vant, og að hann fullnægði eigi kröfum
landsmanna. Þetta má vel vera, og skal
því eigi neitað; en í stað þess að bæta
úr gölium landsbankans og reyna að efla
og styrkja hina einu innlendu peninga-
stofnun, sem vér eigum, er þegar farið til
útlendra gróðamanna, og þeir fengnir til
þess, að bindast fyrir stofnsetning út-
lendrar peningastofnunar á Islandi, og
jafnframt gerðar tilraunir til þess að af-
nema vora innlendu peningastofnun. Sem
betur fór, tókst þó ekki að fá þessu fram-
gengt á alþingi 1901, þótt þingið væri
þá svo skammsýnt, að svipta landsbank-
ann seðlaútgáfuréttinum — þessum dýr-
mæta og ábatasama rétti — og fá hann
1 hendur »stóra bankanum« fyrirhugaða.
En nú munu þessar tilraunir ítrekaðar á
næsta þingi, að fá komið vorri einu inn-
lendu peningastofnun fyrir kattarnef, og
í stað þess stofna útlendan banka fyrir
mestmegnis útlent fé, banka, sem
fái einokunarvaldið yfir öllum pen-
ingamálum vorum.
Hafa menn nú gert sér skýra grein
fyrir, hver áhrif þ,etta muni hafa á pen-
ingamál landsins?
Banki er peningaverzlun. Bankarnir
verzla með peninga á sama háttogkaup-
menn með vörur. Eins og samkeppni
meðal kaupmanna kemur þeim til að
færa vöruverðið niður, eins verða bankar,
sem keppa hver við annan, að bjóða við-
skiptamönnum sínum sem bezt kjör. En
sá banki, sem' er einn um hituna, og
enga samkeppni þarf að óttast, hækkar
lánverð peninganna, rentuna, einsogkaup-
maðurinn 1 smákauptúnum, sem engan
keppinaut hefur, hækkar verðið á vörum
sínum. Með hinu mikla viðskiptalffi nú-
tímans, eru lántökur alveg nauðsynlegar
og óumflýjanlegar. Meðan nú banki vor
er alveg óumflýjanleg peningastofnun,
stofnsett af opinberu fé, til þess að bæta
úr peningaþörf landsmanna, en ekki til
þess að okra á fjárþröng þeirra sem
ökurkarl með háum vaxtakröfum,. er ekk-
ert að óttast. Landsbankinn hefur öll
þau ár, sem hann hefur staðið, lánað fé
sitt með lægri rentum en nær því nokkur
annar banki í norðurálfunni. Að þessu
hafa þeir, sem lasta og níða niður bank-
ann, eigi gefið nægan gaum.
Þótt nú »stóri bankinn« fyrirhugaði
komist á, viðhliðinaá landsbankan-
um, þurfum vér eigi að óttast það svo
mjög. Sá banki gæti að rnörgu leyti haft
heppileg áhrif á íslenzkt viðskiptalíf, inn-
flutt nýjar tízkur í bankalífi voru, sakir
peningamergðar sinnar, veitt kaupmönn-
um ogislenzkum verzlunarfélögum stórlán,
og þar með get;tverzlun vora innlendari,tek-
ið þátt f nýjum framfarafyrirtækjum o. s. frv.;
meðan hann hefur landsbankann fyrir keppi-
naut, getur hann ekki fengið þeim vilja
sínum framgengt að hækka rentuna; lands-
bankinn er opinber eign og þarf þvf ekki
að leggja áherzlu á, að okra með sína
peninga og hækka sína lágu rentu; apt-
er »stóri bankinn« prívateign, og þarf
vegna hluthafa sinna að græða sem mest
til þess að ágóðinn verði sem hæstur.
Það er þessvegna, sem hinir út-
lendu gróðamenn, er gengizt
hafa fyrir stofnun »stóra bank-
ans«, vilja fá landsbankannlagð-
a n n i ð u r; þá geta þeir hækkað vexti
af lánum sínum svo sem þeim líkar, því
að þá eru þeir einir um hituna. Með
því að leggja niður landsbankann myndi
því alþingi stofnsetja á Islandi einok-
unarpeningaverzlun, sem yrði
landinu alveg jafnskaðvænleg
og einokunarverzlunin var því
f o r ð u m d a g a. Og það virðist sannar-
lega óskiljanlegt, ef alþingi skyldi nokk-
urntíroa ganga að því, að fá slíkt einok-
unarpeningavald í hendur útlendum
gróðarnönnuum og stórkaup-
rnönnum, sem »spekúlera« í því, að
ná einokunarvaldi yfir peningaverzlun
landsins með því að stofnsetja banka á
Islandi og fá vorn innlenda banka, sem
er þröskuldttr á leið þeirra, lagðan niður.
Menn skyldu nú eigi ætla, að nokkur I s -
1 e n d i n g u r mundi verða til þess að
styrkja slíkar fyrirætlanir útlendinga, í
stað þess, sem virðist myndarlegra, og
sómasamlegra, að efla vora eigin banka-
stofnun, hlúa að henni, útvega henni pen-
inga og gera seðlana innleysanlega, eink-
um þar sem sagt er, að stjórn landsbank-
ans hafi boðizt nægilegt fé að láni handa
bankanum, ef að vissa fengist fyrir því,
að framtíð bankans yrði trygg og íslend-
ingar hyrfu frá þeirri hugmynd, að leggja
hann niður. Samt sem áður er þó full-
yrt, að nokkrir þingmenn úr Hafnarstjórn-
arflokknum, sem nú munu aptur á ný
bjóða sig fram í sumartil þings, h a f i 1 0 f-
að að vera með því að leggja
niður landsbankann, efí þeirra
valdi stæði á næsta þingi. Kjósendur ættu
því engum að gefa atkvæði sitt til þings,
nema þeim, er vill skuldbinda sig til þess
að vera á móti því, að leggja vora fyrstu
innlendu peningastofnun niður. Kjósend-
ur ættu að kynna sér greinilega umræð-
urnar um bankamálið á alþingi 1901, og
hverjir þingmenn þá voru svo skammsýn-
ir, að gefa því atkvæði sitt, að leggja nið-
ur banka vorn, og ættu þeir að lýsavan-
þóknun sinni á slíku athæfi með því að
kjósa eigi þann þingmann aptur, að minnsta
kosti ekki nema því að eins, að hann gæfi
skýlausa yfirlýsingu um, að hann hefði
skipt skoðun á því máli og skuldbindi sig
til framvegis, að greiða atkvæði gegn nið-
urlagningu landsbankans. Það skal hér
eigi rannsakað, hvað þessum þingmönn-
um gæti hafa gengið til þess, að greiða
þannig atkvæði, hvort heldur það hafi
verið pólitisk skammsýni, persónuleg óvild
gegn hinni núverandi bankastjórn, von
um persónulegan hagnað við stofnsetning
nýja bankans eða eitthvað annað; í öll-
um tilfellum verður atkvæðagreiðsla þeirra
jafnskaðleg fyrir hina fjárhagslegu fram-
tíð landsins.
Sumir af þingmönnum kunna að hafa
fundið það nægilegt, að tryggia Islend-
ingum stjórn hins nýja einvalda banka,
en þær tryggingar, sem hingað til hafa
verið framsettar, eru allsendis ónógar gegn
ofveldi peninganna og áhrifurn þeirra á
menn. Hin bezta trygging og vörn vor
gegn útlendu auðmagni er varðveiting
vors eigin banka og efling hans; hann
höfum vér og hann verður eigi tekinn af
oss, nema vér sjálfir samþykkjum og ger-
um það.
Það er hollast fyrir framfarir vorar,
jafnt í fjármálum sem öðru, að vérhjálp-
um oss sjálfir og fetum oss þrep af þrepi
fram á við, heldur en að leggja sjálfir ár-
ar í bát og varpa fjármálum vorum í
hendur útlendra gróðamanna. Það er
eins og menn hafi haldið, að þeir herr-
ar, Arntzen og Warburg hafi viljað stofna
banka sinn að eins til þess að hjálpa
þjóðinni, en ekki til þess að græða sjálfir.
En það er öðru nær að svo sé; þeir hafa
nefnilega ekki gleymt að áskilja sér ann-
að eins lítilræði og 100,000 kr. í ómaks-
laun, svo að dálítið vilja þeir þó hafa fyrir
snúð sinn og snældu.
Kjósendurl Gefið vakandi gaum að
bankamálinu, og að því, hvílík hætta land-
inu er búin, ef alþingi rasar í því máli
fyrir ráð íram.
Böðvar bjarki.
Sýslufundur Árnesinga
var haldinn á Eyrarbakka dagana 14.—
18. f. rn. Voru þar mjög mörg mál á
dagskrá, og verður hér að eins f'átt eitt
talið, er helzt þykir rnáli skipta.
Um samgöngumál var lengi rætt
og skorað á tilvonandi alþingismenn sýsl-
unnar, að gangast fyrir því ánæstaþingi,
að flutningabrautin mitli ánna verðilengd
frá Flatholti (nál. Bitru) upp að Laxá og
að lögð verði álma út úr henni að Iðu,
einnig að álma verði lögð út úr brautinni
utan Ölfusár að Alviðru. Er þetta eink-
um gert vegna rjómabúanna. Gangi þetta
fram lofar sýslunefndin að taka að sér að
gera brú á Sogið í sameiningu við Gríms-
neshrepp og án fjárframlaga úr landsjóði.
— Skorað var og á þingmennina að reyna
að fá því framgengt, að brúargæzlu verði
létt af sýslusjóði, að útvegaðar verði upp-
lýsingar um, hvortkoma megi á »motor«-
vagnferðum, og að sýslu- og hreppsnefnd-
um verði leyft, ef nauðsyn þykir, að hækka
allt að helmingi mælikvarða vegagjalds.—
Til dragferju á Hvítá hjá Iðu voru veitt-
ar 550 kr. Lagt til að aftaka lögferju á
Spóastöðum, en Óseyrarnessferju vildu
menn ekki missa. Mælzt var til, að Stokks-
eyri og Eyrarbakki (eða Þorlákshöfn) væri
tekin í strandferðaáætlanir frá maíbyrjun
til septemberloka. Mælt með 200 kr.
veitingu úr amtsjóði til Guðna á Kolvið-
arhóli, f viðurkenningarskyni og einnig
með styrkveitingu úr landsjóði til gisti-
hússtofnunar nálægt Hólmsbrú (sbr. uppá-
st. í Þjóðólfi 20. marz).
I búnaðar- og atvinnumálum
var skorað á þingmenn, að samþykkja
vörumerkjalög, en láta ellabanna útflutn-
ing smjörs nema frá rjómabúunum. Lagt
til að landstjórnin fái heimild til að á-
kveða árlega þá verðhæð á smjöri, er
verðlaunaverð skuli teljast, eptir verðbreyt-
ingum á því á útlendum markaði (70
a. verðlauna-lágmark). — Skorað var á
Búnaðarfélag landsins að láta rannsaka,
hvernig tiltækilegast mundi að veita Þjórsá
yfir Skeið og Flóa. Mælt var me? Guð-
mundi Isleifssyni á Háeyri ogjóni Svein-
bjarnarsyni á Bíldsfelli til konungsverð-
launa. Samþykkt að halda áfram sjálf-
skuldarábyrgð á Reykjafossvélunum, þótt
stofnunin skipti um eigendur, en flyttist
þaðan ekki.
I heilbrigðismálum var tekið fram,
að endurskoða þyrfti hundalækningareglu-
gerðina og sett millifundanefnd til áð
undirbúa það mál. Þá vildi og sýslu-
nefndin fá launum yfirsetukvenna létt af
sýslitsjóðunum. Skorað var á kaupmenn
að hætta áfengissölu frá næstkomandi ný-
ári, en ákveðnar tillögur f bindindismál-
inu voru að öðru leyti ekki teknar.
í öðrum málum er helzt að geta þess,
að farið var fram á, að Arnessýsla yrði
3 kjördæmi, fengi x af þessum 4 þing-
mönnum, sem stjórnarskrárfrv. nýja bætir
við, en til vara voru ákveðin takmörk,
ef sýslunni yrði að eins skipt í 2 kjör-
dæmi. Skorað á væntanlega þingmenn,
að halda þingmálafundi fyrir næsta þing
í Skálholti, Húsatóptum og á Selfossi.
Héraðsfundarmenn vildi sýslunefndin láta
fá 3 kr. daglaun og laun sýslunefndar-
rnanna hækkuð að sama skapi.
Nýtt þingmannsefni í Skagafirði.
Úr Skagafirði er skrifað 11. f. m.:
»Hér er fremur værð f pólitíkinni enn
sem komið er, en samt vona eg, að dá-
lítið fjör færist í okkur Skagfirðinga eins
og aðra, þá er nær dregttr kosningunum.
Ymsir beztu menn héraðsins eru eindregn-
ir fylgismenn heimastjórnarflokksins, og
una því mjög illa, að hér verði ekki aðr-
ir í vali, en valtýskir kandídatar. Sér-
staklega eru þeir margir, sem vilja losna
við 2. þingmann okkar, Stefán kennara.
Menn hafa ekki getað sannfærzt um, að
hann sé mikill nytsemdarmaður á þingi,
þótt hann tali margt og láti mikið yfir
sér. Ræður hans í þingtíðindunum virð-
ast okkur þunnar og léttar, þótt langar
séu og mærðarfullar. Og sumstaðar höf-
um við orðið varir við æði miklar mót-
sagnir hjá honum t. d. á lýsingu Möðru-