Þjóðólfur - 15.05.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.05.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 15. maí 1903. M 20. jftuAÁu/á jHa/’lýUl'lÍlV Landsbankareikningurinn 1902. Eins og reikningur landsbankans fyrir síðastliðið ár, sem prentaður er í 18. tbl. Þjóðólfs frá i. b. m. ber með sér, hefur verzlun bankans árið sem leið verið meiri en nokkru sinni, og hagur bankans stend- ur nú með vaxandi blóma. — Til glöggara yfirlits fyrir lesendur blaðs- ins skal hér stuttlega drepið á helztu at- riðin úr reikningnum og stærstu reiknings- liðirnir jafnframt bornir saman við reikn- inga bankans fyrir 2 árin næstu áundan. Lántökur úr bankanum hafa, þegar eigi eru taldir víxlar né ávísanir verið sem hér segir: 03 » 3 > a 0 0 >-t 2 2- «rts W) < P^ O p CD 2. þT ct> OQ Q- g- <T P' 5' crq m pT p" p Bb crq p p 0 OQ n> OQ C < a> Q) tte pT ö P •ö cr P> cr p a i?. O OQ p p’ OQ QJ <£{ ' 3: p -i P' cr CfQ QJ »3 P •S P ••i < f» CJ c« pT P G) Q\ 0° o O) 4^ c_n "o O o to 00 o o K) vO —J »0 4^ m OO 4^ 00 M CN o c_n O) O) M 00 H 4^ ^ O vO Ln Os cn m G) On 00 M 00 cn O 4^ O C\ Cn * Vfxillán úr bankanum fara árlega stór- um í vöxt. Árið 1900 keypti bankinn víxla fyrir: 1,114,092 kr. — 1901 fyrir . . . 1,368,962 — — 1902 — . . . 1,889,157 — Víxillán hafa þannig hækkað síðastliðið ár um 520,000 kr. Ávísanir keypti bankinn: Árið 1900 fyrir .... 188,334 kr. — 1901 — . . . . 196,356 — — 1902 — . . . . 196,437 — Hlaupareikningsviðskipti fara einnig ár- lega í vöxt, og hafa hlaupareikningsvið- skiptin (innlög og úttekt samanlögð) verið síðustu 3 árin þannig: Árið 1900...............2,247,968 kr. — 1901.................2,949,273 — — i9°2.................4.3M.5S3 — Sparisjóðsdeild bankans hefur síðastlið- ið ár vaxið um nærfellt 150,000 kr. og eru sparisjóðsinnlögin nú rúm 1,450,000 krónur. — Sparisjóðsviðskiptin við bank- ann námu, þegar innlög og úttekt eru lögð saman: Árið 1900................1,829,810 kr. — !901 2,392.584 — — 1902................1,819,918 — Innstæðufé með sparisjóðskjörum var í árslok: 1900 1,208,786 kr. Eigendur 4,955 að tölu 1901 LSoS.m—------------5,3i7-------- 19021,452,571—------------5,823-------- Arðurinn af verzlun bankans árið sem leið (vextir, disconto, provision o. fl.) að frádregnum kostnaði öllum og vöxtum af innstæðufé hefur verið tæp 40,000 kr. og hefur varasjóður bankans vaxið um þessa upphæð. — Varasjóður bankans var í árslok: Árið 1900 227,040 kr. — 1901 270,000 — 1902 308,750 — Auk varasjóðsins í árslok mætti enn- fremur telja fyrirfram greidda vexti, sem enn eru ekki lagðir við varasjóð, frekar 30,000 kr., og verða það þá tæp 340 þúsund krónur, sem bankinn hefur safnað í varasjóð, og er það nál. 45% af stofnfé bankans. Varasjóður veðdeildarinnar, sem talinn er hér síðar, er nál. 15,600 kr. og vara- sjóður fyrv. sparisjóðs Reykjavíkur nál. 9,700 kr. Hefur bankinn þannig, að öllu samanlögðu, frek 364 þúsund krón- ur, sem varasjóð til að standast öll þau áföll, er hann kann að verða fyrir. Veðdeild bankans tók til starfa í júlí- mánuði 1900, lánaði út frá þeim degi til 31. des. f. á.: Lánsupph. Árið 1900, 465,600. Talalána 248, — 1901, 494,800. — — 291. — 1902, 438,700. — — 221. Alls kr. 1,399,100. Tala lána 760. Atborgað hefur verið 1900— 1902 kr. . 67,305 kr. 53 a. _ Veðdeildin átti þannigútistand- andi 754 lán 31. des. 1902, með því að 6 lán höfðu verið borguð að fullu 1,331,794 kr. 47 a. I árslok 1901 var varasjóður veðdeild- arinnar 8,700 kr., en í árslok 1902 um 15,600 kr.. hefur því varasjóður veðdeild- arinn aukizt um 6,900 kr. árið sem leið. Útbúið á Akureyri. — Eins og kunnugt er, stofnaði bankinn útbú á Ak- ureyri í júnfmánuði síðastliðnum. Eptir bankareikningnum hafa lántökur úr útbú- inu, þegar eigi eru taldir víxlar né ávís- anir með, verið frá því það tók til starfa og til ársloka þannig: Fasteignarveðslán .... 2,350 kr. Sjálfskuldarábyrgðarlán . . 40,975 — Handveðslán...................5.5°° — Samtals: 48,825 kr. Víxillán hafa á sama tírna verið.....................97^695 kr. Ávísanir keypti útbúið fyrir 26,335 — Hlaupareikningsviðskiptin hafa verið (innlög og úttekt) samanlögð 114,736 kr. 66 au. — Við sparisjóðsdeild útbúsins hafa (inn- lög og úttekt samanlögð) verið á sama tíma 30,471 kr. Innstæða með spari- sjóðskjörum var 1 árslok 28,350 kr. 82 p. Svikamilla hinna sameinuðu Síðan borgarafundirnir voru haldnir hér 1. og 7. f. m. hafa tengslin millum ísa- foldar og Landvarnar-flogritsins orðið traustari og traustari. Nú fer flogritið ekki lengur í neina launkofa með það, að all- ir mótstöðumenn valtýskunnar og Isa- foldar eigi að gerast rækir af þingi, en það geri ekkert til, þótt Valtýingar verði kosnir, því að þeir verði allir á bandi Landvarnar-flogritsins, er á þing kemur, hverju svo sem þeir lofi á kjörfundum. Þessvegna berst Landvarnarliðið nú með hnúum og hnjám fyrir öllum eða víst flestum valtýsku þingmannaefnunum, tekur ' þá herra góða og gilda sem sína menn, enda þótt enginn þeirra (nema Jón Jens- son) hafi látið opinberlega í Ijósi, að hann væri Landvarnarfarganinu fylgjandi. Það lítur því út, eins og nú sé róið að því öllum árum af hálfu hinna »sameinuðu«, að láta fulltrúana sína, Valtýingana gömlu, svíkjast inn á þióðína, með því að láta þá við kosningarnar lýsa yfir eindregnu fylgi við stjórnarskrárfrv. síðasta þings, en ónýta það svo, er þeir eru komnir á þingbekkinn. Auðvitað eru svo vandaðir menn til meðal þingmannaefna í valtýska flokknum, að þeir fást ekki til að svíkja kjósendur sína á þennan hátt, og kunn- ugt er mér um nokkra, sem hafa megn- ustu andstyggð og óbeit á svona lagaðri svikamillu. En Landvarnarpeyjarnir þykj- ast svo sem ekki af baki dottnir, þótt kosningarnar takist illa fyrir þá »samein- uðu«. Þá á að greiða þinginu atlögu, og kúga það eða hræða til að fallast á Land- varnarprógrammið, hvort það vill eða ekki. Með hverju forsprakkarnir ætla sér að gera það er ekki ljóst, því að sennilegt er, að engin sú heimótt komi á þing, er láti ærsl og ógnunaryrði utan- þingsmanna úr »sameinaða« liðinu böggla sér í kuðung í þessu máli. Og það er heldur ekki sennilegt, að það hefði nein veruleg áhrif, þótt farið væri að hampa t. d. ensku gulli framan 1 þingmenn. Von- andi, að sá ræfill komi ekki á þing, er fáist til að selja sannfæringu sína fyrir nokkrar krónur, þótt í boði væru. Það hefur naumast verið á það bæt- andi í baráttu síðustu ára, hve miklum rógi, miklu níði og blekkingum hefur ver- ið beitt við kosningaundirbúninginn af hálfu Valtýinga gagnvart heimastjórnar- mönnum, en útlit er fyrir, að það hafi verið hégómi einn í samanburði við þær aðfarir, er Landvarnarliðið svonefnda hef- ur nú í frammi í umboði Valtýinga, er í rauninni þykjast nú hvergi nærri koma, en láta þessa nýju umboðsmenn sína og skósveina vera í fylkingarbrjósti, og ryðja brautina. Þessir skósveinar eru llka flest- ir ungir og óþreyttir og sjást lítt fyrir, en Valtýingarnir gömlu orðnir hálfþreytt- ir og farnir að linast 1 sókninni, enda örvæntu þeir um allan sigur, þangað til þeir fengu Landvarnarmenn til að draga hlassið. Þeir eru nfl. nógu miklir póli- tiskir angurgapar til að láta Valtýinga taka sig við nefið og láta senda sig til höfuðs heimastjórnarmönnum. F.n úrþeirri flugumennsku mun verða hin hraparleg- asta »forsending«, Valtýingum til ófarn- aðar og ámælis. Til að hnekkja þessum pólitiska ófagn- aði, sem nú er tekinn að vaða uppi hing- að og þangað með stuðningi öflugum frá Valtýingum, verða landsmenn að fylkja sér þétt og fast utan um þá menn, er óhætt má treysta til að verða ekki leik- soppar í höndum ófyrirleitinna eða skamm- sýnna þjóðmálaskúma, er annaðhvort af ungæðishætti eða pólitiskri blindni hafa skrúfað sig og skrifað upp í ofstækið. Það hefur aldrei riðið meir á því en nú, að þjóðin gæti stillingar og skynsemi og • láti nú ekki vélast af fortölum óviturra og ofstækisfullra manna til að hafna þeirri mikilsverðu stjórnarbót, sem nú er í boði, því að afleiðingin af því verður annað- hvort sú, að stjórnarástand það sem nú er og flestir telja óþolandi, helzt enn um langan aldur, eða vér fáum valtýska klaf- anum smeygt á okkur, og stjórnina flutta út úr landinu. En úr því að svo er kom- ið, þá er útséð um, að vér fáum nokkru sinni innlenda stjórn. Að þessu vill »Landvarnarliðið« stuðla. Til þess að koma hinni innlendu stjórn vorri fyrir kattarnef, er »Landvarnar-flogritið« látið níða og ófrægja þá menn, er mest og bezt hafa barizt fyrir að ná stjórninni inn 1 landið. Það er næg höfuðsök 1 augum þessara afvegaleiddu oghálfærðu Landv.- manna, sem ekki sjá, hvert verið er að ginna þá af öðrum slægari mönnum, er nota sér barnaskap þeirra og skammsýni. Og nú eru helztu máttarviðirnir í þessu unglingaliði farnir að skrifa í »ísafold« og »Þjóðviljann« róggreinar alveg í anda þessara blaða. Það er reyndar ekkert tiltökumál, þótt bandamennirnir styðji hvorn annan og hjálpi hver öðrum, þvl að sækjast sér um líkir. Og ekki erþað gáta, að Landvarnar-flogritinu sé haldið uppi af þeim mönnum, sem mest eru riðnir við hinn svonefnda »Framsóknar- flokk*. En þrátt fyrir allt þetta ógeðslega farg- an vænti eg þess, að ekki sé þjóð vor svo hamingju firrt, að hún verði þessari »landvarnar-bráðapest« hinna »sameinuðu« að herfangi. Eg talaði nýlega við mjög vel skynsaman sveitabónda, er með litlum efn- um hefur komið mörgum efnilegum börnum til þroska. Hann sagði við mig mjög áhyggjufullur: Hingad til hef eg ekki vilj- að yfirgefa landið mitt, og hefur pó opt ver- ið reynt að fd mig til pess, en verði pessi Landvarnarvitleysa ofan d og vér eigum fyrir höndum áframhaldandi stjórnarskrdr- rifrildi, sem allt lendir i, en allt Idtið liggja ógert sem gera parf landinu til viðreisnar, pd fer eg til Ameríku með allt mitt fólk, öll mín uppkomnu börn og fœ sem flesta með mér. Mjög svipað þessu hafa margir aðrir góðir bændur látið sér um munn fara, og þeim hefur ekki verið það hégóma- mál. Þá væri nú »landvörnin« vel af hendi leyst, er hún yrði til þess, að flæma fólkið af landi burt. En hvers er annars að vænta af þeim pólitisku angurgöpum, sem ekki hafa hugmynd um sannar þarf- ir landsins, eða þau mein, er mest þjá? Drottinn varðveiti land vort fyrir áhrif- um slíkra leiðtoga. Herrauður.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.