Þjóðólfur - 29.05.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.05.1903, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÚLFUR. 55. árg. MuáÁzdá Jfút'UfaAÍrv Þeir, sem gerast kaupendur að 55. árg. ÞJÓÐÓLFS frá 1. júlf næstkomandi, geta fengið sfðari hluta þess árgangs til ársloka fyrir aðeins 2 krónur og auk þess í kaupbæti: tvö sögusöfn blaðsins sérprentuð (11, og 12. hepti) með ágætum skemmtisögum, En borgun (2 kr.) verður að fylgja pöntuninni frá mönn- um. sem ritstjöra blaðsins eru ekki áður kunnir; áskriptin er jafnframt bindandi allt næsta ár (1904). D$F~ Nýir kaupendur gefl sig fram sem fyrst. Landshagsskýrsl u r fyrir íslaud 15)02. I. I. Skýrslur þessar eru nýprentaðar. Þar er fyrst skýrsla um tekjur og tekjuskatt á íslandi fyrir árið 1899. Aptan við þær eru athugasemdir eptir Indriða Einarsson endurskoðara, og sést þar, að tala gjald- þegna hefur fækkað á síðustu 22 árum um 20 manns, og að skattskyldar tekjur á hrern gjaldenda eru nokkuð lægri en þá, tæpum 20 kr. Mestan eignaskatt greiða þessir hreppar: Vopnafjarðarhr. N.-Múlas. skattur talinn af 3375 kr., gjaldþegnar 21. Lýtingsstaðahr. í Skagafj.s. skattur talinn af 3850 kr., gjaldþegnar 27. Viðvíkurhr. í Skagatj.s. skattur talinn af 2725 kr., gjaldþegnar 12. Skarðstrandarhr. í Dalas. skattur talinn af 2500 kr., gjaldþegnar 13. Eptir stærð hreppsins og mannfjölda greiðir Viðvíkurhreppur'mestan eignaskatt af öllum hreppum landsins. Eignaskattur er mestur í Skagafjarðarsýslu, enda eru gjaldþegnar þar flestir (gjaldþ. 116: skatt- ur talinn af 15510 kr.). í Reykjavík kemur aptur mest á hvern gjaldþegn. Á Suðurlandsundirlendinu er eignaskattur lítill. Næst er yfirlit yfir skýrslurnar um virð- ingarverð húseigna 1901 með hliðsjón af fyrri árum. Eignin, sem stendur í þessum húsum, hefur aukizt um 456 þúsund krón- ur á síðasta ári. 1901 var hún 8,099,000 krónur, eða 6,434,000 kr. meiri en fyrir 22 árum. Af þessum húseignum er 1 Reykjavík, föstudaginn 29. maí 19 03. JB 22. Reykjavík 3,512,000 krónur. Af hverjum 100 virðingarverðs í húsunum í Reykjavík er áætlað að 38% séu veðsettir, á ísafirði 19%, á Akureyri 17% og á Seyðisfirði 26%; eru veðskuldir þessar eigi miklar, ekki einu sinni í Reykjavík, eptir því sem er víða erlendis. Þá tekur við skýrsla um efnahag sveita- sjóðanna árið 1899—1900, með athuga- semdum. Skýrslur þessar, ásamt búnaðar- skýrslunum, er taka þar við á eptir, eru mjög fróðlegar, og þess verðar að fólk kynni sér þær. Á sveit eru nú 3,4 af hverjum 100 manns eða 29. hver maður. Það skiptist þannig niður: Kaupstaðimir 2,9 eða 35. hver maður. Suðuramtið 5,0 — 20. — — Vesturamtið 2,9 — 35. — — Norðuramtið 2,8 — 36. — — Austuramtið 2,3 — 44. — — Suðuramtið hefur hin síðari árin — að minnsta kosti — haft miklu fleiri þurfa- menn en aðrir fjórðungar landsins. Árið 1898 var hér á landi að meðaltali 32. hver maður á sveit, en þá voru í Suðuramtinu 21. hver maðurá sveit, eða nær helmingi hærra en í Norðuramtinu, og meir en helmingi hærra en í Austuramtinu. Hver orsök er til þess að svo margir þurfamenn eru á Suðurlandi skal eg eigi skýra frá. Endurskoðarinn tekur ekkert hvern fjórð- ung fyrir sig, er væri þó gott að mörgu, þegar þessi eilífa hreppapólitík ríkir. Á Akureyri og Seyðisfirði hefur ekki verið getið um fjölda þurfamannanna, og er það undravert, að sú regla skuli hafa ríkt þar nú í nokkur ár, þar sem það ríður 1 bág við fyrirkomulag skýrslnanna. Það er auk þess nauðsyn, að skýrslurnar séu sem réttastar, þvíekki erunnt fyrirneinn, að draga réttar ályktanir af röngum eða miður fullnægjandi skýrslum. í þessu efni gerir það víst raunar ekki mikið, tala þurfamanna á hvert 100 verður hin sama, en skýrslugerð vor íslendinga sést á því. Það væri einnig mjög æskilegt fyrir margra hluta sakir, að skýrt væri frá or- sökunum til þess að menn eru á sveit, hvort það sé ellilasleiki, drykkjuskapur eða hvað annað sem er orsök til þess. Utgjöld til hreppavega hafa vaxið hin síðari ár, voru 1900 heldur meiri en áður, en þó eru þau ekki eins mikil og maður skyldi ætla. — Það er alltaf verið að tala og ræða um framfarir. Sýslurnar berja sér á brjóst og biðja þingið af náð sinni um vegi og brýr. Suður-Múlasýsla hefur nú um nokkur ár verið að ræða um veg yfir Fagradal, og að sið þeim sem nú er, farið til þingsins að biðja um fjárstyrk. Það er nú náttúrlega í sjálfu sér gott, að fá veg yfir Fagradal, og maður skyldi halda, að sýslubúar með sllkum áhuga gerðu mikið 1 vegamálum. En líti maður á hreppsgjöldin, þá sést, að sýslan hefur ekki varið neinu til hreppavega í mörg ár. Það er áhuginnll Borgfirðingar eru ekki heldur að eyða fé sínu í slíkan óþarfa sem vegi, það er miklu handhægara að biðja landssjóðinn að leggja vegina, og hann hefur líka gert það, og Mýramenn fylgja góðu eptirdæmi þeirra 11 Þegar þessum dugandi og framtakssömu sýslum er sleppt, hafa allir hreppar lands- ins eytt fé til hreppavega, nema Gríms- eyjarhreppur. Indriði Einarsson segir í athugasemdum sínum, að hver hreppur eyði að meðaltali 66 kr. í vegalagning, en það er nokkru meira að réttu, því eigin- lega ætti ekki að telja hreppana í þeim 3 sýslum, er nú í þó nokkur ár ekki hafa eytt neinu 1 hreppavegi. Það yrðu þá um 70 krónur. Af einstöku hreppum má geta Svein- staðahrepps í Húnavatnssýslu, hanú hefur af miklum dugnaði eytt 6 kr. til hreppa- vega á árinu, líklega sett brú yfir keldu. Rangvellingar hafa í fleiri ár starfað af miklum dugnaði að vegagerð, sömul. Gullbringu- og Kjósar-, Húnavatns- og Skagafjarðar, Eyjafjarðar- og Norður- Múlasýslur, þó með mismunandi dugn- aði í hinum ýmsu hreppum. Á sýslufundi Skagfirðinga í vetur var samþykkt, að leggja 20 aur. toll á hvert lausafjárhundrað og hvern verkfæran mann. Það gjald fer til brúagerða. Þetta hefur sýslan gert síðan um 1874, enda hefur hún brúað nær allar ár í sýslunni á eigin rammleik. Hvað skyldi Borgfirðingum og Mýramönnum verða við slíkt, þar sem þeir — samkv. útgjöldum sveitasjóðanna — hafa ekki eytt neinu til hreppavega. Það væru aumu útgjöldin. Það getur opt verið stórtjón að því, að spara krónuna, og svo er þegar um vegagerð er að ræða. Góðar samgöngur eru skilyrði fyrir mikl- um framförum, það ættu menn að athuga. P. Z. Hjálpræðisherinn nýi. Smátt og smátt eru að koma í ljós nýj- ar og ótvíræðar sannanir fyrir svikamillu- sambandi Valtýinga og Landvarnarmann- anna svonefndu. Eins og sjá má, er Land- varnarflogritið nú alveg hætt að bera káp- una á báðum öxlum, að því er samband þess við „Isafold" snertir. Það var þó lengi framan af, sem það virtist skammast sín dálítið fyrir að ganga beinlínis erindi óþjóðlegasta málgagnsins, sem verið hef- ur hér á landi, þess málgagns, sem verið hefur fjandsamlegast allri innlendri stjórn, og jafnan barizt með hnúum og hnjám fyrir því, að vér gerðumst ánauðugir þræl- ar útlendinga í fjármálunum. En nú óar Landv.flogritinu ekki lengur við að sleikja slefuna úr þessari virðulegu fóstru sinni, sem nú virðist vera orðin átrúnaðargoð þess og einasta hjálparhella. Svo vand- lega mylkir þessi Isafoldardilkur fóstru sína, að hann tínir upp úr orðaskjóðu hennar öll þau snilliyrði(l), sem hún með harmkvælum hefur hnoðað saman um mót- stöðumenn sína. Það er fyrirhafnarminna fyrir Landvamarpeyjana að taka kjarn- yrðin upp úr þessum auðuga orðasarpi, heldur en að þreyta heila sinn á því, að klæða hugsanir sínar í sjálfstæðan búning. Lána þeir nú gatslitnar hlífar hjá Isafold, og taka sér í hönd bitlausar ryðskófir, sem fyrir löngu eru óbrúklegar og til einskis nýtar 1 höndum fóstrunnar, en Landvarnarmenn hyggja samt, að þau her- tygi séu hin ágætustu, og að landslýður allur verði örvita af ótta, er þeir geysast fram í ísafoldarhamnum, og æpa eptir 1 hennar nótum. Þykjast þeir vfgfimir mjög og bíta í skjaldarrendur, hyggja þeir þá að allt muni fyrir þeim hrökkva, einkum ef þeir æpa nógu hátt og ámátlega. En Birni skipa þeir að standa að baki sér, og gefa þeim tóninn. Sjálfum treysta þeir honum ekki lengur til stórræðanna, og hyggja líka, að einhver ógæfa stafi af því, ef þeir hafa hann í fararbroddi, og láta hann bera merkið, þvf að það merki hef- ur löngum verið illa þokkað, svo saurugt og óþverralegt sem það er. Þessvegna hafa Valtýingar ekki þorað að halda þessu merki sínu uppi í seinni tíð, heldur geng- ið í bandalag við Landvarnarmenn, er þykjast hafa annað þokkalegra merki til að ganga undir, en margir fullyrða, að það muni upplitast fljótt og verða brátt alveg sama dulan og valtýska merkið. Segja kunnugir menn, að merki þetta sé ekki ólíkt Hjálpræðishersmerkinu, enda þykjast „hinir sameinuðu" vera hinn sanni Hjálp- ræðisher Islands, er vilji forða landinu frá tímanlegri og eilífri glötun og hrífa það úr klóm hins Vonda, sem nú sé að læsa krumlum sínum utan um þjóðina, og ætli að draga hana norður og niður. Er nú svo langt komið, að þessi nýi Hjálpræðis- her er farinn að prédika á gatnamótum hér í bænum, og þyrpist stundum allrnik- ill mannfjöldi að prédikurunum, einkum á helgum dögum. En ekkí þykja ræður þeirra áhrifameiri, en hjá gamla hernum hans Booths. Og svo vantar þennan nýja her bjöllu til að hringja með og trumbu til að slá. En það er ágætur agi í liðinu, því að á eptir öllum þessum sameinaða valtýska Hjálpræðisher labbar dr. Val- týr, álútur og áhyggjufullur, hann rekur lestina og hottar á fyrirliðana, með loforð- um um, að hann skuli minnast þeirra, er hann komi í ríki sitt, ef þeim takist með ópi og óhljóðum að æra svo landslýðinn, að hann drepi þetta ólukkans ráðherrabú- setufrumvarp, er hann (doktorinn) hafi svar- ið að koma fyrir kattarnef, sem nú séu góðar horfur á, að takist, ef nógu kænlega sé að farið. Og hinir afvegaleiddu Land- varnarfyrirliðar æpa hærra og hærra, eins og púkinn í þætti Þorsteins skelks: Niður tned rddherra búsettan d íslandi! rddherra, sem md koma í ríkisrddið, eptir heimild i stjórnarskrd íslands. Upp með dr. Valtý og rdðherra búsettan i Höfn, rdð- herra, sem situr í ríkisrdðinu i heimildar- leysi við stjórnarskrd vora. Og svo æpir allt sameinaða liðið húrra, dr. Valtýr verður teinréttur, Bessi gamli urrar af ánægju, „Isafold" og „Landvörn" kyssast á almannafæri, og blanda tárum sam- an af tómumfeginleik, „Ingólfur" hniprarsig undir handarkrikaísafoldar, Einar „trölla“- skáld yrkir þrítuga lofdrápu um ensku „tröll- arana", Warburgs „telegrafinn" og War- burgs bankann, en Kolskeggur skáld yrkir nýja lofdrápu tvítuga um Jón Jensson, og Bjarni Gullbrárskáld faðmar Guðjónráða- naut, og fullvissarhannum, aðlandvarnar- agentstaða sé betur við hans hæfi en kyn- bótatilraunir. — Og margt fleira gerist þá sögulegt 1 „sameinaða" liðinu og frægi- legt til frásagna. Herrauður.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.