Þjóðólfur - 29.05.1903, Blaðsíða 2
86
,Reykur, bóla og vindaský‘
norðlenzka amtmannsins.
Ritstjóri „Norðurlands" klifar nú á síð-
ustu og verstu tímum fyrir kosningarnar
því nær eingöngu á framförum, framfara-
flokki og framfarastjórn. Páll amtmaður
Briem, hinn holli og nærgætni húsbóndi
hans, hefur nú líka tekið framfarasótt og
alið í 30. og 31. tbl. „Norðurlands" tví-
bura, sem ritstjórinn hefur ausið vatni og
nefnt „Þingræði og framfarastjórn" og
„Framfarastjórn og þingflokkar". Skalhér
farið nokkrum orðum um síðborninga
þessa og föður þeirra og lýst helztu ein-
kennum þeirra.
Amtmanni er aúðsjáanlega mikið áhuga-
mál, að koma lesendum blaðsins á þá
skoðun, að hann sé hvorki 1 „Framsókn-
arflokknum" né heimastjórnarflokknum.
Hér skal ekki um það þráttað við amt-
mann, hvort hann fer með rétt mál. En
það dylst engum, sem les „Norðurland"
að jafnaði, að hann hefur löngum leikið
á framfaraorgan ritstjóra „Norðurlands"
og ekki legið lágt rómur síðan framfara-
gasprið varð efst á baugi í blaðinu.
I tilefni af flugriti, sem hefur komið út á
Akureyri, fer amtmaður að fræða menn á
því, hvað þingræði sé og skírskotar máli
sínu til sönnunar til „Brockhaus Konver-
sations-Lexikon’s. Vér efumst ekki um,
að amtmaðurinn og allflestir lesendur
„Norðurlanas" viti hvað þingræði er, en
skulum leyfa oss að benda á, að fari menn
á annað borð að tala eða skrifa um rétt-
an skilning á einhverju máli eða efni, er
það ekki talinn vottur þess, að þekking
manna risti djúpt, ef þeir sækja vit sitt og
þekking á einhverju máli í alfræðisorða-
bækur. En amtmanni kann að vera vork-
unn, hann hefur ef til vill ekki haft hand-
bært eða þekkt annað heimildarrit um
þingræði, er hann gæti skírskotað til. Þar
næst víkur hann sér að þjóðræðinu. Þar
verður honum á sú skyssa, að segja, hvað
þjóðræði sé ekki, engleymir alveg að gera
grein fyrir hvað það er. En ef til vill
ætlar hann seinna, er hann hefur sótt í
sig veðrið, að skrifa grein um þjóðræði og
skal því ekki tekið fram fyrir hendur hans.
Ummæli amtmanns um þingræði og þjóð-
ræði bera vott um, að hann er örari á
orðum og svertu en skarpleik og kjarn-
yrðum. Þá snýr amtmaður sér að því, að
skýra orðið „Framfarastjórn". Hann fellst
þar á skýringu herra E. H„ „að framfarar
stjórn" sé @tjó?n, sem bindist fyrir fram-
förum" og telur hana góða og gilda. En með
allri virðingu fyrirþessum háttvirtu rökfræð-
ingum minnir skjlgreining þeirra ekki lítið
á strokksskilgreininguna alkunnu : „strokk-
ur er llát, sem strokkað er í“. Amtmanni
láist að segja, hvað framfarir eru, svo að
spumingunni er engan veginn fullsvarað.
Einkar einkennileg er aðgreining amt-
mannsins á „pólitiskumframfaramönnum"
sem heimta, „að stjórnin bindist fyr-
ir framförum" og þeim, sem vilja ekki að
stjórnin sé að bindast fyrir framförum og
framfarafyrirtækjunum", en „geta verið
framkvæmdarmenn og komið sjálfir á fót
ýmsum framfarafyidrtækjum". Manni ligg-
ur 1 skjótu bragðj við að ætla, að póli-
tísku framfaramennirnir séu það, er gaspra
hæst í blöðunum og láta mest til sín heyra
á málfundum, en andstæðingar þeirra séu
þeir menn, er vilja heldur starfa að fram-
förum, en tala um þær. Annars er lítil
ástæða til þess að heimfæra þessa flokka-
skiptingu upp á íslendinga, því að meiri
eða mesti hluti vor er með því marki
brenndur, að vér viljum láta stjórnina hafa
fyrir öllu og gera allt. Það eru leifamar
af hugsunarhættinuro gamla, „að lifa og
deyja upp á kongsins náð“.
Amtmaður gerir sér mikið far um, að
telja mönnum trú um, að þingflokkamir,
sem nú eru, hafi misst „tilverurétt sinn“
og ber fyrir sig ummæli manns, sem hef-
ur verið talinn heimastjórnarmaður og
skuldbatt sig á síðasta þingi til að fylgja
stefnu heimastjórnarflokksins, en virðist
einhverra orða vegna, sem oss er ekki
kunnugt um, gjarnan vilja hjálpa amt-
manni að stofna nýjan flokk. En hvað
sem amtmaðurinn segir, fáum vér ekki
betur séð, en að flokkaskipting, sem byggð
er á stefnuskrá þeirri, er Heimastjómar-
menn gáfu út í fyrra og Lárus sýslumað-
nr Bjarnason hefur rætt nokkru ítarlegar
í Andvararitgerð sinni „Horfununi", eigi
fyllsta rétt ásér. Hitt er allt annað mál, að
það vakir og hefur lengi vakað fyrir ein-
staka manni, að vera mætti, að flokkarn-
ir yrðu svo jafnir á komandi þingi, að
einhverjum svonefndum milliflokkamanni
yrði falin ráðherrastaðan, og þá væri á-
kjósanlegt að slíta flokkunum og mynda
öflugan framfara- og ráðherraflokk. Það
skaðar ekki, þótt hinum óborna flokki
sé valið vinsælt og veglegt nafn. Það má
vel verða að svo fari, en þar fyrir eiga
menn ekki að bannsyngja hina núverandi
flokkaskipun, sem er enn sem komið er
allskostar eðlileg og oss liggur við að segja
nauðsynleg.
Amtmaður miklast ekki lítið af þvl, að
hahn hafi haldið fram þeirri skoðun, að
þjóðin kunni ekki að nota hæfileika sína
og hagnýta sér auðsuppsprettur landsins,
og segir, að hún hafi „mtt sér til rúms á
skömmum tíma“. En skoðun þessi er miklu
eldri en herra amtmaðurinn og hann hef-
ur engu meiri heimild til þess að eigna
sér hana en uppgötvun púðursins, eneng-
um, er les greinar amtmanns mun detta í
hug, að hann hafi fundið púðrið. En amt-
maður þykist og hafa komið Hannesi
Hafstein á þessa skoðun og skírskotar til
þess, að H. Hafstein hafi á fundi einum
á Akureyri sagt, að Island „væri það
mest vanrækta land". En nú vill svo vel
til> að H. Hafstein hefur fyrir 12 árum
í gullfallegu kvæði komizt svo að orði:
„Tjáir ei við hnepptan hag að búa,
hér á foldu þarf svo margt að brúa".
Vér getum ekki betur séð, en vísuorð
þessi séu í samræmi við skoðun H. Haf-
steins á Akureyrarfundinum og hann þurfi
alls ekki að hafa sótt hana til amtmanns.
En vera má, að amtmanni þyki mein að
því, að Hannes Hafstein virðisf hafa haft
skoðun þessa um 12 ár, án þess að aug-
lýsa það á prentí.
Amtmaður hneykslaSt mjög á því, að
einhver maður, sem hann hefur átt tal við,
hefur sagt, „að bændur ættu að vera í-
haldsamir í stjórnmáíum", og telur amt-
maður skoðun þessa því að eins rétla, að
menn hafi fyrirlitning fyrir bændastéttinni.
En amtmaður fer hér með öfgar. Fram-
sóknar- og íhaldsstefna þarf, ef vel á að
vera, að fara saman í hverju þjóðfélagi,
og gerir það líka að jafnaði. Vér ætlum
oss ekki þá dul, að segja um nokkra stétt,
að hún eigi að vera íhaldsmenn eða fram-
faramenn. Hver stefnufastur og samvizku-
samur einstaklingur gerist ekki framfara-
maður eða íhaldsmaður, af því að honum
er skipað það, eða af því Pétur eða Páll
telja það nauðsynlegt, en að eins af því,
að sannfæring hans og lyndiseinkunn knýr
hann til að skipa sér í annan hvom flokk-
inn. Oll pólitisk flokkaskipting, sem bygg-
ist á öðrum grundvelli er einskisverð.
Amtmanni verður mjög tíðrætt um fjár-
kláðamálið, en spurning er um, hvort af-
skipti hans af því hafi verið svó aífarasæl,
sem hann gefur í skyn. Að minnsta kosti
er það staðhæft, að sumar aðgerðir hans
hafi verið æðí kostnaðarsamar fyrir land-
sjóðinn, einkum kaup hans á baðlyfinu
„kresol". Hann hefur varið ærnu fé til
baðlyfs þessá og hefur fyrirliggjandi 1
amti sínu miklar bírgðir af lyfi þessu. En
nú kvað vera litlar líkur til, að lyfið verði
notað, nema ef vera skyldi til þess að
baða framfaragasprara í.
Amtmaður segir, að andstæðingar sínir
hafi kostað „nokkrum hundruðum króna"
upp á sig, til þessaðnafnhans fyrntistekki
hjá þjóðinni. Þetta eru hrein og bein ó-
sannindi. Hann sjálfur og enginn annar
hefur með greinum sínumí „Norðurlandi",
pólitisku hamskiptunum og skoppara-
kringlueðlinu, sem einkennir stjórnmála-
skoðun hans unnið mest og bezt að því að
geta sér maklegan orðstír hjá landsmönn-
um. Hann, maðurinn, sem þykist vera
milli flokka, skirrist jafnvel ekki að leita
liðveizlu hjá mönnum, sem hann kallar
íhaldsmenn í öðru orðinu, til þess að
stofna nýjan flokk.
Hvort sem hann brýnir röddina 1 fram-
faraham og bannsyngur alla íhaldsmenn
eða þykist standa fyrir utan alla flokka,
snýst öll viðleitni hans um það, að koma
upp nýjum flokk, til þess að ná í launin
og völdin, þegar farið verður að færa
upp úr stjórnarpottinum.
Hún vetn ingur.
Sama gutlið í
ísafoldar-nóanum.
I 28. tölubl. ísafoldar er ritstjórinn afar-
hróðugur yfir því, að „frétzt hafi frá
Kaupm.höfn — að ekki einungis öll hluta-
bréfin Islands banka væru útgengin —
fyrir töluvert yfir ákvæðisverð, — heldur
hefði mátt selja hlutabréf í bankanumfyr-
ir 12 milj. í stað 3 milj. kr.“
Fréttin hefur að sögn komið með vini
ritstjórans Páli Torfasyni, sem hefur verið
þrautseigasti vinnumaður í víngarði hluta-
bankamannanna til að fá landsbankann
lagðan niður.
En hvað sannar svo þessi frétt annað
en það, áð útlendir menn álíta stórt gróða-
fyrirtæki, . að fá seðlaútgáfuréttinn gefins
og reka hér á landi stóra peningaverzlun.
En þess má gæta, að þann gróða, sem
útlendir menn ætla nú að taka og flytja
til útlanda, hefði ísland sjálft getað tekið,
hefðu ekki Valtýingar ogísafoldsem orða-
skjóða þeirra og málpípa barizt fyrir því
síðan 1899, að ná gróðanum af aðalpen-
ingaverzlun landsins út úr landinu til út-
lehdra manna, sem ekki hafa spor af vel-
vild tii landsins, og að eins koma hingað
til að græða svo mikið sem kringumstæð-
ur leyfa.
Von er þóttísafoldar-ritstjórinn sé hróð-
ugur af fréttinni, og öllu starfi sínu í
bankamálinU. Hann ætlaði meðal annars
með hjálp Indriða Einarssonar, að fella í
verði öll bankavaxtabréfin niður í 85 kr.,
sem hefði komið niður á lántakendum, en
honum tókst það ekki, því nú er búið að
selja þau fyrir 99 og 100 kr. (alls. fyrir
900,000 kr.).
Því næst segir ritstjórinn 1 áminnstri
grein: „Kunnugir vita, að ekki hefur
komið til mála, hvorki af þeirra hendi
(Warb. og A.) né þingmanna, að gera hina
minnstu breyting á áminnstum (banka)
lögum — né fá frekari hlunnindi en lög-
in veita".
Tvennum sögunum fer nú um þetta.
Með síðustu póstferð var minnst á í bréfi
frá Khöfn hingað til Reykjavíkur, að heyrzt
hefði að Warb, og Arntzen væru búnir að
fá lofun fyrir meiri hlutanum afhlutabréf-
unum í tilvonandi hlutabanka, en með því
skilyrði, að 2 eða 3 greinum í bankalög-
unum væri breytt. Til þess að fá þessa
Iagabreyting, myndu þeir herra W. og A.
koma til Reykjavfkur í júlímán., og hefðu
þeir þá líklega með sér ámurnar, sem
Valdimar Asmundsson hefði kveðið um 1
Alþingisrímunum.
Það væri gaman fyrir lesendur Isafoldar
að setja á sig þessa ritstjóragrein 20. maí,
og taka svo eptir í júlímán., hvort War-
burg verður þá eigi kominn hingað til
Reykjavíkur, og hvort Isafold mælir þá
eigi með breyting á bankalögunum, sem
alveg ómissandi fyrir framtíð landsins,
undir því yfirskyni, að ef breytingin feng-
ist, þá gæti hlutabankinn veitt landsmönn-
um lánin með miklu lægri vöxtum. —
Annars væri fróðlegt, ef Isafold vildi
fræða lesendur sína um það, hvemig á
því stendur, að Warb. og A, eru hvorki
farnir að byggja hús né fastráða leigu á
húsi, eða gera nokkra ráðstöfun til þess að
bankinn taki til starfa, fyrst þeir hafa haft
allan veturinn næga peninga — að sögn
Isaf. — og geta nú fengið 12 milj. kr.
Ennfremur væri fróðlegt að sjá, hvevel
henni gengur að sanna — eða færa líkur
fyrir, að W. og A. séu ekki að bíða eptir
afdrifum kosninganna, bíða eptir því, ef
vera kynni, að Valtýingar yrðu í meiri
hluta, svo að forsprakkarnir gætu þá efnt
orð sín við þá, að ryðja landsbankanum
úr vegi, eða breyta lögum hlutab. svo, að
von sé um, að hann í framtíðinni geti
haft tögl og halgdir í peningamálum
landsins.
Hárekur.
Ný byggingarsamþykkt
fyrir Reykjavíkurbæ er í smíðum hjá
bæjarstjörninni, en fullnaðarsamþykkt er
enn ekki á hana lögð, og verður líklega
ekki gert, fyr en bæjarbúum hefur gefizt
kostur á, að láta í ljósi álit sitt um hana,
helzt á almennum borgarafundi, því að
samþykkt þessi snertir á svo margan hátt
hag einstakra bæjarbúaog bæjarins f heild
sinni, að það er mjög varúðarvert að hrapa
að jafn þýðingarmiklu máli. Yms atriði
í samþykktar-frumvarpi þessu eru allat-
hugaverð, og geta gert einstökum mönn-
um mikinn fjárhagslegan hnekki, ef þau
yrðu lögleidd, t. d. það ákvæði í 7. gr.,
að byggingarnefndin geti krafizt, að hvert
það hús, sem reist er af nýju við þær göt-
ur, sem ekki eru að minnsta kosti 20 álii-
ir á breidd, verði sett að minnsta kosti 10
álnir frá miðri hinni fyrirhuguðu götu, og
eru allir sem lóðir eiga að götunni skyldir
að láta af hendi svo mikla lóð, að gatan
nái tilætlaðri breidd gegn borgun úr bæj-
arsjóði gegn óvilhallra manna mati. —
Þetta ákvæði gæti orðið til þess, að lóð-
areigandi hefði ékki nægilega lóð eptir til
að byggja hús á, og yrði með því sviptur
eign sinni. Að vísu er ákveðið f sam-
þykkt þessari, að skerðist lóðin svo mik-
ið, að hún verði ekki notuð til hússtæðis.
þá geti eigandi krafizt þess, að bæjarsjóð-
uf kaupi alla lóðina gegn borgun eptir
óvilhallra manna mati. En það er ekki
vlsí, að þetta mat óvilhall'ra manna væri
byggt á hinu sanna verðgildi lóðarinnar,
eða hvers virði hún væri fyrir eiganda t.
d. við fjölförnustu götur bæjarins, þar sem
bezt liggur við t. d. tyrir verzlun og ann-
an atvinnurekstur. En' sé ekki tekið tillit
til þess, getúr eigandi beðið stórkostlegt
fjártjón við sllka nauðungar-afhendingu,
Ýms önnur ákvæði þessarar samþykktar
eru og mjög athugaverð, þótt hér séu ekki
talin, samþykkt þeSsi er svo afarmikill
bálkur. Sérstaklega er þó ákvæðið í 14.
gr. ósanngjarnt og 1 sjálfu sér ótækt, • að
hverju íbúðarhúsi skuli fylgja óbyggð lóð,
er eigi sé minni en hússtæðið. í mið-
bænum t. d. þar sem lóðir eru afardýrar
eru óbyggðár lóðir afarlitlar, víða miklu
minni en byggða lóðin. En mælt er, að frum-
varpssemjendur muni hverfa frá, að láta
þetta ákvæði ná til miðbæjarins. Þá er
og ákvæðið um, að ekkert timburhús megi
vera vegghærra en 14 álnir og ekki meira en
tvílyft dálítið firrukennt, satt að segja. Auð-
vitað er samþykkt þessi nú samin til að ráða
bót á gömlum syndum byggingarnefndar-
innar hér í bænum, sem ekki hefur verið