Þjóðólfur - 04.06.1903, Qupperneq 3
víst, að aðrir verði eins vorkunsamir við
hann og Ármann.
Um Olafsvlkur-Sigurbjörn hef eg ekki
annað að segja en {>að, að eg kenndi
hann við Lækjarbotn, af því eg hélt, að
hann væri kunnugri undir því nafni, en
stefnuvotts- og úttektarmannsnafninu.
Stykkishólmi 20. maí 1903.
Lárus H. Bjarnason.
Alit
Corpus juris 1897 nm ríkisráðssetu
íslandsfáðgjafans.
Það er alment álitið, að yfirdómari
Jón Jensson hafi ásamt ritstj. Einari
Hjörleifssyni samið greinar þær í ísa-
fold, sem eru undirritaðar: „Corpus
juris“ 18., 22. og 29. sept., og 2. og
27. okt. árið 1897.
Hér eru settir smákaflar úr greinum
þessum, svo þeir sem eiga, eða hafa
lesið rit Jóns Jenssonar um „ Uppgj'óf
landsréttinda“ geti sér til fróðleiks og
skemmtunar borið saman skoðun hans
árið 1903 við álit „ Corpur juris“
1897:
„Því að sérmál vor eru á altt annan
hátt aðskilin frá. dönskum málum heldur
en t. d. mál þau, sem innanríkisráðgjafinn
fjallar um, eru aðskilin frá málum dórns-
málaráðgjafans. „I öllum þeim málum,
sem.........varða Island sérstaklega, hef-
ur landið löggjöf sína og stjórn út affyrir
sig“, segir stjórnarskráin. Þessu neitar
enginn, ekki heldur neinn danskur maður.
Og mér vitanlega heldur enginn danskur
maður þv£ fram, að danskir ráðgjafar eigí
að fjalla um sérmál Islands. Að því er
næst verður komizt, er þeim ekki haldið
í ríkisráðinu í því skyni, enda lægi ekki
í augum uppi, hvernig það yrði varið. Þeim
er haldið þar lil tryggingar fyrir því, að
íslenzk löggjöf og stjórn fari ekki út fyrir
valdssvið sitt, né stofni stjórn Ðana í neinn
vanda.
Því fer þess vegna svo fjarri, að dönsk-
um ráðgjöfum sé ætlað að greiða atkvæði
um sérmál Islands, eins og allt af er
verið að stagast á, að vér höfum engan
rétt til að búast við, að þeir ræði þau, enda
þótt þau séu flutt í ríkisráðinu — nema
þeir þykist hafa ástæðu til að líta svo á,
sem þau liggi utan við valdsvið íslenzku
stjórnarinnar. Engin átylla hefur enn kom-
ið fram fyrir þeirri skoðun, að þeir hafi
nokkurn tíma gert það. Og færu þeir að
gera það, væri það sjálfsagt ákæruefni gegn
Istands-ráðherranum, ef hann ekki berðist
gegn slíkri hlutsemi með öllum þeim vopn-
um, sem staða hans leggur upp í hendurn-
ar á honum“. [Isaf. 18. sept. 1897].
„ ... Um íslenzk sérmál höfum vér eng-
an rétt til halda, að ágreiningur geti orðið
meðal ráðherranna í ríkisráðinu, af þeirri
einföldu ástæðu, að það er að eins einn
rddherra þar, Islands-ráðgjafinn, sem hefur
heimild til að fjalla um pau.
[Isaf. 22. sept. 1897].
„En ríkisráðið þá?“ munu menn spyrja.
„Hvernig er unnt að koma fram ábyrgð
fyrir það, sem þar fer fram, öðruvísi en
samkvæmt grundvallarlögum Dana?“
Svarið verðurþetta: Þær ráðgjafaathafn-
ir, sem fara fram í ríkisráðinu samkvœmt
fyrirmœlum grundvállarlaganna, eru að
sjálfsögðu háðar þeirri ráðgjafaábyrgð, sem
grundvallarlögin ákveða, ákæruvaldi fólks-
þingsins og dómsvaldi ríkisréttar. En all-
ai þær athafnir 1 ríkisráðinu, sem eru
grundvallarlögunum óviðkomandi, hljóta að
vera háðar allt annari ábyrgð.
Nú dettur að líkindum engum heilvita
manni í hug að halda því fram, að sérmál
vor séu lögð fyrir konung samkvœmtfyrir-
mælum grundvallarlaganna dönsku. Grund-
vallarl'ögin gera ekki ráð fyrir peim mdlum.
Þau eru grundvallarlögunutn óviðkomandi.
Þau etu lögð fyrir konung einöngu satn-
kvcemt stjórnarskrd vorri. Þar af leiðandi
er sá ráðgjafi, sem það gerir, eingöngu
háður þeirri ábyrgð, sem stjórnarskráin
ákveður. [ísaf. 29. sept. 1897].
.....kafla úr 1. gr. stjórnarskrárinnar:
„I öllum þeim málum, sem .... varða Is-
land sérstaklega, hefur landið löggjöf sína
og stjórn út af fyrir sig“. Það var þetta
ákvæði stjórnarskrárinnar, sem eg sagði,
að enginn maður neitaði, ekki heldur
neinn danskur maður.
A pessu dkvæði byggist að sjdlfsögðu sú
krafa vor, að engir af rdðgjöfum konungs
fjalli um sérmdl vor nema íslands-rdðgjaf-
inn.
Það er ríkiseiningin, sem fyrir stjórninni
vakir, þörfin á eptirliti með því, að Islands-
stjórnin fari ekki út fyrir sitt valdsvið, né
haggi jafnrétti ‘þegnanna, né stofni ríkinu
í vanda. Það verður með engu móti sagt,
að eitthvert slíkt eptirlit komi 1 bága við
stjórnarskrá vora. Það er pvert á móti
sjdlfsögð afleiðing af sambandi voru við'
Danmörku.
Ein af reglunum fyrir framkvæmd stjórn-
arstarfanna er sú, að fái konungur ein-
hvern af ráðgjöfum sínum til að undirskrifa
með sér, þá öðlist sú stjórnarráðstöfun
gildi. Dettur nú nokkrum manni í hug að
segja, að þessi regla geti átt við sérmál
Islands? Auðvitað ekki. Það er að eins
einn ráðgjafi, sém getúr gefið þeim gildi
með undirskript sinni, Islands-ráðgjafinn.
Orð stjórnarinnar verða 1 þessn efni að
skoðast í ljósi gildandi* laga — stjórnar-
skrárinnar.
En fengjum vér fyrir ráðgjafa mann, sem
ekki hefði önnur stjórnarstörf á hendi og
mætti á alþingi, þá fer málið að verða
mjög þýðingarmikið. Og eins og eg hef
áður sagt, væri það skylda ráðgjafa vors,
að sjá um, að eigi verði brotin á oss lög
með hlutsemi af hálfu hinna dönsku ráð-
gjafa". [Isaf. 2. okt. 1897].
„Kjarninn er þessi: Hefir ráðgjafi vor
rokkra sérstöðu 1 ríkisráðinu? Er stöðu
hans nokkuð annan veg háttað gagnvart
konungi en stöðu hinna annara ráðgjafa
hans ?
„Dagskrá" þverneitar því. Eg fullyrði
pað.
Áþreifanlegasta sönnunin fyrir því, að
eg hafi rétt að mæla, er þetta; að engin
stjórnarráðstöfun viðvíkjandi sérmálum Is-
lands öðlast gildi, nema ráðgjafi íslands
taki hana að sér. Þettnan eina ráðgjafa
verður konungur að fá með sér, þegar um
þau er að ræða.
Hér er ómótmælanlega að ræða um þýð-
ingarmikla sérstöðu, sem ráðgjafi vor hef-
ur. Á hverju byggist hún nú? Byggist
hún á grundvallarlögum Dana? Nei. Hiín
er gersamlega andstœð grundvallarlögum
Dana. Hún byggist eingöngu d stjórnar-
skrd vorri.
Það er þannig Ijóst, að enda þótt sér-
mál vor séu flntt í ríkisráðinu, staðfest þar
af konungi og undirskrifuð af ráðgjafan-
um, þá eru úrslit þeirra háð öðrum skil-
yrðum en úrslit danskra mála. Þau eru
hdð peim skilyrðum, sem stjórnarskrd ís-
lands segir, en ekki grundvallarlög Dana.
Hvernig getur svo nokkur heilvita maður
farið að halda því fram, að afleiðingarnar
af þeim úrslitum séu ekki háðar stjórnar-
skrá vorri, heldur eingöngu grundvallar-
lögum Dana ?
Ein af þeim afleiðingum er ábyrgðin.
Hór er ekki nema um tvennt að velja.
Annaðhvort hljótum vér að halda því
fram, að stjórnarskrá vor gildi.
Eða þá, að jafnskjótt sem mál vor eru
komin inn í ríkisráðið, gildi stjórnarskrá
vor alls ekki, og að mál vor þar verði
eipgöngu háð grundvallarlögum Dana. Þá
mætti eins láta hvern sem vill af hinum
dönsku ráðgjöfum skrifa undir lög vor.
Það dylst víst engum, út í hverjar vit-
leysu-ógöngur stjórnmál vor þá væru
>komin“. [ísaf. 27. okt. 1897].
91
Á alþingi 1897 segir Jón Jensson:
(sjá alþt. bls. 678—679).
Og af hverju getur ríkisráðið samþykkt
þetta, sem stendur í frumv.: „ráðgjafinn
ber ábyrgð á stjórnarathöfninni", án þess
að brjóta grundvallarlögin ? Það er af
því, að „ísland hefur sérStök landsréttindi",
þó að það það Sé óaðskiljanlegur hluti
Danavéldis. Þetta hefur allt af verið við-
urkennt af Dönum og ríkisráðínu, og er
sannað svo skýrt sem mögulegt er með
stöðulögunum og stjórnarskránni, ög er
eitt hið greinilegasta dæmi þess, að það
sé játað, að ísland hafi sérstök landsrétt-
indi, það er, að grundvallarlögin ekki gildi
þar á sama hátt og í öðrum ríkishlutum
Danaveldis, er það, að ráðgjafi Islands
ber ábyrgð fyair alþingi Islendinga, óg á
mæta í þeim ábyrgðarmálum fyrir sérstök-
um dómi, hæstarétti ríkisins.
Það hefur verið tekið réttilega fram, að
það heyri ekki undir alþingi að gefa lög
um ríkisráðið. —- Alþingi getur ekki breytt
éinui kommu í lögúfium, sem gilda utn
ríkisráðið, en þá getur hað heldur ekki
gefið autentiska lagaþýðing á þeim lög-
um. Það getur sá eini, sem gefur lög-
in út. Vér getum ekki einu sinni lögfest
rdðgjafann í ríkisrdðinu.
Nokkrir heimastjórnarmenn.
„l»ervie“,
aukaskip frá Thorefélaginu, köm hingað
30. f. m. Með því komu frá Höfn 9 stú-
dentar: Böðvar Kristjánsson, Einar Arn-
órsson, Guðm. Einarsson, Guðm. Jóhanns-
son, Jón Ófeigsson, Lárus Fjeldsteð, Magn-
ús Sigufðsson, Páll Egilsson og Sigurjón
Markússon.
„Vesta“
kom loks á hvítasunnudag 31. f. m.,
hafði hitt allmikið lshrafl á Skagafirði 23.
f. m., og braut þar skrúíuna 1 ísnum. Lá
skipið kyrt um hríð umkringt af ís, en svo
rak hann frá til hafs, og komst þá „Vesta“
inn á Sauðárkrók og þaðan til ísafjarðar.
Lá hún þar lengi til aðgerðar. Hvergi
varð hún vör við ís annarstaðar á leið
sinni, en þarna á Skagafirði utarlega. Með
skipinu kom hingað læknisfrú Arndísjóns-
dóttir með dóttur sinni frá Stykkishólmi,
Davíð Östlund ritstj. frá Seyðisfirði og
nokkrir fulltrúar aðrir að norðan á Stór-
stúkuþing Goodtemplara, sem haldið verð-
ur hér í bænttm á morgun.
„Laura“
kom hingað í gærkveldi frá útlöndum.
Með henni kom fjöldi af farþegum: kon-
súll Jón Vídalín, Jón Þorlákssón verkfræð-
ingur og unnusta hans ungfrú Ingibjörg
Claesen, stórkaupmennirnir Brawn og
Copland, binn síðari með frú sinni, Einar
Erlendsson snikkari, Asgeir Torfason og
Gísli Skúlason, Petersen kapteinn í land-
hernum og með honum 32 mælingamenn.
Ennfremur Jón Magnússon landritari frá
Vestmannaeyjum, fólk frá Ameríku o. fl.
Svar til St. Stephensen’s.
„Illt er að gera úr engu tal,
og yrðast fyrir ríkisdal.
Dalur þar og dalur hér.
Herre Gud og Fader kær“.
Stefán uppgjafaprestur f Austúrey hefur
þessa ofanskráðu bögu að inngangsorðum
fyrir greinargreyi, sem hann ritaði í 73.
tbl. ísafoldar f. á., og sem hann ætlast til,
að sé svar gegn grein, sem eg skrifaði í
Þjóðólf 15. ágúst f. á. um röggsemi klerks
þessa í sambandi við sveitarútsvar mitt 1899.
Stefán segir, að eg hefði átt að læra bög-
una áður, en eg ritaði hina umræddu grein
mfna. Eg hygg, að mér sé nú samt lítt
sök á því gefandi, þótt eg gerði það ekki,
því í fyrsta lagi mun vísa þessi ekki vera
á hvers manns vörum, og f öðru lagi hefi
eg ekki minni til, að Stefán færi fram á það
við mig, þegar hann bjó mig undir fermingu,
að mér væri nauðsynlegra að kunna þessa
bögu öðrum fremur; er þó ætlandi, að hann
hafi ekki viljað undanfella neina þá lærdóma,
er mér máttu að einhverju gagni koma í
lífinu, — En nú hefi eg lært þetta guðspjall
hans; var það vel gert af honum, að koma
þvf fyrir almenningssjónir. Hann sýnir þar
eins og optar, að presturinn er ekki alveg
skilinn við hann. — Mér er sagt, að sein-
asta setning vísunnar sé guðsorð, og trúi
ég því, að það 'fhuni satt vera, og þó mér
finnist fyrri hlútinn bera einhvCrn keim af
hálfgerðum heimsáhyggjum, dugir vfst ekki
að ásaka Stefán fyrir, að hann sé að leggja
guðs nafn við hégóma. — Nei, langt frá,
hann veit maðurinn sá, að hann á að pré-
dika f tíma og ótíma; má nærri geta, að
hann hefur ekki flutt boðskap fagnaðarins
árangurslítið.
En satt að segja virðist mér bagan sú
arna koma efni því, sem um er deilt, harla
Iítið við. Presturinn hefur ekkert getað hrák-
ið af því, sem eg hefi sagt í grein minni,
sem ekki var heldur við að búast; hún var
sannleikanum samkvæm, og honum er aldr-
ei auðvelt að umhverfa, þó smámenni eigi
f hlut.
Annars hefði þessi rekistefna út úr þess-
ari krónu, sein Stefán heímtaði á þann hátt,
sem frá er skýrt f fyrri grein minni aldrei
orðið svona mikil, ef hann hefði haft þrek
til að kannast við það við Halldór bróður
minn, að á- mig hefði verið lagt 2 króna
útsvar haustið 1899. Þá 'kaus hann þann
kostinn heldur, að kalla útsvarið „pennafeil"
að einhverju leyti; var það lítilmannlegt af
svo stórum og sterkum manni.
Dálítið er það einkennileg játning hjá
Stefáni, er hann gerir í grein sinni, þar sem
hann segist hafa talið það víst, að hrepp-
stjóri hafi gengið vel frá hinni umræddu
krónu; en leyfir sér samt sjálfur að ná henni
með skuldajöfnuði við Halldór bróður minn,
sem að sjálfsögðu var mitt útsvar með öllu
óviðkomandi. •— Ef Stefán heimti lögtak f
tíma á „pennafeilinu" sínu, eins og hann
þykist hafa gert, þá skilst mér, að hann hafi
átt aðganginn að hreppstjóra, en alls ekki
að Halldóri bróður mínum. Hreppstjóri er
þó sízt ámælisverður fyrir háttalag sitt í
þessu máli. Hann er svo kunnur að gætni
og samvizkusemi, að það var engin furða,
þótt hann kynokaði sér við, að fremja lög-
tak á „pennafeilinu". Honum er kunnugt
um, að við Brúarmenn erum ekki vanir að
fara með ósannindi, var því náttúrlegt að
honum yrði það á, að trúa okkur engu síð-
ur en Stefáni.
Stefán segir, að eg hafi fengið krónuna
áður en grein mín sé dagsett, og löngu áð-
ur, en greinin kom út í Þjóðólfi. Þetta eru
hrein og bein ósannindi. Eg hefi sem sé
enga krónu fengið frá Stefáni enn í dag. —
Hann hélt krónunni fyrir Halldóri bróður
mfnum, eins og áður er frá skýrt, enda tók
sendimaður Stefáns það skýrt fram, þegar
hann skilaði henni, að Halldór ætti hana,
og var það rétt. Stefán segir, að hún hafi
legið hjá sér Iftinn tíma, eg veit nú ekki
eptir hvaða reglum Stefán telur tímann, en
í þessu sambandi er þó þessi stutti tími
3—4 mánuðii', sem honum þóknaðist að
geyma krónuna Halldórs.
Að endingu vil eg nú ráða Stefáni til að
læra eptirfylgjandi bögu, áður en hann byrj-
ar næstu ritsmfð sfna; eg hef heyrt að hún
hafi verið ort um einhvern slarkaraprest,
sem Stefán liét, og uppi var fyrir löngu sfð-
an ; bagan er svona:
„Stefán prestur stikar bresti manna
á mælikvarða misjafnan
í mútur kemst með sannleikann".
Finnst ekki Stefáni einhver andlegur skyld-
leiki milli sín og þessa nafna hans ?
Syðri-Brú í janúarmánuði 1903.
Eitíkur Sigurðsson.
Veðuráttnfar í Rvík í maí 1903.
Meðalhiti á hádegi. + 7.3 C.
—„— „ nóttu . + 2.5 „
Mestur hiti„ hádegi. + 11 „(24.25.26.).
Minnstur —„ „ . + 3 „(8.).
Mestur — „ nóttu . -)- 7 „ (26.).
Minnstur—„ —. — 3 .. (8-9-)-
Fyrstu dagana bjart veður og rétt logn, en
kaldur; hér varð jörð hvít um miðjan dag
h. 9.; er leið á mánuðinn var optastaust-
an-átt með regni, sfðan hægur á suðaustan
með skúrum og við og við við útsuður
með krapaskúrum.
x/6—03 J- Jónassen.