Þjóðólfur


Þjóðólfur - 26.06.1903, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 26.06.1903, Qupperneq 2
102 arnir okkar knýja áíram stórgerðar verk- smiðjur og framleiða ljós til að lýsa upp dalina okkar á hinum dimmu vetrarnótt- um, Þá verður nærri eins gaman að lifa hér, eins og þegar hér uxu eikur, hlynir, platanviður og vínviður. Eins og eg tók fram áðan, verða menn að læra að nota það afl, sem innifelst í landinu bæði hjá mönnum og málleys- ingjum. Menn verða að fá ný verkfæri, sem þurfa minna afl til að framkvæma verk- in með, og menn verða að leggja stund á, að eignast góða hesta, svo að hestaflið geti komið að nokkru leyti í stað þess mann- afls, sem okkur vantar; Iika finnst mér ekkert á móti því, að hafa naut til að ganga fyrir sleða og plógi, eins og gjört var hér í fornöld og kom að góðu haldi. Það er komið meira en mál fyrirlands- búa að rísa úr þeim deyfðardvala, sem þeir hafa legið í svo lengi. Að vísu neit- ar enginn, að mikill áhugi hefur á sein- ustu árum vaknað hjá bændum að endur- reisa landbúnaðinn, „en betur má, efduga skal“; áhuginn verður að vakna til fulls, ef vel á að fara. Eitt meðal annars, er sýnir áhugaleysi bænda er það, hvað þeir kaupa og lesa lítið „Plóg“, hið eina land- búnaðarblað, sem út kemur á landinu. Hefur hann þó fram yfir allar vonir sýnt það, að hann ber velferð bænda mjög fyr- ir brjóstinu, og þennan litla tíma, sem hann hefur verið á meðal okkar, hefur hann sýnt það, að hann hefur sterkan hug á, að rétta við landbúnaðinn, enda hefur hann mörg góð ráð gefið bændum. Hann ætti helst að vera keyptur á hverju íslenzku sveitaheimili, enda er verð hans svo lítið, að éngum bónda er vorkunn að kaupa hann, því þeim aurum sem varið væri til þess, álít eg að væri vel varið og miklu betur en opt á sér stað hjá bænd- um. — Að endingu óska eg, að allir leggi fram krapta sína til að efla og auka framfarir okkar kæra fósturlands og menn sýniþað 1 verkinu, að þeir séu sannir föðurlands- vinir, sem ekki gefast upp við smá-tor- færur, sem verða á leið þeirra, þegar þeir eru að vinna til heilla okkar gamla fræga fósturlandi. Jóhannes Fridlaugsson. Þingmálafundur Ár nesinga. Árið 1903, 20. dag júnímánaðar, var þing- málafundur haldinn að Selfossi. Voruþar komnir báðir þingmerm sýslunnar. Fund- arstjóri var Eggert Benediktsson í Laug- ardælum, en fundarskrifari séra Ólafur Helgason á Stóra-Hrauni. Þessi mál komu til umræðu: I. Stjórnarskrdrmdlið. Samþykkt var eptir nokkrar umræður: a. Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja stjórnarskrárfrumvarp slðasta þings óbreytt, þó því að eins, að þingmennimir sjái enga hættu stafa af þvf fyrir sérrétt- indi Islands. b. Fundurinn skorar á alþingi, að semja nú þegar á næsta þingi lög um ábyrgð ráðherrans, og telur æskilegt, að skipaður verði sérstakur innlendur dómstóll til að dæma 1 þeim málum, er þingið kynni að höfðá gegn ráðherranum. Jafnframt óskar fundurinn, að þingið stuðli að þvf eptir því sem unnt er, að þingræðisreglan verði viðurkennd og komist í hefð hér á landi. c. Fundurinn skorar á þingmennina, að stuðla að því eptir fremsta megni, að vér fáum eindregna framfarastjórn og að launa- byrðin á landsjóði aukist ekki við breyt- inguna og að eptirlaunum ráðgjafans verði þannig fyrir komið, að Iandsjóður hafi sem minnst þyngsli af. d. Fundurinn leggur eindregið með því, að umboðsmennska þjóðjarða verði afnum- in og sýslumönnum falið að innheimta af- gjöld jarðanna, en hreppstjórum að byggja jarðirnar með eptirliti hlutaðeigandi sýslu- manna og landstjómarinnar. t ’ e. Fundurinn leggur það til, að valdsvið hinna lægri stjómarvalda, svo sem hrepps- nefnda [og sýsluneínda, sé aukið, og af- greiðsla mála gerð greiðari og hagfelldari en verið hefur. f. Fundurinn skorar á alþingismennina, að beitast 'fyrir því af alefli, að fjölgun þingmanna sú, er gert er ráð fyrir í hinni fyrirhuguðu stjórnarskrá, komi að mestu leyti niður á landhéruðin og að Ámessýsla hljóti eitt sæti. 2. Bankamdlið. Að gefnu tilefni lýsir fundurinn yfir þvf, að hann álítur bankamálið útrætt að sinni og mælir með því, að næsta þing geri enga breytingu á þeim bankalögum, sem nú eru, og gæti þess, að rétti landsbank- ans verði f engu hallað. 3. Ritsími. Fundurinn skorar á alþingi, að styðja að því eptir megni, að landið komist sem fyrst í loptskeytasamband við útlönd og að höfuðstöðin hérá landi verði íReykja- vlk eða í Ámessýslu. 4. Landbúnaðarmdl. Fundurinn skorar á þingið: að styrkja Búnaðarfélag íslands með rff- legri fjárframlögum en áður; að veita kost á láni úr landsjóði með vægum kjörum til að stofna rjómabú; að veita verðlaun úr Iandsjóði fyrir út- flutt smjör og hafa takmörk verðsins, er veiti tilkall til verðlaunanna, tilfæranleg; að semja vörumerkjalög; að bændum veitist kostur á ódýrum lán- um úr landsjóði til jarðabóta og jarðakaupa með líkum kjörum og útvegsbændum hef- ur verið veitt til þilskipakaupa; að veita fé til verðlauna handa vinnu- hjúum; að veita fé til efnarannsóknastofnunar; að setja milliþinganefnd til að ' athuga landbúnaðarlöggjöf landsins. J. Fdtœk? alöggjafartndl. Fundurinn skorar á þingið, að gæta þess sem bezt, að fátækralöggjöfinni verði þann- ig hagað, að hún stemmi stigu fyrir því, að fólk streymi úr landbúnaðarsveitunum að sjónum t. d. með því að gera sveit- festistímann sem styztann. 6. Verzlunarmdl. Fundurinn óskar, að skipaður verði verzl- unarerindreki fyrir ísland erlendis. 7. Kennslumdl. Fundurinn skorar á þingið, að halda á- fram nauðsynlegum undirbúningi undir væntanlega umbót á kennslumálalöggjöf landsins og taka sérstaklega til íhugunar kennslu í verklegum efnum, auka land- sjóðsstyrkinn til barnaskóla í verzlunar- stöðum og sjávarþorpum og umgangs- kennslu í sveitum, og innleiða skólaskyldu í verzlunarstöðum og sjávarsveitum. 8. Eþtirlaunamdl. Fundurinn skorar á þingið, að afnema öll föst eptirlaun, en embættismönnum gert að skyldu, að safna sér ellistyrk eins og frumvarp síðasta alþingis, sem ekki var útrætt, fer fram á. 9. Gjafsóknarréttur. Fundurinn skorar fastlega á þingið, að afnema með öllu gjafsóknarrétt embættis- manna. 10. Ktrknamdl. Fundurinn skorar á alþingi, að kjör presta verði bætt svo fljótt, sem kostur er á með því: a. að leggja niður prestaköll, þar sem því verður við komið með góðu móti; b. að létta af prestum ýmsum störfum, sem embætti þeirra eru óviðkomandi; c. að jafna laun milli prestakallanna mik- ið frá því, sem nú er; d. að létta af þeim innheimtu launa sinna. 11. Afengissala. Fundurinn vill því að eins samþykkja algert aðflutningsbann áfengra drykkja, að full sönnun sé fengin fyTÍr því, að mjög mikill meiri hluti landsmanna óski þess. 12. Ltfsdbyrgð. Fundurinn skorar á alþingi, að gera ráðstafanir í þá átt, að innlent lífsábyrgð- arfélag verði stofnað sem fyrst. 13. Leynilegar kosningar. Fundurinn skorar á alþingi, að leiða kosningalagafrumvarpið til Iykta, en ósk- ar þess sérstaklega, að hinnalmenni kjör- dagur verði síðast í september eða fyrst 1 október. 14. Vegamdl. Fundurinn skorar á alþingi: a. að framlenging flutningabrautarinnar frá Eyrarbakka upp Ámessýslu verði á- kveðin þannig, að hún leggist frá þjóðveg- inum fyrir ofan Bitru upp yfir Skeiðin að Laxá fyrst um sinn og að fé verði veitt til þess á næsta fjárhagstímabili, og að lögð verði einnig á næsta fjárhagstímabili vegarálma frá þjóðveginum í Ölfusi að Alviðruferjustað við Sog og önnur álma af hinni fyrirhuguðu flutningabraut upp yfir Skeiöin frá Reykjum að Iðuferjustað við Hvítá; b. að flutningabrautin frá Rvk. austur að Geysi verði framlengd frá Þingvöllum að Gjábakka og fé veitt til þess í næstu fjár- lögum; c. að flutningabrautin frá Rvk. til Geys- is, samkvæmt vegalögunum 1894, verði ekki lögð austur Laugardal, heldur um hina fyrirhuguðu Sogsbrú og upp mitt Grfms- nes og Biskupstungur. d. Fundurinn óskar þess, að þingið hlut- ist til um, að rannsakað verði, hvort mót- orvagnar muni geta komið hér að notum á þeim vegum, sem hér eru nú. 13. Samgöngumál d sjó. Fundurinn skorar á alþingi: a. að hlutast til um, að verzlunarstaðirn- ir Stokkseyri, Eyrarbakki og Þorlákshöfn, eða til vara einhver þeirra, verði teknir upp sem viðkomustaðir fyrir millilanda- og strandferðaskipin, sem styrk fá úr land- sjóði; b. að settur sé upp viti á Loptstaðahól. 16. Fundurinn skorar á alþingi, að veita ríflegan styrk til barnaskóla-byggingar d Stokkseyri. 17. Fundurinn æskir þess, að sú breyt- ing verði gerð á sveitarstjómarlögunum, að kjósa megi hreppsnefnd á hausthreppa- skilaþingum. 18. Fundurinn skorar á alþingi, aðveita sýslunefndum heimild til, að greiða úr sýslusjóði hæfilegt árgjald fyrir áfangastaði í sýslunni, þar sem hún álítur þá heppi- legasta. 19. Fundurinn mælir með þvl, að land- sjóður kaupi Kolviðarhólsland með sann- gjömu verði. 20. Fundurinn skorar á alþingi, að semja lög um eyðing sels í veiðiám. 21. Tollmdl. Fundurinn mælir með, að tekjur land- sjóðs séu auknar með tollum fyrst og fremst á ónauðsynlegum vörum og þar næst þeim, er framleiöa má í landinu sjálfu. 22. Botnvórþuveiðar. Fundurinn skorará alþingi, aðleyfaalls eigi botnvörpuveiðar í landhelgi. 23. Hvalveiðar. Fundurinn skorar á alþingi, að hækka að miklum mun gjöld af hvalveiðamönn- um hér við land. Fundi slitið. Eggert Benediktsson. Ólafur Helgason. Daginn áður var haldinn þingmálafund- ur að Húsatóptum á Skeiðum. Voru þar rædd flest hin sömu mál og samþykktar margar hinar sömu tillögur. Sá fundur var mjög fámennur, er aðallega mun hafa stafað af því, að mönnum þar efra var ekki almennt kunnugt um fundarhaldið. Aðalfundur Landsbunaðar- félagsins var haldinn hér í bænum 22. þ. m. Forseti (Þórh. Bjamarson) skýrði frá framkvæmdum félagsins og fyrirætlun- um lallönguerindialmenns efnis. — Vakið var máls á því af einum fundarmanni, að ráðunautar félagsins væru ekki að vasast í pólitík, er þeir væru á embættisferðum, eins og orð hefur á leikið að minnsta kosti um einn þeirra, og lézt forseti mundi ann- astast um, að slíkt kæmi ekki optar fyrir. — Nokkrar umræður urðu um ýms landbún- aðarmál á fundinum, og nokkrar tillögúr samþykktar, og voru þessar hinar helztu: að milliþinganefnd verði skipuð til að lhuga og nndirbúa gagngerða og alvarlega endurskoðun á landbúnaðarlöggjöfinni, að skora á búnaðarþingið að auka út- breiðslu gaddavírsgirðinga rneð járntein- um, og veita styrk til þeirra, að skora á stjórnina (félagsstjórnina) að hlutast til tun, að gaddavírsgirðingar verðí teknar til greina við úthlutun búnaðar- styrksins. að búnaðarþingið hlutist til um, að Út komi innan skamms verndarlög fyrir girð- ingar, hlið á vegum, og önnur mannvirki til eflingar landbúnaðinum, a ð skora á landbúnaðarþingið að íhuga, hvort ekki mundi tiltækilegt að koma á eptirliti með slátrun, söltun og aðgrein- ingu á sauðakjöti á helztu útflutningsstöð- um. a ð skora á búnaðarþingið að verja hinu veitta fé til gróðrartilraunar sem allra mest til sjálfrar grasræktarinnar til þess að leysa sem fyrst úr þeim spurningum í þvl efni, sem hafa praktiska þýðingu, að skora á búnaðarþingið að styrkja ríflega efnileg bæfidaefni til þess að setja upp húsmennsku-grasbýli til sveita. Vigfús Bergsteinsson hreppstjóri á Brún- um undir Eyjafjöllum, er staddur var á fundinum, skýrði frá hvílík hætta vofi yfir Eyjafjallasveit fyrir skemmdir af Markar- fljóti, taldi hann nú tækifærið til að afstýra þessari hættu, meðan fljótið lægi mest allt i Þverá, en rynni lítt eða ekki Fjallameg- inn. Voru fundarmenn því hlynntir, að nauðsyn bæri til, að gera eitthvað til að fyrirbyggja frekari skemmdiraf fljótinu.—■ Að lokum voru kosnir 3 fulltrúar á bún- aðarþingið, og varð stjórnin fyrir því vali. En búnaðarþing þetta er nær eingöngu skipað embættismönnum og öðrum lærð- um mönnum. Á því fyrirkomulagi, sem óhæfilegt er, þyrfti að verða breyting til batnaðar, svo að meiri hluti þess þings væri skipaður mönnum úr bændastétt. Fleira þyrfti og lagfæringar við í fyrirkomu- lagi þessa landbúnaðarfélags. „íslenzkt J»jóðerni“. Svo nefnist bók ein, rúmar 16 arkir að stærð, sem nýkomin er út eptir Jón Jóns- son sagnfræðing. Kostnaðarmaður Sigurð- ur Kristjánsson. Eruþetta io alþýðulestr- ar, er höf. hélt hér í vetur og mikillróm- ur var að gerður. Hefur fyrirlestra þessara verið lauslega getið áður hér í blaðinu, um það leyti, er þeir hófust. Virðast þeir vera prentaðir óbreyttir eins og höf. hélt þá. Gerir hann í formálanum grein fyrir, að efni fyrirlestranna sé, „að rekja í stuttu máli helztu þættina í lífi og sögu Islend- inga frá upphafi og fram á vora daga, en þó um leið sérstaklega að taka fyrir þá hliðina, sem snertir þjóðernið sjálft og

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.