Þjóðólfur - 24.07.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.07.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 24. júlí 19 03. Jú 30. Hér með tilkynnist almenningi, að öllum óviðkomandi mönnum er strangiega bannað að skjóta fugla i landareign jarðanna Ártúns, Ár- bæjar og Breiðholts. Reykjavík iq. júlí 1903. Jón Jakobsson. Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson, Stjórnarskrárnefndarálit efpi deildar. Stjórnarskrárnefndin þar (Eiríkur Briem, Kristján Jónsson, Guðjón Guð- laugsson, Guttormur Vigfússon og Val- týr Guðmundsson) hefur nú lokið starfi sínu. Er nefndin öll á einu máli um, að samþykkja eigi frumvarpið óbreytt, og gerir í áliti sínu svofellda grein fyr- ir afstöðu sinni í málinu: »Stjórnarbótarákvæði frumvarpsins eru árangurinn af baráttu þeirri, sem háð hef- ur verið hér á landi um nokkurt árabil, með því markmiði fyrir augum, að koma stjórnarhögum landsins 1 viðunanlegt horf; framan af áttust við í baráttu þessari 2 andvigir flokkar, og vafalaust þóttustþeir báðir vinna að því eða vinna í þá átt, að landið fengi svo ríflega stjórnarbót, sem kostur væri á og við mætti una. I fyrra á aukaþfnginu 1902, urðu flokkar þessir sammála um það, að frv. þetta, sem vér nú höfum til meðferðar, hefði þau ákvæði um umbætur á stjórnarhög- um vorum, sem væru eigi að eins mjög vel viðunanleg, heldur og ákjósanleg fyr- ir oss, og þetta álit hefur h. neðri deild nú í sumar fallizt á af nýju og staðfest með atkvæði sínu. En þessi eru aðal-umbótarákvæði frv.: Eptir því fáum vér sérstakan ráðgjafa, er hefur á hendi framkvæmd sérmála vorra, og má eigi hafa annað ráðgjafaembætti á hendi; hann á að tala og rita íslenzka tungu, og skal hafa aðsetur hér á landi, í Reykjavík; hann einn ber sérmál vor upp fyrir koaungi, og hann ber ábyrgð á allri stjórnarathöfninni, en alþingi getur kært hann fyrir embættisrekstur hans, og komið ábyrgð fram á hendur honum; hann er stjórnskipulega skyldur til að mæta á alþingi, svo að þingið geti samið við hann og unnið með honum að lands- málum. Auk þessa veitir frv. alþingi stjórnskipulegan rétt til þess að eiga setu að minnsta kosti 8 vikur í senn, það er: lengir alþingistímann um 2 vikur, fjölgar þjóðkjörnum þingmönnum um 4, breytir tölu þeirra í efri deild þannig, að þeir verða þar jafnan í meiri hluta, rýmkar kosningarréttinn að nokkrum mun, fell- ir niður takmörkun þá á fjárráðarétti al- þingis, sem felst f 25. gr. stjórnarskrár- innar, breytir ákvæðunum í 28. og 36. gr. stjórnarskrárinnar þannig, að minni hlut- inn (1 sameinuðu þingi og í þingdeild) getur eigi ónýtt ályktanir meiri hlutans með því einu móti, að mæta eigi á þing- fundi. Þótt skiptar kunni að vera skoðanir um nokkur hin síðasttöldu ákvæði frv., þá sýnir þó þessi upptalning á aðalákvæð- um þess það, sem allir eru og sammála um, að það býður oss mjög verulegar umbætur á stjórnarfari voru, og að það fullnægir hinum brýnustu og helztustjórn- arbótarþörfum vorum. Þó að það eigi fullnægi öllum þeim kröfum, semvérgæt- um gert og ef til vill vildum gera, til umbóta á stjórnarhögum landsins, þá ber þess að gæta, að eptir áliti nefndarinnar er nú að sinni eigi nokkur útsjón til þess, að vér fáum frekari kröfum fullnægt; saga málsins að undanförnu, afstaða þess nú, margítrekaðar yfirlýsingar stjórnarinn- ar, og síðast ummæli ráðgjafans í athuga- semdunum við frv., sem lagðar voru fyr- ir þingið í fyrra, — alt þetta bendir ó- tvíræðlega í þá átt, að eigi séu nú til- tök að fara lengra í sjálfstjórnaráttina en frv. fer, ef vér eigi viljum eiga það á hættu að spilla öllu málinu og fella það niður. Það hefur nú eigi heldur neinum blandazt hugur um það, að frv. bjóði oss stórvægilegar stjórnarfarsumbætur, sem vér eigi megum drepa hendi við, svo framarlega það eigi hefur önnur þau á- kvæði, sem álitizt geta skaðvænleg eða háskasamleg fyrir sjálfstæði lands vors eða fyrir hina stjórnarlegu stöðu vora í ríkinu. Þessu hefur verið haldið fram úr einni átt síðan í fyrra, að frv. þá var samþykkt á þinginu, og þykir nefndinni rétt, aðat- huga þær aðfinningar við frv., sem opin- berlega hafa verið gerðar við það í þessu efni, að svo miklu leyti sem þær virðast geta haft nokkra þýðingu eða hafa feng- ið nokkra áheyrn hjá almenningi. Nefndin getur eigi kannazt við það, að í meðferð málsins að undanförnu felist nokkuð það atvik, né heldur að stjórnar- skrárfrv. sjálft hafi nokkuð það ákvæði, er bendi til þess eða skilið verði á þá leið, að vér með frv. afsölum oss rétti til þess síðarmeir að krefjast frekari umbóta á stjórnarhögum vorum eða gerum oss það erfiðara, ef reynslan skyldi leiða í ljós, að þær væri æskilegar. Vér fullyrð- um það, að engin sönnun hafi verið sýnd fyrir þessu, enda vitum vér það vel, að þeir, sem hér á þingi hafa mest starfað að þessu máli, hafa gert það með þeirri öruggu sannfæringu og fullvissu, að ekk- ert slíkt gæti til mála komið. Og vissu- lega ber þeim þó að sanna hið gagnstæða, sem halda því fram. Frumvarpið sjálft gefur enga átyllu til þess, að líta svo á. Þá getur nefndin með engu móti kann- azt við það, að ákvæðið 1 1. gr. frv., að ráðherrann skuli bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnar- ráðstafanir, feli í sér viðurkenningu um það, að grundvallarlög Danmerkur-ríkis hafi lagagildi fyrir þetta land. Það er hverjum manni augljóst, að frv.-greinin segir ekkert um það, hvorki beinlínis né óbeinlínis, og ákvæðið gæti staðizt sem sjálfstætt ákvæði, þótt áminnzt grundvall- arlög væru eigi til, þvf að konungur mundi allt að einu hafa sitt »ríkisráð«. Það sýnist full-augljóst, að með þessu á- kvæði eru hin dönsku grundvallarlög eigi lögleidd hér á landi, hafi þau eigi verið orðin lög hér áður, en það hafa þau eigi verið. því að þau hafa eigi verið gefin fyrir ísland, eigi samin á íslenzku né þýdd á fslenzktt, eigi birt fyrir þegnunum hér á landi og eigi lögð fyrir þing þjóðarinn- ar. — Háskasemi ákvæðisins í 1. gr. frv. um ríkisráðið getur því eigi verið fólgin í því, að grundvallarlögin dönsku séu lögleidd með því hér á landi eða gildi þeirra fyrir oss viðurkennt, því að hvor- ugt hefur gert verið, en það er með öllu óheimilt, að leggja frekara í orð frr. en þau sjálf segja. — En nú mætti segja, og það hefur ver- ið sagt, að ákvæðið að efni til sé háska- samlegt fyrir stjórnarfarslegt sjálfstæði vort og sérstöðu, alveg án tillits til þess, í hvaða sambandi það standi við grund- vallarlög Danmerkur. Þessu verður eigi svarað, nema með því að rannsaka á- kvæðið sjálft. Það hljóðar þannig:» Hann (ráðherrann) skal . . . fara . . . til Kaup- mannahafnar til þess að bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnar-ráðstafanir». Vér viljum þó fyrst taka það fram, sem að vísu er vikið að áður, að vér erum þess fullvissir, að verði ákvæðinu »í ríkisráðinu« kippt úrfrv.,þá höfum vér skapað oss endalok þessa máls að sinni, þau sem sé, að frv. verður neit- að staðfestingar, málið lagt á hylluna, og stjórnarbótin greptruð um ófyrirsjáanlegan tíma. En hugsum oss allt að einu hitt, að frv. þannig breytt næði konungsstað- festingu; mundu þá eigi áminnzt mál vor allt að einu verða. borin upp í ríkisráð- inu ? Jú, vissulega ; vér erum í engum efa um það, það mundi verða gert eptir gam- alli stjórnarvenju og fyrir »stjórnarfarslega nauðsyn«. Og nefndin fær með engu móti séð það, að vér værum betur settir, þegar mál vor væru þannig borin upp í ríkisráðinu, eptir gamalli venju eða »fyrir stjórnarfarslega nauðsyn«, heldur en ef þau væru borin þar upp eptir beinu á- kvæði í stjórnarskrá vorri. Þess má og geta hér, að þegar ákvæðið um flutning málanna í ríkisráðinu er tekið upp í stjórnarskrá vora, þá er það orðið sann- arlegt og viðurkennt sérmál vort, sem vér höfum rétt til að breyta á stjórnskipuleg- an hátt, eins og vér að öðru leyti höfum lagalegan rétt til að breyta stjórnarskrá vorri. Þegar vér skoðum efni hins umrædda ákvæðis í 1. gr. frv., errétt aðskoðaþað með hliðsjón af orðum ráðherrans sjálfs um það í athugasemdunum við frv., því að vér höfum augljósan rétt til þess, að taka þessi orð sem lögmæta og skuldbind- andi skýringu á ákvæðinu. En ráðgjafinn segirsvo 1 ástæðunum (bls. 5): »Aðþess- ar stjórnarathafnir séu bornar upp í rík- isráðinu er nú sem fyr stjórnarfars- leg nauðsyn, og eins og það er sjálf- sögð meginregla, að málin séu borin upp af þeim ráðgjafa sjálfum, sem stendur fyr- ir þeirri grein mála, sem þau heyra und- ir, eins mun það og, þegar um íslenzk mál er að ræða, vera haganlegast í raun og veru, að þau séu borin upp af ráð- gjafa íslands sjálfum, þar sem hann er nákunnugur högum og háttum landsins, og stendur i beinu sambandi við alþingi. Og návist hans þar yrði með öllu nauð- synleg, er vafi kæmi upp um það, hvort eitt eða annað af þeim málum, sem hann vildi hafa fram í ríkisráðinu, stofnaði eigi eining ríkisinsíhættu eða kynni eigi að skerða jafnrétti allra danskra ríkisborgara. Því aðþar sem það auðvitað gæti eigi komið til mála, að nokkur hinna ráðgjafanna færi að skipta sér af neinu því, sem er sérstak- legt mál Islands, þá er það hinsvegar eins sjálfsagt, að það væri skylda allra hinna ráðgjafanna að mæla í móti, ef Islands- ráðgjafinn gerði tilraun til að ráðast á annaðhvort þessara tveggja atriða, alveg á sama hátt og það væri réttur og skylda íslandsráðgjafans að mæla 1 móti, efreynt yrði frá Dana hálfu að losa um samband- ið við ísland, eða halla jafnrétti íslend- inga í konungsríkinu á við aðra danska þegna«. — Þannig farast ráðherranum orð. Þar sem hann telur það stjórnarfarslega nauð- syn að málin, sem um er að ræða, séu borin upp fyrir konung í ríkisráðinu, þá skiljum vér þetta á þá leið, og teljum að það verði eigi skilið á aðra leið en þá, að það að hans áliti sé og hafi verið ó- hjákvæmilegt samkvæmt stjórnarfyrirkomu- lagi ríkisins, in specie sambandi Islands og Danmerkur, að þessi mál vor komi fyrir konung f ríkisráðinu. Vér teljum það alsendis óheimilt, að vitna til þessa ákvæðis sem sönnunar fyrir því, að grund- vallarlög Dana séu að áliti ráðherrans lög hér í landi eða lög fyrir málefni vor. Ef það hefði verið álit hans, og hann leitt þessa »stjórnarfarsnauðsyn« þar af, þá hefði hann alveg vafalaust skírskotað með beinum orðum til grundvallarlaganna, til þess að staðfesta þessa skoðun sína. Að hann eigi gerir það, bendir augljóslega í þá átt, að hann fyrir sitt leyti álítur að nefnd grundvallarlög nái ekki til íslenzkra mála. Að öðru leyti eru hin tilvitnuðu orð ráðgjafans mjög ljós; hann segir, að það sé fullkomin fjarstæða (að það geti alls ekki komið til mála), að nokkur hinna ráðgjafanna fari að skipta sér af sérmál- um Islands, eða yfirleitt því, sem Islands- raðgjafinn vildi hafa fram í ríkisráðinu, nema því að eins, að vafi kæmi upp um það, hvort mál þessi eigi stofnuðu einingríkisins íhættu eða kynnu eigi að skerða jafnrétti allra danskra rlkisborgara. Með þess- um orðum er afmörkuð og viðurkennd sérstaða Islandsráðgjafans í ríkisráðinu. Enginn annar en hann getur borið sér- mál Islands upp fyrir konungi; hinirráð- gjafarnir hafa engan rétt til þess að hafa áhrif á úrslit þessara mála, nema því að eins, að spurning sé um, að með þeim sé eining ríkisins stofnað í hættu eða skert jafnrétti borgaranna. Þessu getum vér varla haft á móti, meðan vér erum í sambandi við Danmörku. Vér getum eigi með réttu andmælt því, að þeirhafi þetta eptirlit, það er, gæti þess, að lög- gjöf vor og stjórnarráðstafanir stofni eigi eining ríkisins 1 hættu eða misbjóði jafn- rétti ríkisborgaranna. En sé þetta viður- kennt, þá þykir oss það einsætt, að það liggur beinast við, að eptirlit þetta fari fram í ríkisráðinu, og að ráðherra vor fyrir þvl beri mál vor þar upp. Hvort sem mál vor eru borin upp í ríkisráðinu eða ekki, verður með engu móti fyrir það byggt, að annarleg áhrif geti komizt að. Vér getum engu um það ráðið, hverj- ir tala við konung vorn eða ráðgjafa vorn, en vér vitum þó, að í ríkisráðinu eru það eigi aðrir en ráðgjafar ríkisins, sem hafa tækifæri til þess, að leitast við að beita áhrifum sínum. Þegar margnefnt ákvæði í 1. gr. frv. er skoðað í sambandi við ofanrituð um- mæli ráðherrans, og skilið með hliðsjón af þeim, en til þess höfum vér fyllstu heimild, þá fáum vér eigi annað séð, en að það viðurkenni sérstöðu ráðherra vors í ríkisráðinu, lögskilnað mála vorra frá ríkismálunum og sérmálum Danmerkur, og sjálfstæði vort og frjálsræði, að því er

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.