Þjóðólfur - 24.07.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.07.1903, Blaðsíða 3
kvæmt lögum 6. nóv. 1897. Nefndin felst á, að rétt sé, að ákveðin sé meðalmeðgjöf tim leið og sýslumönnum og bæjarfóget- um er falið að ákveða framfærslueyri, og kemur nefndin fram með lagafrumvarp í því skyni. Störf amtmannsins í Suður-og Vesturamtinu, sem dómara í synodalrétt- inum, telur nefndin réttast, að fela for- stjóra landsyfirréttarins, en forsetastörfin í amtsráðunum álítum vér rétt að 'ráð- herrann feli einhverjum sýslumanni í amt- inu, og þykir oss bezt við eiga, að skrif- stofuþóknun hans greiðist af jafnaðar- sjóði. Viðvíkjandi skrifstofu þeirri, sem ætlazt er til að ráðherrann hafi í Kaupmanna- höfn, skulum vér að endingu að eins taka það fram, að vér föllumst algerlega á það, að hún sé að eins undirdeild af stjómar- skrifstofum ráðaneytisins, og að forstöðu- maður hennar, sem verður að vera sem handgengnastur ráðherranum, sé að eins útnefndur af honum, en hafi eigi konung- lega veiting. Aptur á móti teljum vér mjög nauðsynlegt, að hægt sé að fá vel hæfan, áreiðanlegan og kunnugan mann í þessa stöðu, sem getur orðið allmikils- varðandi, er um það er að ræða, að út- vega ráðherranum nauðsynlegar upplýsing- ar, og framkvæma erindi hans í ýmsum greinum, og teljum vér ekki næga trygg- ing fyrir því, að slíkur maður gæti feng- izt í Kaupmannahöfn fyrir hina tilgreindu upphæð 2400 krónur; virðist oss þvf rétt- ara, að laun hans væri ákveðin nokkru hærri". Lárus H. Bjarnason skrifaði undir nefnd- arálitið með þeim fyrirvara, að hann telji líklegt, aa ráðherrann geti komizt af með 1200 kr. á ári sem húsaleigu, sé á annað borð kostur á hæfilegu húsi handa hon- um, og að honum finnist það hvorki eiga við né vera í sjálfu sér rétt, að þingið fari að svo stöddu fram á hækkun á launum forstöðumanns skrifstofunnar í Kaupm,- höfn, úr því að stjórnarráðið telji þau viðunanleg, enda muni meiri hluti þing- manna vera á þeirri skoðun, að sitja megi við tillögur stjórnarinnar um þetta atriði. Legátinn og „Framsóknarflokksstjórnin“. Eins og lesendur Þjóðólfs án efa muna, var þess getið til 19. júnf í 25. tölublaði, að yfirdómari JónJensson mundi hafa far- ið landvarnarerindaferð sfna til Kaup- mannahafnarmeð vilja, vitund og ráði stjórn- ar Framsóknarflokksins(!) svonefnda, er að líkindum mundi einnig hafa lagt fé fram til ferðarinnar. Isafold reiddist þessari getgátu ákaflega, flutti langan pistil um „persónuleg illmæli og getsakir" og ritstjóri Björn Jónsson gef- ur þá hátíðlega yfirlýsingu í 37. tölubl. Isafoldar „í Framsóknarflokksstjórnarinn- ar nafni og fyrir hennar hönd, að hr. yfir- dómari Jón Jensson fór ferð sína til Kaup- mannahafnar með póstskipinu 16. þ. m. að þeirri Jiokkstjórn alveg fornspurðri, og að hann fór þá ferð án 1 eyris framlags eða fjárframlagafyrirheitis frá hennar hálfu“. Bersýnilegt var það, að einhverjir einstak- ir menn, sem töldu sig þá eiga heima í þeirri „pólitisku ruslakistu", sem hefur tek- ið sér nafnið ,,Framsóknarflokkur“(!) hafa fundið til þess, að það væri þó að bíta höfuðið af allri skömm og gera sig beran að frámunalegu pólitisku taktleysi og heimsku, með yfirlýsingu flokksins 1902 að baki sér um, „að enginn mundi gerastsvo djarfurað reyna að hreyfa lengur við þessu máli, — að fara þá rétt á undan al- þingi 1903 að gera út legáta á fund ráð- gjafa Islands sjálfs, til þess að spyrja hann að, hvað hann hafi nú eiginlega meint með orðalagi stjórnarskrárfrumvarpsins 1902 og athugasemdunum við það, og hvort hann sé nú ekki í rauninni að fleka hina íslenzku þjóð til þess, að afsala sér landsréttindum sinum. Einhvern úr flokknum hefur þó rámað í það, að með því að biðja ráð- gjafann um svör upp á slíkar spurningar sem þetta, gæfi „framsóknarflokksstjórnin“ sjálfri sér og flokk sínum fyrst og fremst vottorð um afskaplega fávizku og skiln- ingsleysi á þessu máli, sem flokkurinn hafði gefið atkvæði sitt í einu hljóði með nafna- kalli á þinginu 1902, vottorð um það, að flokkurinn hafi greitt atkvæði frumvarpinu í fyrra hugsunarlaust, íhugunarlaust, skiln- ingslaust, vitað engan skapaðan hlut, hvað hann var að gera, talandi þó svo digur- barklega um „dirfsku"; og að með þessu sýndi „framsóknarflokksstjórnin" í öðru lagi ráðgjafa Islands, — sem konung- ur vor hefur sett sérstaklega til pess, að vernda hagsmuni og réttindi Islands í öllum greinum, og veita sér þá aðstoð og þau ráð í stjórn landsins, sem eptir hans viti og sannfæringu væru happasælust og blessunarríkust fyrir velferð landsins — þessum sama ráðgjafa konungs sýndi „fram- sóknarflokksstjórnin" og flokkurinn allur svo öldungis ósæmilega tortryggni á hvöt- um hans og tilgangi með stjórnarskrártil- boðinu, að fyllsta ástæða hefði verið til að vænta þess, að hann mundi reka þann legáta út með fyrirlitningu, sem legði slík- ar spurningar fyrir hann í fullri alvöru og í umboði heils „Framsóknarflokks". Björn Jónsson ritstj. hefur því verið knúður til að gefa þessa yfirlýsing í Isa- fold, 20. júní 1 nafni „framsóknarflokks- stjórnarinnar", til þess að reyna að losa „Framsóknarflokkinn" við grunsemdina um slíka hluti. Einhverjir kynnu að verða til að trúa Birni enn, þrátt fyrir allt og allt. En hvað skeður svo P Nú á mánudaginn 20. júlí er „Ingólfur" borinn út um bæinn, blaðið, er flytur skýrslu Jóns Jenssonar sjálfs um ferð haris á fund ráðgjafans, og Jón Jensson skýrir þar frá því opinberlega, að „framsóknar- flokksstjórnin" hafl fcngid sér pegar hún frétti, að hann œtlaði að fara til Khafnar, mcðinæli sín til ráðgjafnns, að liann tæki vel erindi sínu o. s. frv. Jóni þótti að vonum ógn vænt um þessi meðmæli, því að nú hafði hann að baki sér annan ping- flokkinn, og taldi því víst, að ráðgjafinn mundi ekki reka sig út. Ráðgjafinn rak hann heldur ekki út, en þegar hann afhenti ráðgjafanum „passa" sinn, frá „framsóknarflokksstjórninni" og spurði hann að, hvort hann væri að narra Islendinga til, að afsala sér landsréttind- um sínum, þá blöskraði ráðgjafa svo, að hann virti Jón ekki svars og heldur ekki „framsóknarflokksstjórnina" — „sem al- veg correct var". Ráðgjafinn benti honum annars blátt áfram á, að ráðaneyti konungsins hefði íhugað fyrst mál þetta rækilega, síðan hefðu fulltrúar Islands eptir nákvæma yfir- vegan í fyrra sumar samþykkt stjórnar- skrárfrv. óbreytt í einu hljóði með nafna- kalli, og loks hefði pjóðin óll heimtað það einróma með kosningunum í vor, að frum- varpið væri samþykkt óbreytt; annars væru þeir vindhanar og pólitiskir flautaþyrlar, sem aldrei vissu hvað þeir vildu. Svo fór Jón til hins fræga lögfræðings hægrimanna, prófessors H. Matzens, og spurði hann að, hvort Alberti og vinstri- menn væru tkki með atferli sínu, að narra íslendinga til, að afsala sér landsréttind- um sfnum, og próf. H. Matzen sagði: „Jú“, það væri bersýnilegt, því að íslendingar hefðu aldrei átt nein landsréttindi!! Þá var Jón ánægður. Og „framsóknarflokksstjórnin" er líka dæmalaust ánægð. Llfsferill hennar á einu ári núna er býsna glæsilegur, og flokksins 119 í heild sinni: Nefndarálit flokksins í n. d. alþingis í fyrra í stj.skrármálinu ráð- leggur sjálfum sér og þjóðinni hiklaust, að samþykkja frv. óbreytt, eptir nákvæma yfirvegun af vitrustu mönnum flokksins; sömuleiðis nefndarálit flokksins í efri deild. Allir greiða frv. atkvæðil einu hljóðimeð nafnákalli eptir rækilegustu íhugun. Gefur síðan út „stefnuskrá'* með þeim ummælum, „að enginn muni gerast svo djarfur, að hreyfa við stjórnarskrárfrumvarpinu. Málgagn flokksins, Isafold, hæðist að Einari Bene- diktssyni, Eirfki meistara Magnússyni og Jóni Jenssyni og kallar kenningar þeirra „marghrakið dót"; skorar svo á flokks- menn sína og velunnara, að kjósa nú Jón „með sérkredduna" á þing; prentar svo „að tilhlutun framsóknarflokksstjórnarinn- ar“ ritling Kristjáns Jónssonar yfirdómara, þar sem „sérkreddan" er hrakin ágætlega vel. Klemmir svo Kristján Jónsson á ept- ir til að kjósa samt Jón Jensson á þing, og leiðir Hallgrlm biskup níður ílðnó til að gera hið sama „með samvizkunnar mót- mælum“. Treður svo meðmælingarbréfi (passa) upþ á Jón legáta „að ráðgjafinn tæki vel erindi hans“, og segi honum nú frá því í einlægni, hvort hann sé ekki að svíkja af oss landsréttindiri. Þrætir svo fyrir allt saman, og gefur sér sjálfri vott- orð um, að Jón fari „alveg“ að sér „forn- spurðri". En JónJensson gerði „framsóknarflokks- stjórninni" þá glennu, að segja satt frá „passanum". "• En „framsóknarflokksstjórnin" getur þó huggað sig við eitt: Hún hefur þó ekki borgað Jóni einn eyri fyrir ómakið. Aur- arnir eru þó sparaðir, — þótt æran sé flogin. Halldór Jónsson. * * Athgr. Oss virðist ástæða til að benda á það sérstaklega, til að koma í veg fyrir allan misskilning, að höf. vítir hér með réttu atferli flokksstjórnarinnar í þessu máli, og sýnir fram á, hvernig sú stjórn hefur verið frámunalega ósamkvæm sjálfri sér, og full óheilinda. En hann gefur ekki öllum pingflokknum sök á þessum tvíveðr- ung, enda mundi það eflaust ómaklegt, eins og nánar er drepið á hér framar í blaðinu. Ritst. Alþingi. IV. Kldðamál. Nefndin, sem skipuð var til að íhuga það mál, hefur nú látið uppi álit sitt, og ber fram frumvarp um ráðstafanir til útrýmingar fjárkláðanum. Samkvæmt þvl verður landstjórninni falið að gera ráðstafanir til algerðrar útrýmingar fjár- kláða og ráða til þess starfa einn fram- kvæmdarstjóra fyrir land allt, en hann taki sér aðstoðarmenn eptir þörfum. Alpingiskosningar. Kosningalaganefndin í e. d. hefur borið fram frv. um, að nýju þingmennirnir fjórir, sem kjósa á til við- bótar eptir stjórnarskrárfrv., skuli kosnir sinn af hverju amti. Á því var gerð sú breyting í gær, við 3. umr. 1 e. d., að 1 skyldi kjósa í Reykjavík, 1 á Isafiröi, 1 á Akureyri og 1 á Seyðisfirði. Kennaraskóli t Reykjavtk. Menntamála- nefndin í n. d. ber fram frv. um að stofna kennaraskóla 1 Rvík. og má verja til húss og muna allt að 55,000 kr. [fært niður í 40,000 við 2. umr. í gær]. Skólinn á að vera jafnt fyrir konur og karla, og 20—30 heimavistir fyrir nemendur skulu vera við skólann. Kennslutíminn á að vera 3 vetur, frá 1. okt. til 14. maí. Kennslu- greinar eiga að vera: íslenzka og danska, saga, landafræði og náttúru- fræði, og þá allra helzt að því, er Island snertir, reikningurogrúmfræði, skrift, teikn- ing, handavinna, leikfimi, söngur, kristin fræði, uppeldis- og kennslufræði og kennslu- æfingar. Auk þess má taka upp kennslu í garðyrkju og matreiðslu. Við skólann skulu vera 3 fastir kennarar, forstöðumað- ur með 2600 kr. launum, auk ókeypis bú- staðar í skólahúsinu og tveir undirkennar- ar, með 2000 og 1600 kr. launum. Svo er til ætlazt, að .kennara- og gagnfræða- skólinn í Flensborg leggist niður, þegar skóli þessi kemst á. Túngirðingar. Guðjón Guðlaugsson, Gutt- ormur Vigfússon og Jón Jakobsson bera fram frv. um, að landstjórnin skuli annast kaup á gaddavír og járnteinum, er nægi til að til að girða tún allra jarðeigenda og ábúenda á landinu, er þess óska, með því skilyrði, að verkinu sé lokið innan ársloka 1908. Af kostnaði þeim, sem landsjóður leggúr fram til girðinganna, greiðast ár- lega í 30 ár 4%, er innheimtist hjá ábú- endum. Sömu þingmenn bera einnig fram frv. um að veita landstjórninni heimild til að taka allt að 500,000 kr. lán handa land- sjóði, til að kaupa fyrir efni f túngirðing- ar. Nefnd: Guðjón Guðlaugsson, E. Briem, Þorgr. Þórðarson. Kirkjumdl. Hallgr. Sveinsson, Sig.Jens- son og Kr. Jónsson bera fram þingsál.till. um að skipa milliþinganefnd til þess að Ihuga kirkjumál landsins, meðal annars hagfellda skipun prestakalla og umbætur á launum presta og innheimtu þeirra. Lestrarbók handa alpýðuskólum. Mennta- málanefndin í n. d. ber fram þinsgál.till. um að skora á landstjórnina, að skipa þriggja manna nefnd til þess að annast um samningu lestrarbókar handa alþýðu- skólum, og má veita til þess allt að 2000 kr. úr landsjóði á fjárhagstlmabilinu. Samþ. f n. d. Vegamdl. Fjárlaganefnd n. d. ber fram frv. um, að viðhald flutningabrautarinnar frá Reykjavík austur að Geysi, skuli hvíla á landsjóði að öllu leyti, svo og viðhald annara flutningabrauta að svo miklu leyti, sem þær liggja um fjöll og óbyggðir; en viðhaldskostnað flutningabrauta, sem í byggð liggja, skuli greiða úr sýslusjóði eða sýsluvegasjóði þeirrar sýslu, sem sá hluti, er gert er við, liggur í. Eptirlit með mannflutningum til útlanda. Frv. frá samgöngumálanefndinni. Hafnsóguskylda t ísafjarðarkaupstað. Frv. frá Skúla Thoroddsen. Afengissala lyfsala. Þingsál.till. frá Ein- ari Þórðarsyni og 5 öðrum þm., um að skora á stjórnina að banna lyfsölum að selja nokkurt lyf, ef aðalefni þess erspiri- tus eða æther, án lyfmiða eða optar en einu sinni eptir sama lyfmiða. Meðgjöf með óskilgetnum bórnum. Frv. frá nefndinni um skipun æztu umboðs- stjórnar, um að sýslunefndir skuli ákveða upphæð meðalmeðlags fyrir 5 ár í senn. Gjatd af hvalafurðum. Nefnd í fiski- veiðamálinu stingur upp á, að útflutnings- gjald af hvalafurðum skuli vera sem hér segir: 1. Af hverri tunnu hvalslýsis 1,25. 2. Af hverjum 100 pd.af hvalkjötsmjöli 0,50. 3. Af —„— — — - hvalguano 0,25. 4. Af —„— — — -hvalbeinamjölio,25. Rdðherradbyrgð. Nefndin í því máli í n. d. hefur gert miklar breytingar á hinu upphaflega frv., svo að eptir tillögum nefnd- arinnar, ef þær ná fram að ganga, verður frv. miklu fyllra og nákvæmara en í fyrstu. Verður þess síðar getið nánar. Lög frá alþingi. Þessi lagafrumvörp eru nú samþykkt af þinginu: 1. Lög um breyting á gildandi ákvæðum um almennar auglýsingar og dómsmála- auglýsingar [að almennar auglýsingar, sem áður áttu að birtast 1 Berlingatíðind- unum skuli hér eptir birtast íRíkistlð- indunum (Statstidenden)].

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.