Þjóðólfur - 24.07.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 24.07.1903, Blaðsíða 4
120 2. Lög um löggilding verzlunarstaðar á Óspakseyri við Bitrufjörð. 3. Lög um að skipta Kjósar- og Gullbringu- sýslu í tvö sýslufélög. [I Kjósarsýslu skulu vera Kjósarhreppur, Kjalarnes- hreppur, Mosfellshreppur og Seltjarnar- neshreppur, en í Gullbringusýslu hinir hrepparnirj. 4. Lög um löggilding verzlunarstaðar við Selvík í Skagafjarðarsýslu. 3. Heimildarlög um áfangastaði [að sýslu- nefndir fái heimild til, að greiða árlega þóknun fyrir áfangastaði, þar sem þeir eru taldir nauðsynlegirj. Nefndir auk þeirra, er áðurergetið: Lódarsala 1 Reykjavík. Tr. Gunnarsson, Ól. Ólafsson, Guðl. Guðmundsson. Latidbúnadur. Auk hinna 5, er áður voru kosnir: Pétur Jónsson og Ól. Ólafsson. Cnnur skipun d biskupsembœttinu: Magn- ús Andrésson, L. H. Bjarnason, Eggert Pálsson, Pétur Jónsson, Jóh. Jóhannesson. Vörumerkjalög'. Jóh. Jóhannesson, Bj. Kristjánsson, Bj. Bjamarson, H. Hafstein, Tr. Gunnarsson. Ófrifom d sel: Hannes Þorsteinsson, Ól. Ólafsson, Jón Magnússon, Hermann Jónas- son, Eggert Pálsson. Bœjarstjórn í Llafnarfirði'. Kr. Jónsson, Valt. Guðmundsson, Júl. Havsteen. Samgöngumdl í e. d.: Sig. Jensson, Jón Takobsson, Guðjón Guðlaugsson. Stjórnarskrármálid í e. d.: Eiríkur Briem, Guðjón Guðlaugsson, Gutt. Vigfússon, Kr. Jónsson, Valt. Guðmundsson. Menntamál í e. d.: Jón Jakobsson, Júl. Havsteen, Sig Jensson. Alpingiskosningalög í n. d.: Jón Magn- ússon, Björn Kristjánsson, Hannes Þor- steinsson, Arni Jónsson, Jóhannes Jóhann- esson. ____________ Samsöngur hinn fjölmennasti, er verið hefur hér í bæ, var haldinn f dómkirkjunni 21. þ. m. undir forustu Brynjólfs Þorlákssonar og Sigfúsar Einarssönar stud. jur., sem er góður söngmaður og vel æfður, og hefur samið ýms lög. Lag það eptir hann (Andantino serioso), er Brynjólfur Þor- láksson lék prýðisvel á harmoníum við þennan samsöng, þótti mjög gott, sömu- leiðis lag eptir sama höfund (Lofsöngur: Heilagi herra guð, texti eptir séra Matth. Jochumsson), er sungið var af fjölmenn- um karla- og kvennakór undir stjórn lag- smiðsins sjálfs. Hann söng og »solo« nokkur lög, og þótti vel takast, einkum Aria úr Paulus eptir Mendelsohn-Bart- holdy. Hefur Sigfús lagleg hljóð, en ekki mjög sterk. Sungin voru af blönduðum kór tvö lög eptir Sveinbjörn Sveinbjörns- son: hið alkunna »Ó, guð vors lands«, og annað nýtt með texta eptir Valtý Guð- mundsson (sTöframynd í Atlantsál«) og var það mjög snoturt. Ennfremur var sungin Kantate við útför Jóns Sigurðsson- ar (lagið eptir landshöfðingjafrú Olufa Finsen). Frk. Elizabet Steffensen söng 2 lög »solo«, annað eptir Sigfús Einarsson við stöku eptir Bjarna frá Vogi. Spil Brynjólfs Þorlákssonar á »harmoníum« tökst mjög vel að vanda. Yfirleitt mun samsöngur þessi hafa þótt góð skemmt- un, þótt hann samsvaraði ekki fyllilega þeim vonum, er margir munu hafa gert sér um hann. — Samsöngurinn var endurtekinn í gærkveldi. „Friðl»jöfup“ flutningaskip Zöllners kom hingað frá Seyðisfirði 20. þ. m. Með því komujón Jónsson verzlunarumboðsmaður frá Múla, Lárus Tómasson bóksali, Þorsteinn Gísla- son ritstjóri, frú Sigríður Jónsdóttir, kona Þórarins kaupm. Guðmundss. og frú Guð- rún Jónsdóttir (Thorlacius) kona Kr. Hall- grlmssonar veitingamanns. A0 norðan komu landveg nú í vikunni: Gísli ís- leifsson sýslumaður, Einar Hjörleifsson ritstj. og Sigurður læknir bróðir hans. Með „Laura“ síðast komu auk þeirra, er taldir voru 1 síðasta blaði: Eggert Claessen cand. jur., Fr. Fischer stórkaupm., kapt. Christian- sen, Hansen apótekari frá Hobro, tengda- faðir M. Lund lyfsala, og frk. Þuríður Jó- hannsdóttir (dómkirkjuprests). Þýzkt herskip (æfingaskip) „Ziet- en" kom hingað í fyrra kveld. „Vesta“ kom hingað í gærkveldi norð- an og vestan urn land með fjölda farþega. lÖ^T" Heiðraðir kaup- endur Þjóðólfs eru minntir á, að gjalddagi blaðsins var 15. júlí. Óskilahestur (taminn) geymdur í Gröf í Mosfellssveit, til sölu eptir 8 daga. Mark: gagnbitað vinstra, grár. Tilboð frá Fríhöfninni í Kaupmannahöfn. Sjúkravín, áreiðanlega hrein drúfu- vín, i kr. Jlaskan, kirsuberjavin 70 aura, sólberjaromm 70 aura, hindberja- og jardarberjalíkjör 8j aura, Cacao líkj'ór 125 aura, sœnskt banco 75 aura, Roborrans bitter 60 aura, Angostura bitter 85 aura flaskan. — Flöskur og aðrar umbúðir fást ókeypis efkeyptar eru 24 flöskur Sendist kaupanda að kostnaðarlausu með tollálagi 25 au. fl. og af bitter 75 au. fl. Chr. Funder. Umsóknir um styrk þann, er í fjárlögunum 1902 —1903 er veittur Iðnaðarmannafélag- inu í Reykjavík »til að styrkja efnilega iðnaðarmenn til utanfarar til að full- komna sig í iðn sinni«, verða að vera komnar til félagsstjórnarinnar fyrir 24. ágúst næstkomandi. Umsóknarbréfunum verða að fylgja meðmæli frá þeim, sem hlutaðeigend- ur hafa lært iðn sína hjá. Yngri piltar en 18 ára geta eigi orðið aðnjótandi þessa styrks. Þakkarávarp. Á síðastliðinni vetrarvertíð varð eg fyrir því óhappi, að kona mfn handleggsbrotnaði, sonur minn 12 ára slasaðist á annan hátt, svo eg af greindum ástæðum varð að fara heim úr skiprúminu á Maríumessu, þegar eg hafði fengið 150 til hlutar. Að sönnu bjóst eg við að geta komið aptur eptir nokk- urn tíma, en ástæður mínar heima bönnuðu mér það gersamlega. Þegar eg svo á loka- daginn fann þessa mína góðu félaga, varð eg þess vís, að þeir höfðu gefið mér hlut alla vertíðina, sem var að upphæð full 500. Fyrir þetta rausnarlega kærleiksverk vottum við undirskrifuð hjón, fyrst formanninum, Jóni Jónssyni í Norðurkoti á Eyrarbakka, og einnig öllum hásetum hans, okkar innileg- asta þakklæti, og óskum og vonum, að þessir heiðursmenn uppskeri á sfnum tíma laun verka sinna. Þessum mönnum til lofs má geta þess, að í fyrravetur breyttu þeir eins við annan mann, er varð fyrir líkum erfið- leikum, og sanna þeir með þessum dæmum orðsháttinn: að „alltaf segja mennirnir til sfn“. Götu í Hrunamannahreppi 12. júlí 1903. Stefdn Jónsson, Helga Halldórsdóttir. Leidarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýs- ingar. Eflið innlendan iðnað. ♦ T-~rer. Hjá undirskrifuðum geta menn fengið nýja báta smíðaða af ýmsum stærðum. Lag á bátunum er viðurkennt hið bezta, sem kostur er á hér á landi, og reynast ágætir í sjó að leggja. Smíði og frágang- ur þess mælir með sér sjálft. Sömuleiðis smfða eg motor-báta, ef pantaðir eru — að eins fá upp gefið krapt vélarinnar. — Bát- ana sendi eg með strandferðaskipum á hverja höfn sem óskað er. Einnig ósk- ast vitneskja um, hvernig sigling eigi að vera á seglbátum, og hvað af áhöldum eigi að fylgja þeim, og verða þeir svo ódýrir sem unnt er. Ef óskað er eptir, fást bátamir með sveigðum askböndum. Efni bátanna er allt pantað beint frá út löndum, valið að gæðum, og kemur það í næsta mánuði. Seglasnið og saumaskap á þeim annast eg sjálfur. Reykjavík r6. júlí 1903. Vesturgötu 51 b. Bjarni Þorkelsson sklpasmiðnr, frá Ólafsvfk. Islenzk frimerki kaupir háu verði Ólafur Sveinsson. Anstnrstræti 6. Áskorun til bindindisvina frá drykkjnmannakonnm. Munið eptir því, að W. Ó. BreiO— fjörO hætti áfengissölunni einungis fyrir bindindismáliO, og kaupið því hjá honum það, sem þið fáið þareins gott og ódýrt og annarstaðar, sem flest mun vera nú af hans fallegu, miklu og margbreyttu vörubirgðum. Tilboð frá Frfhöfninni í Kaupmannahöfn. Cognac 73/4o— 8° — fín tegund — býðst fyrir 96 kr. hálf „pípa" að meðtöldu ílátinu. Sýnishorn ókeypis. Chr. Funder. NÝKOMNIR Hattar og Húfur og mikið af allskonar HÁLSLÍNI og mörgu fleira. Einnig margskonar til fata. ii Hvergi ódýrara. ^ 12 BANKASTRÆTI 12. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. Tilboð frá Frihöfninnl í Kaupmannahöfn. D f\ir'4'l / í býðst fyrir 40 krónur rUI IVlll hálf „pípa“ að með- töldu ílátinu. Sýnishom ókeypis. Chr. Funder. JörOin Ós í Skilmannahreppi fæst til sölu eða í skiptum fyrir annað, t. d. hús eða þilskip. Menn snúi sér þessu viðvíkj- andi til Björns Bjarnarsonar sýslumanns, Austurstræti 10, Rvík. p. t. Reykjavík. Pétur M Bjarnason. Tilboð frá Fríhöfninni í Kaupmannahöfn. Fínt * * * cognac 8° 55 aura, St. Croix romm 8° 60 aura, whisky 8° 80 aura pottinn í 40 potta kvartilum. Kvartil, vörumiðar, tappar og hylki ókeypis. Sendist kostnaðarlaust, toll- að á allar gufuskipahafnir á íslandi með 75 álagi á pottinn. Borgunin af- hendist þeim, sem vöruna flytur til Reykjavíkur. Sýnishorn ókeypis. Chr. Funder. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu Guðmundar Jakobsson- ar trésmiðs hér í bænum, og að und- angengnu fjárnámi verður húseignin nr. 59 við Laugaveg, eign Runólfs Þorsteinssonar, boðin upp við 3 opin- ber uppboð, sem haldin verða kl. 12 á hádegi laugardaginn 1. ágúst og föstudagana 14. og 28. s. m., og seld við síðasta uppboðið til lúkningar 1300 kr. veðskuld með vöxtum og kostnaði. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin hér á skrifstofunni, en hið síðasta á húseigninni sjálfri. Söluskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta upp- boð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 23. júlí 1903. Halldör Danielsson. Auglýsing. Fundizt hefur í júnímánuði þ. á. 2 mílur fram undan Aðalvík rifrildi af porskanetatrossu með 4.5 kúlum og dreka m. M. Réttur eigandi vitji andvirðis þess- ara muna, að frádregnum auglýsingar- kostnaði og björgunarlaunum, hér á skrifstofunni áður en ár er liðið frá þessum degi. Bæjarfógetinn í Reykjavík 23. júlí 1903. Halldór Danielsson. Innköllun. Hér með ínnkallast þeir, sem til skulda eiga að telja í dánarbúi Erlendar Krist- jánssonar frá Vatnsleysu í Biskupstungum, er drukknaði 11. apríl þ. á., að lýsa kröf- um sínum, og færa sönnur á þær við undirritaðan innan 6 mánaða frá slðustu birtingu þessarar auglýsingar. Innan sama tíma eru þeir sem skulduðu Erlendi heitn- um, einnig beðnir að gefa sig fram. Höfða í Biskupstungum 14. júlí 1903. Viglundur Helgason. Góð kýr, bráðsnemmbær, fæst keypt í september næstk. Semja má við Jón Guð- mundsson í Digranesi. Penlngabudda með 7 krónum, hef- ur tapazt frá húsi Eiríks Hjaltesteds til Thomsens magasíns. Finnandi skili á af- greiðslustofu Þjóðólfs gegn fundarlaunum. Tapazt hafa 2 hestar gráir frá Staðar- hrauni á Mýrum 10. júlí, annar 7 vetra, stór, vetrarafrakaður, dökkleitur á tagl og fax, svartir allir hófarnir, nema á öðrum aptur- fæti; mark: stýft vinstra; hinn 14 vetra, lítið eitt Ijósari, vetrarafrakaður; mark: tveir bitar aptan vinstra; báðir styggir, báðir gamaljárnaðir. Hver sem kynni að verða var við annanhvorn þessara hesta, eða báða, er beðinn að handsama þá og gera héraðs- lækni Sigurjóni Jónssyni á Staðarhrauni, viðvart. VOTTORÐ. Eg undirritaður, sem í mörg ár hef þjáðst mjög af sjósólt og árangurs- laust leitað ýmsra Iækna, get vottað það, að eg hef reynt Kína-lífs-elixír sem ágætt meðal við sjósótt. Tungu í Fljótshlíð 2. febr. 1897. Guðjón Jónsson. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Klna-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V.P, að líta vel eptir því, að standi á fiösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas 1 hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.