Þjóðólfur - 31.07.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.07.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 31. júlí 1903. Jfs 31. Heiðraðir kaup- endur Þjóðó*lfs eru minntir á, að gjalddagi blaðsins var 15. júlí. Hér með tilkynnist almenningi, að öllum óviðkomandi mönnum er stranglega bannað að skjóta fugla i landareign jarðanna Ártúns, Ár- bæjar og Breiðholts. Reykjavík 19. júlí 1903. Jón Jakobsson. Stjórnarbótin lögleidd. ídag kl. 3 V2 var stjórnarskrár- breytingin sambykkt í efri deiid með öllum atkvæðum, nema Sigurðar Jenssonar bróður Jóns Landvarnar-erindreka. — Er því nýja stjórnarbótin afgreidd sem l'óg frá þinginu. Kristján Jónsson notaði tækifærið til að halda freka æsingaræðu í málinu, og þakka sér og valtýska flokknum úrslit málsins m. fl. Var sú ræða illa fallin til að efla frið og eindrægni. Fékk hann allþungar ávítur fyrir um- mæli sín hjá Eiríki Briem o. fl. Munu og flestir hafa verið sammála um, að Kr. J. hefði betur þagað, en talað í þetta sinn. En út af ræðu hans spunn- ust allmiklar umræður. Lýðmenntun. (Niðurl.). Það er rétt mælt af höf., að vér eigum að keppa að því takmarki, að skólaskylda verði lögleidd um land allt. En það á enn langt í land. Vér teljum það hyggi- legt, að skólaskylda verði þegar leidd 1 lög t kaupstöðum og fiskiverum landsins, þar sem fastir bamaskólar eru þegar komn- ir á fót. Að því er skólaskyldu til sveita snertir, er það mikið álitamál, hvort til- laga höf. „að heimila að eins hreppunum að lögleiða skólaskyldu og bjóða svo fram fé úr landsjóði til að standast ákveðinn hluta af kostnaðinum", mundi reynast holl. Það er hætt við, að menntaáhugi yrði helzt til lengi að skapast 1 sumum hreppum hér á landi, og reynsla og saga sumra annara þjóða bendir á, að svo mundi verða. Það væri ákjósanlegt, að börn væri skólaskyld frá 7—14 ára aldurs með ekki minna en 7 mánaða skólavist á ári, en annað mál er það, hvort hægt væri að koma því á að svo stöddu. Vér höfum áður vikið að því, að í kaupstöðum væri heppilegt að hafa framhaldsbekk í sam- bandi við b'arnaskólann eða lýðskólann, er gefi unglingunum kost á að taka sér fram í grein þeirri eða greinum þeim, er þeir þyrftu mest á að halda í lífstöðu þeirri, er þeir ætluðu að leggja fyrir sig. I fram- haldsskólanum mætti og kenna einhverja erlenda tungu, svo sem dönsku eða ensku, Hinsvegar erum vér höf. samdóma um það, að engin ástæða er til að gera dönsku eða annað tungumál að skyldugreinum í lýðskólum vorum. Höf. flokkar hina fyrirhuguðu lýðskóla vora í heimangönguskóla, heimavistarskóla og farskóla. Um heimavistarskólana segir oss svo hugur um, að þjóðinni myndi fyrst um sinn verða ókleyft að rísa undir kostn- aði þeim, er stofnun þeirra og rekstur hlyti að hafa í för með sér, þótt öll önnur skil- yrði, er slíkir skólar þurfa við, svo sem góðir kennslukraptar o. s. frv. væri fyrir hendi. Hitt teljum vér sjálfsagt, að allir lýðskólar vorir séu samskólar, enda sýnir reynsla annara þjóða oss, að allar viðbár- ur mót því, að piltar og stúlkur sæki sömu skólana, er hégómi og hindurvitni. Það er miklum vandkvæðum bundið, að koma á hagkvæmu skólafyrirkomulagi í héruðum þeim, sem geta ekki notaðheim- angönguskóla vegna strjálbyggðar. Virð- ist enn sem komið er ekkert ráð vænlegra, en að notast við farkennara og heimilis- fræðslu. Þykir oss höf. gera of lítið úr heimilisfræðslunni. Það mun að vísu satt vera, að henni hafi hnignað töluvert á seinni árum, en þó mun hún enn koma að miklu gagni í ýmsum héruðum lands- ins, og hefur allt fram á vora daga verið hyrningarsteinn þjóðmenningar vorrar. Vér erum höf. algerlega samdómaíum- mælum hans um mikilvægi kennarastöð- unnar og þá ekki síður í því, að kennara- staðan verði að vera svo lífvænleg, „að vel hæfir menn fáist til að helga henni líf sitt". En hér rekum vér oss á sker það, sem er örðugast að sigla fyrir, en það er kostn- aðurinn. Gjaldþol landsmanna er enn ekki svo mikið, að þeir fái risið undir auknum fjárframlögum til lýðmenntunar, er nemi mörgum tugum þúsunda króna á ári hverju. Það er því undir því komið, að vér förum forsjállega á stað og ráðumst - ekki í stærri umbætur en vér höfum gjald- þol til, og um fram allt, að vér fyrst í stað sníðum oss stakk eptir vexti og ráð- um bót á því, sem mest nauðsyn ber til. Höf. virðist ekki hafa haft þetta atriði nógu hugfast, að því er ráða má af um- bótatillögum hans. Það mun ekki hafa vakað nógu vel fyrir honum, að e f 1 in g at- vinnubragðaog verklegrarfræðslu verður að haldast í hendur við lýðmennt- un vora, ef vér eigum að hugsa til að hrinda henni í betra horf. En þar með er ekki sagt, að vér eigum að leggja árar í bát. Vér álítum, að vér getum komizt góðan spöl áleiðis í lýðmenntun, þrátt fyrir örðugan fjárhag vorn, þótt vér verð- um ekki eins stórstígir í framsókninni og höf. virðist ætlast til. Höf. telur það að ýmsuleyti hagkvæmt, að aðalkennaranum við lýðskóla vora væri fengin landsjóðsjörð til ábúðar. En mundi ekki hætt við því, að hann yrði vegna vinnufólkseklunnar að gefa sig of mjög við búskapnum, og búskaparumstangið kæmi svo kennslunni í koll. I annan stað þarf landsjóður, eptir því sem gjöld hans auk- ast, allra sinna muna við, og tekjurnar af landsjóðsjörðum eru þegar farnar að ganga mikið saman. Það er að vísu öll sann- girni, sem mælir með því, að lýðkennur- um sé veitt eptirlaun eptir góða og dygga þjónustu, eins og öðrum starfsmönnum landsins. En hvar á að taka fé til þess? Auk þess kæroi það í bága við stefnu, sem hingað til hefur verið drottnandi hjá mikl- um hluta þjóðarinnar, að afnema öll ept- irlaun eða því sem næst. Það er vel til fallið, að lýðskólarnir eign- ist, þegar fjárhagur þeirra leyfir það, vel valin og hagkvæm bókasöfn. En slík söfn kosta tiltölulega mikið fé, ef nokkurt lið á að vera í þeim, og vér teljum víst, að þarfir lýðskólanna yrðu fyrst um sinn svo margar og miklar, að söfnin yrðu látin sitja á hakanum. En hitt virðist oss heilla- ráð, að vér að dæmi Norðmanna stofnuð- um félag til þess að koma upp og styrkja skólabókasöfn og eins það, að þar sem sveitabókasöfn eru til, yrði þeim steypt saman við hin væntanlegu lýðskólasöfn. En það mundi ekki hafa mikið upp á sig að veita með lögum sveitarstjórnum heim- ild til að leggja bókasafnsskatt á hrepps- búa. Höf. tekur það fram, að kennarar eigi að örfa lestrarfýsn nemenda og benda þeim á góðar bækur, er þeir hefðu gaman og gagn af að lesa, og er það ekki nema sjálfsögð skylda hvers kennara. En þar sem hann segir, að ekki væri illa til fallið „að verja við og við kennslustund til að lesa upphátt það sem stendur í nýjustu blöðunum og vekja athygli nemendanna á því, hvernig þeir eigi að lesa blöðin" o. s. frv., þá vitum vér ekki, hvort vér eigum að taka uppástungu þessa sem gam- an eða alvöru. Þeir sem þekkja íslenzk blöð munu brátt ganga úr skugga um, að efni flestra þeirra eru ekki holl fæða fyrir börn á 7—14 ára skeiði. Vér erum að minnsta kosti á þeirri skoðun, að blöðin eigi hér sem annarstaðar ekkert erindi í skólana. Það mun almennt viðurkennt, að stjórn menntamála vorra sé ekki hagkvæmlega fyrirkomið. Hinsvegar greinir oss og hinn heiðraða höf. á um það, hvernig yfirum- sjón lýðmenntamála landsins verði hag- felldast fyrirkomið. Hann leggur til að fela umsjónina einum umsjónarmanni, er ráðherrann skipi, og skuli hann vera bú- settur í Reykjavík. En eptirlitsins vegna teljum vér heppilegra að féla umsjónina 3 manna nefnd, er væri skipuð sjálfstæðum og kennslufróðum mönnum, því að sú mundi raun á verða, að það yrði ofvaxið einum manni, að hafa eptirlit með því, að ráðstöfunum stjórnarinnar í menntamál- um landsins væri framfylgt, og hætt við því, að eptirlit eins manns kæmi ekki að meira haldi en yfirreiðir biskupa. En í kennslu- og menntamálum ríður einna mest á, að eptirlitið sé nákvæmt oggott. Auð- vitað ætti formaður nefndarinnar að hafa mest völd og vera launaour af landsjóði, en meðnefndarmönnum hans mætti ætla hæfilega dagpeninga og ferðakostnað, er þeir tækjust á hendur ferðir í þarfir lýð- skólanna: Kaflinn um kennaraskóla tekur flest þau atriði fram, sem í skjótri svipan geta komið til greina. Kennaraskólinn ætti að sjálfsögðu að vera í Reykjavík, en það er og verður kák, að fara að stofna kenn- araskóla, fyr en við eignumst kennara, sem eru færir um að kenna kennaraefn- um vorum. Eitt hið fyrsta, sem vérverðum að gera til þess að hrinda lýðmenntun vorri í við- unanlegt horf, er að styrkja áhugamikla og efnilega menn til utanfarar, til þess að búa sig undir kennarastarfann við hina beztu kennaraskóla á Norðurlöndum. Höf. stingur upp á, að kennaraefni vor njóti 3 ára fræðslu á hinum fyrirhugaða kennaraskóla. Vér erum á því, að upp og niður mundi ekki veita at 3 ára und- irbúningi til þess að gera kennaraefni vor vel fær til þess að gegna skyldustarfi síau. En stendur þessi 3 ára undirbúningstími í hæfilegu samræmi við kjör þau, er kenn- araefni vor ættu von á, er þeir hafa tekið próf, því að verður er verkamaðurinn launa sinna. Vér þykjumst hafa ástæðu til þess, eptir þvl sem nú hagar hér til um launakjör og viðgjörning við lýðkenn- ara, að svara spurningunni neitandi. Allt öðru máli væri að gegna, ef vér gætum boðið þeim lík kjör og stýrimenn á þilskipum, að vér ekki nefnum skipstjóra, komast að eptir 6—12 mánaða vist á stýrimannaskólanum. Höf. gefur hér sem optar, staðháttum vorum og erfið- leíkum ekki nógan gaum og gerir of há- ar kröfur. Trúin á menntun og manneðli, sem víða bregður fyrir í bókinni, er ekki hvað minnstur kostur hennar. Málið er þýtt, en ekki ávallt svo látlaust sem skyldi. Höf. er maður orðhagur og hefur búið til all- mörg nýyrði, sem eru flest hver viðkunn- anleg. Kunnum vér honum þakkir fyrir bókina, og vonum, að sjá eitthvað meira frá hans hendi. Ef vér að lokum mætt- um leggja eitthvað til lýðmenntamálsins, þá skulum vér lýsa því yfir, að vér telj- um það ekki svo langt á veg komið, 'að heppilegt sé að leiða það til lykta á yfir- standandi þingi, en leggjum til, að vel- skipaðri milliþinganefnd verði ásamt hinni nýju stjórn falið á hendur, að búa málið undir þingið 1905 og að stjórninni og nefndinni verði nú í sumar veitt nægileg fjárupphæð, til þess að unnt verði að afla sér bæði utanlands og innan, þeirra upp- lýsinga, sem enn er þörf á. Mál þetta er eitthvert hið mesta velferðarmál þjóðar- innar og það skiptir þvl miklu, að ekki sé hrapað að því og að „undirstaðan rétt sé fundin«. Vér teljum það og mikið nauðsynjamál, að þingið áætlaði nokkurt fé til þess, að styrkja 2—3 menn til utan- farar, er þætti líklegir og vel fallnir til þess, að verða kennarar við hinn fyrirhug- aða kennaraskóla. Kennari.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.