Þjóðólfur - 31.07.1903, Síða 2

Þjóðólfur - 31.07.1903, Síða 2
122 Breyting á biskupsembættinu, Frumv. það um aðra skipun á biskups- embættinu, er Lárus Bjarnason og Magn- ús Andrésson báru fram í n. d., var sam- þykkt þar í fyrra dag með yfirgnæfandi atkvæðafjölda, en óvíst þykir, hvernig því muni reiða af í efri deildinni. Samkvæmt þessu frv. , skal forstöðumannsembættið við prestaskólann sameinað biskupsem- bættinu, þegar biskupsembættið losnar, og skál jafnframt ákveða með konunglegri tilskipun, hver störf biskupinn skuli hafa á hendi. Embættið sameinað skal laun- ast með 5000 kr. á ári, og auk þess 500 kr. á ári, sem skrifstofufé handa bisk- upnum. Nefndarálitið 1 máli þessu í n. d, var mjög skýrt og skipulega samið (af Magn- úsi Andréssyni) og þau atriði tekin greini- lega tram, sem með breytingu þessari mæli. Af því að málið er þýðingarmikið í sjálfu sér og marga mun fýsa að heyra ástæður nefndarinnar, birtum vér hér álit hennar í heild sinni. Þar segir svo: „Frumvarp þetta er í samhljóðun við almenna ósk um það, að embættakostnað- urinn, sem mörgum mönnum ofbýður, sé minnkaður meðal annars með því, að fækka embættum, þar sem því verður við komið. Raddir hafa heyrzt í þá átt, að nú, þegar stjórnarskiptin verða og amtmannsembætt- in lögð niður, sé einnig kominn tími til að leggja biskupsembættið niður. En það teljum vér ekki tiltækilegt af ýmsum ástæð- um, sem hér þarf ekki að greina, þar eð frumvarpið gefur ekki tilefni til þess. Þvi að það fer ekki í þá átt, að afnema bisk- upsembættið, heldur að gera þá skipun á því, að nokkur af störfum þeim, er því nú fylgja, séu við næstu biskupaskipti lögð frá því, en i þess stað taki biskupinn við forstöðu prestaskólans, svo að úr þeim tveim embættum verði eitt með launum þeim, er nú eru lögákveðin fyrir biskups- embættið og 500 kr. til skrifstofukostnaðar. Nefndin fær ekki betur séð, en að breyt- ing þessi sé til bóta, eigi að eins fyrir þá sök, að hún mundi spara landinu fjárút- gjöld til eins af hinum hálaunaðri embætt- um, og þó vel það, eða alls 4500 kr. á ári hverju, auk væntanlegra eptirlauna, heldur einnig fyrir þá sök, að hún mundi gera einn þátt í umboðsstjóminni umsvifa- minni og óbrotnari, létta af biskupinum störfum, er lítt eru kirkjuleg, og ekki þarf eins valinn mann og hann lil að leysa fullvel af hendi, og gera biskupinum með því mögulegt, að njóta sín betur til þess að starfa meir beinlínis en ella, til efiing- ar kristindóminum í landinu. Þetta skulum vér nú leitast við að sýna fram á. Meðal skrifstofustarfa biskupsins er það, að taka móti skýrslum presta og prófasta af öllu landinu : um gipta, fædda dána; um manntal; um fermda; um blinda; um heyrnar- og mállausa o. fl. Þá er biskup- inn hefur fært skýrslur þessar til dagbók- ar, rannsakað þær og gert úr sumum þeirra aðafekýrslu fyrir land allt, sendir hann þær flestar landshöfðingja. Oss finnst nú einsætt, að skýrslur þess- ar séu framvegis látnar ganga, ekki til biskups, heldur beina leið frá próföstum til þeirrar skrifstofu, er fær slíkt til með- ferðar. Að eins skýrslu um uppgjafapresta og prestsekkjur, skýrslu um messugerðir og skýrslu um kirkjur þarf biskupinn að fá, og að eiga greiðan aðgang að hinum hjá stjórninni. Sem stiptsyfirvald tekur biskupinn móti bónarbréfum allra umgangskennaraá land- inu, hátt á annað hundrað manns og skýrslum þeirra um kennsluna. Hann rannsakar skýrslur þessar, reiknar út, hve háan styrk hver kennari á að fá eptir réttu hlutfalli. En það fer eptir kennslutíma og nemendafjölda hjá kennurunum. Síðan sendir hann skjöl þessi landshöfðingja með tillögum slnum um styrkveitinguna. Þessari miklu fyrirhöfn viljum vér að sé létt af biskupinum, og að umrædd bónar- bréf séu látin ganga beina leið til veitinga- valdsins. I bréfi landshöfðingja 31. jan. þ. á. til stjórnarráðs Islands er það lagt til, að störfum stipsyfirvaldanna verði skipt á þann hátt, að eptirlitið með skólamálum, svo og eptirlitið með forngripasafninu og lands- bókasafninu verði fengið stjórnarráðinu án nokkurs milliliðs og sömuleiðis störf stipts- yfirvaldanna við undirbúning verðlagsskráa. Stjórnarráðið hefur fallist á þá tillögu, og búumst vér við, að þetta verði gert. En með því er miklum störfum létt af biskupi. Biskupinn hefur vald til að veita leyfi til að ferma börn, er ekki hafa náð full- um lögboðnum fermingaraldri (14 ár), ef þau vantar ekki meir en hálft ár upp á hann. Um leyfi þetta er allmikið sótt, og veldur það biskupi mikilla bréfaskripta. Vér sjáum nú ekki betur, en það væri hættulaust, auk þess sem það er umsvifa- minna, að prófastarnir fengju vald til að veita nndanþágu þá, er hér ræðir um,eða jafnvel að prestarnir réðu þessu sjálfir, en gerðu í fermingarskýrslum sínum grein fyrir, af hverjum ástæðum þeir hefðu fermt barn yngra en 14 ára, þegar það kemur fyrir. Aptur gerum vér ráð fyrir, að biskupinn hafi umsjón yfir kirkjum og prestaköllum og eignum þeirra, og því fylgja ætíð nokk- ur skrifstofustörf, en þó sennilega minni framvegis en áður sökum þess, að landa- merki kirkjujarða og ítök kirkna munu nú víðast vera orðin ákveðin samkvæmt landa- merkjalögunum, Að öðru leyti hefur biskupinn að sjálf- sögðu eins og áður eptirlit með hegðun og embættisfærslu presta, skipar prófasta, vígir presta, sér um að til séu nægar guðs- orðabækur, hefur forsæti á synodus, gefur tillögu um brauðaveitingar og skipun kirkna og prestakalla, og úthlutun styrkt- arfjár handa uppgjafaprestum og prests- ekkjum, hefur umráð yfir nokkrum sjóðum eins og hingað til (prestekknasjóðnum o. fl.), og vísiterar kirkjur, þegar hann fær því við komið. Fátt eða ekkert af þessu er svo vaxið, að það útheimti mikil dagleg skrifstofu- störf. Núverandi forstöðumaður prestaskólans hefur kennt á skólanum 11—12 stundir á viku. En ekki hafa allir fyrirrennarar hans í embættinu haft svo margar kennslu- stundir. Með samkomulagi við meðkenn- endur síua mundi hann að líkindum geta haft þær nokkru færri, ef hann þyrfti þess, eða vildi, og einnig geta hagað svo til, að hann kenndi helzt þær námsgreinar, er kennarinn þarf ekki mjög langan tíma daglega til að búa sig undir. Þegar nú litið er til þess, að í biskups- embættið mun æfinlega hér eptir eins og hingað til verða skipaður einhver færasti maðurinn meðal guðfræðinga landsins, þá teljum vér það engum efa undirorpið, að honum væri ekki ofvaxið að gegna ásamt biskupsembættinu forstöðuembætti presta- skólans, ef hann væri laus við öll þau framangreind skrifstofustörf, er vér viljum leggja frá biskupsdæminu. Störf hans yrðu varla til muna meiri eða erfiðari en nú, en þau yrðu honum geðfelldari. Þá yrði starfsemi hans meir vísindaleg og fræðandi, og sú vinna yrði honum ánægjulegri, en að vera neyddur til að verja mestum hlutanum af tíma sín- um til að rita embættisbréf, og eiga við skýrslur og önnur þvíllk skrifstofustörf. Alls eigi verður það heldur talið ósam- boðið tign biskupsdæmisins, að hann eigi einhvern þátt í að fræða prestsefnin og búa þau undir stöðu þeirra. Hann gæti varla annað veglegra og mikilvægara starf unnið. Og það er augljóst, að á þann hátt gæti hann helzt haft góð áhrif á nem- endur prestaskólans. Þá yrði hann gagn- kunnur nemendunum, og milli háns og þeirra gæti myndast náið vinsemdarsam- band, er dagleg umgengni og viðkynning skapar. Þessi kunnugleiki biskupsins á prests- efnum og prestum væri þýðingarmikill yfir höfuð, og meðal annars sérstaklega þá, er hann ætti að gefa tillögur við brauða- veitingar. í sambandi við þetta skal það tekið fram, að vér álítum, að rétt væri að fá biskupinum — og það nú þegar við stjórn- arskiptin — meira vald en hann nú hefur í beint kirkjulegum málum. Þannig ætti hann einn að ráða því, hverjir af umsækj- endum um prestakall skuli í kjöri vera. Fyrirkomulag, sem hér er farið fram á, er alveg samskonar og það, að landlækn- irinn hefur verið forstöðumaður læknaskól- ans, og er það enn, þótt störf landlæknis við löggjöf síðari ára hljóti að hafa auk- izt til muna". Alþingi. V. Leynilegar bœjarstjórnarkosningar. H. Hafstein og Þórh. Bjarnarson flytja frv. um leynilegar kosningar og hlutfallskosn- ingar til bæjarstjórna í kaupstöðum. Nefnd í n. d.: H. Hafstein, Þórh. Bjamarson og Jóh. Jóhannesson. Eþtirlit med pilskiþum. Fiskimálanefnd- in í n. d. ber fram frv. um eptirlit með þilskipum, sem notuð eru til fiskiveiða eða vöruflutninga. I hverju lögsagnarumdæmi skal skipa svo marga skipskoðunarmenn, sem þurfa þykir, og álíti þeir, að eitthvert skip sé svo úr garði gert, að lífi og heilsu skipverja sé hætta búin í þvf, má ekki lögskrá menn á slíkt skip fyr en sannað er, að bætt sé úr því, sem er ábótavant. Einnig geta skoðunarmenn takmarkað tölu þeirra skipverja, er lögskrá má á skipið, ef þeir álíta þess þörf sakir þess, að íbúð- arrúm skipverja séu illa útbúin, of lopt- lítil o. s. frv. Tekjuskattur af hvalveidum. Fiskimála- nefnd n. d. ber einnig fram frv. um að þeir, sem reka hvalaveiðar, skuli greiða tekjuskatt af atvinnu svo sem aðrir at- vinnurekendur. Ldggilding verzlunarstadar d Grenivík Vid Eyjafjörd. Flm. Pétur Jónsson. Friðun fugla. Frv. frá Hannesi Þor- steinssyni og Stefáni Stefánssyni. Nefnd í n. d.: Hannes Þorst., Stef. Stef. og Tr. Gunnarsson. Makaskiþti d pjóðjörðupt. Guðl. Guð- mundsson ber fram frv. um makaskipti á þjóðjörðinni Norður-Hvammi í Hvamms- hreppi fyrir prestssetursjörðina Fell í Dyr- hólahreppi. Hermann Jónasson bereinnig fram frumvarp um skipti á jörðinni Ár- bakka í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu og jörðinni Yztagili í Engihlíðarhrepp í sömu sýslu. Málum þessum báðum vísað til þjóðjarðasölunefndarínnar. Lagaskóli. Jón Magnússon ber fram frv. um stofnun lagaskóla á Islandi með 2 föst- um kennprum, sem eiga að fá 4000 og 3000 kr. í laun. Þeir, sem leysa burtfarar- próf af hendi á skólanum, öðlast aðgang til embætta á Islandi jafnt lögfræðingum frá Kaupmannahöfn. Vísað til mennta- málanefndarinnar. Hvalafriðun. H. Hafstein og Jóh. Jó- hannesson bera fram frumvarp um, aðall- ir hvalir, nema smáhveli, svo sem hnýsur, höfrungar og marsvín, skuli friðhelgir fyr- ir allskyns skotum hvervetna í landhelgi, svo fyrir land utan sem á flóum og fjörð- úminni, árið um kring, nema í ísvök sé, eða fastir á grynningum eða hamlaðir á annan hátt því líkan. Reka má hvali á land, ef það er gert með handskutlum eða lagvopnum, en eigi með skotum og skal þess þá ávalt gætt, að eigi sé síldveiði eða veiðarfærum spillt. Afnám Martu- og Péturslamba. Jóh. Jó- hannesson ber fram frv. um, að fóður- skylda svonefndra Maríu- og Péturslamba skuli afnumin frá fardögum 1904 að telja í þeim sóknum á landinu, þar sem hún hef- ur átt sér stað. Frá sama tíma greiðist hlutaðeigandi prestaköllum uppbót úr lands- sjóði, er sé jöfn að meðaltali téðrar tekju- greinar eptir verðlagsskrám þeim, er gilt hafa í þeim síðustu fimm árin. Vegir. Vegafrv. er nú samþykkt af n. d. með töluverðum breytingum. Nú hljóð- ar það svo: 1. gr. Viðhald flutningabrautarinnar frá Reykjavík austur að Geysi hvílir á landsjóði að öllu leyti, svo og viðhald ann- ara flutningabrauta, að svo miklu leyti, sem þær liggja um fjöll eða óbyggðir. Viðhaldskostnað flutningabrauta, sem í byggð liggja, skal greiða að hálfu leyti úr landsjóði, en að hálfu leyti úr sýslusjóði eða sýsluvegasjóði þeirrar sýslu, sem sá hluti flutningabrautarinnar, sem gert er við, liggur í. 2. gr. Flutningabrautir þær, sem sýslu- sjóðir eða sýsluvegasjóðir eiga að kosta viðhald á til móts við landsjóð, skulu, áð- ur en sú breyting, er ræðir um í 1. gr„ kemst á, vera skoðaðar af verkfróðum manni, er landstjórnin tilnefnir, og tveim mönnum kosnum af hlutaðeigandi sýslu- nefnd, og teljist brautirnar ekki í gildu standi, skal gera að þeim, sem þarf, á Vostnað landssjóðs. Síldveiði. H. Hafstein og Stef. Stefáns- son bera fram frv. um ýms atriði, er snerta slldveiði. Löggilding verzlunarstaðar d Öktum í Hraunhr. i Mýrasýslu. Flm.: Magnús Andrésson og Lárus Bjarnason. Fallin frurtrvöiþ og pgsál.till.: Frv. um bœjarstjórn í Hafnarfirði hefur verið fellt í efri deild. Frv. um breyting d lœkna- skiþuninni (um flutning Kjósarlæknisins til Hafnarfjarðar o. fl.) fellt í neðri deild. Frv. um breyting á lögunum um verzl- un og veitingar dfengra drykkja (hækkun leyfisbréfsgjaldsins) fellt í e. d., sömuleið- is felld þar þingsályktunartillaga um bann gegn því, að selja æther spirituosa o. fl. á lyfjabúðum án lyfmiða. Fjdrlögin. Fjárlaganefnd n. d. hefurnú komið fram með álit sitt. Hér skulu nefnd- ar nokkrar breytingar, sem hún vill gera á frv. stjórnarinnar. Þessar fjárveitingar vill hún fella úr frv.: 2500 kr. uppbót til Stefáns læknis Gíslasonar fyrir bústaða- skipti, 1200 kr. styrkur hvort árið til sjúkra- hússins f Rvík (með því að það verður lagt niður), 1000 kr. hvort árið tilkennara í organslætti og sönglist og organleikara við dómkirkjuna í Rvík, 300 kr. hvort ár- ið til að semja og gefa út kennslubækur, 1000 kr. hvort árið til unglingaskóla í Dalasýslu, 800 kr. hvort árið til séra Valdi- mars Briem, 800 kr. hvort árið til Sögtt- félagsins, 500 kr. hvort árið til cand. mag. Sigfúsar Blöndal til að semja fslenzk-danska prðabók, 600 kr. hvort árið til Jósafats Jón- assonar til ættfræðisrannsókna og 600 kr. hvort árið til 1 manns til að nema skóg- ræktarfræði. Þá leggur nefndin til að taka upp 1 frv. ýmsar nýjar fjárveitingar: 150 kr. á mánuði í húsaleigu handa lands- höfðingja frá því að hann verður að flytja úr landshofðingjahúsinu og þar til lands- höfðingjaembættið verður afnumið, 2000 kr. hvort árið til útgjalda við eptirlit úr landi með fiskiveiðum útlendinga, 50 þús. kr. til brúargerðar á Jökulsá í Öxarfirði, 3000 kr. til að byggja vita á Skipaskaga og til árskostnaðar við hann allt að 300 kr. hvort árið, 15 þús. kr. til aðkaúpahús það, sem Reykjavíkurspítali hefur verið í, 500 kr. hvort árið til kennslu í heimilis- iðnaði við kvennaskólann í Rvík, 500 kr. fyrra árið til Stefáns Eiríkssonar til að kynna sér skólaiðnað erlendis, 1200 kr. hvort árið laun til Guðm. Finnbogasonar bg 1000 kr. á ári ferðakostnaður til þess að ferðast um landið og kynna sér og gefa ékýrslur um ásigkomulag alþýðufræðslunn- ar, 1000 kr. hvort árið til sýslubókasafna, 300 kr. hvort árið til „Bindindissameining- ar Norðurlands", 1200 kr. hvort árið til Jóns Jónssonar sagnfræðings, 1000 kr. tilBjama

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.