Þjóðólfur - 14.08.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.08.1903, Blaðsíða 2
130 En þar sem mál þetta má einnig nota sem almennt ritmál, þýða táknin sem hljóð- gildir bókstafir og sem telegrafmál, t. d. hringurinn a, hálfhringur á hvolfi b o. s. frv. Þessi táknritun Páls er miklu óbrotnari og einkum skýrari aflestrar en venjulegt telegrafmál, og hefur einn afbragðskost, að væri það notað, þyrfti' alls ekki að þýða telegrömmin tungu af tungu. Það er því alls ekki óhugsandi, að hug- mynd Páls komi þar einhverntíma að notum. Sömu táknin má ennfremur nota sem tölustafi, ef vill. Dæmi: Hringurinn þýð- ir i, hringur með einu stryki yfir io, með tveim 100 o. s. frv. Hálfhringur áhvolfi þýðir 2. Það er því einsauðvelt, að tele- grafera tölur sem annað með þessum táknum. Málið er svo auðvelt að læra, að hverj- um einum væri nóg að verja til þess 2— 3 dögum. Og einn kost hefur mál þetta, óbreyt- anleikann, því það er ekki háð sömu lög- um sem talmálið. Hvaða framtíð mál þetta á sér, erörð- ugt að gera sér grein fyrir nú; en ekki mun það óhugsandi, að það einhverntíma gæti orðið alþjóða-vísindamannamál, því ekkert ritmál er til líka eins auðvelt að læra, og mikill er sá tími, er menn hafa eytt í það að gera sig skiljanlega hver fyrir öðrum í ritum. Það er ekki smá- ræðistími, sem fer í það að læra kannske 4—5 tungumál, þannig, að menn geti rit- að bækur á þeim málum. Væri það kannske ekki tímasparnaður fyrir vísinda- mann, er vildi gera bók sína kunna um heiminn, að geta skrifað hana á því máli, er hann sjálfur fyrst og fremst hefði lært sér að fyrirhafnarlausu og aðrirgætuskil- ið í hvaða landi sem væri ? Ennfremur er það llklegt, að áður en um langt llður verði tákn þessi notuð sem »inter-astral«tákn, eða sem ljósskeyti, send til annara hnatta til þess að reyna að komast eptir því, hvort þar búi skyni- gæddar verur. Einn af meðlimum stjörnu- fræðisféiagsins í París hefur staðið í bréfa- skriptum við Pál um málið, og boðið hon- um að koma því á framfæri við forseta félagsins, sem er*hvorki meiri né minni en Flammarion. Eins og áður er um getið, hefur Páll gert málið miklu aðgengilegra nú fyrir skömmu og þó fullkomnað það; hvort hann hefur »leyst gátuna« til fullnustu skal ósagt hér, en miklar líkur eru til, að hann hafi bent á leiðina. Ekki þarf að kvarta yfir því, að Páll hafi hingað til legið á landsjóði, sem kall- að er, en nú er hann efnahagslega kom- inn svo í þrot fyrir hugmynd sína, að hann hefur neyðzt til að sækja um styrk til alþingís, og væri ver farið, ef hann nú, er mest á ríður, þyrfti að leggja árar í bát. Skal þess getið, svo menn ekki hugsi, að hér sé um »humbug« eitt að ræða, að flestir, er um málið hafa ritað hér, hafa lokið miklu lofsorði á það, þar á meðal vísindamenn, t. d. prófessorarnir Finnur Jónsson og V. Smith. Juvenis. Alþingi. vn. Ltfsábyrgd fyrir sjómentt. Sig. Jensson flytur frv. um lífsábyrgð fyrir sjómenn, sem stunda fiskiveiðar á þilskipum. Skal hver slíkur sjómaður skyldur að tryggja líf sitt og greiða í vátryggingarsjóð 15 aura fyrir hverja viku vetrarvertíðar, sem hann er á skipinu, 10 aura fyrir hverja viku vor- vertíðar og sumarvertíðar. Útgerðarmað- ur greiðir gjaldið fyrir alla skipverjana gegn endurgjaldi af hlut þeirra eða kaupi, en greiðir auk þess frá sjálfum sér helm- ing á móts við gjald skipverjanna allra. Gjaldið rennur í vátryggingarsjóð, sem stjórnað skal undir yfirumsjón landstjórn- arinnar af 3 manna nefnd. Kýs fjölmenn- asta útgerðarmannafélag 2 þeirra, en fjöl mennasta hásetafélag 1. Ef sjómaður drukknar eða deyr af slysförum á þeim tíma, sem hann er vátryggður, greiðastúr sjóðnum til eptirlátinna vandamanna, ekkju eða barna roo kr. á ári næstu 4 ár. Sam- þykkt í e. d. Löggilding verzlunarstaðar á Heiði á Langanesi 1 Norður-Múlasýslu. Flfn. Árni Jónsson. Skógarfriðun og skóggrœðsla. Fjárlaga- nefnd n. d. ber fram frv. um, að sjórninni veitist heimild til að kaupa til skógfriðun- ar og skóggræðslu jörðina Hallormsstaði, jörðina Vagli í Fnjóskadal og Hálsskóg í Fnjóskadal. Vegir. Frv. um viðhald vega (að það skyldi að hálfu kostað af sýslunum) var felt í e. d. samkvæmt till. nefndarinnar í því máli (J. Havst., Guðj. Guðl., Kr. J.). Aptur á móti hefur hún borið fram frv. um, að heimild sú, sem veitt er með lög- um 12. jan. rgoo til að krefjast, að veg- um, er hér eptir verði lagðir á kostnað landsjóðs, verði haldið við allt að helm- ingi á kostnað sýslusjóða, skuli einnig ná til flutningabrauta, svo framarlega, sem brautin aðallega er lögð í þarfir sýslufé- lagsins og það álítzt hafa efni og ástæður til að bera kostnaðinn. Bankamál. I frv. um nýja seðladeild við landsbankann, sem getið var um í síð- asta blaði, hefur nefnd verið kosin í n. d: Lárus H. Bjarnason, Hannes Þorsteinsson, Tryggvi Gunnarsson, Björn Kristjánsson og Guðl. Guðmundsson. Hún leggur til að samþykkja frumv. Ennfremur ber hún fram frv. um, að bókarinn við landsbank- ann skuli hafa 3,500 kr. í árslaun frá 1. jan. 1904. Felld frumvörp og pingsályktunartillögur, auk þeirra, er áður er getið: Frv. um skipti á jörðinni Árbakka í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu ogjörð- inni Yztagili í Engihlíðarhreppi í sömu sýslu. Frv. um líkskoðun. Frv. um undirbúning á nýju jarðamati. Þingsál.till. um lestrarbók handa alþýðu- skólum. Frv. um lyfjasölu. Frv. um afnám Maríu- og Péturslamba. Frv. um brúargerð á Héraðsvötn. Lán handa landsjóði. Fjárlaganefnd n. d. ber fram frv. um, að veita landstjórninni heimild til að taka bráðabirgðarlán fyrir hönd landsjóðs allt að 500,000 kr. gegn tryggingu í eignum eða tekjum landsjóðs. Lagaskóli. Frv. um stofnun lagaskóla er samþ. af. n. d. með nokkrum breytingum. Við skólann á einungis að vera einn fast- ur kennari, forstöðumaðurinn, en auk hans eiga dómarar landsyfirréttarins að hafa á hendi kennslu við skólann fyrir 500 kr. árlega þóknun hvor; þangað til yfirdóm- araembættin losna, má verja allt að 2,500 kr. til aukakennslu. Þeir einir, sem leysa af hendi próf við skólann, eiga aðgang að embættum þeim hér á Iandi, sem lögfræð- ingar skipa, Þó nær ákvæði þetta ekki til þeirra manna, sem tekið hafa lögfræð- ispróf við Kaupmannahafnarháskóla áður en 3 ár eru iiðin frá því, er lagaskólinn tekur til starfa. Upþgjöf Ölfusdrbrúarldnsins, þess helm- ings, sem eptir er, var samþykkt í n. d. í gær með 12 atkv. gegn 4. Talið er víst, að mál þetta fái góðar viðtökur í efri deild. Kosning 2. þm. Suður-Múlasýslu. Nefnd- in, sem kosin var til að íhuga kærumar út af kosningu þessari hefur látið uppi á- lit sitt. Telur hún ekki nægar sannanir fram komnar til þess að hnekkja gildi kosningarinnar, en álítur hinsvegar, að kjör- skrárnar í Suður-Múlasýslu hafi verið f miklu ólagi og ræður því alþingi til að senda kærurnar forsetaveginn til landstjórn- arinnar með áskorun uin, að hún láti rann- saka kjörskrárnar í Suður-Múlasýslu, sem giltu frá 1. júlí 1902 til 30. júnf igo3 og samningu þeirra af hendi hreppsnefnda og leggi árangurinn af þeim rannsóknum í síð- asta lagi fyrir næsta þing 1^05. Var till. þessi samþykkt í sam. þingi 1 gær með öllum atkv. Verðlaunanefnd „Jóns Sigurðssonar gjaf- arinnar" var kosin í gær af sam. þingi: Bjórn M. Olsen, Eitikur Briem og Magn- ús Stephensen. Ferðakostnaðarreikninga-nefnd var kosin af sam. þingi í gær: Klemens Jónsson, Guðjón Guðlaugsson, Guttormur Vigfús- son, Guðl. Guðmundsson og Ól. Briem. Fjdrlagafrv. var afgreitt frá n. d. á mánu- daginn (10. þ. m.). Voru allmiklar breyt- ingar gerðar á því frá því sem það kom frá stjórninni, og skal hér getið hinna helztu: Til útgjalda við eptirlit úr landi með fiskiveiðum útlendinga veitast 2000 kr. hvort árið. Útgjöldin við holdsveikraspí- talann eru lækkuð urn 1500 kr. f. ár. og 500 kr. síð. ár. og styrkurinn til sjúkra- hússins í Rvík (1200 kr.) felldur burtu, ennfremur uppbót til Stefáns læknis Gísla- sonar fyrir bústaðaskipti 2500 kr. f. ár., en bætt við 800 kr. styrk s. ár. til sjúkra- skýlis á Brekku f Fljótsdal. Til póstflutn- inga með motorbátum milli Arngerðareyr- ar og Isafjarðar veitast 400 kr. hv. ár, og milli Stykkishólms og Flateyjar sama upp- hæð. Útgjöldin til þjóðvega eru hækkuð um 2000 kr.; ennfremur er bætt við 50 þús. kr. f. ár. til brúargerðar á Jökulsá í Öxar- firði, allt að 6000 kr. f. á. til brúargerðar á Sogið hjá Alviðru (gegn því, að tvöfalt fé verði lagt fram annarsstaðar frá), allt að 40 þús. kr. f. á. til þess samkv. lögum g. febr. igoo að fullgera brú á Lagarfljóti hjá Egilsstöð- um, og setja ferju á Steinsvaði, 1000 kr. hv. á. til sýsluvegarins frá Laxárdalsheiði að Höskuldsstöðum í Laxárdalshreppi í Dalasýslu, og sömu upphæð til sýsluvegar- ins frá Hofsós að Ökrum í Skagafirði (til- lög þessi eru því skilyrði bundin, að sam- tímis sé jafnmiklu fé varið til veganna annarsstaðar frá, og það sé eigi tekið af lögákveðnu sýsluvegagjaldi), 300 kr. hv. á. til dragferjuhalds á Héraðsvötnum í Skaga- firði og 2800 kr. hv. á. til aukapóstvegar- ins frá Hafnarfirði að Vogastapa (gegn því að jafnmiklu fé verði yarið annarsstaðar frá). Útgjöldin til gufubátsferða á Faxa- flóa eru hækkuð um 4100 kr. að því til- skyldu, að stöðugum ferðum sé haldið uppi milli Rvíkur og Borgarness árið um kring. Til gufubátsferða um Breiðaflóa veitist síð. ár. 10,000 kr. og um Eyjafjörð 3500 kr. Til byggingar vita á Skipaskaga veitast 3000 kr f. á. og tilkostnaður við vitahaldið allt að 300 kr. hv. á. Til séra Magnúsar Þ. Magnússonar veitast 250 kr. hv. á. til þess að halda uppi ísl. guðsþjónustugerð í Kaupmannahöfn, og til líknarstarfsemi meðal Islendinga þar. Til þess að kaupa Reykjavíkurspítala veitast 15,000 kr. f. á., og til aðgerðar og viðhalds húsinu 1600 kr. f. á. og 200 kr. síð. á. Styrkurinn til kvennaskóla Húnvetninga og Skagfirðinga er lækkaður lir 2200 kr. hv. á. niður í 1500 kr. og til kvennaskóla Eyfirðinga jafnmikið, en bætt við allt að 3000 kr. hv. á. sem námsstyrk handa stúlkum í hinum norð- lenzku skólum (40 kr. handa hverri). Styrk- urinn til barnaskóla utan kaupstaða, er hækkaður um 1000 kr. f. á. og 2000 kr. s. á. og jafnmikið styrkurinn til sveitakenn- ara; 1000 kr. hv. á. til organleikara við dómkirkjuna, er fellt burtu, en einungis veitt 100 kr. þóknun hv. á. til þess að leika á orgelið í dómkirkjunni við prestvígslur og alþingissetningar. Styrkurinn til alþýðu- fræðslu stúdentafélagsins er hækkaður um 200 hv. á., og til þess að semja lestrar- bók handa alþýðurskólum veitast 500 kr. hv. á. Styrkurinn til skólans í Búðardai í Dalasýslu er hækkaður um 200 kr. hv. á., og ennfremur veitt allt að 600 kr. hv. á. til námsstyrks. Til Stefáns Eirlkssonar veitast 500 kr. f. á. til þess að kynna sér kennsluaðferðir í skólaiðnaði erlendis og 2200 kr. hv. á. til Guðin. Finnbogasonar til þess að kynna sér alþýðufræðslu og menntunarástand hér á landi (þar af laun 1200 kr., ferðakostnaður allt að 1000 kr.). Upphæðin, sem lands^rókasafninu veitist til þess að kaupa bækur og handrit, er færð úr 3500 kr. upp í 5000 kr. hv. á., og til þess að semja spjaldskrá úr 800 upp í 1200 kr. Laun bókavarðar eru lækkuð um 300 kr. frá því sem var í stjórnarfrv. (1700 í stað 2000) og landskjalavarðarins um 400 kr. (1400 í stað 1800). Styrkurinn til stórstúku Goodtemplara til eflingar bind- indi er hækkaður um 400 kr. (úr 800 upp í 1200) og 300 kr. hv. á. veittar „Bindind- issameiningu Norðurlands". Styrkurinn til leikfélags Rvíkur er hækkaður úr 300 kr. upp í 600 kr. og lúðrafélaginn veittur 500 kr. styrkur f. á. Ennfremur er þessum styrkveitingum bætt við: Til Guðm. Magn- ússonar ferðastyrkur til útlanda til skáld- mennta 1200 kr. f. á., til Jóns Jónssonar sagnfræðings 1200 kr. hv. á., til Sighvatar Grímssonar Borgfirðings til að rannsaka handrit, er snerta æfiatriði ísl. presta 250 kr. f. á., til séra Bjarna Þorsteinssonar til að ferðast til Khafnar og fullkomna þar söfnun ísl. þjóðlaga 1000 kr. f. á., til Bjarna Sæmundssonar til fiskirannsókna 600 kr. hv. á., til Ásgríms Jónssonar til þess að fuilkomna sig í málaralist erlendis 600 kr. hv. á., til organleikara Jónasar Helgasonar 1 viðurkenningarskyni fyrir störf hans í þarfir sönglistarinnar 1000 kr. f. á., til Stefáns Björnssonar frá Borgum til þess að læra teikning og skólaiðnað 600 kr. f. á., til stud. jur. Sigfúsar Einarssonar til þess að fullkomna sig í tónfræði og söng 600 kr. hv. á., til Karls Finnbogasonar og Sig. Sigurðssonar til að ljúka námi við Blaagaards Seminarium í Khöfn,4oo kr. f. á til hvors, til Konráðs Stefánssonar stú- dents til að nema rafmagnsfræði við há- skólann í Mittveida á Saxlandi 700 kr. hv. á. Til uppbótar fyrir allt þetta er svo fellt niður 800 kr. hv. á til Sögufélags- ins, 500 kr. hv. á. til Sigfúsar Blön- dals til að semja ísl.-danska orðabók, Og 600 kr. til Jósafats Jónassonar til ætt- fræðisrannsókna. Styrkurinn til búnaðar- skóla er hækkaður úr goookr. upp í 15000; 2000 kr. f. á. eru veittar Búnaðarfél. Is- larids til þess að gera tilraunir með kjöt- sölu erlendis, 8000 kr. hv. á. til ræktunar- félags Norðurlands, 4500 kr. f. á. til vatns- veitingaí Leiðvallahreppi til varnar gegn sandfoki (ef jafnmikil upphæð er veitt annarsstaðar að); styrkurinn til skógræktar- tilrauna er lækkaður niður í 6000 kr. f. á. og 5000 kr. s. á., en verðlaun fyrir útflutt smjör hækkuð úr 2000 kr. upp í 5000 kr. hv. á., styrkurinn til rannsóknar í bygg- ingarefnum landsins hækkaður um 1000 kr. f. á.; 2000 kr. f. á. og 500, kr. s. á. eru veittar til þess að rannsaka lungnadrep og skitupest í Norður- og Austuramtinu, 4000 kr. hv. á. til Iðnaðarmannafélagsins í Rvík til að koma upp og reka tekniskan skóla í Rvík, 600 kr. f. á. til lðnaðarmannafé- lagsins á Isafirði til að senda mann tilút- landa til að læra að gera við steinolíu- vélar. 600 kr. styrkur til 1 manus til að nema skógræktarfræði er felldur niður, en 3 mönnum veittur 300 kr. styrkur til að stunda skóggræðslu. Til efnarannsóknar- stofunnar í Rvlk veitast 6500 kr. f. á. og 3000 kr. s. á. (Af veitingunni f. á. veitist

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.