Þjóðólfur - 14.08.1903, Blaðsíða 4
132
hann hafi eigi selt fleiri farbréf en skráin
greinir.
3. gr. A síðustu höfn, sem skipstjóri
leggur frá til útlanda, skal lögreglustjóri
sannprófa, að ekki fari á óæðra farrúmi
fleiri en veitt var leyfi til á binni fyrstu
höfn, að taka mætti á skipið, enda afhendi
skipstjóri lögreglustjóra í því skyni annað
eintakið af skrá þeirri, er ræðir um í næstu
grein á undan, með árituðu æru- og sam-
vizkuvottorði sínu um, að farþegar séu
ekki fleiri en taldir eru á skránni.
4. gr. Brot á lögum þessum varða skip-
stjóra allt að 500 kr. sekt, er renni í lands-
sjóð, og skal farið með mál út af þeim,
sem almenn lögreglumál.
24. Lög um kosningar til alpingis. (Því
nær samhljóða lögunum frá síðasta
þingi um leynilegar kosningar með
kjörstað í hverjum hreppi).
25. Lög um rdðstafanir til útrýmingarfjdr-
klddanum.
1. gr. Landsstjórninni veitist heimild til
að gera ráðstafanir til algerðrar útrýming-
ar fjárkláða og ráða til þess starfa einn
framkvæmdarstjóra fyrir land allt. En
hann tekur sér aðstoðarmenn eptir þörf-
um.
2. gr. Eptir tillögum framkvæmdarstjór-
ans semur landstjórnin reglugerð um fram-
kvæmd verksins, og má þar ákveða sekt-
ir fyrir brot á reglugerðinni.
3. gr. Baðlyf þau og baðpottar, er með
þarf í hvern hrepp, skal flutt þangað frá
næstu kauptúnum á kostnað fjáreigenda f
hreppnurn. Hreppsnefndin annast um
flutninginn og jafnar flutningskostnaðinum
niður á fjáreigendur eptir fjártölu og inn-
heimtir hann. Gjald það má taka lögtaki.
Húsbóndi hver leggur ókeypis til baðker,
nægilega aðstoð við böðun og skoðun fjár
á heimili hans og flutning baðlyfja og
böðunaráhalda til næsta bæjar.
Allur annar kostnaður við ráðstaíanir
til útrýmingar fjárkláðanum greiðist úr
landssjóði.
4. gr. Framkvæmd tilskipunar 5. jan.
1866, tilskip. 4. marz 1871 og laga 8. nóv.
rgoi, skal frestað að því leyti, sem tilskip-
anir þær og lög samrýmast ekki lögum
þessum.
5. gr. Lög þessi öðlast gildi þann dag,
er það tölublað af B-deild Stjórnartíðind-
anna kemur út, sem skýrir frá staðfest-
ing þeirra.
26. Lög um frestun d framkvœmd laga 23.
okt. 1893 um leigu og kaup d eimskipi
og útgerð pess d kostnað landsjóðs.
27. Lög um löggilding verzlunarstaðar d
Ökrum í Hraunhreppi i Mýrasýslu.
28. Lög um heilbrigðissampykktir fyrir bœj-
ar- og sveitafélög.
Utanferðir.
„Þat mælti mfn móðir,
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar,
fara á hring með víkingum,
standa upp í stafni, ,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar,
höggva mann ok annan".
Egill Skallagrímsson.
Frá alda öðli hefur það þótt mikill
fremdarauki að fara utan og afla sér
fjár og frama. Fyrsta framfarahugsunin
hjá Forn-íslendingum, þegar þeir voru
ungir, var það að fara utan og afla sér
fjár og frama, eins og þeir komust að
orði. Enda má fullyrða, að flestir eða
jafnvel allirsynir höfðingja færu utan, og
það á unga aldri, 12—18 vetra gaml-
ir. Það er mjög líklegt, að þessar utan-
ferðir hafi haft mjög mikil áhrif á líkam-
legar og andlegar framfarir íslenzku þjóð-
arinnar. Og það eru allar líkur til þess,
að hún hafi átt að þakka þeim hina
miklu blómaöld, sem hún lifði á þessu
tímabili.
Það var vanalega fyrsta verk utanfarar-
manna, þegar þeir komu til Noregs,
því þangað voru mestar utanferðir, — að
fara til kongs þess eða jarls, sem þá réð
fyrir landinu og gerast hirðmaður þeirra,
óg vera svo hjá þeim mismunandi langt
tímabil, eða þá að fara í kaupferðir landa
á milli og jafnvel í víking þeir, sem stór-
hugaðastir“®voru,'_og vildu þannig reyna
karlmennsku sína og afla sér fjár og frama.
Vanalega fóru þessir menn til Norðurlanda
og Bretlandseyjanna. En stöku menn fóru
alla leið til Miklagarðs, en eins opt var
það, að þeir sem þangað fóru, komu ekki
aptur, heldur settust að hjá Væringum.
Vér getum gert oss í hugarlund, hvað
miklum framförum þessir menn hafa tek-
ið, þegar þeir voru búnir að kynnast öllu
menntalífi og framfaralífi Norðurlandabúa.
Það má nærri geta, hvaða gagn ísland
hefur haft af þessum mönnum, þegarþeir
komu auðugir af andlegum og líkamleg-
um auðæfum hingað til gömlu átthaganna.
Þeir menn hafa hlotið að hafa áhrif á
menn í kringum sig; vekjandi menntunar-
áhrif hafa læðst út frá þeim til hinna
námfúsu og framgjörnu unglinga, sem
höfðu kynni af þeirn.
Utanferðir þessar stóðu í mestum blóma
á 10. og 11. öld. Að vísu voru utariferð-
ir miklar á 12. og 13. öld, en þær voru
allt öðru vísi, því þær voru flestar út af
málaferlum á milli verzlegra og and-
legra höfðingja á því tímabili. En allt
fyrir það hafa þær haft góð áhrif að
mörgu leyti, þó að þær yrðu lands og
lýða tjón á endanum. Þegarkom lengra
fram á aldir, urðu utanferðir ekki almenn-
ar, því þá fóru ekki utan nema fáein em-
bættismannaefni, sem fóru utan til að
mennta sig, og svo einstöku höfðingjar, sem
vanalega áttu þá eitthvað í málaflækjum
sín á milli eða þá við danska embættismenn,
sem þá réðu svo miklu hér á landi.
Nú á hinum síðustu áratugum nítjándu
aldarinnar hafa utanferðir mjög aukist,
því fyrst fara flest embættismannaefni til
Hafnar, og svo margir aðrir, sem vilja fá
aukna menntun í einhverri iðnaðargrein,
sem þeir leggja fyrir sig, og svo sumir til
að sýna sig og sjá aðra. (Niðurl. næst).
Jóhannes Friðlaugsson.
Látin
er 28. f. m. frú Þórdfs Helgadótt-
ir Sívertsen, kona séra Sigurðar P. Sí-
vertsens á Hofi í Vopnafirði, ^30. aldurs-
ári (f. 2. mal 1874), giptist eptirlifandi
manni sínum 1899, °8 áttu Þau 3 börn,
sem öll eru á lífi. Frú Þórdís var dóttir
Helga lektors Hálfdánarsonar og frú Þór-
hildar Tómasdóttur. Hún var menntuð
kona og mjög vel látin. Banamein henn-
ar var hálsbólga (dipteritis).
Mefl „Ceres“
síðast komu hingað frá Höfn auk þeirra
farþega, er getið var f síðasta blaði; Jón
Norðmann kaupm. á Akureyri og kona
hans og Magnús Sæbjörnsson cand. med.
og kona hans. Héldu hvorttveggja áfram
með skipinu til Austfjarða og Akureyrar.
Teðuráttufar í Rvík í júlí 1903.
Meðalhiti á hádegi. 4- 12. C.
—„ nóttu . + 6i. „
Mestur hiti„ hádegi. + 19 „ (24.).
Minnstur —„ „ . -r 8 „(7.).
Mestur — „ nóttu . + 8 „
Minnstur—„ —„— . + 5 „(13.).
Mesta veðurhægð allan mánuðinn; stöku
sinnum komið skúr úr lopti, annars alger-
lega vætulaus og stillur.
x/s—”03 J. Jónassen.
Leiðrétting. Þeir, sem hafa í höndum
„Skýrslu til sýsiunefndarinnar i Snœfells-
nessýslu“ eptir Hermann Jónasson, eru
beðnir að leiðrétta prentvillu, sem stend-
ur á 3. bls. 12. 1. aðneðan: „22 pt. fmál",
en á að vera „22 pd. í mál".
HÚ S tll sölu á bezta stað í
AUSTURSTRÆTI. Sernja
má við cand. jur. Jén Þorkelsson.
Elegant Reiðhúfur
fyrir DÖMUR eru nýkomnar. Einnig
töluvert af Drengja- og Telpu-
húfum.
Guðm. Sigurðsson,
klæðskeri.
Lærði skólinn.
Fjárhaldsmenn þeirra nísveina, sem
stóðust inntökupróf við lærða skólann
29. júní síðastl., eru beðnir að senda
undirskrifuðum sem allra first bónar-
brjef um inntóku í skólann og gjaf-
kenslu og, ef þarf, um aldursleifi firir
þessa pilta.
Bónarbrjef um heimavist í skólanum
næsta skólaár verða að vera komin
til undirskrifaðs firir 23. sept. næst-
komandi.
Þeir piltar, sem vilja sækja um náms-
stirk næsta skólaár, verða að senda
undirskrifuðum fjárhagsvottorð, útfilt
og undirskrifað af rjettum hlutaðeig-
endum, firir 1. okt. nœstkomandi.
Þeir, sem vilja sækja um stunda-
kenslu við skólann næsta skólaár, verða
að senda mjer beiðni um það firir 15.
sept. næstkomandi.
Öll bónarbrjef skulu stíluð til stifts-
ifirvaldanna, en sendist undirskrifuðum.
Reykjavíkur lærða skóla 9. ágúst 1903.
Björn M. Ólsen.
NÝKOMNIR
Hattar og Húfur og mikið af
allskonar HÁLSLÍNI og mörgu fleira.
Einnig margskonar til fata.
4i Hvergi ódýrara. ^
12 BANKASTRÆTI 12.
Guðm. Sigurðsson
klæðskerl.
Eg undirritaður hef síðastliðin 2 ár
þjáðst af mjög mikilli taugaveikl-
u n, og þótt eg hafi leitað ýmsra lækna,
hef eg ekki getað fengið heilsubót.
Síðastliðinn vetur fór eg því að neyta
Kí na-lí fs-el ixí rs frá hr. Walde-
mar Petersení Frederikshöfn, og
er það sönn ánægja fyrir mig að votta,
að eg eptir brúkun þessa ágæta bitt-
ers, finn á mér mikinn bata, og von-
ast eptir að verða albata með stöð-
ugri notkun Kína-lífs-elixírsins.
Feðgum (Staðarholti) 25. apríl 1902.
Magnús Jónsson.
KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum
kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll-
hækkunar, svo að verðið er öldungis sama
sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir
v.p.
að líta vel eptirþví, að - þ standi á flösk-
unum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki áflöskumiðanum; Kínverji
með glas í hendi, og firmanafnið Walde-
mar Petersen.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
Uppboðsauglýsing.
Þriðjudagana 25. ágúst, 1. og 15.
septbr. næstkomandi, verður jörðin
Eyjar í Breiðdalshreppi, 8,4 hndr. að
nýju mati með húsum boðin upp og
seld við síðasta uppboðið.
Uppboðin byrja á hádegi, tvö hin
fyrstu hér á skrifstofunni, hið þriðja á
jörðinni. —
Uppboðsskilmálar verða til sýnis hér
á skrifstofunni degi fyrir fyrsta upp-
boðið. —
Skrifstofa Suður-Múlasýslu.
Eskifirði, 9. júlí 1903.
A. V. Tulinius.
íslenzk frimerki
kaupir háu verði
Ólafur Sveinsson.
Ansturstræti 6.
Proclama.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 er
hér með skorað á alla þá, sem til
skuldar hafa að telja í dánarbúi hrepp-
stjóra Jóns G. Breiðfjörðs frá Brunna-
stöðum, að lýsa kröfum sínum og sanna
þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda
áður en Iiðnir eru sex mánuðir frá
síðustu birtingu þessarar auglýsingar.
Skrifstofu Gullbr,- og Kjósarsýslu
1. ágúst 1903.
Páll Einarsson.
K O M T Ð
ullarsendingum ykkar til Egils Eyjólfs-
sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið
svo tauanna eptir c. 2 mánuði, lfka geta
menn fengið tauin um leið og sendingin
er afhent. Ætíð nægar hirgðir af
tauum fyrirliggjandl.
Afgreiðslan á Laugavegi 24.
Virðingarfyllst.
E. Eyjólfsson.
Uppboð.
Samkvæmt kröfu H. Th. A. Thom-
sensverzlunar í Reykjavík og að und-
angengnu fjárnámi verður jörðin Eiði
í Seltjarnarneshreppi 7,8 hndr. u.m.
seld við þrjú opinber uppboð, sem
haldin verða mánudagana 7. og 21.
sept. og 5. okt. þ. á. Tvö fyrstu
uppboðin verða haldin á skrifstofu
sýslunnar í Hafnarfirði kl. I2áhádegi,
en 3. uppboðið á eigninni sjálfri og
byrjar kl. 1 e. h. —
Söluskilmálar verða lagðir fram á
fyrsta uppboðinu.
Skrifstofu Gullbr.- og Kjósarsýslu
31. júlí 1903.
Páll Einarsson.
Skiptafundur
í dánarbúi Páls Jónassonar frá Vör-
um verður haldinn á skrifstofu sýsl-
unnar í Hafnarfirði þriðjudaginn þ. 8.
sept. þ. á. kl. 12 á hádegi. Verður
þá lögð fram skrá yfir eigur og skuld-
ir búsins og skiptum búsins væntan-
lega lokið. Allir skuldheimtumenn
og erfingjar eru aðvaraðir um að mæta.
Skrifstofu Gullbr,- og Kjósarsýslu
1. ágúst 1903.
Páll Einarsson.
Undirritaðir óska að komast í samband
við einhvern, sem vill senda út góða, ís-
lenzka hesta til þess að selja þá i Dan-
mörku. Meðmæli frá Iðnaðarmannabank-
anum og Verkmannabankanum í Kaup-
mannahöfn.
Chr. Jensen & J. C. Westergaard
Kvægtörvet, Kjöbenhavn.