Þjóðólfur - 14.08.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.08.1903, Blaðsíða 3
Ásg. Torfasyni iooo kr. til að afla sér verk- legra æfinga í efnarannsóknum erlendis). Laun 2 yfir matsmanna á fiski í Rvík og ísafirði eru lækkuð úr 2400 niður í 1600 kr. Ennfremur er veitt f. á. 10,000 kr. til drátt- brautarfélagsins í Rvík til að kaupa frá Englandi og koma upp „Patentslip", 15000 kr. til skipakvíar við Eyjafjörð til vetrar- legu fyrir þilskip, 2000 kr. til D. Thomsen til þess að útvega frá útlöndum motorvagn og reyna hann á akvegunum hér, og síð. á. 4700 kr. til stórskipabryggju í Stykkishólmi. — Úr viðlagasjóði er veitt heimild til þessara lánveitinga: allt að 30 þús. kr. til stofnunar mjólkurbúum, allt að 6 þús. kr. til bæjarhúsbyggingar á búnaðarskólanum á Eiðum, allt að 8 þús. kr. til Jóhannesar snikkara Reykdal til að koma á fót tré- smíðaverkstofu í Hafnarfirði, allt að 20 þús kr. til Erl. Þórðarsonar, Guðna Jóns- sonar og Guðm. Jónssonar á Reykjafossi f Ölfusi til þess að halda áfram tóvinnu- vélum þar, allt að 50. þús kr. til verksmiðju- félagsins á Ákureyri til þess að koma á fót klæðaverksmiðju, allt að 10 þús. kr. til Ólafs Hjaltesteð til þess að koma upp vélasmiðju í Rvík, allt að 20 þús. kr. til kaupm. J. P. T. Bryde, P. J. Thorsteins- son og Ágústs Flygenring til þess að koma upp dráttbraut í Hafnarfirði, allt að 30 þús. kr. til sjávarbænda og hlutafélaga, er sjómenn eiga meira en helming hlutaíjár- ins í, til þess að byggja þilskip eða kaupa frá útlöndum, allt að 15 þús. kr. til þurra- búðarmanna utan kaupstaða til jarðræktar og húsabóta, allt að 40 þús. kr. til bygg- ingar skipakvíar við Eyjafjörð til vetrar- legu fyrir þilskip. Tekjuhallinn er nú áætlaður eptir frv. 419,230 kr. 41 a., en eptir stjórnarfrv. 218,- 555 kr. 41 a. Fjárlögin voru til 1. umr. í e. d. á mið- vikudaginn. I fjárlaganefndina voru kosn- ir með hlutfallskosningu: Eiríkur Briem, Kristján Jónsson, Jón Jakobsson, Guðjón Guðlaugsson og Valtýr Guðmundsson. Landsdómup. Frv. um landsdóm er komið fram í n. d. Flutningsmenn þess eru: H. Hafstein, Lárus H. Bjarnason og Hermann Jónas- son. Það hljóðar svo : 1. gr. Landsdómur skal stofnaður á ís- landi. Samkomustaður hans er að jafn- aði í Reykjavík. 2. gr. Landsdómur rannsakar og dæm- ir mál þau, er alþingi lætur höfða á hend- ur ráðherranum, út af embættisrekstri hans, eða á móti landritaranum út af embættis- rekstri hans, er hann gegnir ráðherrastörfum á eigin ábyrgð. 3. gr. Forstjóri landsyfirréttarins er for- seti landsdómsins. Að öðru leyti erdóm- urinn skipaður þar til kjörnum mönnum. Kosningum í dóminn skal í fyrsta skipti hagað svo, að hver sýslunefnd og bæjar- stjórn í landinu kýs svo marga innanhér- aðs- og innanbæjarmenn, sem hér segir: Sýslunefndin í Vestur-Skaptafelfssýslu kýs 2, í Rangárvallasýslu 4, í Vestmannacyja- sýslu 1, í Árnessýslu 6, 1 Gullbr,- og Kjós- arsýslu 4, 1 Borgarfjarðarsýslu 2, í Mýra- sýslu 2, 1 Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 3, í Dalasýslu 2, í Austur-Barða- strandarsýslu 1, í Vestur-Barðastr.sýslu 2, í Vestur-ísafjarðarsýslu 2, í Norður-ísafj.- sýslu 3, í Strandasýslu 2, í Húnavatnssýslu 4, í Skagafjarðarsýslu 4, í Eyjafjarðarsýslu 4, í Suður-Þingeyjarsýslu 4, í Norður-Þing- eyjarsýslu í, 1 Norður-Múlasýslu 3, í Suð- ur-Múlasýslu 4, í Austur-Skaptafellssýslu 1. Bæjarstjórnin í Reykjavík kýs 6, á ísafirði 2, á Akureyri 2 og á Seyðisfirði 1. Af þessum samtals 72 mönnum nefnir hvert hinna fjögurra amtsráða 3 úr tölu þeirra, er sýslunefndir amtsins og kaup- staður hafa kosið; síðan nefnir alþingi á 131 fyrsta sameinaða fundi sínum aðra 12 menn frá, og verða þá eptir 4 tyiftir. Þá lætur forseti sameinaðs þings taka með hlutkésti tvær tylftir af þeim fjórum tylft- um, er eptir verða og eiga þær setu ílands- dóminum, þó þannig, að ákærði skal ryðja 12 úr dómi, svo að aldrei dæmi meira en ein tylft auk forseta. Hinir 24 skulu vera til vara, til þess að ganga í dóminn, ef einhver aðaldómendanna deyr, missir kjör- gengi eða forfallast á annan löglegan hátt. Dómurinn kýs sér skrifara úr sínum flokki. 4. gr. Enginn getur orðið fyrir kjöri f landsdóminn, sem: a, er yngri en 40 ára eða eldri en 60 ára. b, á sæti á alþingi; e, hefur verið dæmdur fyrir verknað, sem er svfvirðilegur að almenningsá- liti; d, hefur misst fjárráð; e, hefur þegið af sveit og eigi annað- hvort endurgoldið styrkinn eða fengið eptirgjöf á honum ; f, er öðrum háður sem hjú; g, er þegn annars ríkis eða í þjónustu þess; h, á heima í öðru landi. 5. gr. Nú á forseti landsyfirdómsins sæti á alþingi, og gengur þá 1. yfirdómari í hans stað. Sé svo og ástatt um 1. yfir- dómara, gengur 2. yfirdómari í hans stað. Eigi allir dómarár landsyfirdómsins sæti á alþingi, kýs dómurinn sér forseta úr sínum flokki og gengst forseti landsyfir- dómsins fyrir kosningunni. Síðan tekur hinn kosni forseti með hlutkesti einn úr varamönnunum í sinn stað. 6. gr. Nú deyr einhver hinna kosnu dómenda, missir kjörgengi eða forfallast á annan hátt, þannig, að hann getur ekki setið í dómnum lengur, og tekur þá for- seti dómsins með hlutkesti jafnmarga menn af varamönnunum og úr gengu, og eiga þeir eptir það sæti í dómnum sem dóm- endur. Forfallist dómandi eptir að ákærði hefur lutt dóminn, tekur forseti helmingi I fleiri úr varamönnunum en úr gengu, enda I ryður þá ákærði helmingnum af þeim, sem teknir voru. — Hlutkesti skal jafnan fara fram í viðurvist að minnsta kosti þriggja af dómendum landsdómsins. 7. gr. Dómendur skipa dóminn meðan þeir fullnægja kjörgengisskilyrðum, en varamenn, 24 að tölu, skulu kosnir 6. hvert ár. Skal haga kosningunni samkvæmt 3. gr., að öðru leyti en því, að þá tekur for- seti dómsins varamennina með hlutkesti úr þeim 4 tylftum, sem eptir verða er al- þing hefir nefnt 12 frá. 8. gr. Dómendum bera sömu fæðispen- ingar og alþingismönnum, og endurgjald fyrir ferðakostnað eptir reikningi, sem dómurinn sjálfur úrskurðar. Allur dóms- kostnaður greiðist úr landssjóði. 9. gr. Ákvörðun alþingis um málshöfð- un gegn ráðherranum eða landritaranum skal gerð með þingsályktun, og skulu kæruatriðin vera nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, enda sé sókn málsins bundin við þau. Jafnframt útnefnir þing- ið mann til að sækja málið af sinni hendi. 10. gr. Sóknari sendir forseta lands- dómsins síðan tafarlaust þingsályktunina í frumriti og staðfestu eptirriti. Forseti sendir ákærða eptirritið með áritaðri á- skorun um að ryðja dóminn, enda syðji ákærði dóminn tafarlaust. Geri ákærði það ekki, tekur forseti með hlutkesti jafn- marga úr dómnum og ákærði mátti ryðja. Síðan kallar forseti dómendur saman með hæfilegum fresti, þó eigi lengri en 3 mán- aða, og gefur jafnframt út stefnu á hend- ur ákærða með sama fresti, en sóknari lætur birta ákærða stefnuna. Stefnan skal rituð á frumrit þingsályktunarinnar. Loks skipar forseti ákærða verjanda, og skal taka til þess mann, sem á heima á íslandi. Rétt er, að ákærði tilnefni mann- inn, ef hann vill. 11. gr. Sókn og vöm fer fram munn- lega og í heyranda hljóði. 12. gr. Dómurinn á ekki þátt í því, að leiða vitni eða leita upplýsinga um kæru- atriðin á annan hátt. Það er skylda sókn- arans að leita allra sannana, þar á meðal útskriptar úr gerðabók ríkisráðsins um til- lögur ákærða, og svaramanns að færa fram allt það, er sýkna má ákærða eða mýkja málstað hans, enda er ákærða frjálst að gæta hagsmuna sinna ásamt verjanda. Kona ákærða, foreldrar hans og tengda- foreldrar og fjarskyldari eða fjartengdari beint upp á við, börn hans og barnaböm og fjarskyldari beint niður á við, systkin og jafntengdar persónur, verða ekki krafð- ar vitnisburðar um kæruatriðin. Að öðru leyti gilda hinar almennu reglur um vitni og vitnaleiðslu. 13. gr. Sé hætt við því, að ákærði hyggi á undankomu, getur dómurinn úrskurðað honum gæzluvarðhald, en ekki má skerða frelsi ákærða frekar en brýn nauðsyn kref- ur. 14. gr. Þurfi að leita upplýsinga um kæruatriðin utan Reykjavíkur, tilnefnir dómarinn annaðhvort sérstakan dómara eða dómnefnd til þess, eða felur einum eða fleiri mönnum úr sínum flokki að standa fyrir rannsókninni. Jafnframt get- ur forseti sett menn í stað sækjanda og verjanda. Þegar svo á stendur, sem hér er gert ráð fyrir, fer sókn og vörn fram skriflega, enda löggildi forseti bók í því skyni. 15. gr. Dómurinn fellir niður málið, ef sóknari heldur því ekki viðstöðulaust á- fram. Dragi svaramaður ákærða eða á- kærði málið um skör fram, setur dómar- inn þeim hæfilegan frest. Noti þeír ekki frestinn, sem skyldi, tekur dómurinn mál- ið upp til dóms. 16. gr. Dómur í málinu skal ganga inn- an 3 sólarhringa frá því að sókn og vörn var úti, enda sé svaramanni og ákærða gefinn kostur á að tala síðast. Ákærða verður ekki gerð refsing né heldur verða skaðabætur lagðar á hann nema */3 hl. dómenda séu á eitt sáttir. I dómnum skal ákveða sóknara og svara- manni ríflega þóknun fyrir málfærsluna. Þóknun svaramanns má eigi vera minni en sóknarans. Að öðru leyti fer um máls- kostnaðargreiðslu eptir almennum reglum. Dómurinn skal vera byggður á for- sendum, en án fullnægingarfrests. Sóknari annast um birtingu og fulln- ustu dómsins á vanalegan hátt. Lög frá alþingi: 17. Lög um viðauka við lög 14. des. 1877 um tekjuskatt. Þeir, sem reka hvalveiðar, skulu greiða tekjuskatt af atvinnu, svo sem aðrir at- vinnurekendur, sem tekjuskattskyldir eru samkvæmt lögum 14. des. 1877. 18. Lög um heimild til lóðarsölu fyrir Reykjavikurkaupstað. 1. gr. Þá er beðið er nm útmælingu á lóð undir hús í landareign bæjarins, hvort heldur er á verzlunarlóðinni eða. utan hennar, getur bæjarstjórn heimtað endur- gjald fyrir lóðina, og skal bæjarstjórn á- kveða verð hverrar lóðar eptir tillögu byggingarnefndar. 2. gr. Nú kaupir einhver af bænum lóð undir hús, og skal þá hús reist á lóð- inni áður en 2 ár eru liðin frá því, er kaupin fóru fram, ella fellur lóðin aptur til bæjarins endurgjaldslaust; þó skal kaup- andi fá endurgoldin eptir óvilhallra manna mati þau verk, er hann hefur unnið til umbóta á lóðinni. 19. Lög um kosningu fjögurra nýrra ping- manna. Þeir 4 nýju þingmenn, sem ætlazt er til, að bætt verði við, eptir stjórnarskrárfrv., skulu kosnir: 1 af Reykjavíkurkaupstað, 1 af ísafjarðarkaupstað, 1 af Akureyrar- kaupstað og 1 af Seyðisfjarðarkaupstað. 20. Lög um viðauka við lög 8. nóv. 1895 um hagfrœðisskýrslur. 1. gr. Hvert það félag, er hér á landi rekur þá starfsemi, að taka að sér lífsá- byrgð eða slysaábyrgð, og teljast þar til sjúkrasjóðir,. eða að vátryggja gegn elds- voða eða öðru tjóni, skal senda lands- höfðingja fyrir 1. dag aprílmánaðar hvers árs ágrip af reikningum sínum fyrir síð- astliðið reikningsár, og eptir nákvæmri fyrirmynd, er landshöfðingi fyrirskipar, stutta yfirlitsskýrslu yfir allar ábyrgðir, er það hefur tekið að sér hér á landi og í gildi eru við lok sama reikningsárs, sér- staklega fyrir hverja tegund ábyrgðar, sem félagið tekur að sér, og ennfremur yfir áætluð iðgjöld og tillög á síðastliðnu reikn- ingsári fyrir ábyrgðir félagsins hér á landi, yfir inngoldin iðgjöld og tillög, útborgað- ar ábyrgðir og greiddan sjúkrastyrk hérá landi á sama tímabili. Ákvæði greinar þessarar ná þó eigi til útlendra vátrygg- ingarfélaga, að því leyti, sem þau tryggja fyrir sætjóni. I 2—4. gr. frv. eru settar nánari reglur um þetta. 21. Lög um vörumerki. 1. gr. Hver sá, er hér á landi rekur yerksmiðjuiðnað eða handiðn, jarðrækt, málmnám, verzlun eða aðra atvinnu, hef- ur rétt til að nota nafn sitt eða firma eða nafn á fasteign sinni sem vörumerki, en getur jafnframt samkvæmt lögum þessum meö skrásetningu öðlast einkarétt til að hafa sérstakt vörumerki til að greina vör- ur sínar frá vörum annara í viðskipum manna á milli. Þessi réttur nær til allra vörutegunda, hafi hann eigi með skrásetn- ingunni verið bundinn við ákveðnar vöru- tegundir. Hinar aðrar greinar laganna gefa ná- kvæmari reglur fyrir vörumerkjunum. 22. Lög um breyting d lögum nr. 8 um vegi frá ij. apríl 1894. Sýslunefndum veitist vald til þess, að áskildu samþykki amtsráðs, að hækka fyr- ir eitt ár í senn sýsluvegagjaldið sam- kvæmt 11. gr. laga um vegi frá 13. apríl 1894 úr 1 kr. 25 aur. upp 1 allt að 2 kr. 25 a. fyrir hvern verkfæran mann. Hreppsnefndum veítist sama vald, að áskildu samþykki sýslunefndar, að því er snertir hækkun á hreppavegagjaldi sam- kvæmt 17. gr. nefndra laga. 23. Lög um eptirlit með mannflutningum til útlanda. 1. gr. Hvert það skip, sem flytur far- þega írá Islandi til útlanda á óæðra far- rúmi, skal vera háð eptirliti lögreglustjórn- arinnar, en „óæðra" er farrúmið, ef það er lakara en 2. farþegarúm á millilanda- skipum þeim, er landsstjórnin notar. Skal það að minnsta kosti fullnægja skilyrðum | þeim, sem sett erú í 10—12. gr. laga um | tilsjón með útflutningum frá 14. janúar 1876. 2. gr. Skipstjóri má ekki taka við far- þegum í óæðra farrúmi, fyr en lögreglu- stjóri á þeim stað, sem skipið kemur fyrst á, til að taka sllka farþega, hefur gefið skriflegt leyfi til þess, og skal 1 því leyfi tiltaka, hve marga farþega megi taka i farrúmið, enda hafi lögreglustjóri áður sannreynt á þann hátt, er 7. gr. nefndra laga frá 14. janúar 1876 tiltekur, að far- rúmið fullnægi skilyrðum þeim, sem sett eru að framan. Skipstjóra ber að heimta af þeim, sem selja farbréf til flutnings á óæðra farrúmi, tvlritaða skrá yfir alla þá, sem þeir hafa selt farbréf þessi. Skráin skal vera gerð eptir fyrirmynd, sem landshöfðingi semur, og skal sá, er farbréfin seldi, rita neðan á hana æru- og samvizkuvottorð um, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.