Þjóðólfur - 21.08.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 21.08.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 21. ágúst 1903. Jú 34. Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson, Hér með tilkynnist almenningi, að öllum óviðkomandi mönnum er stranglega bannað að skjóta fugia i landareign jarðanna Ártúns, Ár- bæjar og Breiðholts. Reykjavík 19. júlí 1903. Jón Jakobsson. Fornmenjar til sölu, Prédikunarstóll frá 1675, Altaristafla — 1792, 2 ljósastjakar — 1780. Kaleikur með patínu úr silfri, gyllturog með mynd, er mjög gamall, líklega frá katólsku. — Einnig Harmoníum stórt og injög vandað, sem og kirkjuhúsið í Kald- aðarnesi, ásamt ýmsu fleiru. Munir þess- ir eru til sýnis hjá Þorst, Þorgilssyni verzl- unarmanni á Eyrarbakka, sem einnig semur um verðið. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 7. ágúst. Páfakosningin. 4. þ. m. var kosinn páfi Giuseppe Sarto, (á íslenzku Jósef skraddari) patríarki í Feneyjum, Því nær engum datt í hug, að hann mundi ná kosn- ingu, enda var búið að margkjósa áður, en þá náði enginn nógu mörgum atkvæð- um, þangað til Sarto varð hlutskarpastur, með hvað miklum meiri hluta vita menn ekki með vissu. Hinn nýi páfi er fæddur t. júní 1835 °g því 68 ára gamall, hann er af bændaættum og systkin hans eru í lágri stöðu; hann er talinn trúmaður mik- ill, en eigi stjórnmálamaður að sama skapi, almennt er hann virtur og vinsæll af þeim, er þekkja hann, hann er tigulegur ásýnd- um, gjafmildur mjög og lítillátur, en þó strangur, ef þvi er að skipta, einkum i trú- arefnum. Hann er talinn vinveittur ítölsku stjórmnni, efast menn því um, að hann haldi eins fast fram kenningunni „um fang- elsisvist páfans 1 Vatíkaninu", sem Leo XIII. og Píus IX., er því eigi ólíklegt, að sættir komist á milli konungs og páfa eða samkomulagið batni að minnsta kosti. Sem páfi kallar Sarto sig Píus X. England. Fundur sá um tollfrumvarp Chamberlains, sem getið var um síðast, var haldinn 29. f. m. Þar var sýnt fram á það, að frumvarpið hefði í för með sér 8 milj. pd. sterl. (144 milj. kr.) gjaldauka fyrir þjóðina, og eigi væri ástæða til þess að ætla, að nýlendurnar veittu svo mikið í aðra hönd, að slíkt borgaði sig. Fund- arsamþykkt var gerð; var tollfrumvarpinu skarplega andmælt í henni. Chamberlain vill leggja toll á smjör, egg, ost, flesk og auðvitað kom, svo að nú eru mótstöðu- menn hans alveg hamslausir. Chamber- lain kveður ekkert satt í bréfi Botha og sé það honum sjálfum til vansa. Balkanskagi. Síðustu fregnir þaðan eru mjög ófriðlegar. Uppreisnarmenn í Make- dóníu hafa hafið nýja orrahríð þar syðra. Foringjarnir hafa heitið á alla föðurlands- vini að grípa til vopna og fjöldi manna hefur þegar orðið við því. Margir hers- höfðingjar hafa komið frá Búlgaríu til þess að stýra uppreisninni. Vopnaviðskipti hafa þegar orðið nokkur, mörg þorp hafa ver- ið brennd. Héraðið Monastir er allt í uppnámi. Ungverjaland. Ráðaneytisforsetinn nýi, Khuen Hedervary er nú að velta úr völd- um aptur. Hefur hann ávallt valtur verið í tigninni, en mútumál eitt, sem upp komst í þinginu í lok f. m. virðist ætla að ríða baggamuninn og gera alveg út af við stjórn hans. Mál þetta er þannig vaxið, að á fundi þingsins 29. f. m. lagði þingmaður einn úr andskotaflokki stjórnarinnar, Papp að nafni, 10 þús. kr. fram á borðið, sem hann kvað sér hafa verið fengnar daginn áður í því skyni, að hann hætti að fjand- skapast gegn stjórninni í þinginu og færi burtu úr Buda-Pest. Vakti þetta auðvitað afarmikið hneyksli. Szapary greifi, sem er vinur ráðaneytisforseta og dyggur fylg- ismaður, hefur játað, að hann sé upphafs- maðurinn að þessari mútutilraun, en hins vegar svarið við drengskap sinn, að ráða- neytisforsetinn sé ekkert við hana riðinn, en því eru mótstöðumenn hans trauðir til að trúa. Síðustu fréttir telja víst, að hann fari frá. Rússar halda enn áfram að gera Finna útlaga og nýlegá hafa þeir sett þau fyrir- mæli, að rússneska skuli töluð sem allra mest við allar embættisathafnir í þarfir ríkisjárnbrautarinnar finnsku, ennfremur, að Rússar hafi aðgang að öllum embætt- um við braut þessa. Mandschuri. Nýjustu fregnir segja, að Rússland sé reiðubúið að kalla her sinn burtu úr Mandschuri og sleppa landinu alveg, nema belti því, er járnbrautin ligg- ur um. Kínverjar geti svo leyft öllum að- gang hvar á landi sem sé, nema meðfram járnbrautinni. Rússland vill líka láta Kórea hlutlaust, ef Japan lofar því sama og það vill Japan eflaust. Hinn alkunni hugvitsmaður Edison er orðinn nærri blindur vegna tilrauna sinna við Röntgensgeislana. Einn af samverka- mönnum hans er orðinn máttlaus í öðr- um handleggnum, af því að svo margar til- raunir hafa verið gerðar við hann með geislunum. Af þessu sést, að geislarnir eru ekki hættulausir, ef þeim er opt beitt við sama mann. Edison hefur lengi ver- ið heyrnarlaus. Hlð sameinaða g'ufuskipafélag' er komið í óþægilega kllpu, því að þýzkt gufuskipa- félag eitt (Vereinigte Bugsier-Gesellschaft) keppir nú við það, bæði hér í Danmörku og milli Danmerkur og Hamborgar. Vöru- flutningsgjald milli K.hafnar og Hamborg- ar er þess vegna ekki nema */s hluti af því, sem áður var. Auðvitað skaðast bæði félögin á þessu, og hvort þeirra verður fyr að láta undan er eigi gott að segja, því að bæði standa föstum fótum. Enn- fremur er óánægja milli Wilsonsfélagsins enska og sameinaða gufuskipafélagsins, getur það orðið hættulegt fyrir hið sam- einaða. Einnig má geta þess, að skip Thor. E. Tuliniusar stórkaupmanns spilla eigi alllítið fyrir sameinaða gufuskipa- félaginu með ferðum sínum til Islands, einkum Norður- og Austurlandsins; mega Islendingar vera hr. Tuliniusi þakklátir fyrir þann samgönguauka, er hann veitir þeim, en það er óneitanlega leiðinlegt fyr- ir höfuðstað landsins, að samgöngur við útlönd eru þar sjaldnar en við Norður- og Austurland. En nú hefur hr. Tulinius keypt eitt skip enn (Kong Inge), sem hann nú í fyrsta sinni sendir til Reykjavíkur. Ef til vill verður framhald á því. Skipið rúmar um 60 farþega. Konungur hefur náðað Arthur Jörgen- sen móðurmorðinga. Þessi náðun er nokk- uð með öðrum hætti en verið hefur áður, því að Jörgensen getur eigi undir nein- um kringumstæðum nokkurntíma orðið frjáls maður, nema konungur náði hann á ný, en annars er það venja, að æfilangt fangelsi er sama sem 16—-18 ár, ef fang- inn hegðar sér vel. ViOauki. Ensk blöð, er ná til 11. þ. m., skýra frá hroðalegu manntjóni í París 10. þ. m. Hafði kviknað dráttarvagni niður í jarð- göngum og læsti eldurinn sig óðar í vagnatrossuna, en nýjar lestir, er komu á eptir, brunuðu inn í eldinn. Slokknaði um leið á rafmagnslömpum, er lýstu göng- in, með því að strengirnir bráðnuðu af hitanum. Var þá koldimmt þar niðri og reykjarsvælan óþolandi, en fólkið ruddist um í dauðans angist til að forða lífi sínu og tókst allmörgu að komast lífs úr voða þessum, en margt manna lét þar líf sitt. Voru 90 lík fundin, er síðast fréttist, öll sviðnuð og kolsvört af reyk. Ætlamenn, að miklu fleiri hafi kafnað í reykjarsvæl- unni, heldur en farizt í eldinum sjálfum. Hinn 8. þ. m. var rússneskur konsúll Rostoksky að nafni skotinn til bana um albjartan dag í Monastir í Makedóníu af tyrkneskum hermanni. Eru Rússar mjög gramir yfir illvirki þessu og hafa í hótun- um við Tyrki, ef þeir hefni þessa verks ekki grimmilega og haldi betri reglu í landinu, en þeir nú gera. Alþingi. VIII. Lagaskóli. Lagaskólafrv. var til fyrstu umræðu í efrii deild síðastl. laugardag. Kr. Jónsson talaði þar fyrir því máli, en dr. Valtýr vildi láta fella það. Kvaðst hann vera algerlega mótfallinn þeirri skoð- un, að heppilegast væri, að embættis- mannaefni landsins væru búnir undir starf sitt í landinu sjálfu. Var þetta raunar ekki ókunnugt áður, því að dr. Valtýr hefur jafnvel viljað leggja.niður æztu mennta- stofnanir vorar innanlands, er vér þegar höfum, svo að allir yrðu að leita til Kaup- mannahafnar-háskóla. Doktorinn viður- kenndi þó, að kennslan í lögunum við há- skólann væri bæði ópraktisk og óvísinda- leg og ekkert tillit tekið til íslenzkra laga, en hann áleit þau reyndar ekki svo frá- brugðin dönskum lögum, að það gerði neitt til. Málinu var vísað til 2. umr með öllum þorra atkv. Breyting d umbodsstjórninni. Efri deild gerði tvær breytingar á frv., eins og það kom frá n. d. Önnur var sú, að laun landritarans voru hækkuð úr 5000 kr. upp í 6000 kr., en hin var, að veita ráðherran- um 2000 kr. í húsaleigukostnað á ári þangað til hús er byggt handa honum, í stað 1600 kr., svo að báðir þessir útgjaldaliðir urðu jafnháir og stjórnin hafði stungið upp á. Þegar málið kom aptur fyrir n. d. gerði 1. þm. Árn. breytingartill. um, að lækka þessa liði aptur, því að deildin var áður öll á einu máli um, að þeir væru óþarf- lega háir. En nú bar svo kynlega til, að meiri hluta deildarinnar þótti ógerlegt, að breyta hér í nokkru frá því, sem efri deild vildi vera láta og fór svo, að breyt.till. voru feldar með miklum atkvæðamun, önn- ur þeirra (um landritaralaunin) með 14 atkv. gegn 8 að viðhöfðu nafnakalli. Þessi ótti þingmanna við að breyta frá gerðum e. d. er lítt skiljanlegur. Þeirhafa þó að líkindum ekki ímyndað sér, að e. d. mundi fella málið, þó að þessu væri breytt. Gat því ekki ver farið, en að e. d. breytti því aptur og málið kæmi í sam- einað þing, og verður ekki séð, að það hefði verið neitt hættulegt og óþarfi að krjúpa að fótskör e. d. af ótta við það. Fjdrlögin voru til 2. umr. í e. d. í fyrra dag. Hafði nefndin gert ýmsar uppástung- ur til breytinga, er flestar gengu í þá stefnu, að minnka tekjuhallann með því, að nema ýmsar styrkveitingar burtu úr frv. Flestar breytingartill. nefndarinnar náðu fram að ganga, Hér skulu teknar fram nokkrar helztu breyt., ergerðarvoru á frv. n. d. (sbr. síð. bl.): Af 6000 kr. láni, er Rangárv.sýslu var veitt til fyrirhleðslu í skörð, er Þverá braut gegn um bakka sína, skal eptirgefinn helm- ingur í stað */3 hluta. Guðm. lækni Björns- syni er veittur 800 kr. styrkur hv. á. til að launa aðstoðalækni, er sé búsettur í Hafh- arfirði, sjúkrahúsinu á Patreksfirði f. á 2000 kr. gegn því, að sýslunefnd Vestur-Barða- strandarsýslu taki sjúkrahúsið að sér. Þá er felld burtu 800 kr. styrkveiting hv. á til sjúkraskýlis á Brekku í Fljótsdal og jafn- mikil upphæð til póstflutninga með motor- bátum á ísafjarðardjúpi ,og Breiðafirði. Veitingin til flutningabrautar á Fagradal er lækkuð um 3000 kr., en til þjóðvega hækkuð um 3000 kr. (til að bæta vegi í Austur-Skaptafellssýslu). Veitingarnar til brúnna á Jökulsá í Axarfirði og Soginu eru báðar felldar burtu, einnig 1000 kr. til- lag til sýsluvegarins frá Hofsós að Ökrum í Skagafjarðarsýslu og 3500 kr. sfðara ár- ið til gufubátsferða um Eyjafjörð. Séra Jóni á Stafafelli er veitt 120 kr. uppbót f. árið fyrir missi á umboðstekjum. Prédik- unarstyrkurinn til séra Magnúsar Magnús- sonar er feldur niður, ennfremur r6,8oo kr. f. á. til að kaupa Reykjavlkurspítala og til viðhalds húsinu og aðgerða, en 1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.