Þjóðólfur - 21.08.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.08.1903, Blaðsíða 3
135 en hinn helmingurinn ber uppljóstrarmanni. 7. gr. Hér með eru úr gildi felld lög 17. marz 1882 um friðun fugla og hreindýra og lög 16. des. 1885 um breyting á lögum 17. marz 1882 um friðun fugla og hreindýra. Frá Höfn. 2. Hjólreið. Islendingar og þó einkum Reykvíking- ar, sem eiga góðhest og hafa tíma til að brúka hann, geta manna bezt skilið hví- líkt kostaþing hjólhesturinn er fyrir Kaup- mannahafnarbúann. Hér eru vitanlega sporvagnar og járnbrautir — en það kost- ar peninga að ferðast með þeim, og er í sjálfu sér ekkert ferðalag í líking við reið- ar á Islandi; hressir hvorki sál né líkama. Þar við bætist að sá, sem ekur í vögnum er bundnari við áætlanir, sem aðrir hafa gert um ferðalagið; reiðmaðurinn, hvort sem er á hesti heima eða hjóli í Dan- mörku er frjáls eins og fuglinn — og það er einmitt það, sem krýnir ánægjuna af þess háttar ferðalagi. Góður hjólhestur kostar hér 200 krón- ur, og það var því ekki óblandin ánægja að þeirri miklu stund, er eg leiddi hest- inn frá stalli og reið af stað; en inniset- urnar, bækurnar o. s. frv. hrundu mér af stað og sól og sumar kölluðu mig út, út í lífið og æfintýrin, ef guð vildi svo vel gera að líta í náð sinni til mín. Út á Amager, blóðmörskeppinn danska? — Ja, var það ekki vel til fundið !—Jæja, svo ríð eg út á Amager. Með nýjabrumið í nesti og fjörutíu aura — rétta fjörutíu — í vasanum ríð eg af stað; eg vissi það ekki þá, hvaða lán það var, að eg hafði ekki meira, ekki t. d. 2 krónur. En það kemur nú seinna, hvern- ig á því stóð. Flest er manni nú orðið að gæfu, þegar það er komið með — tóm buddan! -— Hitinn er steikjandi og blæjalogn; rykið þyrlast upp í háa lopt undan vögn- unum og hestunum, og fellur í skánum niður á herðarnar á öllum — það erþað elskulega við það; það gerir öllum jafnt undir höfði. Smáméyjarnar, sem geysast á undan, hefðu vel getað skrifað hver á bakið á annari: Lofuð 1 En þess þarf ekki með, því eg er líka »lofaður«, lof sé guði, svo þær geta farið í friði fyrir mér! En það er eins og mig fari að gruna eitthvað um tvo pilta, sem koma á eptir og linna ekki láturo, fyr en þeir eru komnir fram úr mér og á móts við stúlkurnar. Hattinn ofan og síðan : Góðan daginn! Svo er allt klappað og klárt og hópurinn þýtur áfram í einingu andans og bandi friðarins. Eg lötra áeptirog hugsa heim til Fróns, heim til Árbæjartraðanna á sunnudags- kveldin; þar sást líka eining andans hjá unga fólkinu á útreiðartúrunum — »og svona kvað það vera um allar jarðir!« — Amager blasir við, opið og flatt eins og kaka. Á stöku stað hindra skógar út- sýnið, annars er allt opið. Vegurinn er ljómandi, harður og sléttur, en hitinn er brennandi; það væri sælt að geta sent nokkrar gráður af honum heim til Fróns — en væri þá Frónið Frón ? Akrarnir, garðarnir og engin taka við hvert af öðru; ýmsar Ijómandi litjurtir, kornblómin bláu, »levköjer« og baldurs- brár brosa við gestinum og ilmtirinn streym- ir fyrir vitum manns. Konur, sem í Kaupmannahöfn eru kall- aðar »Amakarakerlingar« og auðþekktar eru á höfuðbúnaði sínum, ganga bognar um garðana og skera hvftkál, grænkál, blómkál o. s. frv. Sumar safna skraut- blómum í vendi, og allt á þetta að selj- ast á morgun inni í höfuðstaðnum. Vita þær nú, að margir af þeim hnakkakertu herrum, sem ganga fram hjá þeim á torg- inu inni í borginni, mundu þakka guði fyrir, að mega starfa í stað þeirra á svona dýrðardögum ? Vegurinn er farinn að verða slitróttur og eg beygi inn á gangstíginn í þeirri von, að hér, fyrir utan lög og landsrétt muni öllu óhætt. Það er ágætt að ríða hann, og eg þýt áfram í fögnuði og vellíðan, hugsandi um »Amakarakeriingarnar«, blómríkið og feiti þessa frjósama lands. — Maður, búinn líkast póstþjóni, heils- ar mér og spyr mig hvað eg heiti. Eg svara því. »Hvar eigið þér heima?« Eg er nógu vitlaus til þess að svara rétt til. »Það er bannað að ríða gangstfginn I »Gangstíginn ! Þetta er vegur fyrirhjól- reiðamenn 1« »Nú svo! Nei, í fyrsta sinni er sekttn 2 krónur! Þér getið borgað hana strax, ef þér viljið vera laus við að koma á lögreglustöðina!« »Guð sé oss næstur! Fyrst og fremst gat mig ekki grunað, að þetta væri gang- stfgur og í öðru lagi hef eg ekki 2 krónur!« Hann lítur á mig, eins og til þess að ganga úr skugga um, hvort eg hafi ekki peninga, og hann hefur auðsjáanlege gott og æft auga, til þess að sjá þess háttar út, því hann efast ekki um orð mín — og hef eg þó silfurhnappa í vestinu, frómt frá að segja. »Eruð þér Svíi?« »Nei, Islendingur«. »Getið þér þolað hitann?« »Nei, mér fer að verða helzt til heitt úr þessu!« Hann brosir og spyr mig, hvert eg ætli. »Út til »Dragör«. Er það langt?» Hann svarar þvý — og síðan fer hann að spyrja mig spjörunum úr um Island, umkuldann ogValtý Guðmundsson! Hvort hann hefur þekkt hann af því hann býr á Amager, eða fyrir föðurlandsást, eða — ja, eg þori ekki að segja meira, því nú er siður að fara í mál, ef nokkur segir sfrjálst orðl* — Við kveðjumst með vinsemd oghann segir mér, að í þetta sinn sleppi hann mér — en næst! Mér léttir að mun og eg er ekki lengi að þjóta af stað, áfram, áfram, fram hjá görðum, ökrum og aptur ökrum. Frjó- samari sveit er naumast hægt að hugsa sér; náttúran sjálf leggur svo að segja fleskið of;tn á sneiðina. Tvær vindmillur standa við veginn ; vængirnir snúast í sí- fellu — í blæjalógninu 1 Það var svo sem ekki hætt við öðru; í vikunni sem leið, þurftu bændurnir regn á akrana sína, það kom. Nú er þörf á þerri; svo er vitanlega þerrir! Landið er feitt, hestarnir feitir, fólkið feitt! Það er talinn góður hestur til drátt- ar, sem dregur vagn með sex »Amakara- kerlingum« á! Svo sagði dýralæknirinn í Dragör mér í trúnaði. Gestrisnin er eins og á íslandi; maður sleppur ekki fyr en eptir borðhald og all- an þann fögnuð, sem magann má styrkja og atlot öll eru hin vingjarnlegustu, svo vingjarnleg, að maður svarar með mestu gleði hverri einustu spurningu um ísland upp á punkt og kommu — svo annarlega sem sumar þeirra þó falla manni fyrir brjóstið. Hvert mannsbarn í húsinu fylgir til dyra, frá húsbónda til vinnukonunnar, sem maður kveður með kossi og handabandi, lá mér við að segja, og langt úti á vegi lift eg við, og sé konu — vinnukonuna ? — standa enn þá á tröppunum, og veifa vasaklútnum — eða ? — eg er nærsýnn og sé ekki hvort er, og það gerir þá minnst til. Eg veifa húfunni og þýt síðan eins og fugl fljúgi til hreiðurs heim til höfuð- borgarinnar, saddur og ánægður yfir vel vörðum degi, yfir buddunni léttu og er fyrir löngu búinn að gleyma því, að hjól- hestur er mikill munaður, þegar tekjurn- ar eru smáar. Og nú skíri eg hann í skel, og Sleipnir skal hann heita! Juvenis. Utanferðir. (Niðurl). Með þessum utanferðum tel eg ekki Ameríkuferðirnar af þeirri einföldu á- stæðu, að flestir sem þangað fara, eru ís- lenzku þjóðinni algerlega glataðir. Eg tók það fram rétt áðan, að utanferðir væru að aukast, en þó finnst mér þær vera alltof litlar. Vér verðum að hafa meiri viðskipti við hinn menntaða heim, en vér gerum nú. Vér verðum að fá nýja mennt- unarstrauma inn í landið til að glæða og lífga hið andlega líf vort. Og auð- veldasta ráðið til að fá meiri kynni af alheiminum og nýja menntunarstrauma inn í landið er það, að sem flestir ungir og framgjarnir, gáfaðir menn færu utan, til að kynna sér lífið utanlands, eins og hin- ir fornu feður þeirra. Hin unga uppvax- andi kynslóð vor Islendinga ætti að taka Forn-íslendinga til fyrirmyndar með það, að fara utan og afla sér fjár og frama. Að vísu mundu menn nú ekki koma með fullar hendur fjár úr utanferð sinni, enda er það ekki eins áríðandi, heldur hitt, að þeir afli sér andlegra auðæfa og atgerfis og láti það geisla út frá sér, ef svo mætti að orði kveða, þegar þeir koma aptur til æskustöðvanna 1 hinum frægu íslenzku dölum. Ef vér lítum í mannkynssöguna og fram- farir þjóðanna á liðnum öldum, sjáum vér, að framfarir voru mestar hjá þeim þjóðum, sem utanferðir voru tíðastar hjá, eða með öðrum orðum, þær þjóðir, sem voru mest í siglingum. Af því sjáum vér, að utanferðir hafa alsstaðar haft mik- il áhrif á framfarir þjóðanna. Eg álít, að það væri miklu betra fyrir marga þá, sem fara á búnaðar- eða gagn- fræðaskólana að fara utan og eyða jafn- löngum tíma þar, sem þeir mundu hafa eytt á hinum áðurnefndu skólum. Þeir mundu í flestum tilfellum hafa betri not af því að fara utan. Margir munu segja, að þá vanti fé til þess að fara utan, og getur það satt verið hjá sumum. En fjölda margir geta farið vegna efnanna. Það hagar opt svo til, að menn geta komizt til Noregs, án þess að borga nokkurt fargjald t. d. með síldarveiðaskipum, sem fara 'neim til Nor- egs á haustin. Þar á ofan mæta Islend- ingar vanalega velvild alsstaðar sem þeir koma á Norðurlöndum, svo eg álít, að ferðin þyrfti ekki að vera tilfinnanlega dýr. Og eg efast ekki um, að það er miklu frekar vilja- og áhugaleysi sem stend- ur þar f veginum, heldur en féleysi, þó að það standi f vegi hjá sumum, því góð- ur vilji fær miklu áorkað í þessu máli sem öðrum, og ef að hann væri meiri, þá mundu miklu fleiri fara utan að mennta sig. Llka ætti þingið-að sjá til með þeim mönnum, sem vildu fara utan til að afla sér þekkingar, en skortir fé til þess, og sem hafa góða hæfileika. Að vísu neita eg ekki, að þingið hefur opt sýnt lofsverðan áhuga á því, að styrkja greinda námsmenn til utanferðar, þó að það nái ekki langt, því margir hafa löng- un og hæfileika að afla sér menntunar í útlöndum. Það rfnunu margir segja, að það sé at- hugavert að kasta fé landsins til þess að styrkja menn til utanferðar, án þess að hafa nokkra vissu fyrir því, að landið hafi not af kunnáttu þeirra, þegar þeir kæmu aptur. í fljótu bragði geturmörg- um sýnzt þetta rétt, en við nánari íhug- un verður annað ofan á. Það væri sjálf- sagt að haga styrkveitingunum þannig, að ekki gætu aðrir fengið hana, en gáfaðir menn, og setja þau skilyrði, sem mundu tryggja landinu framvegis menntun þá, sem þeir fengju f útlöndum. Að vísu get- ur það vel komið fyrir, að einstakir menn dyttu úr sögunni, án þess að landið hefði nokkur not af þeim. En aptur mundu aðrir margborga landinu það fé, sem þeir hefðu eytt. Vér höfum nóg dæmi í fram- tarabaráttu þjóðanna, sero sýna oss það, hvernig einstakir menn hafa lypt ættþjóð sinni upp úr eymd og volæði á hátt fram- farastig. Að endingu óska eg og vona, að hinir ungu menntamenn þjóðar vorrar sjái ekki eptir fáeinum krónum til þess að afla sér andlegra auðæfa í útlöndum, og koma svo heim færandi þeim, sem heima sitja, nýja menntunarstrauma, sem yrðu ættlandi voru leiðarljós á komandi framfarabraut sinni. Jóhannes Friðlaugsson. „Kong Inge“, eitt af skipum Thorefélagsins, kom hing- að að morgni hins 17. þ. m. frá útlönd- um. Með því kom Þorvaldur Jónsson fyrv. héraðslæknir á Isafirði. Skip þetta hefur félagið nýlega keypt til þe§s að hafa í förum til Islands ásamt »MjöIni« og »Pervie«. Það er allálitlegt skip, 900 smálestir að stærð, og er byggt fyrir 12 árum í Newcasle. Það fór í gær héðan aptur til Vesturlandsins. Prestkosningar. í Útskálaprestakalli erkosningfarin fram, og fékk séra Kristinn Daníelsson á Söndum 108 atkv., en séra Einar Þórð- arson 1 Hofteigi 72. Hinn 3.,semákjör- skrá var, séra Ólafur Finnsson í Kálfholti, fékk ekkert atkvæði. Kosningin kvað ekki vera fyllilega lögmæt, með því að séra Kristinn fékk ekki fullan helming at- kvæða, en að sjálfsögðu verður honum samt veitt brauðið. ÁBreiðabólstað á Skógarströnd er og prestkosning farin fram, og var þar kosinn Lárus Halldórsson prestaskóla- kandídat (frá Miðhrauni) með nálega öllum atkvæðum þeirra, er fund sóttu. Nýdánar eru hér í bænum tvær merkar konur: Guðrún Jónsdóttir, kona Sigurðar Jónssonar járnsmiðs, og Sigríður Ás- mundsdóttir (frá Grjóta, Sigurðssonar í Melkoti Ásmundssonar í Effersey Ein- arssonar) ekkja Torfa heit. Þorgrímssonar prentara og móðir Siggeirs kaupm. hér í bænum og Guðbjargar ekkju Sigmundar Guðmundssonar prentara. Látin er í Winnipeg ungfrú Þórdís Guð- laugsdóttir (sýslumanns Guðmundsson- ar) rúmlega tvítug. Fór héðan til Amer- íku næstl. vor. Dáin er fyrir skömmu í Slesvfk á Þýzka- landi ekkjufrú Sigríður Siemsen ekkja Edvards Siemsens fyrrum kaupm. hér í Rvík. og móðir Franz Siemsens fyrv. sýslum., frú Karólínu Jónassen ekkju E. Th. Jónassens amtm. og frú Kristínar ekkju Sveins kaupm. Guðmundssonar frá Búðum. Sigríður heit. var 83 ára gömul, borin og barnfædd hér í Rvík, en dvaldi 20 síðustu ár æfi sinnar hjá dætrum sínum í Slesvík. „Mjölnir“ heitir nýtt félag, sem stofnað er héi í bænum, og er markmið þess, að mylja með vélum grjót í steinsteypu ogjafnframt steypa steina til húsabygginga o. fl. Er notkun grjótmulnings nú mjög farin áð aukast, og lfkur fyrir, að eptirspurnin verði meiri og meiri eptirléiðis, þá er steinsteypu- húsum tekur að fjölga. Fyrirtæki þetta er því hið þarfasta, og líklegt, að það.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.