Þjóðólfur


Þjóðólfur - 21.08.1903, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 21.08.1903, Qupperneq 2
134 stáð þess veittar roóo kr. hv. á. til þess að leigja húsið. Styrkurinn til barnaskóla ut- an kaupstaða er'lækkaður um iooo kr f. á. og 2000 kr. s. á. og styrkurinn til sveita- kennara jafnmikið (báðir þessir styrkir verða þvl 7000 kr. hv. á.), 400 kr. hv. á. eru veittar kennara í organslætti og söng- list í Rvlk, 400 kr. f. á. og 300 s. á. til kettnslu blinds drengs Erlends Páls Jóns- sonar í Danmörku og ferðar hans þangað. 1800 kr. styrkur hv. á. til Búðardalsskól- ans er felldur burtu, ennfremur 500 kr. styrkur til Stefáns Eiríkssonar til að kynna sér kennslu í skólaiðnaði erlendis. Laun landsbókavarðar eru hækkuð úr 1700 kr. upp í 1800 kr., en laun landskjalavarðar lækkuð úr 1400 kr. niður í 1200 kr. (eins og þau eru nú). Þá er felldur burtu 1000 kr. styrkur hv. á. til sýslubókasafna, 300 kr. hv. á. til Bindindissameiningar Norð- urlands, 250 kr. f. á. til Sighvats Gríms- sonar Borgfirðings og 700 kr. hv. á. til Konráðs stúd. Stefánssonar til að nema rafmagnsfræði á Saxlandi, en þessu er bætt við: 400 kr. hv. á. til Halldórs Lár- ussonar til að kenna hraðritun og fyrir 2 afrit af kennslubók í hraðritun, er af- hendist landsbókasafninu til afnota fyrir almenning og 500 kr. hv. á. til cand. mag. Sigfúsar Blöndal til að semja ísl.-danska orðabók. Styrkurinn til Eiða- og Ólafs- dalsskólanna er lækkaður um 1000 kr. til hvors f. á. og til Hóla- og Hvanneyrar- skóla um 1500 kr., svo að þeir fá nú allir 2500 kr. hv. á. Styrkurinn tilRæktun- arfél. Norðurlands (8000 kr. hv. á.) er felld- ur burtu, en styrkurinn til búnaðarfélags Islands hækkaður um 2500 kr. hv. á. Styrk- urinn til skógræktartilrauna er hækka.ður um 1000 kr. hv. á. Veitingin til rannsókn- ar á lungnadrepi og skitupest á Norður- og Austurlandi er lækkuð um 1000 kr. Efnarannsóknarstofan er felld burtu, en Ásgeiri Torfasyni veittur 1500 kr. styrkur hv. á. til að stunda verklegar æfingar 1 efnarannsóknum erlendis. Styrkurinn til byggingarrannsókna er lækkaður um • 500 kr. f. á. Loks er fellt burtu 15 þús. kr. styrkur f. á og 40 þús. kr. lán úr viðlaga- sjóði til skipakvíar við Eyjafjörð, 4700 kr. síðara árið til stórskipabryggju í Stykkis- hólmi og 2000 kr. til að útvega motorvagn frá útlöndum og reyna hér á landi. Fjárlögin voru afgreidd fyrst um sinn frá efri deild í gær. 3. umr. stóð tæpa klukkustund með umræðum og atkvæða- greiðslu, og mun það sjaldgæft á þingi. Nokkrar nýjar br.till. frá nefndinni og landshöfðingja voru samþykktar, en allar óyerulegar. Hefur öll meðferð fjárlaganna í efri deild að þessu sinni verið allein- kennileg, bæði vegna óvenjulega mikils niðurskurðar á frv. n. d. og vegna þess, hve niðurskurðurinn virðist gerður af handahófi, óeðlilegar og óþarfar fjárveit- ingar látnar starida óhreyfðar, en aðrar nauðsynlegar sniðnar burtu, og eru marg- ir óánægðir yfir slíkum aðförum. Mun ekki gCta hjá því farið, að fjárlögin komi nú í sameinað þing, því að hætt er við, að neðri deild geri þær breytingar á frv., sem efri deild þykist ekki geta gengið aðóskor- að, en það verður hún að gera, éf málið á ekki að fara í sameinað þing. Er þá allhætt við, að neytt verði aflsmunar, svo að sýnt verði, hjá hvorri deildinni fjárráð- in séu og eigi að vera að réttu lagi, en það er hjá neðri deild, enda þótt vér könn- umst fyllilega við, að ýmsar fjárveitingar hennar séu misráðnar, og að henni geti allmjög skjátlazt. Er því opt gott, að e. d. sé fremur íhaldssöm og þung í taumi, en of- mikið má að öllu gera, og svo mun nú hafa orðið. Fallin frumvörþ. Frv. um breyting á 3. gr. laga 2. nóv. 1885, um breyting á 1. gr. í lögum 27. febr. 1880, um skipun prestakalla (um að 200 kr. árgjald af Prestsbakkaprestakalli í Strandaprófastsdæmi falli niður frá far- dögum 1901) fellt í n. d. Frv. um viðauka við lög 12. jan. 1900 um fjölgun þjóðvega, fellt í n. d. Frv. um dánarskýrslur, fellt í e. d. Frv. um uppgjöf eptirstöðva af láni til Ölfusárbrúar, fellt í e. d. við 2. umr. í gær með 6 atkv. gegn 5. Á þessa atkvæðagreiðslu verður síðar minnst nánar. Lög frá alþlngi: 29. Lög um löggilding verzlunarstadar d Grenivík vid Eyjafjörd. 30. Fjdraukalög fyrir drin 1902 og 190J. 31. Lög um þingsköþ til krádabirgda fyrir alþingi. Breytingar þær á þingsköpum alþingis, eins og þau eru sett með lögum 7. april 1876, er leiða af stjórnarskipunarlögum um breyting á stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands 5. jan. 1874, þá er þau ganga í gildi, má til bráðabirgða ákveða með kon- unglegri tilskipun. 32. Lög um eþtirlit með þilskiþum, sem notuð eru til fiskiveiða eða vöruflutninga. 1. gr. Hver sá maður eða félag, sem gerjr út þilskip til veiðiskapar eða vöruflutninga, skal láta skoða skipið af þar til kvöddum mönnum, áður það leggur út í fyrsta skipti á almanaksárinu, og má eigi lögskrá menn á skip, fyr en skoðunargerð hefur fram farið eptir lögum þessum. 2. gr. í hverju lögsagnarumdæmi í land- inu skulu vera svo margir skipskoðunar- menn, er þurfa þykir. Lögskráningarstjóri útnefnir skoðunarmennina, og ákveður starf- svæði þeirra, og skulu þeir vera valinkunnir og óvilhallir menn, og að öðru leyti svo vel hæfir til starfans, sem föng eru á. Nú vill skipsútgerðarmaður fá skoðunar- gerð framkvæmda, og skal hann þá snúa sér til skipskoðunarmanns á þeim stað, er skipið á að leggja út frá, með skrif- legri beiðni um skoðunina, og jafnframt skýra frá, hve margir skipverjar er ætlazt til að verði á skipínu; skal hann sjá um, að skoðun fari fram tafarlaust. Skoðunargerðin skal jafnan framkvæmd með tveim skoðunarmönnum, og kjósa þeir sér oddamann, ef ágreiningur verður. Að skoðunargerðinni lokinni senda skip- skoðunarmennirnir lögskráningarstjóra eða umboðsmanni hans bréflega skýrslu um hana, og getur útgerðarmaður krafizt, að þeir eið- festi hana, ef þörf þykir. 3. gr. Álíti skipskoðunarmenn, að skip sé þannig úr garði gert, að lífi eðaheilsu skip- verja sé hæt'ta búin, sakir þess hve skipið er veikbyggt, eður og sakir fúa eða annara galla, ónógra og gamalla segla, eða reiða, eða af því, að skipið hafi eigi svo trausta eða næga báta, sem þörf krefur, þá má alls eigi lögskrá menn á slík skip, fyr en sann- að er með vottorði skoðunarmanna, að bætt sé úr því, sem ábótavant þótti. Nú virðist ’skoðunarmönnum að íbúðar- rúm skipverja séu illa úíbúin, of lítil eða loptill fyrir þá tölu skipverja, sem ætlað er rúm í þeim, og má þá eigi lögskrá fleiri menn á skipið en skoðunarmenn meta, nema læknirinn í því læknishéraði telji það óhult. 4. gr. Fyrir sköðunargerð ber hvorum skoðunarmanna 3 kr. fyrir hvert skip, er þeir skoða. Sama borgun ber og odda- manni, þegar hann er kvaddur til. Gjöld þessi, sem og borgun til læknis, er hann skoðar íbúðarrúm skipa, greiðist af útgerðarmanni, og má taka þau lögtaki. 5. gr. Ef skoðunargerð sú, er þilskipa- ábyrgðarfélagið við Faxaflóa eða önnur hér- lend þilskipaábyrgðarfélög láta árlega fram fara, að því er skip þau snertir, sem í sjó- ábyrgð eru, fullnægir skilyrðum laga þess- ara, þá er landstjórninni heimilt að sam- þykkja að skoðunargerð sú, er téð félög láta fram fara, komi í stað skoðunargerðar þeirrar, er lög þessi mæla fyrir um. 6. gr. Brot gegn lögum þessum varða allt að 1000 kr. sektum, nema þyngri hegning liggi við eptir hegningarlögunum. 7. gr. Mál, sem rísa af broti gegn lögum þessum, skulu rekin sem opinber lögreglu- mál. 8. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1904. 33. Lög um aðra skiþun d ceztu umboðs- stjórn íslands. 1. gr. Samkvæmt stjórnarskipunarlögum, dagsettum í dag, um breyting á stjórnar- skrá um hin sérstaklegu málefni fslands 5. jan. 1874, skal stofna stjórnarráð fyrir ís- land í Reykjavík, og skipa í það landritara og 3 skrifstofustjóra, og veitir konungur þau embætti. 2. gr. Ráðherra Islands skal hafa að laun- um 8000 kr. á ári, og skal honum aukþess látinn í té embættisbústaður og 2000 kr. á ári til risnu. Þangað til ráðherrann fær embættisbústaðinn til afnota, skal honum veitt 2000 kr. uppbót fyrir hann á ári. Kostnaður við embættisferðir ráðherrans til Kaupmannahafnar og dvöl hans þar greið- ist af landssjóði. 3. gr. Eptirlaun ráðherra skulu ákveðin samkvæmt hinum almennu eptirlaunalögum. Konungi skal þó heimilt að ákveða ráðherr- anum allt að 3000 kr. eptirlaun, ef honum ber minna samkvæmt eptirlaunalögunum. 4. gr. Landritari hefur 6000 kr., og hver skrifstofustjóri 3500 kr. í laun á ári. Til aðstoðar og skrifstofukostnaðar má verja 14,500 kr. á ári. 5. gr. Til að breyta hinum núverandi lands- höfðingjabústað í stjórnarráðsskrifstofur og búa þær út má verja 11,000 kr. 6. gr. Landshöfðingjaembættið, landshöfð- ingjaritaraembættið og hin umboðslega end- urskoðunarsýslan skulu lögð niður. Frá 1. október 1904 skulu amtmannaem- bættin bæði lögð niður, og stiptsyfirvöldin jafn- framt afnumin. Landfógetaembættið skal lagt niður, þeg- ar embættið losnar. Til að gegna störfum þessa embættis má þá verja allt að 2500 kr. á ári, og skal með konunglegri tilskipun ákveða, hvernig þeim skuli gegnt. Á sama hátt skal fyrirskipa, hver störf amtmanna og stiptsyfirvalda skuli fengin stjórnarráðinu fyrir Island í hendur, og hverj- um önnur störf þeirra skuli falin. Þeim mönnum, er forsetastöðurnar í hinum 4 amts- ráðum landsins verða fengnar í hendur, skal greiða af jafnaðarsjóði þóknun fyrir skrif- stofukostnað, að upphæð 300 kr. Þó mega amtsráðin hækka upphæð þessa. 34. Lög um hafnsöguskyldu i ísafjarðar- kauþstað. 1. gr. Öll skip, sem eru 40 smálestir eða meira áð stærð, skulu, hvort sém þau hota hafnsögu eða eigi, vera skyld að greiða hafn- sögugjald í fyrsta skipti á árinu, er þau koma frá útlöndum til ísafjarðarkaupstaðar, ef þau leggjast fyrir innan línu, er hugsast dregin úr Norðurtanganum beint yfir í stein þann á Kirkjubólshlíð, sem er hafnarmerki. 35. Lög um viðauka við lög 9. jan. 1880 um breyting d tilskiþun um sveitar- stjórn d íslandi og breyting d lögum 9. dgúst 1889 við nefnd lög. 1. gr. Á hvalveiði og á síldarveiði með nót, svo og á laxveiðiafnot utanhreppsmanns má leggja aukaútsvar, þótt fyrirtæki þessi eða atvinna sé rekin styttri tíma en 4 mán- uði af gjaldárinu. 2. gr. Sömuleiðis má leggja aukaútsvar á ábúð á jörð eða jarðarhluta og leiguliða- afnot af jörðu, þótt engin ábúð fylgi, og þó rekin séu skemur en 4 mánuði gjaldársins. 36. Lög um að stjórninni veitist heimild til makaskiþta d þjóðjörðinni Norður- Hvammi í Hvammshreþþi fyrir þrests- setursjörðina Fell í Dyrhólahreþþi. 37. Lög um breyting d I. gr. í lögum 19. febr. 1886 um friðun hvala. 1. gr. Allir hvalir, nema tannhvalir og smáhveli, svo sem hnýsur, höfrungar og mar- svín, skulu friðhelgir fyrir allskyns skotum hvervetna í landhelgi, svo fyrir land utan sem á flóum og fjörðum inni árið um kring, nema í ísvök sé eða fastir á grynningum, eða hamlaðir á annan hátt því líkan. Reka má hvali á land og drepa, ef það er gert með handskutlum eða lagvopnum, en eigi með skotum, og skal þess þá ávallt gætt, að eigi sé síldveiði eða veiðarfærum spillt. 2. gr. 1. gr. laga 19. febr. 1886 um frið- un hvala, svo og lög um breyting á lögum þessum 15. jan. 1892 eru úr gildi felld. 38. Lög um breyting d lögum nr. 4, 19-febi. 1886, um utafiþjóðkirkjurnenfi. 1. gr. Kirkjufélög utan þjóðkirkjunnar, er kosið hafa sér prest eða forstöðumann, geta eptirleiðis leitað til ráðherrans fyrir fs- land til þess að fá staðfesting kosningarinn- ar. Staðfesting ráðherrans á kosningunni veitir kirkjufélaginu öll hin sömu réttindi, sem 1 lögum 19. febr. 1886 eru talin fylgja konunglegri staðfesting. 2. gr. Nú deyr prestur eða forstöðumað- ur utanþjóðkirkjusafnaðar, er kosning hans hefur hlotið staðfesting, eða hann fyrir upp- sögn eða af öðrum ástæðum hættir starfa sínum, og njóta þá meðlimir utanþjóðkirkju- félagsins undanþágu þeirrar frá gjöldum til kirkna og presta þjóðkirkjunnar, er til er tek- in í 16. gr. laga 19. febr. 1886, og í 3. gr. laga þessara, til þess, er þeir hafa kosið sér annan prest eða forstöðumann og fengið stað- festing á kosning hans, þó eigi um lengri tíma en 6 mánuði. 3. gr. Allir þeir menn, sem eru í einhverjtt kirkjufélagi utan þjóðkirkjunnar, því er prest hefur eða forstöðumann, er fengið hefur stað- festing konungs eða ráðherra, skulu vera lausir við fasteignartfund til presta þjóðkirkj- unnar, svo og við fasteignartíund og kirkju- gjald af húsum til þeirra kirkna, sem eru landssjóðseign, þegar utanþjóðkirkjusöfnuð- urinn hefur komið sér upp kirkju, sem að áliti kirkjustjórnarinnar telst sómasamlegt guðshús. 4. gr. Þeir prestar, sem fengið hafa erri- bættisveitingu, áður en lög þessi öðlast gildi, skulu fá tekjuhalla þann endurgoldinn af landssjóði, er leiðir af ákvæði 3. greinar. 39. Lóg um friðun fugla. 1. gr. Þessar fuglategundir skulu friðað- ar vera árið um kring: Maríuerlur, stein- deplar, þrestir, rindlar, auðnutitlingar, snjó- titlingar, þúfutitlingar, óðinshanar, þórshan- ar, kríur, tildrur, sandlóur, jaðrakan, rauð- brystingar. 2. gr. Þessar fuglategundir skulu ekki friðaðar á neinum tíma árs : Ernir, valir, smyrlar, uglur, hrafnar, kjóar, skúmar, veiði- bjöllur og aðrar máfategundir, skarfar, súl- ur, himbrimar, lómar, sefandir, svartfugl, fiskiendur og helsingjar. 3. gr. Aðrar fuglategundir skulu friðað- ar, svo sem hér segir: a. rjúpur, frá 15. febrúar til 15 september. b. allar andategundir, aðrar en þær, sem þégar eru taldar, frá 1. apríl til 1. sept- ember. c. svanir, frá í. apríl til 15. september. d. lundi, frá 10. maí til 20. júní. Sýslunefndum veitist heimild til að ákveða friðunartímann fyrir fýl, hverri í sínu héraði; þó má friðunartíminn ekki byrja síðar en 20. marz og eigi enda fyr en 10. ágúst. Allar þær fuglategundir, er hér hafa ekki verið nefndar, skulu friðaðar frá 1. apríl til 1. ágúst. Skot og net, nema háfa, má ekki hafa við lunda- eða fýlaveiði, 4. gr. Fyrir hvern fugl, sem friðlýstur er í lögum þessum, skal sá, er brotlegur verður, gjalda 2 kr. sekt, er tvöfaldast fyrir hvert brot, allt að 40 kr. 5- gr. Ráðherrann getur veitt visindalega menntuðum fuglafræðingum undanþágu frá ákvæðum þessara laga. 6. gr. Mál þau, sem rísa út af brotum gegn því, sem fyrir er maélt í lögum þessuni, skal fara með sem opinber Iögreglumál. Rennur helmingur sektarfjárins f landssjóð.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.