Þjóðólfur - 04.09.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.09.1903, Blaðsíða 2
142 af einum nefndarmanna úr heimastjórn- arflokknum, Lárusi Bjarnason, og það frv. var samþykkt nær óbreytt af báðum deild- um, — í umboðsstjórnarmálinu varð sú tillaga efri deildar ofan á, að landritar- inn skyldi hafa 6000 kr. árslaun og ráð- herrann 2000 kr. í húsaleigustyrk og var hvortveggja of hátt, en nefndin í neðri deild var ekki nógu hörð af sér að halda fast við sínar tillögur (5000 kr. árslaun og 1600 kr. húsaleigu) og var það miður farið. Málið hefði þá reyndar að líkind- um komizt 1 sameinað þing, en það virt- ist ekki vera neitt hættulegt. Þangað komst t. d, eptirlaunamálið og varð það ofan á þar, er betur sómdi og þjóð- in mun verða ánægðari með (sbs. síðasta blað). Fór þar vel sem fór og urðu þau málalok hin æskilegustu. I sambandi við það mál standa lögin um s k y 1 d u e m- bættismanna að safna sér e 11 i- styrk eða kaupa sér geymdan lífeyri, er birt voru 1 síðasta tölubl. Þau lög áttu allmiklum andróðri að sæta í neðri deild, helzt frá embættismannanna hálfu, en við nafnakall voru þau samt samþykkt með miklum atkvæðamun. Þessi tvenn lög, hvort í sambandi við annað binda fyrst um sínn enda á öll frekari afskipti þings og stjórnar af eptirlaunamál- inu, sem verið hefur svo harðsótt og þungt í vöfunum að undanförnu. Er það’með- al annars þingi þessu til sóma, áð þáð hefur ráðið því máli heppilega til lykta. Þingsályktunartillögur samþykktar af alþingi voru alls 8, og hef- ur þessara ekki verið áður getið: 1. Um milliþinganefnd í landbúnadarmdl- inu. Alþingi ályktar að skora á landstjórn- ina að skipa 5 manna nefnd milli þinga til að íhuga landbúnaðarlöggjöf landsins, og semja frumvarp til nýrra landbúnaðarlaga, er slðar verði lagt fyrir alþingi. Lands- stjórnin tilnefnir 2 nefndarmanna, en hin- ir 3 skulu kosnir af alþingi, 2 af neðri deild og 1 af efri deild. 2. Alþingi skorar á landstjórnina. að leggja fyrir embættismenn og sveitarstjórn- arvöld landsins, að láta nefndinni í té all- ar þær skýrslur og upplýsingar, sem þeim er unnt og nefndin kynni að óska eptir. ['lill., er samþ. var í neðri deild Iagði til, að landstjórnin skipaði að eins 3manna nefnd, og að frumvarp yrði lagt fyrir al- þingi 1905]. 2. Rddstafanir til að koma d fólksinnflutn- ingum til íslands. Alþingi skorar á stjórnina, að gera ráð- gtafanir til að laða útlendinga, einkum frá Norðurlöndum, til þess að flytjatil Islands og setjast þar að, meðal anna,rs með því, að gefa útáútlendum tungum ogbreiða út smáritlinga um Island, landslag þess, loptslag, atvinnuvegi og framtíðarskilyrði, prýdda myndum af nafnkunnum stöðum; að tryggja innflytjendum sérstaka íviln- un á fargjaldi til Islands; að bjóða innflytjendum, einkum fjöl- skyldumönnum, ákveðna tölu dagslátta af óræktuðu landi til eignar og umráða, með því skilyrði, að eignarréttinum sé fyrirgert og það verði aptur eign landsins, sé eigi */4 þess ræktaður eða undirbúinn til rækt- unar innan 5 ára. í neðri deild var i.liðurtillögunnarorð- aður svo: að fá menn til þess að rita í erlend blöð og tímarit um Island, og gefa út á út- lendum tungum og breiða út smáritlinga um landið, landslag þess, loptslag, atvinnu- vegi og framtíðarhorfur, ásamt myndum því til skýringar, og ef kostur er á að fá mann eða menn til að útbreiða þekkingu erlendis á kostum landsins með funda-og jæðuhöldum. 3. lið till. var þannig breytt í n. d.: að bjóða innflytjendum, einkum fjöl- skyldumönnum ákveðna tölu dagslátta af óræktuðu landi til eignar og umráða, ept- ir þeim reglum, sem stjórnin setur og aug- lýsir fyrirfram. 3. Kennslu i lcetða skólanum. Alþingi skorar á stjórnina að láta semja svo fljótt sem unnt er, og að löggilda nýja reglugerð f/rir skólann í Reykjavík, er fari í öllum aðalatriðum í sömu átt og frum- varp alþingis 1897, þannig, að gríska verði afnumin sem skyldunámsgrein, að kennslu- stundum í latlnu verði fækkað að mun, að latneskir stílar verði lagðir niður við próf, að kennslutíma þeim, sem þannig vinnst, verði aðallega varið til aukinnar kennslu í móðurmálinu, í nýju málunum (einkum ensku og dönsku) í menningar- sögu mannkynsins, náttúruþekkingu og eðlisfræði. [Þannig samþ. af e. d. I n. d. bætt við aukinni kennslu í sögu landsins og bók- menntum]. 4. Kirkjumál. Alþingi ályktar að skora á landstjórn- ina að gera sem fyrst ráðstafanir til að safna öllum nauðsynlegum skýrslum, er snerta hag kirkjunnar, og skipa 5 manna nefnd railli þinga til að taka kirkjumál landsins til rækilegrar íhugunar 1 heild sinni og að koma fram með ákveðnar til- lögur um: 1. Hagkvæma skipun kirkjumálanna, er veiti þjóðkirkjunni slíkt sjálfstæði og sjálfstjórn í sínum eigin málum, sem hún eptir eðli sínu og 45. gr. stjórnar- skrárinnar á heimtingu á og þarfnast til að geta fullnægt ákvörðun sinni. 2. Hvort eða að hve miklu leyti það verði að álítast nauðsynlegt, að kirkja og ríkisfélag sé eptirleiðis sameinað, eins og til þessa hefur veríð. 3. Hagfelda skipun prestakalla í landinu. 4. Nauðsynlegar umbætur á launakjörum presta og prófasta, bæði að því, er snertir launin sjálf og innheimtu þeirra. [Þannig samþ. f e. d.]. í neðri deild var inngangsorðum tillög- unnar þannig breytt. „Alþingi ályktar að skora á landstjórn- ina, að safna öllum nauðsynlegum skýrsl- um, er snerta hag kirkjunnar, og taka kirkjumál landsins til rækilegrar íhugunar í heild sinni og koma fram með ákveðnar tillögur um: o. s. frv., eins og till. e. d. 5: Ofriðun á sel: (frá nefndinni í sela- málinu). Neðri deild alþingis ályktar að skora á landstjórnina : 1, að útvega álit sýslunefnda, hverrar fyrir sína sýslu, um það, hvort ástæða sé til að ófriða látursel vegna laxveiði, og ef svo er, hve mikinn skaða sellátraeigendur — hver fyrir sig — mundu bíða við það árlega. 2. að leggja fyrir alþingi 1905 skýrslur þær, er þannig fengjust, og, ef ástæða þyk- ir til, að leggja fyrir það þing frumvarp til laga um eyðing eða ófriðun á sel. 6. Verzlunarmdl og siglingar. Neðri deild alþingis ályktar að skora á landstjórnina, að taka verzlunarmál lands- ins til rækilegrar íhugunar, sérstakléga hversu afnema megi eða takmarka, sem mest skuldaverzlun þá, sem nú á sér stað, endurskoða og safna í eínn bálk Jagaá- kvæðum um siglingar og verzlun, og koma fram með tillögur sínar svo fljótt sem auð- ið er, og ekki síðar en fyrir alþingi 1907. 7. Innbyrðis brunabótafélög. Neðri deíld alþingis ályktar að skora á landstjórnina að leggja fyrir allar sveitar- stjórnir þá spurningu, hvort sveitarfélagið eitt sér, eða í sambandi við eitt eða fleiri nálæg sveitaríélög, mundi vilja stofna hjá sér innbyrðis brunabótafélög undir sinni eigin stjórn, en með væntanlegri endurá- byrgð að einhverju leyti í sameiginlegu brunabótafélagi, er væri landsstofnun. Þingsályktunartillögunnar um sérstakan strandgæzlubát á Faxaflóa hefur áður ver- ið getið. Undir þingslit sjálf bar Hermann Jón- asson fram í neðri deild tillögu um þ e g n - skylduvinnu á Islandi, er vænta má, að margt verði rætt um og misjafnir dómar felldir um. Hún var samþ. með litlum at- kvæðamun í n. d. vegna þess, að henni var breytt svo, að hún hlaut að verða ó- útrædd í þinginu. Annars hefði hún vata- laust verið felld. En tillagan er svolát- andi: Alþingi ályktar að skora á landstjórn- ina, að semja og leggja fyrir næsta alþing frumvarp til laga um þegnskylduvinnu á Islandi, er bindi í sér eptirfylgjandi á- kvæði. 1. Að allir verkfærir karlmenn, sem eru á Islandi og hafa rétt innfæddra manna, skuli, á tfmabilinu frá því þeir eru 18 —22 ára, inna þegnskylduvinnu af hendi á því sumri, er þeir æskja eptir og hafa gefið tilkynning um fyrir 1. febrú- ar næst á undan. En hafi einhver eigi innt þegnskylduvinnuna af hendi, þeg- ar hann er 22 ára, þá verði hann frá þeim tíma og til 25 ára aldurs, að mæta til vinnunnar, nær sem hann ertilþess kvaddur, en megi þó setja gildan mann í sinn stað, ef knýjandi ástæður banna honum að vinna sjálfur af sér þegn- skylduvinnuna. 2. Að þegnskylduvinnan sé í því falin, að hver einstakur maður vinni alls 7 vik- ur á einu eða tveimur sumrum, eptir því, sem hann óskar, og að vinnan sé endurgjaldslaus að öðru en því, að hver fái kr. 0,75, sér til fæðis yfir hvern dag, sem hann er bundinn við nefnda vinnu. 3. Að þegnskylduvinnan sé framkvæmd með jarðyrkju, skógrækt og vegavinnu í þeirri sýslu, sem hver og einn hefur heimilisfang, þegar hann er skráður til þegnskylduvinnunnar. 4. Að þeir, sem vinnunni stjórna, getikennt hana vel, og stjórni eptir föstum á- kveðnum reglum, líkt og á sér stað við heræfingar í Danmörku. Búnaðarþingið. Búnaðarþing var haldið dagana 26. ágúst til 2. september, í því eiga iafull- trúar sæti, 4 kosnir af aðalfundi Búnaðar- félags Islands, þeir Björn Jónsson ritstjóri, Eiríkur Briemdocent, Sigurður Sigurðsson konsúlent og Þórhallur Bjarnarson lector. Hinir 8 eru kosnir af amtsráðunum : Hjört- ur Snorrason skólastjóri og Sigurður Ól- afsson sýslumaður fyrir Suðuramtið, J. llav- steen amtmaður og Kristinn Daníelsson prestur fyrir. Vesturamtið, Pétur Jónsson umboðsmaður og Stefán Stefánsson kenn- ari fyrir Norðuramtið, Einar Þórðarson prestur og Páll Briem amtmaður fyrir Austuramtið. — Af fulltrúunum voru þeir fjarverandi Björn Jónsson, Páll Briem og Sigurður Ólafsson, og 3 síðustu dagana sátu þingið að eins 8 fulltrúar, með því að séra Kristinn fór heim til sín á laugar- daginn með »Laura«. Aðalverkefni þessa þings var að gera tillögur um starf Búnaðarfélagsins næst- komandi fjárhagstímabil, og jafnframtyfir- fara hina endurskoðuðu reikninga félags- ins síðastl. tvö ár, skýrslu framkvæmdar- stjórnarinnar o. s. frv. Þetta birtist allt í Búnaðarritinu innan skamms, og verður þá nánar skýrt frá því hér í blaðinu. Tilboð frá amtsráði Suðuramtsins lá fyrir þinginu, um að félagið tæki að sér búnaðarskólann á Hvanneyri, en félagið sá sér ekki fært að taka því boði að svo stöddu, sízt að fornspurðu alþingi. Mikið var rætt um mjólkurmeðferðar- skólann á Hvanneyri, og fyrirkomulagi hans breytt að nokkru. Kennsluskeiðin verða tvö. Hið fyrra 1. okt til^i.marz, og er það fyrir þær stúlkur, sem eiga að verða svo fullnuma, að þær geti staðið fyrir mjólkurbúum, hið síðara frá 1. apríl til 15. júní, og er fyrir þær, sem vilja fá þá þekkingu, sem húsmæðrum, sem fara með mjólk, er nauðsynlegt að hafa. Bún- aðarfélagið á að kaupa af búnaðarskól- anum allt það smjör, sem hann vill sélja af því sem framleitt er við mjólkurmeð- ferðarkennsluna úr mjólk þeirri, sem skóla- búið leggur til á típiabilinu frá 1. janúar til 15. júní. Stjórn Búnaðarfélagsins var falið að hafa til sýnis og prófunar í Reykjavík og á Akureyri nokkur helztu búskapar- áhöld, einkum jarðyrkju-og mjólkurferðar- áhöld þau, er almenning vanhagar um, og út af því var ákveðið að verja allt að 3000 kr, til að byggja geymsluhús í gróðr- arstöðinni í Reykjavík, svo þar mætti hafa verkfæri til geymslu og sýnis meðan ekki fæst annað hentugra pláss fyrir þau, en húsið síðan, og jafnframt, haft til að geyma í afurðir og verkfæri gróðrarstöðvarinnar. Rætt var um að veita vinnuhjúum verð- laun fyrir langa og dygga þjónustu, og var ákveðið að byrja lítilsháttar á því, og verja til þess á árinu 1905 allt að 200 kr. — Verðlaunin séu tvennskonar, 1. verð- laun 15 kr. og 2. verðl. 10 kr. Fyrstu verðlaun veitast þeim hjúum, sem verið hafa 1 sömu visti5 ár og lengur. Önnur verðlaun þeim, sem verið hafa að minnsta kosti 15 ár í vist, og eigi víðar en í tveim- ur vistum. Verðlaunin séu munir, og á- kveður stjórnarnefnd félagsins, hverjir þeir skuli vera. Uppástunga kom fram frá einum full- trúa um, að breyta kosningu til búnaðar- þings þannig, að búnaðarfélögin út um landið eða formenn þeirra kysu fulltrúa, en amtsráðin ekki; en sú uppástunga fékk ekki verulegt fylgi, og var tekin aptur. Allmikið var um það rætt, að breyta þyrfti þeim ákvæðum laganna, að íerðakostnað fulitrúanna til og frá búnaðarþinginu megi ekki greiða af félagssjóði. Breyting á því var felld með 4 atkvæðum gegn 4. Forseti félagsins var endurkosinn til tveggja ára, lector Þórhallur Bjarnarson, varaforseti Björn Jónsson ritstjóri. Stjórn- arnefndarmenn docent Eiríkur Briem og amtmaður Páll Briem. Varastjórnarnefnd- armenn: adjunkt Björn Jensson og póst- afgreiðslumaður Þorleifur Jónsson. f Jónas Helgason dbrm. organieikari við dómkirkjuna varð bráð- kvaddur (úrhjartaslagi) 2. þ. m., rétt eptir miðnætti, kom heim til sín af Goodtempl- arafundi heill heilsu kl. n1/*, snæddi kveldverð og háttaði, en kvartaði þá þeg- ar um þyngsli fyrir brjóstinu, og var þá óðar sent eptir héraðslækninum, er kom að vörmu spori, og var Jónas heit. þá í andarslitrunum. Hann var 64V2 árs að aldri, fæddur hér í Reykjavík 28. febr. 1839. Foreldrar hans voru Helgi tré- smiður Jónsson úr Bárðardal Sturlusonar á Fljótsbakka Jónssönar, og er sú Sturluætt allfjölmenr. íÞingeyjarsýslu — og Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Árnessýslu. Hann lagði fyrst stund á járnsmíði hér í bæn- um, og rak þá iðn af miklum dugnaði í 25 ár samfleytt (frá 1856—1881). En hug- ur hans hneigðist snemma að sönglist- inni, og 1862 stofnaði hann söngfélagið »Hörpu«, nafnkenndasta og langlífasta söngfélagið, sem verið hefur hér á landi, og jafnframt hið fyrsta, er hér var stofn- að. Var Jónas lífið og sálin í félagi þessu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.