Þjóðólfur - 04.09.1903, Blaðsíða 4
144
Tombólu
heldur hið íslenzka kvennfélag til ágóða
fyrir sjúkrasjóð sinn laugardaginn 26.
og sunnudaginn 27. sept. Vilji einhver
styðja þetta þarflega fyrirtæki með gjöfum
til tombólunnar, má koma þeim til ein-
hverrar undirritaðrar.
Guðrún Brynjólfsd., Ingibjörg Johnsen,
Jarþr. Jónsdóttir, Katrín Magnússon,
Magnea Jóhannesen, María Kristjánsd.
Margrét Zoega, Fálína í’orkelsson.
Sigþr. Kristjánsson.
*
* *
Kvennfélagskonur eru beðnar að
muna, að fundur verður haldinn viðvíkj-
andi tombólunni mánudaginn 7. sept. á
venjulegum stað og tíma.
Með i»ví að eg undirrit-
aður bregð mér snöggva ferð til
útlanda vil eg bið]a mína heiðr-
uðu viðskiptavini, sem eiga ófull-
gerðar myndir hjá mér að hafa
þolinmæði til 8. okt. næstk.
Keykjavík 29. ágúst 1903.
Virðing-arfyllst.
Pétur Brynjólfsson.
Auglýsing
um
þinglýsing kaupmála.
4. júní 1903 var á bæjarþingi Reykja-
víkur þinglesinn kaupmáli, dagsettur
28. maí s. á., milii hjónanna Gísla
bókbindara Guðmundssonar og konu
hans Gróu Sigurðardóttur í Reykjavík.
16. júní s. á. var á manntalsþingi
Stykkishólmshrepps í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu þinglesinn kaupmáli,
dagsettur 1. nóvbr. 1902, milli hjón-
anna Jóseps bónda H. Jónssonar og
konu hans Herdísar Bogadóttur íStykk-
ishólmi.
Þetta auglýsist hér með.
Afgreiðslustofu landshöfðingja,
Reykjavík 28. ágúst 1903.
Jön Mag-nússon.
Saumavélar
frá Frister & Rossmann.
Einkasölu hefur:
Sturla Jónsson.
Þjóðsögurnar í góðu standi,
Fornmannasögur (öll 12 bindin), og
Ræður Hjálmars á Bjargi fást til kaups.
Bókhaldari Ólafur Runólfsson
vísar á.
Skiptafundur
í dánarbúi fröken Þuríðar Ásmunds-
dóttur Johnsen, sem dó 7. okt. f. á.
að Bjóluhjáleigu 'í Rangárvallasýslu,
verður haldinn á bæjarþingstofunni
mánudaginn 9. nóvember þ. á. á há-
degi.
Skorað er á erfingja að mæta á
skiptafundinum eða láta mæta með
umboði fyrir sig, til að skera úr, hvort
arfleiðslugerningur hinnarlátnu til handa
systur hennar, sem er glataður, verði
tekinn gildur.
Bæjarfógetinn í Reykjavík
3. septbr. 1903.
Halldór Danielsson.
Motor-bátar.
Undirskrifaður smíðar og selur lysthafendum báta til fiskiveiða með mótor-vél-
um af sömu stærð og afli vélanna og tíðkanlegir eru í Danmörku, og eru vélarnar
frá áreiðanlegri vélaverksmiðju í Friðrikshavn.
Menn geta fengið bátana af ýmsri stærð, en taka verður fram, hve mikinn
krapt vélarnar eigi að hafa, og verða þeir seldir með uppsettum vélunum í, ogsend-
ir á hverja þá höfn, sem strandferðaskipin koma á.
Bátarnir verða sérstaklega vandaðir að verki og lagi, og vildi eg leiða athygli
ísfirðinga, að snúa sér til Árna kaupmanns Sveinssonar, sem gefur frekari upplýs-
ingar og tekur á móti pöntunum og annast um sölu og andvirði bátanna. Trygging
er fyrir, að bátarnir eru mjög örskreiðir.
Reykjavík 13. ágúst 1903.
Vesturgötu M 51 b.
Bjarni Þorkelsson,
skipasmiður.
Á sýningunni í Stokkhólmi 1897,
kepptu 20 innlendir og útlendir menn
um verðlaun fyrir Orgel-Harm., og
var K. A. Anderson hinn eini, er
hlaut æztu verðlaunin, ásamt heiðurs-
pening úr gulli. Einkasölu á þessum
Orgel-Harm. hefur nú hér á landi
Jón Pálsson organisti,
Langaveg 41.
Spyrjið því um verð hjá honum,
áður en þér leitið til annara, því
ódýrari, vandaðri og hljöm-
fegurri hljóðfæri mun ekki unnt að
fá, enda eru þau alþekkt hér á landi,
KENNARI við barnaskóla
Njarðvíkurhrepps óskast fyrir næstk.
vetur. Kennslan byrjar í. okt. Til-
boð sendist fyrir 15. sept. til annars-
hvors undirritaðs.
Helgi Eiríksson. Ágúst Jónsson.
Keflavík. Höskuldarkoti.
Tapazt hefur úr heimahögum ljós foli
5 vetra gamall með mark: sýlt og gagn-
bitað vinstra. — Hver, sem hitta kynni
fola þenna, er vinsamlega beðinn að gera
mér aövart sem allra fyrst.
Sámsstöðum í Fljótshlíð 1903.
ívar Þórðarson.
K O M I Ð
ullarsendingum ykkar til Egils Eyjólfs-
sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið
svo tauanna eptir c. 2 mánuði, líka geta
menn fengið tauin um leið og sendingin
er afhent. Ætíð nægar birgðir af
tauum fyrirliggjandi.
Afgreiðslan á Laugavegi 24.
Virðingarfyllst. \
E. Eyjólfsson.
Barnaskólinn.
Þeir, sem ætla sér að láta börn sín
ganga í barnaskóla Reykjavíkur næsta
vetur og greiða fyrir þau fullt skóla-
gjald, eru beðnir að gefa sig sem fyrst
frani við skólastjórann. Þeir, sem ætla
sér að beiðast eptirgjafar á kennslu- I
eyri, verða að hafa sótt um það til
bæjarstjórnarinnar fyrir 17. sept. Þurfa-
mannabörn fá kauplausa kennslu, en
þeir, sem að þeim standa, verða að
gefa sig fram við bæjarfógetann innan
nefnds dags.
Athygli manna leiðist að því, að í
efstu deild skólans, framhaldsbekk, eru
íslenzka, danska, enska og reiknitigur
helztu námsgreinar. Þar er og kennd
handavinná og teikning, bæði stúlkum
og drengjum, eins og í fleiri bekkjum
skólans.
Reykjavík X. sept. 1903.
Skólanefndin.
Beint frá Noregi fékk eg með s/s
»Laura« mjög mikið af
Mustads
Margarine,
er eg mæli mjög mikið með, þar sem
það er sérstaklega gott margarine og
ódýrt eptir gæðum þess.
G. Zoéga.
Uppboðsauglýsing,
Samkvæmt kröfu L. Popps verzl-
unar á Sauðárkrók og að undangengnu
fjárnámi, verður íbúðarhús Tómasar
söðlasmiðs ísleikssonar í Kolkuósi selt
við 3 opinber uppboð, er haldin verða
laugardagana 29. ágúst, 5. ogl2. sept-
ember. næstk..
Uppboðin byrja kl. 2 e. h. og verða
2 fyrstu uppboðin haldin á skrifstofu
sýslunnar, en hið þriðja í sjálfri hús-
eigninni.
Söluskilmálar verða til sýnis á upp-
boðunum.
Skrifst. Skagafj.sýslu 10. ág. 1903.
Eggert Briem.
RelOhestur vakur og viljugur er til
sölu nú þegar fyrir afarlágt verð. Ritstj.
vísar á seljanda.
V o 11 o r ð .
Eg finn mig ómótstæðilega knúða
að senda yður eptirfarandi meðmæli:
Eg undirrituð hef mörg ár verið
mjög lasin af taugaveiklun, krampa og
ýmsum öðrum veikindum, er staðið
hafa í sambandi við það, og er eg
hafði leitað ýmsra lækna árangurslaust,
fór eg að brúka Kína-Iífs-elixír frá hr.
Waldemar Petersen í Frederikshavn,
og get með góðri samvizku vottað, að
hann hefur veitt mér óumræðilega
meinabót, og finn eg, að eg get aldr-
ei án hans verið.
Hafnarfirði í marz 1899.
Agnes Bja r n a d ó t ti r.
húsfreyja.
KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum
kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll-
hækkunar, svo að verðið er öldungis sama
sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lífs elixír, eru kaupendur beðnir
V.P.
að líta vel eptirþví, að ~ þ standi á flösk-
unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji
með glas 1 hendi, og firmanafnið Walde-
mar Petersen.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
Nýjar birgðir af
Mustads norska Margarine
komu í verzlun mína með s/s »Laura«
um daginn, og mæli eg mjög með
því þar eð það er hið bezta.
Gunnar Einarsson.
Elegant Reiðhúfur
fyrir DÖMUR eru nýkomnar. Einnig
töluvert af Drengja- og Telpu-
húfum.
Guðm. Sigurðsson,
klæðskerl.
Samkvæmt Iögum 12. apríl 1878
og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér
með skorað á alla þá, sem telja til
skuldar í dánarbúi Erlendar Hákonar-
sonar, sjómanns hér í bænum, er fórst
á fiskiskipinu „Orient“ í síðastl. apríl-
mánuði, að lýsa kröfum síunm og sanna
þær fyrir skiptaráðandanum í Reykja-
vík innan 6 mánaða frá síðustu birt-
ingu þessarar auglýsingar.
Með sama fyrirvara er skoraðáerf-
ingja nefnds sjómanns, að gefa sig
fram og sanna erfðarétt sinn.
Bæjarfógetinn f Reykjavík
20. ágúst 1903.
Halldör Danielsson.
NÝKOMNIR
Hattar og Hiifur og mikið af
allskonar HÁLSLÍNI og mörgu fleira.
Einnig margskonar til fata.
________±_________
H Hvergi ódýrara. ^
12 BANKASTRÆTI 12.
Guðm. Sigurðsson
klæðskeri.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878
og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér
með skorað á alla þá, sem telja til
skuldar í dánarbúi Sigtryggs Sigurðs-
sonar lyfsölumanns hér í bænum, sem
dó 15. f. m., að lýsa kröfum sínum
og sanna þær fyrir skiptaráðandanum
í Reykjavík innan 6 mánaða frá síð-
ustu birtingu þessarar auglýsingar.
Með sama fyrirvara er skorað á erf-
ingja nefnds lyfsölumanns, að gefa sig
fram og sanna erfðarétt sinn.
Bæjarfógetinn í Reykjavík
20. ágúst 1903.
Haildór Daníelsson.
M USTADS
M ARGARINE
er viðurkennt hið bezta. Það fæst
ætíð í verzlun.
Jóns Þórðarsonar.
Voss folkehoiskole,
Vossevangen st. pr. Bergen, Norge,
modtager elever fra iste oktober til
paaske. Skolepenge og ophold kr.
30,00 pr. maaned. Nærmere oplys-
ninger meddeler
(B.A.E.) Lars Eskeland. Voss.
Leiðarvísir til lífsábyrg-ðar
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr J.
Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja
tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýs-
ingar.