Þjóðólfur - 04.09.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.09.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 4. september 19 03. Jú 36. Leiðarþing. Undirskrifaðir þingmenn Árnesinga halda leiðarþing að Selfossi fimmtu- daginn 17. sept. næstk. kl. 11 árdeg- is, að Húsatóptum föstudaginn 18. s. m. kl. 10 árdegis og að Skálholti s. d. kl. 3 síðdegis. Rvík 30. ág. 1903. Hannes Þorsteinsson. Ól. Ólafsson. Ofna 0g eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson. Þingið 1903. Endurlit og hugleiOingar. I. A.ð sjálfsögðu verða harla misjafnir dóm- ar felldir um þing það, sem nú hefur ný- lokið störfum sínum. Engum er unnt að gera svo öllum líki, og alþing vor íslendinga, er ekki undanþegið þeirri reglu. Margir heimta, að þingið geri einmitt það, sem það lætur ógert, og það er eðlilegt, að þeim mönnum mislíki. Hinsvegar telja margir það betur ógert sumt er þingið gerir, og þykjast sáróánægðir yfir gerðum þess. Opt hefur þingið verið sakað um ofmikla fastheldni á fé landsins, ofmikinn sparnað og apturhaldsanda, að það vildi ekki veita fé til nauðsynlegra nytsemdar- fyrirtækja í landinu ogþar fram eptir göt- unum, en úr hinni áttinni kveður við á- sökun um óhæfilega mikið brutl á fé lands- ins, óhyggilegan framfaraspenning og for- sjáleysi. Og það er þessi sónninn, þessi tónninn, er nú ber einna mest á í sam- bandi við þetta þing. En þá er farið er að grafast betur eptir, að hverju leyti þing- ið nú hafi farið óforsjálega með félands- ins, eða hver þau glæframál séu, sem þing- ið eigi óþökk skilið fyrir, þá geta menn ekki nefnt eitt einasta, að minnsta kosti ekki með réttum rökum, því að túngirð- ingamálið, sem helzt mun vera þyrnir í augum margra, er lítt hafa hugsað það mál, er stórfellt framfaramál, sem vænta má, að verði jarðrækt vorri til mikilla nota, enda er hér að eins um heimild að ræða, en engin þvingunarlög. Það er alleðlilegt, að ýmsum vaxi í augum sá 400,000 króna tekjuhalli, sem nú er á hinum samþykktu Qárlögum, en þá er nánar er aðgætt, þá verður ekki séð, hvernig þingið átti að komast hjá honum. Á fjárlögunum, eins og þau komu frá stjórninni, var tekjuhallinn þegar yfir 200,000 (218,000) kr., og þó mun engum hafa þótt það frumvarp fara ofiangt í fjár- framlögum til ýmsra fyrirtækja, enda er það ekki venja, að stjórnin taki nein gönu- skeið í þeim efnum. Þær 180,000 kr., sem þingið svo hefur aukið þennan tekju- halla, gengur að eins á 3 útgjaldaliði, sem ekki var auðvelt að komast hjá. Hinn stærsti þeirra er útrýming tjárkláðans, sem áætlað er að taki að minnsta kosti 100,000 kr. næsta fjárhagstímabil. Þar var ann- aðhvort fyrir þingið að hrökkva eða stökkva, annaðhvort að láta allt lenda í sama kák- inu, sem fyr, og stofna landinu með þvf í bersýnilegan voða, eða taka duglega í taumana og gera nógu öflugar ráðstafan- ir til að útrýma þessari landplágti, með- an hún er ekki víðtækari en nú er orðið. Það varð því naumast komizt hjá, að leggja út 1 þennan kostnað eitt skipti fyr- ir öll, því að enginn efi þykir á, að kláð- anum megi útrýma gersamlega, et nógu ötullega er að því gengið. Það fullyrðir Myklestad að minnsta kosti, og honum hefur tekizt að útrýma kláðanum alveg í Noregi. Þessu fé er því naumast á glæ kastað eða óviturlega varið. Hinir tveir stóru útgjaldaliðir, er ekki voru í frum- varpi stjórnarinnar eru þær rúmar 90,000 kr. sem ætlaðar eru til brúargerðar á Jök- ulsá í Axarfirði og á Lagarfljóti. Um Jök- ulsárbrúna voru samþykkt lög fráþinginu 1902, svo að skyldan hvfldi á landsjóði. Þar hefði því komið að skuldadögunum, enda þótt brúargerðinni hefði verið frest- að þetta fjárhagstímabil, sem að vísu hefði mátt, en um Lagarfljótsbrúna er það að segja, að þingið þóttist ekki geta látið það mál niður falla, og varpað þannig alveg á glæ fé því, er varið hefur verið til kaupa á brúarefninu m. fl., er varið hefur verið til undirbúnings þessarar brú- argerðar. En fullkomið vandræðamál var þetta viðurkennt af flestum, en naumast unnt að ráða betur fram úr því eptir at- vikum, en þingið nú gerði. Þegar þessa er gætt og á það litið með sanngirni, mun engan furða á þvf, þótt tekjuhallinn yrði svona mikill, sem raun varð á. Þingið gat ekki klipið mikið af tillögum stjórnarinnar í frumvarpi hennar, þær gengu fæstar svo ýkja langt, að ástæða væri til þess, og þá voru ekki önnur úr- ræði, en að sætta sig við þennan aukna tekjuhalla í þeirri von, að landsjóður með lántöku og auknum tekjum gæti staðizt hann. Að vísu voru á þessu þingi eng- ar ráðstafanir gerðar, til þess að auka tekjur landsjóðs með nýjum tollum, það var ekki svigrúm til þess, en að sjálfsögðu verður það að gerast á næsta þingi, hversu óljúft sem mönnum fellur það, því að ekki má ætlast til þess, að landsjóður geti bor- ið þungar byrðar yfir efni’fram, nema gjaldþol hans sé aukið, og mun þá liggja næst hækkun á kafli og sykurtolli m. fl. Rétt mundi og að hækka toll á áfengi að miklum mun, eins og bindindismenn fylgdu fram fyrrum, meðan aðflutnings- bannshugmyndin var ekki vöknuð hjá þeim. Er allhætt við, að sú stefna í á- fengispólitíkinni — aðflutningsbannsstefn- an — eigi nokkuð erfitt uppdráttar, með- an ekki er hægt að benda á neinn gjald- stofn, er bætt geti landsjóði tekjumissi þann, er hann byði við slíka breytingu. Er nú flest tollað, er tollað verður án tollgæzlueptirlits, en beinir skattar munu þykja fullþungir, þótt ekki séuþeir aukn- ir til mikilla muna. En ekki verður frek- ar farið út í það efni að sinni. Vérhöf- um að eins drepið á þetta hér í sambandi við fjármálapólitíkina nú og framvegis, því að ekki munu kröfurnar til landsjóðs fara minnkandi hér eptir, aptur á bak viljum vér fæstir ganga. En til framfarafyrir- tækja og eflingar atvinnuvega í landinu, til alþýðumenntunar o. fl. þarf mikið fé, og það verður að koma einhversstaðar frá. Vér hljótum sjálfir að borga brúsann, ef vér viljum fylgjast með og ekki verða langt aptur úr öllum siðuðum þjóðum. Það, sem finna má að þinginu nú erekki það, hversu brutlunarsamt það hafi verið í fjárframlögum, heldur það, að það sá ekki jafnframt fyrir því, að landsjóði bætt- ust auknar tekjur til að standast útgjöld- in, því að lántaka er og verður jafnan bráðabirgðarúrræði, getur ekki gengið til lengdar, því að lánstraust landsjóðs er harla takmarkað. En eins og fyr er á- vikið gat þingið ekki snúizt við því, að taka tollmálin fyrir í þetta sinn jafn mörg og stðr mál, sem það nú hafði til með- ferðar. En ménn kunna nú líka að segja, að frestur sé á illu beztur. En sá frestur getur ekki langur orðið. Hvað sem dæmt verður um fjármála- pólitík þingsins í þetta skipti, þá mun enginn geta neitað því, að hjá því hafi lýst sér alvarlegur áhugi á velferðarmálum landsins og framförum þjóðarinnar, að það hafi ekki skort viljann til að hrinda þjóðinni áleiðis á framfarabrautinni, þótt kraptanna sé vant til að gera það nógu rækilega, af því að oss brestur svo til- finnanlega afl þeirra hlutá, sem gera skal, brestur máttinn til framkvæmdanna, þótt viljinn sé góður. Á því skeri ströndum vér, skeri getuleysisins og mannfæðarinn- ar. En mikið má samt, ef vel vill, og væru allir tillögufúsir, vildu dálltið hart á sig leggja, í stuttu máli hefðu nógu mikla ættjarðarást, þá mundi vonum fremur tak- ast að byggja landið í orðsins réttu merk- ingu. Með nýrri stjórn væntum vér nýrra hreyfinga, nýrrastrauma inn í þjóðlíf vort, strauma, sem hafa frjófgandi, vekjandi og betrandi áhrif á þjóðarheildina. Og ræt- ist sú spá, sem vér erum ekki í neinum efa um, þá má telja þingið 1903 þýðing- armesta og merkasta þingið, sem hingað til hefur verið haldið hér á landi, því að það hefur lagt hyrningarsteininn undir hina nýju innlendu stjórn, með því að samþykkja til fullnaðar nýja stjórnarskrá, sem vér munum eiga að búa við líklega ekki skemur en stjórnarskrána frá 1874, er með öllum sínum annmörkum hefur þó orðið landi voru til mikils farnaðar. Nú er því hinni löngu og hörðu stjórnarskrár- baráttu lokið um sinn, og úrslitin eru hin viðunanlegustu eptir atvikum, miklu við- unanlegri, en vér gátum gert oss vonir um, einkum eptir gerðir meiri hlutans á alþingi 1901. Stefna heimastjórnarflokks- ins — að fástjórnina inní landið —hef- ur algerlega sigrað. Þetta er því meira gleðiefni fyrir Þjóðólf, sem hann hefur sérstaklega látið sér annt um, að halda uppi merki þess flokks, gagnvart mörgttm og skæðum óvinum hans, sem ekkert bafa sparað til að koma honum á kné. Og þótt hinar fyllstu sjál fstjórnarkröfur vorar hafi ekki fengizt, þá er þó svo rnikið unn- ið, að ékki er það nema óviturra ofstækis- manna, að fjandskapast út af því, þótt meira fengist ekki. Allur þorri þjóðar- innar mun einnig vel una þeim málalok- um, sem nú eru orðin, og kunna heima- stjórnarflokknum þakkir fyrir þann árang- ur, er barátta hans við hinn svonefnda valtýska flokk hefur haft síðan 1897, því að ekki er það ofmælt, að hefði sá flokk- ur efri orðið við síðustu tvær þingkosn- ingar, þá mundi búsetunni ekki hafa ver- ið gert hátt undir höfði. Fer svo opt í flokkadráttum miklum og æsilegum, að meira gætir kapps en sanngimi, og er það mannlegur breyskleiki, er mörgum veitir erfitt að sigrast á. Er nú einsætt, að láta gamlar erjur um útkljáð mál nið- ur falla. Sagan geymir þær trúlega í skauti sínu, og mun skipta hlutdrægnis- laust ljósi og skugga, þá er frá líður, og hávaðinn er þagnaður og hitinn kólnaður. Undir þann dómstól skjóta heimastjóm- armenn ósmeikir máli sfnu. Er vonandi, að hin væntanlega nýja stjórn vor reynist sá heilla-Hrólfur, er leysi þjóð vora úr læðingi deyfðar og dugleysis, víls Og vol- æðisháttar. En enginn þarf samt að vænta þess, að skjótar framfarir verði hér á ör- stuttum tíma, þótt ný stjórn setjist að völd- um. Að gera mjög háar kröfur, spenna bogann mjög hátt þegar í stað er óvitur- legt, því að af því geta leitt viðsjál von- brigði og margt annað illt. En jafn heimsku- legt er það, að finna hinu væntanlega stjórnarfari allt til foráttu að óreyndu, og reyna að æra landslýðinn með hrakspám um, að af því muni engin heill stafa fyr- ir þjóð voia, heldur jafnvel þvert á móti kúgun og kreppa, áþján og auðnuleysi. Slíkir óheilla-spáhrafnar eru hættulegustu útflutnings-agentarnir og þjóð vorri sannar- lega til lítils tíma, því að lítið sæmdar- verk er, að vekja hjá henni óánægju og óhugð. Hins þarfnast hún miklu fremur, að glædd sé og vakin hjá henni trú og von á framtíð hennar, og að því ættu all- ir góðir Islendingar að styðja. Merkust þeirra mála, er þingið nú af- greiddi og í nánu sambandi standa við stjórnarbótina eru lögin um skipun á æztu umboðsstjórn landsins og um ráðherraábyrgð. Frv. um landsdóm varð því miður ekki útrætt, með þvl að ekki vannst tfmi til þess, en næsta þing hleypir því að sjálfsögðu af stokkunum. Það hefði að vísu verið æski- legast, að þingið í sumar hefði getað af- greitt þetta mál samhliða stjórnarbótinni, en ráðherraábyrgðarlögin voru þó enn nauðsynlegri fylgifiskur hennar, eins og heimastjórnarflokkurinn tók réttilega fram í fyrra og lagði mesta áherzlu á næst stjórnarskránni í stefnuskrá sinni 25. ágúst f. á. En eins og menn ef til vill muna vildi dr. Valtýr gera sem minnst úr þessu og taldi þetta þýðingarlítið atriði 1 Eim- reiðargreininni góðu í vetur, auðvitað af því að flokkur hans hafði ekki hreyft því. Samt flýttu 2 flokksmenn hans sér að bera mál þetta upp í þingbyrjun og tóku óbreytt upp ábyrgðarlagafrumvarp frá þinginu 1893, en því var öllu umhverft í nefnd, svo að ekki stóð þar steinn yfir steini, og samið algerlega nýtt frumvarp

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.