Þjóðólfur - 25.09.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.09.1903, Blaðsíða 4
i$6 KLÆÐAVERZLUNIN 12 BANKASTRÆTI 12 — .............. hefur nú mikið af fínum efnum: Klœði — Kamgarn — Cheviot — Buxna- efni — Mislit alfataefni. — Einnig ódýr efni í drengjaýöt. Flibba — Brjóst — Manchettur, allar stcerðir. 4 tegundir Dömujlibba og Manchettur. — Slipsi og Humbug, stórt úrval. — Göngustafi — Regn- hlífar fyrir dömur og herra. — Axlabönd — Mittisólar — Hálsklúta úr ull og silki — Vasaklúta hvíta og mislita. — Tilbúnar hvítar Skyrtur mjög fínar; einnig Náttskyrtur fyrir karlmenn. — HATTA og HÚFUR margar teg. Lesið þetta! Til sölu smærri og stærri hús á góðum stöðum í bænum, og til leigu herbergi eitt og fleiri einkar hentug fyrir sjómenn. Semja má við —^ Hvergi ódýrara Y== Nú með s/s „Vesta" og „Ceres" 4. október kemur stór viðbót af efnum í VETRARFRAKKA — ULSTERA — ALFATNAÐ etc. öll nýmóðins. Sýnishorn liggja frammi, og geta menn pantað þau fyr- irfram og heyrt um verð. Einnig NÆRFATNAÐUR úr ull.— REGNKÁPUR — VETRARHÚFUR og HATTAR margar teg. HANZKA fleiri tegundir o. m fl. Með virðingu. Guðm. Sigurðsson. klnflskerl. s £ Árni Garborg: Týndi faðirinn. Þýðing úr nýnorsku eftir Áma Jóhannsson. — 2. útgáfa — kemur út í okt. og verður send út um land í haust. Bókin fylgir til allra skilvísra fyrirfram borgandi kaupenda „Frækorna" og til allra, sem á þessu ári gefa sig fram sem kaupendur og borga fyrir 5. árg. kr. 1,50. Þetta eru alveg óheyrð vildarkjör, þar sem norska útgáfan af Týnda föðurnum kostar 1 kr. 80 au., en fslenzka útgáfan fæst ásamt einum árg. „Frækorna" fyrir ap eins 1 kr. 50 au., sem er lægra en hálfvirði þess, er þannig fæst. I Reykjavík snúi menn sér til hr. Niels Andersson, Pingholtstræti 22. Víða um land eru útsölumenn að „Frækornum", en þar sem engir eru óskast eptir góðum útsölumönnum. Sölulaun ágæt. Skrifio mér. D. Östlund, Seyðisfirði. f Að okkar elsknleg móðir og tengda- móðir, ekkjufrú Elín Árnadóttir frá Krísuvík andaðist að heimili okkar 19. þ. m., tilkynnist hér með vinum og vanda- mönnum hinnar látnn. Reykjavík 24. sept. 1903. Ragnheidur Árnadóttir, Pétur Jónsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. Landsbankinn. Frá 28. sept. til 10. október ncest- komandi, að báðum dögum meðtöld- um, verður tekið á móti greiðslum í veðdeild landsbankans kl. 5—7 e. h. dag hvern. Eigi verður öðrum banka- störfum sinnt þennan tíma dagsins. Bankastjórnin. Bjarna Jónsson snikkara, við Klapparstíg. Beztu bækur þessa árs: Mattb. Joehumsson: Ljöömspli II. 304 bls. Fyrir áskrifendur: í skrautbandi 3,00. Hept 2,00. — I lausasölu 3,50 og 2,50. Menn ættu að nota tækifærið til þess að kaupa ljóoasafn þetta, meðan á útgáf- unni stendur. Bæði er það, að hægra er flestum að kaupa eitt bindi á ári, en að kaupa öll í einu og eins hitt, að verðið á hverju bindi hækkar að mun, þeg- ar útgáfu allra hinna 4 binda er lokið. H. Angell: Svartfjallasynlr. Sogurfrd Montenegró. Helgi Valtýs- son þýddi. — 184 bls. Um 60 fíngerðar myndir. Leitun mun á betri bók hanaa ungum og gömlum. Hún er bæði einkar-skemmtileg og lærdómsrík. Saga Svartfjallabúa og lýsingin á landi og þjóð er svo góður lestur og hvetj- andi til dáða og framfara, að enginn mun lesa hana, án þess að hafa veru- legt gagn af henni.— Verðið er að eins 2 kr. Ofangreindar bækur fást hjá öllum bóksölum. L. G. Lúðvígssonar SKÓVERZLUN hefur til mesta og bezta úrval af allskonar skófatnaði, svo sem: Kvennskó, margar teg. Unglingaskó. Barnaskó. Kvennstígv., Boxcalf og hrossl. Barnastígv. fjölbreytt úrval. Karlm.stígv. margar teg. Karlm.skó, margar teg. o. m. fl. Vatnstígvél af mism. hæðum frá 16 kr. Mikið úrval. Með „Cares" og „Laura í næsta mánuði er von á stórum birgðum af allskonar vetrarskóm, kvennskóm, karlm.skóm, karlm.stígv., kvenn- stígv., ballskóm, karlm.verkmanna^igv. afaródýrum og sterkum, o. m. m. fl. 98 blátt áfram, að hún gerði gömlu konuna rólega í stað þess að gera hana hrædda. „Þú hefur þá heyrt þetta", spurði hann Katrínu. „Já“, sagði hún, og stóð upp frá borðinu. „Eigum við ekki að fara inn í daglegu stofuna og drekka kaflið þar ? Mér leiðist að heyra menn þrátta undir borðum", sagði hún ennfremur, enda þótt engin þræta hefði átt sér stað. Páll leit snöggvast til hennar. „Hún veit allt og bruggar samsæri gegn mér", sagði hann við sjálfan sig. Hann sat um stund hljóður og alvarlegur í daglegu stofunni. Því næst gekk hann til unnustunnar og talaði einslega við hana með miklum ákafa. Vladimir drakk kaflíð sitt og fór svo til herbergis síns. Honum fannst nú óbærilegt, að dvelja lengur í húsi þessu. Hann hlaut að fara á braut. Hann hlaut að flýja á samri stund. Hann vildi samt ekki fara burt, án þess að Katrín vissi af því, en hann vissi, að hún skildi það. Hann ásetti sér nú að skilja eptir bréf til hennar, og settist óðar niður til að skrifa það. En er hann hafði lokið við bréfið líkaði honúm það ekki. Hann brenndi það, skrifaði nýtt bréf og brenndi það líka, og að lokum skrifaði hann að eins þessar fáu línur: „Eg þakka yður innilega fyrir allt, sem þér hafið gert fyrir mig, og bið yður að fyrirgefa, að eg neyðist til að fara burt úr húsi yðar, án þess að kveðja yður. Yðar einlægur Vladimir Volgin". Hann lagði því næst bréfið í bók þá, er hafði stuðlað að vináttu þeirra Katrínar, og lét hana svo aptur í bókahylluna. „Ef hún á annað borð man eptir mér, þá grunar hana, hvar hún á að leita", hugsaði hann. Hann gekk út í aldingarðinn og gegnum hliðið út á veginn, sem lá niður að fljótinu. Enginn tók eptir honum. Þegar hann kom að strönd- inni sá hann bátinn, sem hafði flutt hann á þessari minnisstæðu ferð. Hversu stutt var ekki síðan, og hversu ríkt og tilbreytilegt hafði 99 ekki líf hans verið síðan hann var í bátnum. — Hann gekk lengra fram með ströndinni sokkinn niður í hugsanir sínar. — Allt sem hafði borið við þessa síðustu viku, var nú orðið að fortíð, fortíð, sem aldrei mundi koma aptur. Hann stóð kyr við gatnamótin og leit aptur fyrir sig, til þess að líta í síðasta sinni húsið, sem unga stúlkan bjó í — hann játaði nú fyr- ir sjálfum sér, að þessi unga stúlka hefði búið í huga sínum og hjarta. Hann ætlaði að kveðja hana í huganum fyrir alla æfi, en þá heyrir hann skyndilega einhvern nefna heiti sitt. Rétt hjá honum stendur þá Páll og leiðir Katrínu. Þau höfðu gengið sér til gamans fram með fljótsbakkan- um og voru á heimleið. „Þér hafið þá líka verið á skemmtigöngu", sagði Páll og brosti ógeðslega. Hann var miklu þægilegri en hann hafði verið, meðan setið var við miðdagsverðinn, og gerði hann það Katrínu til geðs. »Já, eg hef verið að ganga hér", sagði Vladimir og leit um leið á Katrínu. „Já, hver getur setið inni í þessu blíðviðri". sagði hún. Glettnisbros lék um varir hennar, og björtu augun og fjöruga and- litið gáfu til kynna, að hún reyndi að bæla niður í sér hláturinn. Henni hafði undir eins dottið hið rétta f hug um skemmtigöngu Vladimirs, og henni var heldur en ekki skemmt með þessu. „En nú ætlið þér víst ekki að halda áfram að reika hér einmana og láta okkur sigla okkar eigin sjó?" spurði Katrín í spaugi. „Nei, eg get alltaf seinna gengið hér", svaraði Vladimir og brosti, „nú fer eg með ykkur heimleiðis". Þau fóru nú öll inn í húsið, og á eptir þeim kom maður með svarta leðurtösku. Hann kom frá borginni með áríðandi skjöl frá landsstjóranum. „Já, nú sjáið þið að eg hef mikið annríki", sagði Páll. „Jafnvel á þessum afskekkta friðsama stað, sem, ef eg má svo að orði kveða, er helgaður ástaguðinum og vizkugyðjunum, elta störfin mann. Þau gengu inn í daglegu stofuna. Gamla frúin var þar ekki. Hún

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.