Þjóðólfur - 25.09.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.09.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 25. september 1903 Færsla þingtímans o. fl. Það er stór furða, hversu gamalt, úr- elt og óhentugt fyrirkomulag getur opt verið lífseigt, þrátt fyrir það, þótt fjöldi manna sé sáróánægður yfir þvi, og breyt- ing til batnaðar sé auðveld. Vaninn held- ur mönnum einhvernveginn svo rígbundn- um á klafa sínum, að menn hugsa ekk- ert um að hrista hann af sér, fyr en hann er orðinn að óbærilegu ánauðaroki. Þessi óeðlilega vanafesta kemur meðal annars fram í því, að með nýju stjórnarbótinni, sem í vændum er, er ekkert haggað við því úrelta og óhentuga fyrirkomulagi, að heyja alþing um hásumarið. Það var auð- vitað athugaleysi, að engin breyting í þessa átt var gerð í stjórnarskrárfrv. 1 fyrra, þvi að hún gat ekki haft nein áhrif á úr- slit málsins. En það er þó nokkur bót í máli, að samkvæmt nýju stjórnarskránni má gera breytingu á þessu með lögum, þ. e. án stjórnarskrárbreytingar, sem ekki er unnt eptir núgildandi stjórnarskrá. Þingið i sumar hefði líklega tekið mál þetta, um færslu þingtímans til meðferðar, ef ekki hefði þótt nokkuð snemmt og enda dálítið óviðkunnanlegt, að samþykkja nú með sérstökum lögum aukabreytingar á stjórnarskránni, um leið og verið var að samþykkja nýtt stjórnarskrárfrumvarp. En nú getur nýja stjórnin lagt frv. um þetta fyrir þingið 1905, og það ætti hún að gera. I sömu lögum ætti og að gera þá breytingu, að hinn lögákveðni þingtími væri að minnsta kosti 10 vikur. Samkv. stjórnarskrárbreytingunni nýju er hann á- kveðinn 8 vikur, og mun þá ætlazt til að konungur þurfi ekki að lengja hann um hálfan mánuð, eins og hingað til hef- ur verið venja. Þá er þing er ekki háð nema annaðhvort ári veitir sannarlega ekki af því, að það standi xo vikur. Þaðmun verða nóg að gera þann tíma, veitti ekki af 3—4 mánaða þingsetu, en það mundi þykja oflangt farið. Og samt er það á- litamál, hvort ekki væri full þörf á að halda þing á hverju ári, og hafa þákjör- tfmabilið að eins 3 ár, láta nýjar kosn- ingar fara fram 3. hvert ár. Það mundi hleypa nýju fjöri, nýjum áhuga í þjóðina, svo að hún yrði betur vakandi f málum sfnum. Með nýjum kosningum að eins 6. hvert ár er henni miklu hættara við að dotta. Menn sjá t. d. hvaða fjörkippur hefur nú komið í hana við þrennarkosn- ingar á rúmu hálfu þriðja ári, enda þótt nú væri um mikil og merkileg kappsmál að berjast, en svo gæti optar orðið, ef þing væri haldið á hverju ári, enda þótt ekki yrði ávallt um stjórnarskrárbreytingu eða svipuð stórmál þá að ræða. En tíð- ari kosningar en 6. hvert ár — þáerekki er um samþykkta stjórnarskrárbreytingu að ræða — geta naumast átt sér stað með þinghaldi annaðhvort ár. Að kjósa t. d. að staðaldri til hvers þings annaðhvort ár, yrði sjálfsagt ekki heppilegt. Með því myndaðist á hinn bóginn oflítil festa í lög- gjöfina. En auðvitað mætti fara þann meðalveg, að láta kosningu gilda að eins til 4 ára í senn, svo að 2 þing væru háð á kjörtímabilinu, en til þesss þyrfti reglu- lega stjórnarskrárbreytingu. En hvað sem þessu líður, þá er engin meining í því nú orðið, að heyja þingið spmarmánuðina júlí og ágúst, einmitt þann tímann, sem flestir mega sízt missa sig að heiman, þann tímann, sem lakast er fallinn til slíkrar andlegrar innihúsvinnu og innisetu, sem þingstörfin hafa í för með sér. Það er flestum mönnum óeðlilegra og óþægilegra að vera rígbundnir við slík störf um hásumarið, en á öðrum tím- um árs, enda munu þing víðast hvar ann- arstaðar ekki vera haldin um hásumarið. En þessi þingtími hjá oss stafar af því, að erfitt og óþægilegt mun hafa þótt fyrir þingmenn fyrrum að komazt á þing eða af þingi, nema að sumrinu til, því að þá urðu allir að fara landveg, meðan engar skipaferðir voru kringum landið. En nú er þetta orðið allt á annan veg, eins og kunnugt er. Nú væri t. d. engin tormerki á því, að láta þingið hefjast 15. september með 10 vikna setu, eða 1. október með 8 vikna setu, og slíta því síðast í nóvember. Að eins þyrfti þá skipið, sem hingað kemur frá Höfn í lok þess mánaðar, að fara vestur um land og norður á leiðinni út, og gætu þá allir þingmenn verið komnir heim til sín löngu fyrir jól. Um það leyti árs hindrar ís aldrei skipaferðir, og þessvegna er sjálfsagt að þingið sé haldið að haust- inu en ekki að vorinu, t. d. 1 marz og apríl eða apríl og maí, því að þá getur hafísinn orðið óþægilegur farartálmi, auk þess sem landvegsferðir um það leytiárs, t. d. í febrúar eða marz og enda í maí, eru að öllu leyti óþrægilegri, erfiðari og kostnaðarmeiri en t. d. í september eða jafnvel í desember. En allir þingmenn, er langt ættu að sækja, gætu notað skipa- ferðir heiman að og heim að haustinu til, nema ef til vill þingmenn Skaptfellinga. Mundu þá fáir fara landveg, og yrði þetta fyrirkomulag því jafnframt töluverður sparnaður á þingfararkaupi. Þessa breyt- ingu ætti því næsta þing að sjálfsögðu að gera, því að hún væri bæði heppileg og nauðsynleg. Útlendar fréttir. Kanpmannahöfn 10. sept. Noregur. Stórþingiskosningarnar eru nú um garð gengnar í Noregi. Hafa vinstrimenn 58 atkvæði á þinginu, en hægrimenn 59. Hægrimenn hafa þannig orðið ofan á, en því höfðu menn eigi bú- izt við. England. Á Englandi lifa herforingjar langt yfir efni fram, svo að nú hefur yfir- herforinginn lagt svo fyrir, að þeir verði að lifa sparara lífi. Ríkari herforingjar eru óðir og uppvægir út af þessu vald- boði, sem þó virðist hyggilegt. — Illa lít- ur út með tollfrumvarp Chamberlains, vinnulýður aliur er honum mótsnúinn. tJngverjaland. Blöðin í Ungverjalandi þykjast hafa komiztá snoðirum, aðlengja eigi varnarskyldutímann, sem nú er 3 ár. Ef svo er, má búast við nýjum óeirðum þar suður frá, því að Ungverjar þykjast áður nógu sáru beittir. Serhía. Þeir af herforingjum Serbíu, er ekki tóku þátt í konungsmorðinu hafa sent konungi áskorun um, að reka alla samsærismenn brott úr hernum, annars muni þeir sjálfir fara, en það þoli rikið eigi nú á þessum óeirðartímum. Enn- fremur heimtuðu þeir, að samsærismenn yrðu dæmdir eptir herlögum. Þetta varð til þess að 30 af þeim, er undir áskorun- ina rituðu voru settir í fangelsi, en þó mjög vægt. Konungur gerir allt sitt til að sefa óánægjuna. Sagt er, að tilraun hafi verið gerð til að myrða hann, en óvíst er, að nokkur fótur sé fyrir því, en það er haft fyrir satt, að hann fái daglega ógnunar- bréf, og yfirleitt er eigi ólíklegt, að brátt megi vænta nýrra hryðjutíðinda þaðan úr Serbíu. Balkanskngi. Óeirðirnar áBalkanskaga halda stöðugt áfram, sérstaklega kveður mikið að dynamitsprengingum. Bæðijárn- brautarlestir og hús hafa verið sprengd í lopt upp og hundruð manna hafa beðið bana af. Herskip þau hin rússnesku, sem getið var um síðast, hafa nú haldið heim á leið, en hvað þau hafa viljað er engum ljóst enn sem komið er. Síðustu fregnir þaðan segja, að '1 yrkir muni bráðlega ráð- ast inn í Búlgaríu, ef Búlgarar hætti ekki öllum óeirðum. Annars eru Tyrkir nú djarfari í framgöngu sinni en áður, og skortir eigi hryðjuverk, þar sem sókn er af þeirra hendi. Stærsta vörusöluhús 1 Budapest brann nýlega, fórust margir í eldinum og skað- inn metinn margar miljónir. Bruna þess- um er annars lýst mjög ægilega. Tvær járnbrautarlestir mættust á sama sporinu í Italíu og varð afstórtjón. Vagn- arnir sundruðust og fjöldi manna særðist, og um 20 biðu bana. 1. þ. m. brunnu 307 bændabæir 1 Aust- ur-Prússlandi. Vindur var, svo að akrar allir í nándinni eyðilögðust og ómögulegt var að stöðva eldinn. Fregn barst í dag um, að svartidauði væri kominn til Marseille og hefði borizt þangað með úrgangstuskum frá Konstan- tínopel til pappfrsverksmiðju þar í Mar- seille. Um ættiarðarást og Ameríkuferðir. Eptir Agúst Einarsson. I. *Ó, landar t Þér talið um kúgun og kvól og kúgið þó verst yður sjálfir, þér eruð að berjast við ánauð og böl og eruð þó veilir og hálfir«. Jón ólafsson. Eg get ekki annað en byrjað þessar lín- ur með sömu orðum og standa 1 »Meira ljós«, fyrirlestri Ólafs Ólafssonar frlkirkju- prests í Reykjavík. — »Aumingja íslandl Aumingja fátæka föðurlandið mitt! Hafísa- landið, eldgosalandið, örbirgðar- og á- þjánarlandið! Mörg er mæða þín, margt er böl þitt, margt ólán þitt! En sárast er samt af öllu ræktarleysi barnanna þinna. — Hversu mikil hörmung sem vofa kynni yfir fósturjörðinni, þá tel eg þess enga von, að börn Islands fengjust 39. til að skjóta saman um hálfa miljón króna henni til bjargar og viðreisnar«. Nei, það er nú öðru nær en svo sé; blindur vani, hugsunarleysi, brennivínsheimska og burt- fararheimska1) kemur mönnum til að kasta árlega út hálfri miljón króna fyrir áfenga drykki, fyrir að svipta sjálfan sig ráði og rænu, og til að vinna sjálfum sér, vanda- mönnum sínum og vinum og öllu landinu í heild sinni skömm og tjón, og til að fara til Ameríku, þessarar upplognu para- dísar, sem fáfróð alþýða hér á landi hef- ur um mörg undanfarin ár haldið að væri. En nú er menntun alþýðu heldur að færast í vöxt, þekkingin að aukast, brenni- vínsheimskan heldur að minnka, en burt- fararheimskan fer ekkert minnkandi, jafn- vel að aukast, og er sorglegt að vita til þess, hvað hugsunarleysið getur verið mátt- ugt vald hér á landi. Já, burtfararheimskan (Amerlkuferðirn- ar) er ekki í neinni rénun nú sem stend- ur, heldur þvert á móti eru menn hér 1 norðurhluta landsins fullir með Ameríku- sótt, sem gengur eins og geysandi pest inn á hvert einasta heimili, og »smittast« af henni fleiri og færri í flestum stöðum, Var sagt, að Sveinn Brynjólfsson, smala- maður ameríksku stjórnarinnar í norður- hluta landsins, hafi fengið 700 menn til að flytja til Ameríku næstl. vor. Hvar á þetta að lenda? Hvert stefnir þetta? Hvað fara nú þessir menn með mikla peninga út úr landinu. Óhætt er að gera fargjaldið fyrir hvern mann 130 krónur. Mun það verða um 91,000 kr., sem þessir 700 menn hafa með sér af land- inu, og svo það sem sumir eiga meira en fargjald sitt. — En þessir peningar væru nú smámunir, ef fólkið að eins væri kyrt hér, og nennti og vildi vinna fyrir fósturjörðina og sjálft sig. Líka væri þakka- vert, ef þessari peningaupphæð væri varið til þess að fara til nágrannaþjóðanna og læra þar ýmsan verknað, til gagns og frægðar fyrir land og lýð. — Skyldi þeim, sem flytja til Ameríku, aldrei detta í hug, hvaða tjón ættjörðin bíður við burtför þeirra, hvað þeir baka þeim mikla erfið- leika, sem eptir sitja, með að komast áfram, og hvað mikil heimska það er, að flytja burtu í ókunnugt land, til að berj- ast þar fyrir lífinu öllu ókunnur? Hvaða land í raun og veru ætli þeir álíti fóstur- jörð sína ? Og hversu háleitt verk vinnur sá, sem elskar fósturjörðina, sem leggur fram fé og krapta til að efla og styrkja hana, og vinna að gagni og heill þjóðar sinnar. Þeim dettur víst ekkert af þessu í hug, hugsunarleysið hefur blindað svo augu þeirra, að þeir sjá lítið í kringum sig; þeir reyna heldur ekkert að líta í kring- um sig, hugsunarleysiðhefur dáleitt þá svo mjög, að þeir sjá ekkert út frá sér, heldur stara beint út í bllinn, grillandi stundum í þetta fagra land og mikla, sem þeir hugsa að sé bústaður allra líkamlegra og andlegra gæða(!l), gleymandi öllum hér, gleymandi fósturjörð sinni, og öllum æskuvinum og æskustöðvum. I einu orði, gleymandi ís- landi og öllu, sem þar lifir, hrærist og er, gangandi út í kolsvart framtíðarmyrkur, 1) Þegar talað er um burtfararheimsku, er einungis átt við Ameríkuferðirnar. Höf. Munið eptip Kvennfélags-tombðlunni fyylr sjúkrasjóðinn 26. og 27. þ. m. i ,Iðnó*.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.