Þjóðólfur - 02.10.1903, Side 3
i59
flutningur til Genúa aukizt mjög á síðari
árum.
Þótt svona mikið flyttist til Genúa frá
Labrador síðasta ár, þá eru allar líkur til
þess, að það verði enn meira nú. Kon-
súllinn skýrir frá því, að kvartað sé um
fólksleysi á Labrador (víðar er pottur brot-
inn en hér), en það muni engin ástæða
til þess að álíta, að það Sé svo mikið
sem af sé látið, og vlst sé um það, að
mikils fisks megi vænta þaðan. Fólkið
sé vant því, að fást við fiskveiðar og vilji
það heldur en vinna að landbúnaði eða
námugrepti, og víst sé það, að fiskiveið-
ar séu þar góðar, en það sé reglan, að
fiskurinn þaðan sé sendur til Genúa, eins
og þess staðar, er geti notfært sér meira
en aðrir. Það er alveg óskiljanlegt, hvað
ítalir — 36 miljónir — geta etið mikið
af allskonar fiski, segir konsúllinn, »þv( það
sem er flutt héðan af fiski til Sviss eða
hins ítalska hluta af Austurríki er fremur
lítið, og fer eingöngu til Itala þar«.
Síðasta ár voru kaupmenn þar mjög
óheppnir, þeir keyptu fiskinn háu verði
2,40 $ fyrir enskt qvintal, en svo gátu
margir af þeim ekki selt fiskinn fyrir
meira en 1,80 $. Afleiðingin af þessu
varð sú, að margir kaupmenn þar urðu
gjaldþrota.
Það er mjög gleðilegt, að skoða skýrslu
konsúlsins yfir það, hvernig Islandsfiskur-
inn hefur verið fluttur tfl Genúa á þess-
um tíma.
2640255 kílogr., fluttbeina leiðá gufusk.
93600 — — beina leið á seglsk.
83300 — um Liverpool.
30000 — — Glasgow.
243850 — — Bergen.
343860 — með járnbr. frá Hollandi.
Fiskflutningurinn beina leið til Genúa hef-
ar aukizt nær því um helming frá því
1898, og meira en helming, ef borið er
saman við árið 1899, en þá var fiskflutn-
ingurinn raunar minni. Eigi að síður er
það sýnileg framför.
Af öllum Islandsfiskinum voru ein 300-
000 kílogr. flutt með dönsku skipi til
Genúa og 95,000 kllogr. með þýzku skipi.
Allt hitt var flutt á norskum skipum. í
skýrslu sinni lætur konsúllinn óánægju
sína í ljósi við Dani yfir því, að þeir
skuli ekki flytja fiskinn og fá þannig
vinnu og ágóða af því. Segir hann, að
»hið sameinaða« ætti að flytja hann og
safna honum saman á hinum ýmsu höfn-
um; það væri ágóði bæði fyrir landið og
félagið. Jafnframt hvetur hann til þess
að flytja hann sem mest beina leið til Genúa.
Auðséð er það, að það er ekki um skör
fram, þegar konsúllinn segir, að mikið sé
flutt af ýsu til Genúa, því nærri því þriðji
hlutinn af öllum íslandsfiskinum (1,008,-
975 kílogr.) er ýsa, samkvæmt skýrslu
konsúlsins.
Eins og áður er getið um, var ís-
landsfiskur fyrst í háu verði, en féll svo
síðar í verði. Það er seldist hæsta verði
var selt fyrir 66 líra, en vanaverðið var
52—56 lfra þar til í miðjum október, að
tvíhleðslan kom, sem áður er getið um.
Labradorfiskurinn var þá í 54 lírum (100
kílogr.), en féll niður í 43 lfra, en varð
slðan seinni hluta mánaðarins 44 líra, smá
féll svo niður í 39 líra, og var í þeim
síðari hluta desember, þá fór hann aptur
að stfga í verði og var síðast f marz í
44 lírum. Islandsfiskur féll aptur stöðugt
• í verði og var síðast í marz í 44 lírum.
Norskur firskur (Stokkfiskur) steig stöðugt
í verði. — Frá þessu verði sem talið er
hér, að fáist fyrir fiskinn dregst 4% í ómaks-
laun, auk annars kostnaðar t. d. umbúða.
íslenzkir kaupmenn og aðrir ættu að
minnast þess, er konsúllinn talar um mats-
mennina og sjálfstæði þeirra. Kaupmenn-
irnir ættu og að minnast þess meir en
þeir hafa gert almennt hingað til, að það
borgar sig að vanda vöru sína.
„Hólar“
komu austan um land 28. f. m. með
fjölda farþega, flest kaupafólk. Hafði hitt
»Ceres« á Seyðisfirði, og tók þar úr henni
póstbréf frá útlöndum, er hingað áttu að
fara.
Tíðarfar
nyrðra og eystra hefur verið mjög illt
þetta sumar, einna verst í Þingeyjarsýslu
og Norðurmúlasýslu norðanverðri og svo
í Strandasýslu, en nokkru skárra í Húna-
vatns-, Skagafjarðar- og EyjaQarðarsýslu, og
eins í Suður-Múlasýslu. Töður íÞingeyj-
arsýslu lágu t. d. óhirtar þangað til um
miðjan f. m., en fé á afréttum fennti og
náðist úr fönninni í göngum um miðjan
f. m. sumt dautt og sumt tórandi. Á
fjallvegum þar nyrðra var svo mikill snjór,
að ófært var með hesta, og niðri á Jökul-
dal var lík'i ekið til kirkjunnar á sleða,
og þar var farið á skíðum eins og um
hávetur um mánaðamótin ágúst—sept.
Sumstaðar norðan til í Strandasýslu var
að sögn engin heytugga komin í garð um
miðjan f. m.
Síldveiðar
með reknetum eru Norðmenn allmjög
farnir að stunda hér við land, ogvarbirt
hér í blaðinu í fyrra haust skýrsla um
veiðar þessar frá Falck konsúl í Stafangri.
Frá Haugasundi og höfnunum þar í grennd
hafa 35 fiskiskip verið send hingað til
lands til reknetaveiða á djúpmiðum, helzt
síldveiða. Um miðjan ágúst skýrir yfir-
konsúllinn í Kristjaníu frá því, að þá hafi
verið nýkomið gufuskip til Haugasunds
með um 2,200 tunnur af síld, er veidd
hafi verið í reknet við Island. Þó var þá ekki
byrjað á síldveiðum þessum nálægt landi,
heldur að eins á djúpmiðum. Gangi veið-
ar þessar vel í þetta sinn ersagt, að miklu
fleiri skip verði gerð út frá Noregi næsta
ár til reknetaveiða, en hingað til hefur
verið gert. Islendingar ættu ekki að láta
Norðmenn vera eina um hituna við veið-
ar þessar, eins og við hvalaveiðarnar.
Síldveiði með reknetum er svo margfallt
kostnaðarminni en hvalaveiðar, að það
ætti ekki að vera ofraun fyrir duglega út-
vegsbændur hjá oss að reyna þessa nýju
veiðiaðferð, sem lítur út fyrir að vera
mjög arðsöm.
Flothylkl
frá Baldvin-Zieglers heimskautaförinni
fannst nýlega rekið af sjó við Snartarstaða-
núp (Reistargnúp) millum Snartarstaða og
Leirhafnar á Sléttu. Á seðli, sem var í
hylkinu sást, að því hafði verið varpað
útbyrðis 24. júní f. á. á 8o° 40’ n.br. og
56° 21’ austl. lengdar. Þar er og meðal
annars getið um, að skipshöfnina vanti
hey, þurran fisk og kol, sem beðið er um
að senda svo fljótt sem unnt sé(l). Eins
og kunnugt er, kom Baldvin úr leiðangri
sínum í fyrra og þótti för hans nokkuð
snubbótt.
Ný lög.
Þessi lög frá alþingi hefur konungur
staðfest 28. ágúst:
1. Lög um samþykkt á landsreikningum
1900 og 1901.
2. Fjáraukalög 1900 og 1901.
3. Lög um breyting á gildandi ákvæðum
um almennar auglýsingar Og dóms-
málaauglýsingar.
4. Lög um stækkun verzlunarlóðarinnar
í Reykjavík.
5. Lög um breyting á 24. gr. í lögum
nm bæjarstjórn á ísafirði 8. okt. 1883.
6. Lög um breyting á konungsbréfi 3.
apríl 1844 viðvlkjandi Brúarkirkju í
Hofteigsprestakalli.
Mannalát.
Hinn 25. f. m. andaðist hér í bænum
Gísli Stefánsson kaupmaður frá
Vestmanneyjum faðir Friðriks ljósmynd-
ara, séra Jes’s í Eyvindarhólum og þeirra
fleiri systkina. Hann var son Stefáns
stúdents í Selkoti undir Eyjafjöllum Ólafs-
sonar í Selkoti Jónssonar í Selkoti Isleifs-
sonar á Lambafelli Magnússonar, en móð-
ir Stefáns stúdents í Selkoti var Guðlaug
Stefánsdóttir, prófasts í Laufási Einarsson-
ar ogJórunnarSteinsdótturbiskups á Hól-
um. — Gísli heit. var mjög áreiðanlegur
maður, góðmenni og mjög vel þokkaður
af öllum, er nánari kynni höfðu af honum.
Aðfaranóttina 28. f. m. andaðist hér í
bænum Halldór Lárusson, sonur
séra Lárusar Halldórssonar fyrv. fríkirkju-
prests og frú Kirstínar Pétursdóttur Gud-
johnsens, efnispiltur, rúmlega tvítugur.
Hann hafði kennt sér sjálfur hraðritun og
fékk styrk af þinginu 1899 og apturigoi
til að kenna hana.
Hinn 27. ágúst síðastl. andaðist Ja k o b
Jónsson trésmiður á Oddeyri tæplega
sextugur, bjó fyrrum góðu búi á Grísará
í Eyjafirði. Hann var bróðir frú Karó-
línu konu dr. Jóns Þorkelssonar landskjala-
varðar.
>Kong Inge,
kom loks af Vestfjörðum í morgun.
Hafði tafizt vegna óveðurs að sagt er. —
Ætlar að fara til útlanda í kveld.
Dáinn
er á spítalanum á Isafirði aðfaranóttina
26. f. m. séra Filippus Magnússon,
áður prestur að Stað á Reykjanesi, að eins
33 ára gamall (f. 16. júlí 1870), útskrifað-
ur úr skóla 1890, og vfgður prestur að
Stað á Reykjanesi 1895, en var vikið frá
embætti í fyrra. Hann var sonarson Ein-
ars gamla Þórðarsonar prentara.
Veðnráttnfar í Rvfk í septembor 1903,
Meðalhiti á hádegi. + 9.4 C.
—„— „ nóttu . + 4.1 »
Mestur hiti„ hádegi . + 13 >»
Minnstur — „ „ . + 5 (5-)
Mestur — „ nóttu . + 8 »
Minnstur—,, „ . +- 0 „ (io.).
Framan af mánuðinum var norðanátt,
hvass með köflum og kaldur, síðan optast
stillur og nokkur rigning; veðurblíða síðustu
dagana.
Vio—'03. J. Jónassen.
Að gefnu tilefni leyfi eg mér að
birta það hér í blaðinu fólki til leiðbein-
ingar, að samkvæmt þar um gildandi laga-
fyrirmælum eiga þeir, sem óska giptingar,
að láta hlutaðeigandi sóknarprest vita það
með nægum fyrirvara, sem eigi má vera
mjög stuttur, eptir því sem hér hagar til,
og sýna honum þau skilrfki, sem þörf er
á, og eru hin helztu þeirra þessi:
Skírnar-, fermingar- og bólusetningar-
vottorð; ennfremur vottorð hlutaðeigandi
hreppsnefndar- eða fátækranefndaroddvita
um það, að hafa eigi þegið sveitarstyrk
eptir 16 ára aldur eða vera eigi í óendur-
goldinni skuld við fátækrasjóð.
Sé þessa, sem að framan er talið, eigi
gætt og nægar upplýsingar eigi fyrir hendi,
má búast við, að giptingunni verði að
fresta fram yfir það, sem annars mundi
þörf, er opt getur verið óþægilegt fyrir
brúðhjónin.
í sambandi við þetta vil eg nota tæki-
færið til að láta menn vita, að eg á venju-
lega mjög erfitt með að gegna prestsverk-
um á laugardögum vegna undirbúningsins
undir piédikunina daginn eptir, og vil eg
því vinsamlega mælast til að prestsþjón-
ustuverka, svo sem giptingar, skírnar og
greptrunar, sé óskað á öðrum dögum en
laugardögum, nema brýna nauðsyn beri
til, og vona eg að allir nærgætnir og
sanngjarnir menn taki þessa bendingu og
ósk mína til greina.
Reykjavík 1. okt. 1903.
Jóhann Þorkelsson.
Proclama,
Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861
og lögum 12. aprfl 1878 er hér með
skorað á alla þá, er telja til skuldar í
dánarbúi Gunnlaugs Gunnlaugssonar á
Eyvindarstöðum í Bessastaðahreppi að
lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir
undirrituðum skiptaráðanda, áður en
liðnir eru sex mánuðir frá síðustu (3.)
birtingu þessarar auglýsingar.
Sýslumaðurinn í Gullbr,- og
Kjósarsýslu 15. sept. 1903.
Páll Einarsson.
UNDIRRITAÐUR tek-
nr að sér að innheimta skuldir,
auuast lántökur í bankanum, kaup og söln
á fasteignum og skipum, gera samnlngrn
og flytja mál fyrir nndirrétti.
Heima kl. 11 — 12 og 4—5.
Lækjargötu 8.
Eggert Claessen.
Cand. jur.
r
Okeypis lækning
fæst á gamla spítalanum á hverjum
þriðjudegi og fðstudegi
kl. II—12.
Lotterisedler
méð Plan tilsendes mod Forudbetaling.
Gennemgaaende Lotteriseddel 15 Kr. 10
0re. Gevinsterne tiistilles efter 0nske.
I næste Serie 118,000 Lodder, 75,000
Gevinster.
Overretsagförer Thomsen,
Kollektör for Alm dansk Vare og Indu-
strilotteri.
GI. Strand. 38,2- sai. Kabenhavn K.
Gjaldkerastaðan við holds-
veikraspftalann í Laugarnesi er laus;
ársþóknun eða laun eru 500 kr. fyrir
árið 1904 og þar eptir 300 kr. Gjald-
kerinn setur veð það, sem spítalastjórn-
in ákveður, og getur hún vikið hon-
um frá með 3 mánaða fyrirvara, en
hann getur sagt upp starfa sínum með
sama fyrirvara.
Bænarskrár, stílaðar til yfirstjórnar
spítalans í Laugarnesi, sendist undir-
skrifuðum amtmanni fyrir 1. desbr.
næstkomandi.
Reykjavík, 28. septbr. 1903.
J. Havsteen. J. Jónassen.
G. Bjórnsson.
Auglýsing
um
þinglestur kaupmála.
Á manntalsþingi Garðahrepps 2. júní
1903 var þinglesinn kaupmáli, dag-
settur 11. septbr. 1902 milli hjónanna
Jóns Þórðarsonar húsmanns í Hafnar-
firði, og konu hans Guðrúnar Magn-
úsdóttur.
Afgreiðslustofa landshöfðingja,
Reykjavík 28. septbr 1903.
Jón Magnússon.
í ágúst týndizt úr Rvík jarpur hestur
afrakaður í vor, mark: blaðstýft apt. h.
Hver, sem hittir nefndan hest er vinsam-
lega beðinn að koma honum á einhvem
þessara staða: Lækjarbotna, Kolviðar-
hól, Selfoss, Þjórsárbrú eða til mín.
Hafnarfirði 30. seþt. 1903.
Tómas Jónsson.
Singers-
Saumavélar
frá Frister & Rossmann.
Einkasölu hefur:
Sturla Jónsson.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. tkeol.
Prentsmiðja Þjóðólfs.