Þjóðólfur - 09.10.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.10.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 9. október 1903. Æ 41. Útlendar fréttir. —o--- Kaiipmnnnahöfn 26. sept. England. Nú er loks komið að því, er lengi hefur spáð verið, að breytiug er orðin á ráðaneytinu enska. Tollmálaupp- ástunga Chamberlains hefur komið svo miklum glundroða á það, að ekki var hugsanlegt, að það gæti haldizt lengi ó- breytt, þar sem svo mikill skoðanamunur ríkti í því, því að í því áttu sæti gagn- gerðir mótstöðumenn Chamberlains í toll- málapólitíkinni t. d. Ritchie fjármálaráð- herra, Hamilton lávsrður og hertoginn af Devonshire. Mönnum kom því alls ekki á óvart, að nokkur breyting mundi verða á ráðaneytinu, en menn höfðu þó búizt við, að hún mundi verða með nokkuð öðrum hætti, að annaðhvort mundi Cham- berlain fara frá eða andstæðingar hans. En nú fór svo, að bæði Chamberlain nýlendumálaráðherra og helztu andstæð- ingar hans R i t c h i e fjármálaráðherra og H a m i 11 o n lávarður Indlandsráðherra sögðu af sér stjórnarstörfum í einu 17. þ. m., og nokkrum dögum síðar einnig tveir aðrir fríverzlunarmenn Balfour ofBur- leigh lávarður og Arthur Elliot. Eru þá allir mótstöðumenn Chamberlains í ráðaneytinu, er nokkuð kvað að, farnir frá með honum, nema hertoginn af De- vonshire og furðar menn á, að hann skuli vilja verða einn eptir, þvl að það er ætl- un manna, að Chamberlain muni ráða mestu um stefnu ráðaneytisins eptir sem áður, enda benda bréf á það, er Balfour og honum fóru á milli, áður en hann fór frá, því að þar leggur hann Balfour lffs- reglurnar um, hvað honum beri að gera í tollmálapólitíkinni á meðan hann sé fjarri ráðaneytinu. Þar sem því öll líkindi eru til, að ráðaneytið syndi í kjölfari hans með því að allir andstæðingar hans eru farnir úr því að undanskildum hertogan- um af Devonshire, þá getur fráför hans ekki talizt ósigur fyrir stetnu hans, heldur jafnvel þvert á móti. Með því að vera laus við stjórnarstörfin, þykist hann geta unnið af meira kappi að því, að útbreiða stefnu sína, og nú í næsta mánuði ætlar hann að leggja í ferðalög um allt Eng- land, til þess að halda fyrirlestra um toll- málastefnu sína. Chamberlain hefur ver- ið nýlendumálaráðherra í 8 ár, frá því »tory«ar komu til valda 1895. Áður þótti nýlenduráðherrastaðan meðal hinna minni háttar embætta í ráðaneytinu, en með dugnaði sínum hefur honum tekizt að auka svo virðingu þess, að nú þykir það eitt meðal hinna helztu. Hann réð því, að ófriðurinn var hafinn í Suður-Afríku, og eptir að Salisbury lagði niður völdin, réð hann svo að segja einn öllu í ráðaneytinu. Það er ekki fullkomlega komið í kring ennþá, hverjirkomi f stað þeirra ráðherra, sem frá fara. Einungis hefur það frétzt, að sonur Chamberlains, Austen Chamber- lain, er áður var póstmálaráðherra verði fjármálaráðherra, Selborne lávarður flota- málaráðherra verði nýlendumálaráðherra og Brodrick hermálaráðherra verði Ind- landsráðherra. Á þingi, sem verkmannafélögin ensku héldu í Leicester um miðjan þ. m. urðu nokkrar umræður um tollmálapólitík Cham- berlains, Fúndur þessi samþykkti með öllum atkv. nema tveim (458) fundará- lyktun, er taldi tollmálastefnu Chamber- lains skaðlega, og hvatti verkamenn Eng- lands að gæta þess, að vernda fríverzlun- ina. Þessi yfirlýsing frá verkmannalýðn- um gegn tollpólitík Chamberlains, er ó- neitanlega mjög bagaleg fyrir hana, en _ hann heldur sínu stryki áfram og kærir sig ekki um hvað hver segir. Það, sem Chamberlain fer fram á (eptir því sem Daily Chronicle skýrir frá) við kjós- endurna í haust, er að leggja 4 sh. toll á korn, sem flutt er inn frá öðrum ríkj- um, 5% toll á kjöt og mjólkurbúsafurðir og ófullunnar vörur og 10% á fullunnar vörur. Aptur á móti vill hann afnema toll á te, kaffi, sykri, kakao og þurkuð- um ávöxtum, og til þess að vinna verk- mennina vill hann láta stofna sérstakt vinnumálaráðaneyti. Balkanskagi. Útlitið á Balkanskagan- um er ófriðlegra nú, en það hefurnoklcru sinni verið upp á síðkastið. Það er svo að sjá, sem Búlgaría sé komin á fremsta hlunn með að segja Tyrklandi stríð á hendur, til þess að hjálpa frændum sín- um í Makedóníu. Að minnsta kosti er þar herbúnaður mikill. Tyrkland býr einn- ig hersinn í mesta ákafa. Stórveldin gera það sem þau geta, til þess að afstýra ó- friði, og hafa sent Búlgarafursta tilkynn- ingu um, að hann þurfi ekki að vænta neins styrks hjá þeim. Það er því mjög mikil tvísýni á því, hvort gerandi sé fyr- ir Búlgaríu að leggja út 1 ófriðinn ei að síður, og mest líkindi eru jafnvel til, að Tyrkir mundu að lokum hlutskarpári, ef engir aðrir legðu neitt til málanna. En það er svo mikill vígamóður kominn í Búlgara, að óvíst er, hvort furstinn getur við ráðið, jafnvel þótt hann vildi koma í veg fyrir stríðið. Rússa- og Austurrík- isstjórnir hafa því þótzt þurfa að taka duglega í taumana, og sendu í fyrradag boðskap til Tyrkja og Búlgaríustjómar fyr- ir hönd stórveldanna. Kveðjast þau skuli sjá um, að engin breyting verði gerð á hinni núverandi ríkjaskipun á Balkanskag- anum, ef til ófriðar komi, hvernig sem stríðinu lykti, eða með öðrum orðum, þau ætla að sjá til þess, að stríðið verði al- veg árangurslaust. Uppreisnin í Makedóníu geisar ákaft, daglega berast fregnir um stærri eða smærri orustur. Gengur uppreisnarmönnum held- ur miður í Monastir, en aptur á móti eykst mjög uppreisnin í Strumada. Tyrkir hafa nú um 185 þús. manns í Makedóníu og búast að auka herflotann þar enn meir. Tyrkir fara fram með allmik- illi grimmd. Þannig er þess t. d. getið, að tyrkneskir hermenn lokkuðu Grikki, þá er bjuggu 1 bænum Evkarion til þess að- fara út úr bænum, því að þeir ætluðu að leggja hann í eyði, en er Grikkir voru komnir út fyrir bæinn, voru þeir allir höggnir niður sem hráviði af Tyrkjum, og þar á meðal erkibiskup þeirra. Þessi grimmd er því óskiljanlegri, sem Grikkja- stjórn er heldur hlynnt Tyrkjum og allmikið af Grikkjum frá Litlu-Asfu hafa komið til Konstantínópel og ætluðu að gerast sjálf- boðaliðar, en patríarkinn leyfði þeim ekki að berjast með Múhameðstrúarmönnum, svo að þeir hafa orðið að hætta við á- form sitt. Margir bæir og þorp eru eyði- lögð. Þannig brenndu Tyrkir fyrir skömmu bæinn Castoria, er hefur 20 þús. íbúa. Fregnir hafa borizt um, að Serbía muni jafnvel ætla að ganga í lið með Búlgaríu, til að hefja ófrið gegn Tyrkjum, en það er þó borið til baka aptur. Reyndar væri það ekki ósennilegt, að konungur vildi 'reyna með ófriði út á við, að fá hernum annað verkefni en samsæri og svikráð inn- byrðis. Eins og getið mun hafa verið áð- ur, vill mikill hluti herforingjanna víkja öllum þeim herforingjum, sem tóku þátt í samsærinu gegn Alexander konungi úr hernum, en með því að samsærismenn eru mjög nákomnir stjórninni, (2 af ráð- herrunum, Maschin og Gentsjitsj, tóku þátt í samsærinu), hafa nokkrir herforingj- ar, sem samið höfðu ávarp þessa efnis, verið settir í fangelsi í Niscþ, og eiga þeir að dæmast fyrir tiltækið af herrétti. Yms- um hefur verið vikið úr hernum vegna þess, að þeir eru mótstöðumenn konungs- morðingjanna. Eru ákafar æsingar út úr þessu meðal manna á báðar hliðar. Þann- ig hefur orðið uppvís ráðagerð um, að frelsa herforingjana, er sitja fangaðir í kastalanum í Nisch, setja þá yfir herinn og drepa alla samsærismennina, sem riðn- ir voru við konungsmorðið 'n. júr.í. Þar sem svona er ástatt á konungur erfitt að- stöðu. Síðustu fregnir segja þó, að nokk- uð sé farið að kyrrast þar, eptir að Mistitsj, einn af samsærismönnunum, sem mestu réð um embættisveitingar í hernum er far- inn frá og orðinn kennari við herskólann, en Pétur konungur hefur tekizt á hendur, að veita sjálfur öll embætti í hernum.— Ráðaneytið hefur sagt af sér, en heldur þó völdum þangað til þingið kemursam- an 28. þ. m. Ung-verjaland. Þess hefur verið get- ið í Þjóðólfi í sumar, að ráðaneytið Khuen Hedervary hefði fengið lausn. En það hefur ekki tekizt að mynda annað ráða- neyti í staðinn og Khuen hefur því stýrt ríkinu til bráðabirgða, þangað til nú loks að konungur hefur falið honum að mynda aptur nýtt ráðaneyti. Þennan tíma, sem engin lögleg stjórn hefur verið í Ungverja- landi, hefur auðvitað allt löggjafarstarfið staðið í stað. Orsökin til alls þessa ó- stands er sú, að flokkur sá í ungverska þinginu, er kallast »sjálfstæðisflokkurinn« undir stjórn Franz Kossuth’s hefurkrafizt þess, að herinn ungverski yrði gerður þjóð- legri, ungverska yrði einungis notuð við herskipanir o. s. frv., og tilþess að koma þessu fram, hefur flokkurinn bundizt sam- tökum um að hindra það, að önnur mál næðu fram að ganga, þangað til þeir hefðu sitt mál fram. 17. þ. m. gaf konungur út boðskap til hersins, þar sem hann kveðst fyrir engan mun láta undan kröfunni um sérstakan ungverskan þjóðher. Þetta vakti megna gremju meðal allra Ungverja, og kváðu þeir það brot á stjórnarskránni, að konungur gæfi út slíkan boðskap, án ráð- herraundirskriptar. Síðustu fregnir segja þó, að menn séu farnir að sefast, með því að konungur hefur látið í ljósi, að það hafi alls ekki verið meiningin með boð- skapnum, að brjóta lög á Ungverjum. Þýzkaland. Jafnaðarmenn (sósíalistar) á Þýzkalandi héldu þingí Dresden 14.— 20. þ. m. Urðu þar allharðar umræður, sem blöðin hafa gefið útdrátt af, ogsýna þær Ijóslega, hvíllkur skoðanamunur ríkir í flokknum, milli hinna svæsnari jafnaðar- manna undir forustu Bebels, er ekki vilja neina samvinnu við aðra flokka, heldur segja jafnt öllum flokkum, sem halda fram hinni núverandi þjóðfélagsskipun, stríð á hendur, og hinna gætnari undir forustu Vollmars, er vilja koma á samvinnu við hina frjálslyndari flokka, til þess að reyna að ná slnum málum fram smátt og smátt á þann hátt. Meðal annars kom til um- ræðu á fundinum, hvort jafnaðarmönnum væri leyfilegt, að skrifa í blöð annara flokka, og varð það ofan á, að það gæti ekki álitizt tilhlýðilegt. Þá urðu einnig miklar umræður um, hvort jafnaðarmenn ættu að koma manni úr sínum flokki að sem varaforseta í þinginu. Hingað til hafa þeir ekki viljað skipa það sæti vegna þess, að það er tízka, að varaforsetarnir heim- sæki keisarann og sýni honum hylli sína á þann hátt, en þetta telja hinir svæsnari jafnaðarmenn sér ósamboðið. Hinirgætn- ari vilja aptur á móti ekki, að flokkurinn setji sig úr færi að ná meiri áhrifum í þinginu vegna slíkrar þýðingarlausrar tízku, og segja, að jafnaðarmaðurinn geti verið eins góður jafnaðarmaður eptirsem áður, þótt hann uppfylli slíka þýðingarlausa skyldu, er fylgir embættinu. I þessu máli reyndu þeir aðallega með sér, Bebel og Vollmar, og héldu báðir langar ræður. Hinir gætnari jafnaðarmenn voru 1 minni hluta á fundi þessum, en þeir sýndu þó ljóslega, að ýmsir menn flokksins eru farn- ir að una illa einræði Bebels og ófrjáls- lyndi fylgifiska hans, er vilja hepta svo skoðanafrelsi flokksbræðra sinna, að þeir þola ekki að menn láti f Ijósi aðrar skoð- anir, en þær sem eru fyrir«krifaðar af for- ingjunum. Panamaskurðnrinn. Öldungadeildþings- ins í Columbia hefur sett upp slík skil- yrði fyrir samþykki sínu í samningunum við Bandarlkin um lagningu Panamaskurð- arins, að Bandaríkin þykjast ekki geta gengið að þeim. Roosevelt forseti er þó staðráðinn í, að láta framkvæma verkið eigi að síður. Menn álíta Uklegt, að upp- reisn muni verða í Columbia, ef samning- unum verður hafnað. Ráðherra í Chile, Herbero, er á ferða- lagi um þessar mundir, til þess að vinna lýðveldin í Suður-Amerlku, til þess að slá sér saman og mynda bandaríki í líkingu við Bandaríkin í Norður-Ameríku og ætla menn, að tregða öldungadeildarinnar að samþykkja samninginn, sé sprottinn af þeim ástæðum, því að þá er auðvitað til- ætlunin, að Bandaríki Suður-Ameríku grafi skurðinn. _______________ Nýi bankinn, er svo lengi var vonargripur, er nú loks væntanlegur. Þeim Warburg hafði ekki tekizt að safna nægu fé til þessarar stofn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.