Þjóðólfur - 09.10.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.10.1903, Blaðsíða 3
i63 VERZLUNIN „GODTHAAB" hefur einkaútsölu á ofnutn, eldavélum og öðru steypigóssi frá hinni alþekktu, vönduðu verksmiðju í Danmörku »M. P. Allerups Eftjigr.i. í Odense. Verk- smiðja þessi hefur hlotið 36 helðuPSVerðlaiin fyrir vandaðar vörur, og virðist það vera fullnægjandi trygging fyrir því, að iðnaður hennar sé vel af hendi leystur, enda hefur hann reynzt svo hér. StÓPt upplag er ætíð fyrir hendi til að velja úr, og þar eð verð- ið hefur sýnt sig að vera langt fyrir neðan samskonar varning hjá öðrum, er full ástæða til þess að mæla með þessari verksmiðju. Sérstaklega skal eg leyfa mér að mæla með hinum nýju »mag'a.SÍn«-eldavéIum, sem nú er búið að reyna hér í eitt ár, og hafa áunnið sér bezta orð. Vélarþess- ar eru búnar til eptir minni fyrirsögn, og fullnægja öllum þeim skilyrðum, sem útheimtast í venjulegum húsum hér, nfl. 3 potthol, þar af eitt mjög stórt, stór, steyptur bökunarofn og vatnsketill. Verðið á þessum ágætu vélum er að eins 35 og 40 kr. og getur því engin samkeppni náð til þeirra. Virðingarfyllst. Thor Jensen. Yílrlýsing. Vér undirritaðir búendur í Fljótshlíðar- hreppi, sem viðstaddir voruni á fundinum ! Teigi 14. apríl þ. á., lýsum því hér með yf- ir, að bréfkafli sá um fund þennan, sem birt- ist í 25. tölublaði ísafoldar þ. á. er hvorki saminn af oss né heldur er sannleikanum samkvæmur. Að því leyti, sem þingmennsku-framboð landshöfðingja M. Stephensens kom til um- ræðu á téðum fundi, þá bar að vísu séra Eggert Pálsson af sér þá aðdróttun Tóm- asar hreppstj. á Barkarstöðum, að hann hefði fyrstur manna knúð eða komið lands- höfðingja til að bjóða sig fram til þings fyrir Rangárvallasýslu. Og þessa neitun sína rök- studdi prestur með því, að, áður en hann hefði nokkurt tal átt við landshöfðingja við- víkjandi þingmennsku, hefði það verið kom- ið í almæli í Reykjavík, að landshöfðingi mundi taka á móti áskorun til þingmennsku fyrir Rangárvallasýslu, enda vissi Tómas það, og hefði kvartað undan því, að Árni rakari Nikúlásson hefði snemma gert sér mikið far um, að halda því á lopti bæði við Reyk- víkinga og Rangæinga. En hitt, sem stendur ! nefndum bréfkafla, að hr. Árni Nikulásson hefði fyrstur átt upp- tökin að framboði landshöfðingja, heyrðum vér hvorki séra Eggert segja né gefa í skyn. Fljótshlíðarhreppi 19. sept. 1903. Steinn Magnússon (bóndi í Bjargarkoti). Sig- urður Einarsson (Sámsstöðum). Jón Guð- mundsson (Torfastöðum). Oddur ívarsson (Ormskoti). Árni Árnason (Sámsst.). Hall- dór Ólafsson (Kotmúla). Ingvar Sveinsson (Háakoti). Ólafur Jónsson (Hellishólum). Jón Bergsteinsson (Torfastöðum). Guðni Kr. Guðnason (Torfast.). Jens Guðnason (Árna- gerði). Ólafur Pálsson (Hlíðarendakoti). Er- lendur Erlendsson (Hlíðarenda). Jón Sveins- son (Kirkjulæk). Guðmundur Guðmundss. (Teigi). Nikulás Þórðarson (kennari). Teit- ur Ólafsson (Grjótá). Sigurður Bárðarson (Kirkjulæk). Markús Gíslason (Valstrítu) Þórður Guðmundsson (Lambalæk). Gouda-osturinn nafnfrœgi, er og verður ljúffengastur og lang-ódýrastur í verzluninni ,Godthaabh EPLI og VÍNBER góð og ódýr í verzluninni ,Godthaab‘. Proclama. Hér með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878, og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla, er telja til skulda í dán- arbúi Þorsteins sál. Ólafssonar frá Búð- arhólshjáleigu, er drukknaði í Vest- manneyjum 22. júní þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undir- rituðum skiptaráðendum, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu aug- lýsingar þessarar. Einnig aðvarast aliir þeir, er skulda téðu dánarbúi, að gefa sig fram innan sama tíma. Hlíðarendakoti í Fljótshlíð 1. okt. 1903. Fyrir hönd myndugra erfingja Sigurþór Ólafsson, Ólafur Ólafsson. ...... Til almennings! Ullarsendingum til tóvinnuvél- anna við Reykjafoss í ölfusi veitir móttöku ( Reykjavík hr. kaupm. Bjöpn Kristjánsson, (Vesturgötu 3). Sendingarnar verða að vera vel merktar. Non plus ultra. Margarine hvergi eins ódýrt eptir gœðwn og í verzluninni ,Godthaab‘. T. d. merkið „króna“ á 35 aura pundið í 25 pd. dunkum. — „örrr" „ 40 „ — - „ „-------- — „stjarna" frá Álaborg á 42 aura pd. í 25 pd. dunkum. — do. „ do. „ 45 — „ - 10 „---------- Þetta gæðaverð að eins meðan bipgðip endast. $0$ Notið því tækifærið. 4!» V Thor Jensen, Agentur geta reglusamir og áreiðanlegir menn fengið víðsvegar um land, fyrir útlenda klæðaverksmiðju. Bezt er að þeir séu búsettir á þeim stöðum, er póstskipin koma við á, eða eru greiðar samgöng- ur frá til Rvíkur. Rífleg ómakslaun í boði. Þeir, sem verða teknir fá allar upp- lýsingar með fyrstu ferð. Þeir, sem sækja vilja um þennan starfa, sendi umsóknir sínar — helzt studdar með- mælum — fyrir nóvbr.m.lok á skrif- stofu Þjóðólfs, merkt: AgentllP 1001- Á síðastliðnum vetri hefur rekið á Hólkotsijöru í Staðarsveit innan Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu bugspjót (klífurbóma) úr furu, 19 álnir á lengd, 4. áln. af lengd þess er tréð ferstrent, en hitt sívalt; í mjórri endann er högg- ið gat, á lengd x!i alin. Að öðru leyti er tré þetta ómerkt. Hér með er skorað á eigendur vog- reks þessa, að segja til sín innan árs og dags frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar, og sanna fyrir undirskrif- uðum amtmanni heimildir sínar til þess, og taka við því eða andvirði þess, að frádregnum kostnaði og bjarglaunum. Skrifstofu Suður- og Vesturamtanna. Reykjavík 1. október 1903. J. Havsteen. 0 55 53 | I"8 Z ■n »h oi C 04) E V) C cd & •• "C *0 CTv C Ö4) Ko §& g & SA 1 xd u ? 40 j c 'S SoÚh •I '+J ", ^ 8 8_£ rC N o 1 1 l 6 S bfi 3 £ C — O ■ — Cfi J2 Ji -C «> ja b Á3 5 « &°._ I o b4)T3 bfiTJ rt I ^ . 'rt’® « O'IOCT' CXctJ o . v bfi h <u bo r: XXXX"rt S3 ! c .5 A CÍ 5- * o ^ 40 9 •'Æ í? 1 1 ONH bf g ►H C ^ c > 3 m 'Z' 2 Sd 'J3 c 3 O I/) N cd 40 N P. 3 c > c -9 cfi nj -C 't? « cd W C ^ bo — O . TJ . C <D 2 C C T3 <D >- C § >. c a) 'C rc c dz * C 5*^ >-. > B :0 3 £ S ~ - 2 íoE'SS 5 3- H «1 r c ,c; <v tfi .H 3 <2 S <V Oh <fi T3 br- — 1 s’S a«g'B ___ H-i, r". r* J. fl) 2 A H H 10 í I S. C CtJ c ^ <5 Ja w c ^ qj 'O rt xtJ -*-» S-c EÍTSSj c __rt £ £ K O M I Ð ullarsendingum ykkar til Egils Eyjólfs- sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið svo tauanna eptir c. 2 mánuði, líka geta menn fengið tauin um leið og sendingin er afhent. Ætfð nægar birgðir af tannm fyrirliggjandi. Afgreiðslan á Laugavegi 24. Virðingarfyllst. E. Eyjólfsson. Proclama. Með því að J. P. Bjarnasen kaup- maður hér í bænum hefur framselt bú sitt til opinberrar skiptameðferðar sem þrotabú, er hér með samkvæmt skipta- lögunum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861, skorað á alla þá, ’ sem telja til skuldar hjá nefndum kaup- manni, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykja- vík innan 12 mánaða frá síðustu birt- ingu þessarar innköllunar. Skiptafund- ur verður haldinn í búinu mánudaginn 26. þ. m. kl. 12 á hád. á bæjarþing- stofunni, til ályktunar um ráðstöfun á eigum búsins, skipun ráðsmanns o. fl. Bæjarfógetinn í Reykjavík 7. október 1903. Halldór Danielsson. HÉR með auglýsist, að eg opna aptur Iiósmyndaverkstofu mína í Reykjavík, seint í október þ. á. með nýjum vinnukröptum og ný]u verði á myndunum, og miklu fullkomnari verkfærum en áður. Virðingarfyllst. p. t. Kaupmannahöfn 26. sept. 1903. P. Bpynjólfsson. Undirskrifaður hefur til sölu eins og að undanförnu allskonar sögubækur, eldri og yngri, þar á meðal það sem út er KÓtnið af íslendingasögunum, mörg eint. af flestum, kvæðabækur eptir flest yngri skáldin síðan 1884, þar á meðal hina nýútkomnu endurbættu útgáfu af Ijóðmælum séra Matthíasar Jochumssonar, skáldsögur eptir eldri og yngri skáidin, t. d. »Pilt og stúlku«, sögur Einars Bene- diktssonar o. fl. Og nú síðast er komin nýútgefin bók epfir Jón Jónsson sagnfræð- ing, er heitir »íslenzkt þjóðerni«, og er bók sú að áliti allra söguvina, sem hana hafa lesið, þess verð, að komast inn á sem flest heimili, því bókin er að dómi þeirra hið skemmtilegasta, fróðlegasta og sannasta ritverk, sem komið hefur út á síðari tímum og fjallað hefur um þjóðerni vort og söguviðburði. — Það þarf ekki að taka fram, að æfinlega eru til nægar birgðir af allskonar guðs- orðabókum, stafrofskverum og ýmsum öðrum fræðslubókum fyrir yngri og eldri. Afgreiðsla bókanna fer fram í Tryggva- skála undir umsjón Þorfinns Jónssonar. Selfossi 5. október 1903. Símon Jónsson. Þakkarávarp. Þegar sveit vor varð, vorið 1901, fyrir því voðatjóni, að missa fjölda af duglegum mönn- um í sjóinn, sem eptirskildu heimili, konur og börn, ekki að eins munaðarlaus, heldur og f sárri fátækt, þá urðu mavgir til þess að veita drengilega og fljóta hjálp með peninga- gjöfum og öðru, er nam miklu fé, svo að það varð ekki að eins til hjálpar og hugg- unar hinum fátæku syrgjendum, heldur bjarg- aði einnig sveitarfélaginu frá voða, og síðan hafa einnig allt til þessa borizt gjafir að, sem komið hafa í góðar þarfir. Fyrir alla þessa drengilegu hjálp, viljum vér fyrir hönd og í umboði þiggjendanna og einnig fyrir hönd allrar sveitarinnar, þakka hinum veg- lyndu gefendum og biðja guð að launa, hann, sem einn hefur talið öll þau tár, sem hafa verið þerruð með þessum gjöfum, og séð allar þær áhyggjur, sem létt hafa af með þeim. Austur-Eyjafjallahreppi, 27. sept. 1903. Hreppsnefndin. Kvennúr með kadmannsfesti hefur tapazt frá Péturs Hjaltestedshúsi vestur í Hlíðarhúsasand. Finnandi skili á afgr.stofu Þjóðólfs gegn fundarlaunum. Fundizt hafá peningar á heimili und- irritaðs. Réttur eigandi gefi sig fram. Jón Ögmundsson á Vorsabæ í Ölfusi. Hjólhestur, svo að segja nýr, fæst til kaups með niðursettu verði. Ritstjóri vísar á. Proclama. Með því að Einar Einarsson, er dval- ið hefur í Hofsós hér í sýslu síðast- liðið ár, hefur framselt bú sitt til gjald- þrotaskipta, er hér með sarnkv. lögum 12. apr. 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er til skuldar telja hjá honum, að lýsa kröfum sín- um og færa sönnur á þær fyrir skipta- ráðandanum hér i sýslu áður enliðnir eru 6 mánuðir frá birtingu þessarar innköllunar. Skrifst. Skagafjarðarsýslu 24. sept. 1903. Eggert Briem.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.