Þjóðólfur - 09.10.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.10.1903, Blaðsíða 2
IÖ2 unar, svo að þeir urðu að afsala sérrétti sínum til félags, er 25. f. m. skrifaði sig fyrir stofnfjárupphæðinni, 2 miljónum króna, og er bankinn með því stofnaður, þ. e. ráðherrann hefur tekið það gilt, þótt ekki væri bankinn þá stofnsettur hér á landi. í þessu nýja félagi, er tekið hefur bankastofnun þessa að sér, eru aðal mátt- arstólparnir: Prívatbankinn í Kaupm.höín, »central«bankinn norski í Kristjaníuog víxl- araverzlunarhúsið Rubin & Bing í Kaupm,- höfn, bæði fyrir eiginn reikning og fyrir hönd útlendra banka. Ekkert vita menn með vissu, hvenær farið verður að setja bankann á laggirnar hér, en sjálf- sagt dregst það ekki lengi úr þessu, það koma eflaust einhverjir umboðsmenn frá þessu nýja félagi með næstu ferðum hing- að. »Politiken« telur sennilegt, að Ludvig Arntzen muni verða riðinn við stjórn bankans, þvf að hann hafi haftsvomikið erfiði af þessu máli. Jafnframt getur blað- ið þess, að bankastjórinn verði danskur, en íslenzkur maður settur samhliða hon- um til eptirlits. Þannig er þá máli þessu komið, og má telja vonum framar hafa úr því rætzt, eptir því sern áhorfðist. Aðal- atriðið er og verður það, að augu þjóðarinnar opnuðust þó loks fyrir því, að óhæfa væri að afhenda landsbankann erlendum mönnum með húð og hári. Með því að landsbankinn fékk að lifa er siglt fyrir það sker, að minnsta kosti fyrst um sinn og vonandi um langan aldur, að fjármál vor komist að öllu í hendur út- lends auðvalds. Það er gott, að bankar þessir báðir fái að spreyta sig og sýna, hverju þeir geti áorkað landinu til við- reisnar. Heide, forstjóri Privatbankans, er mun vera höfuðsmaður í þessu banka- félagi, er maður framgjarn, áhugamikill og ódeigur, og má því vænta, að þessi nýi banki verði tilþrifameiri og fram- kvæmdarsamari í höndum þessa félags, en hann hefði orðið hjá þeim Warburg, og er þess sízt að sakna, þótt þeir séu nú »út úr spilinu« að mestu eða öllu leyti, og þar af leiðandi þeir menn, er mestar höfðu gert sér vonirnar um per- sónulegan hagnað við þessa bankastofnun, því að auðvitað tekur þetta nýja félag þá eina f þjónustu bankans, er það hefur bezt traust til, en fer alls ekki eptir því, hverjir mest hafa sleikt sig upp við Warburg. Nú ríður á að landsmenn kunni að hagnýta sér vel þessa nýju peningastofn- un, svo að hún geti orðið lyptistöng til fram- fara, og'þjóð vorri til sannra þrifa, því að hún getur orðið það, ef skynsamlega er að farið og»stjórn bankans verður starfi sínu vaxin, sem vænta má. Svo framar- lega sem landsbankanum verður ekki hnekkt, mun heimastjórnarflokkurinn, eins og hann tók skýrt. fram í stefnuskrá sinni 25. ágúst f. á., alls ekkert amast við nýja bankanum, heldur styðja hann til allra góðra og þarflegra framkvæmda. Verðlaun úr Ræktunarsjóðnum, í þetta skipti hefur verið úthlutað alls 4,375 kr. úr Ræktunarsjóði íslands til verð- launa handa 65 bændum fyrir unnar jarða- bsetur á síðastl. 5 árum. Landshöfðingi veitir verðlaunin eptir tillögum Búnaðar- félags Islands. En þessir hafa fengið verðlaunin : 200 kr. Björn Þorláksson, prestur á Dvergasteini í Seyðisfirði. 160 lcr. Ágúst Helgason í Birtinga- holti f Árnessýslu, Guðm. Þorbjarnar- son á Hvoli f Vestur-Skaftafellss., Helgi Þórarinsson Þykkvabæ í sömu sýslu, Vil- hjálmur Bjarnarson á Rauðará við Reykja- vík, Þorsteinn Jónsson, kaupm. í Vík. ÍOO kr. Eggert Finnsson á Með- alfelli í Kjós, Guðm. Sveinbjarnarson á Valdastöðum í Kjós, Jón Tómasson á Hjarðarholti í Borgarfirði. 76 kr. Eggert Sigurðsson, Kvíum í Mýrasýslu, Gísli Einarsson á Ásum í Árnessýslu, Guðni Guðmundsson á Skækli í Rangárvallasýslu, Hannes Magnússon í Stóru-Sandvík í Árnessýslu, Helgi Árna- son prestur í Olafsvík í Snæfellsnessýslu, Jóhannes Einarsson á Ormsstöðum í Ár- nessýslu, Ólafur Eggertsson á Valshamrií Barðastrandarsýslu, Ólafur Jónsson íReykj- arfirði í Isafjarðarsýslu, Sigurður Jóhannes- sson í Strandarhjáleigu í Rangárvallas., Sigurður Sigurðsson á Víðivöllum í Skaga- fjarðarsýslu, Tryggvi Bjarnason í Kot- hvammi í Húnavatnss., Vilhjálmur Árna- son á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, Þorgils Sigurðsson á Kleifárvöllum í Snæfellsnes- sýslu. 60 kr. Árni Högnason á Görðum, Sigurður Pétursson á Hörgslandi, Þórar- inn Sigurðsson í Stórulág, allir í Skapta- fellssýslum; Arnór Einarsson í Teigi, Ein- ar Árnason í Miðey, Einar Ólafsson í Stórumörk, Guðm. Guðmundsson í Teigi, Jakob Ólafsson í Deild, Kristján Jóns- son á Árgilsstöðum, Kristófer Þorleifsson í Stóradal, Magnús Magnússon í Búðar- hólshjáleigu, Sæmundur Oddsson íLanga- gerði, Vigfús Bergsteinsson á Brúnum, allir í Rangár-vallasýslu; Jón Bergsson í Skálholti, Eggert Einarsson í Vaðnesi, Guðm. Guðmundsson í Hróarsholti, Gunnl. Þorsteinsson á Kiðjabergi, Jón Sigurðsson í Syðri-Gróf, Jón Sveinbjamarson á Bílds- felli, Magnús Guðmundsson í Haga, Magn- ús Magnússon á Laugarvatni, Sigmundur Jónsson á Vatnsenda, Símon Jónsson á Selfossi, Steinþór Einksson á Arnarhóli, Þorvarður Jónsson í Meðalholtum, allir í Árnessýslu; Guðm. Sigurðsson á Möðru- völlum í Kjós, Böðvar Sigurðsson í Voga- tungu, Einar Magnússon á Steindórsstöð- um, Guðm. Helgason prófastur í Reyk- holti, Hannes Magnússon í Deildartungu, Jón Sigurðsson í Kalastaðakoti, Ólafur Davíðsson á Þorgautstöðum, Þorsteinn Magnússon á Húsafelli, Þorvaldur Stefáns- son á Norður-Reykjum, allir í Borgarfirði; Jón Jónsson á Valshamri, Jónas Sigurðs- son á Helgafelli. báðir í Snæfellsnessýslu; Jens Jónsson á Hóli, Jón Óli Árnason á Giljalandi, báðir í Dalasýslu; Ásgeir Guð- mundsson á Arngerðareyri í Isafjarðar- sýsln, Guðm. Bárðarson í Bæ, Jón Þórð- arson á Stóra-Fjarðarhorni, báðir í Stranda- sýslu; Baldvin Benediktsson á Þorgerð- arstöðum 1 Norður-Múlasýslu; Gísli Hjálm- arson á Nesi í Suður-Múlasýslu. Óviðurkvœmllegar getsakir eru það, sem danska blaðið »Politiken« flytur 26. f. m. í garð Tryggva Gunnars- sOnar bankastjóra, um leið og það getur um bankastofnunina nýju. Einhver óvin- ur bankastjórans og landsbankans hefur sagt blaðinu, að pólitisk hlutdrægni hefði komið fram í stjórn landsbankans, og að Tr. G. léti sér fyrst og fremst annt um að vita, hverja pólitiska skoðun kaupmað- ur(!) sá hefði, er sækti um lán í bankan- um. Og blaðið segir ennfremur, að það hafi hingað til verið mun auðveldara að fá peninga í landsbankanum, ef menn greiddu atkvæði til þingkosninga, eins og Tr. G. vildi, heldur en ef menn greiddu þeim flokknum atkvæði, er Tr. G. berðist á móti. Reyndar þykist blaðið breiða yfir þetta, með því að segja eins og kjapta- kindurnar, að það ábyrgist ekki, að þetta sé rétt hermt. Eins og menn sjá, er þetta ekkert annað en uppsuðu-rógur héðan að heiman, lapinn í blaðið af einhverjum Is- lendingi, sem hefur verið í nöp við bank- ann eða bankastjóra. En hvað sem ann- ars má segja um bankastjórn Tr. Gunn- arssonar og hversu margt sem að henni mætti finna, þá verður honum alls ekki borið á brýn, að hann hafi sýnt pólitiska hlutdrægni í lánveitingum. Því fér harla fjarri. »Politiken« hefði átt að vera svo vönd að virðingu sinni, að leita sér áreið- anlegri upplýsinga, áður en hún fór að flytja þessar óviðurkvæmilegu getsakir, svona út í loptið. En síðan Hörups missti við, hefur blaðinu farið mjög hnignandi, og er nú orðið áhrifalítið að sögn, enda hefur það nú misst flesta hina beztu sam- verkamenn sína. Mannalát. Hinn 2. þ. m. andaðist hér í bænum frú Kristín Einarsdóttir kona séra Jóhanns Þorkelssonar dómkirkjuprests, 53 ára göniul (f. 4. júlí 1850), giptist 15. júní 1878. Lifa 5 börn þeirra hjóna: Guð- mundur og Vernharður stúdentar við há- skólann, Guðríður, Þuríður og Jóhann. Frú Kristín varhálfsystir(sammæðra) Björns Péturssonar Hjaltesteds járnsmiðs og ólst að nokkru leyti upp hjá honum. Hún átti við langvinnt og þungt heilsuleysi að strlða allan síðari hluta æfinnar. Sama dag andaðist hér 1 bænum Gróa Oddsdóttir ekkja Sigurðar Ara- sonar, er lengi bjó í Þerney (-j- 1877), 82 ára gömul. Af dætrum þeirra hjóna eru 2 giptar, Ingibjörg, kona séra Árna Þor- steinssonar á Kálfatjörn og Guðrún í Ameríku, kona Helga Helgasonar fyrrum kaupm. hér í bæ. undanfarna daga. Verð á kjötinu 18—22 a. pd., gærur 22 a. pd., mör 25 a. pd. Veðurátta hefur verið einmuna góð, það sem af er þ. m., stöðugt þurviðri og stillur. Má heita, að samfelld ágætistlð hafi verið hér á Suðurlandi allt sumarið frá byrjun, að undanskildum nokkrum rigningardögum í f. m. Þykjast elztu menn ekki muna jafngóða tíð um jafnlangt skeið í senn. Jarðarför frá Kristfnar Einarsdóttnr fer fram þriðjudaginn 13. þ. m. og byrjar á liádegi heima. Lotterisedler með Plan tilsendes mod Forudbetaling. Gennemgaaende Lotteriseddel 15 Kr. 10 0re. Gevinsterne tilstilles efter 0nske. I næste Serie 118,000 Lodder, 75,000 Gevinster. Overretsagförer Thomsen, Kollektör for Alm dansk Vare og Indu- strilotteri. Gl. Strand. 38,2. Sai. Kebenhavn K. Hinn 24. f. m. andaðist á spítalanum á Akureyri ekkjufrú Kristín Gud- mundsson, systir Franz Siemsens f. sýslumanns og þeirra systkina. Hún var gipt Sveini Guðmundssyni kaupmanni frá Búðum, sem látinn er fyrir mörgum ár- um. Dætur þeirra hjóna eru: Sigríður, kona Jakobs Björnssonar kaupmanns á Svalbarðseyri og Steinunn, kona Bjarna Sæmundssonar kennara við latfnuskólann. Frú Kristín mun hafa verið koinin á sjö- tugsaldur. Póstskiplð „Laura'* kom hér snemma morguns 5. þ. m. og fátt farþega með henni. Frá Amerlku komu 2 Islendingar, Guðmundur Hjartar- son frá Austurhlíð í Biskupstungum, er vestur fór fyrir 3 árum, líklega alkominn hingað og Jón Tryggvi Jónsson frá Bjargi í Miðfirði, líklega snöggva ferð til að finna skyldfólk sitt nyrðra, hefur verið við gullgröpt í Klondyke að sögn, og gera menn hér sér því mjög háar hugmyndir um auðæfi hans. — Það væri annars mesta snjallræði af Kanadastjórn, að senda hing- að nokkra leyniagenta með nóga gull- hnúða í vösunum, og láta þá dvelja hér vetrarlangt og telja almenningi trú um, að þetta mætti tína í Amerfku eins og steinvölur hérna. Þeir herrar þyrftu aldr- ei að hafa komið til Klondyke. En þetta agn mundi margan ærðan gera af Amer- íkusótt. — Þar þarf sannarlega minna til. „Ceres“ kom norðan og vestan um land að kveldi 6. þ. m., hafði tafizt 2 daga á Sauð- árkrók vegna óveðurs og farið á 9 hafn- ir auk áætlunar. Með skipinu kom frk. Ragna Stephensen (landshöfðingja), frú Guðlaug Jensdóttir frá Stykkishólmi, Krist- ján H. Jónsson ritstj. Vestra, Magnús Thorberg sýsluskrifari á ísafirði, Karl Olgeirsson verzl.stj. frá ísafirði, Bergur Rósenkranzson skipstjóri frá Flateyri, Guðm. Þorláksson cand. mag., Böðvar Eyjólfsson stud. theól., Kr. Jónasarson verzl- unaragent, nokkrir skólapiltar og enn fleiri farþegar. Heiðupsgjaflr úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. hafa fengið bændurnir: Björn Þorsteinsson í Bæ í Borg- arfirði og Ólafur Þorbjörnssoná Kaðalsstöðum í Stafholtstungum 140 kr. hvor, fyrir framúrskarandi dugnað í jarða- bótum. Fjársala hefur verið mjög mikil hér í bænum Saumavélar frá Frister & Rossmann. Einkasölu hefur: Sturla Jónsson. Vel skotna fálka kaupir Júlíus J'órgensen Hotel ísland. Með því að eptirnefndar viðskipta- bækur við Söfnunarsjóð íslands eru sagðar glataðar: Nr. 42 stsj. f. alþ.fólkí Skútustaðahreppi „ 96 — --------- Helgastaðahreppi „ 95 — ----------- Ljósavatnshr. og „250 — ----------- Aðaldælahreppi er handhafa téðra viðskiptabóka hér með stefnt, samkv. 6. gr. laga Söfn- unarsjóðs Islands IO/2 '88 með eins árs fyrirvara til þess að segja til sín. Söfnunarsjóður íslands 18. sept. 1903. Eirikur Briem. V o 11 0 r ð . Eg finn mig ómótstæðilega knúða að senda yður eptirfarandi meðmæli: Eg undirrituð hef mörg ár verið mjög lasin af taugaveiklun, krampa og ýmsum öðrum veikindum, er staðið hafa í sambandi við það, og er eg hafði leitað ýmsra lækna árangurslaust, fór eg að brúka Kína-lífs-elixír frá hr. Waldemar Petersen f Frederikshavn. og get með góðri samvizku vottað, að hann hefur veitt mér óumræðilega meinabót, og finn eg, að eg get aldr- ei án hans verið. Hafnarfirði í marz 1899. Agnes Bjarnadóttir. húsfreyja. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokktirrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Klna-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V. P. að líta vel eptirþví, að —þ-1 standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorstelnsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.