Þjóðólfur - 30.10.1903, Blaðsíða 1
OLFUR.
55. árg.
Reykjavík, föstudaginn 30. október 1903.
Útlendar fréttir.
—o--
Kaupinannahöfn 15. okt.
Rnssland ogr Japan. Upp á síðkastið
hafa borizt ýrasar fregnir austan úr Aslu,
er virðast benda á, að ekki sé uggvænt
um, að til ófriðar kunni að koma milli
Rússlands og Japans innan skamms. Það
hefur lengi verið grunnt á því góða milli
þeirra. Rússar hafa smátt og smátt verið
að færa yfirráð sín út yfir Asíu og ávallt
haft augastað á Kína og Kóreu. En er
Japan kom til sögunnar fengu þeir öflug-
an keppinaut þar eystra og Japan sýndi
i stríðinu við Kína, að það skorti hvorki
mikinn né góðan herafla. Eptir stríðið
fékk Rússland ráðið því, að Japanar urðu
að sleppa öllu því, er þeir höfðu unnið af
Kínverjum á meginlandinu. Undu Japan-
ar því auðvitað illa og þóttust þeir eiga
meira tilkall til að ráða mestu í Austur-
Asíu en Rússar. Hafa þeir síðan aukið
her sinn og flota, einkanlega með það fyr-
ir augum, að reyna að stemmu stigu fyr-
ir yfirgangi Rússa, þvt að Rússar hafa á-
vallt haldið sama strykinu og fært yfirráð
sín smátt og smátt yfir Norður-Kína.
Síðast í óeirðunum kínversku, er stöfuðu
af „boxara“-uppreisninni sáu þeir sér fært
að taka allt Mandsjúríið undir sín yfirráð.
Reyndar létu þeir í veðri vaka, að það
væri að eins um stundarsakir og hvað ept-
ir annað hafa þeir lofað Kfnastjórn að láta
það aptur af hendi. En öll þessi loforð
hafa verið hreinasta blekking, einungis
til þess að fá tíma til að koma sér þar
betur fyrir. Þeir hafa líka orðið að' fara
varlega til þess að fá ekki hin stórveldin,
einkum England og Bandaríkin, upp á
móti sér með þvl að hrifsa Mandsjúríið til
sín allt í einu, því að þau vilja einnig láta
nokkuð til sín taka þar eystra og vilja
ekki láta Rússa vera alveg eina um hit-
Una. Nú síðast lofuðu Rússar að hafa sig
á brott úr Mandsjúríinu 8. þ. m., en auð-
vitað fór hér sem optar, að Rússar hirtu
ekki um að efna loforð sitt og sátu kyrr-
ir eptir sem áður. I stað þess að búa sig
til brottferðar hafa þeir aukið mjög her
sinn í Mandsjúríinu og sent fjölda her-
skipa til Austur-Asíu. Japanar sjá Rússa
færa yfirráð sín yfir Kfna, þar sem þeir
þykjast hafa miklu meiri rétt til yfir-
ráða og eptir því sem Rússar þokast
Jengra áfrarn eptir því er Japönum meiri
hætta búin, enda er nú þolinmæði þeirra
4 förum og hervæðast þeir sem ákafast.
Þeir eru í miklum vígahug og komnir á
frernsta hlunn með að segja Rússum strlð
á hendur. Menn bíða með óþreyju eptir
fregnunum þaðan að austan, hvort Japan-
ar þora að leggja út í ófrið við Rússa,
þegar á á að herða eða aðrirhvorir láta
undan. Það er erfitt að segja, hverjar af-
leiðingar slíkur ófriður gæti haft, þvf að
bæði þessi ríki hafa feiknamiklum her-
afla á að skipa og hergögn hin beztu.
Ekki er heldur gott að segja, hvort önn-
ur rfki mundu dragast inn í ófriðinn með
þeim eða þau mundu verða látin eigast
ein við. Einkanlega liggur nærri að ætla,
að England mundi hjálpa Japan, því að 1
janúar 1902 var samband gert á milli
þeirra, sem aðallega mun hafa verið stýl-
að gegn Rússlandi. En líklegt er, að Eng-
land muni hika við að leggja út f slíkan
ófrið fyrir aðra, einkanlega þar sem það
mun hafa fengið nóg af Búaófriðnum fyr-
ir skemmstu og muni þvf sitja hjá, ef það
getur á nokkurn hátt fóðrað þá framkomu
t. d. með því að Japanar hafi byrjað á
ófriðnum. En ef Japanar fá enga hjálp
frá Englandi, þá má búast við, að þeir
hugsi sig vandlega um, áður en þeir fara
að leggja út í slíkan ófrið. Það er því
ekki gott að segja, hvernig fara kann.
Balkanskaginn. Uppreisnin geisar sí-
fellt f Makedóníu með sama ákata og
tryllingi. Að skýra frá einstökum vopna-
viðskiptum er frágangssök, einkanlega þar
sem fregnirnar, er þaðan berast eru mjög
sundurleitar og opt óáreiðanlegar. Uag-
lega eru orustur háðar hingað og þang-
að um allt land, því að uppreisnin geis-
ar jafnt um alla Makedóníu. Tyrkir og
uppreisnarmenn keppast hvorir við aðra
í grimmd og hryðjuverkum. Þorp og bæ-
ir eru brennd til ösku svo tugum skiptir
og menn eru höggnir niður sem hráviði.
Búlgörum þykir leitt að horfa upp á þetta
og geta ekkert að gert, því að Makedóníu-
búar eru flestir búlgverskir og því frænd-
ur þeirra og mundu þeir gjarna viljataka
þá undir verndarvængi sína, ef þeir væru
þess megnugir. Fyrir skömrnu var jafn-
vel ekki annað sýnilegt en að ófriður
mundi skella á milli Búlgaríu og Tyrk-
lands, en þá tók Rússland og Austurrfki
í strenginn og tókst að koma í veg fyrir
það. Búlgaría og Tyrkland hafa nú orð-
ið ásátt um, að minnka her þann, er þau
höfðu safnað saman hlutfallslega, þannig,
að Búlgaría sendi heim 20 þús. manns,
en Tyrklaad 40 þús. Austurríki og Rúss-
land hafa tekið að sér fyrir hönd stór-
veldanna að reyna að friða Makedóníu
með því að þau skiptir mestu, hvernig fer
á Balkanskaganum, en hin stórveldin hafa
ekki haft «ig neitt í frammi. Fyrir skömmu
bar þó England fram kröfur um frekari
umbætur í Makedóníu til þess að friða íbú
ana, heldur en þær, er Rússland og Aust-
urrfki gerðu í fyrra vetur, og reynzt hafa
hégóminn einber. En Rússland og Aust-
urrfki hafá mótmælt þessari kröfu, og vilja
ekki heyra talað um neinar frekari um-
bætur en þær, sem þau fóru fram á. Þar
situr við að líkindum, enda er bágt að
hugsa sér, að unnt sé að friða Makedóníu
að svo komnu með loforðum um umbætur,
hversu glæsileg sem þau kunna að vera. I
Þeir hafa ofmikið reynt, hvernig þau gef-
ast, til þess.
Serbía. Herforingjarnir, er samsærið
gerðu < Nisch til þess að reyna að bola alla
konungsmorðingjanaút úr hernum.eða jafn-
vel drepa þá, hafa nú verið dæmdir, for-
ingjarnir, Nowakovitsj og Lazarovitsj f 2
ára fangelsisvist og gerðir rækir úr hern-
um, en aðrir hluttakakendur í 4—12 mán-
aða fangelsi.
29. f. m. kom þingið saman. Avakums-
vitsj lagði niður völdin sem ráðaneytisfor-
seti. Gruitch hershöfðingi hefurnúmynd-
að nýtt ráðaneyti.
Ungverjaland. Eins og getið hefur ver-
ið um, vakti boðskapur konungs til hers-
ins, er hann gaf út án nokkurrar ráðherra-
undirskriptar, mikla gremju á ungverska
þinginu, en þó tókst að friða það svo, að
það lét sér lynda að Khuen greifi, sem
sagt hafði af sér fyrir löngu síðan, mynd-
aði aptur nýtt ráðaneyti, og kæmi fram
sem löglegur stjómaroddviti eptir að eng-
in lögleg stjórn hafði verið í marga mán-
uði. En rétt þegar hann var seztur á
laggirnar, þá komst allt aptur í bál og
brand út af því, að hermálið kom til um-
ræðu í austurríkska þinginu, og Körber
ráðaneytisforseti lýsti yfir, að Austurríki
mundi aldrei viðurkenna kröfur Ungverja-
lands í hermálinu, og studdist þar við
boðskap keisara til ungverska hersins.
Þessu reiddust Ungverjar mjög, og er
Khuen reyndi að verja framkomu Kör-
bers í þinginu, mætti hann ákafri mót-
stöðu, einnig frá sfnum flokksbræðrum.
Hann sagði þvl þegar aptur af sér stjórn-
arstörfum, og nú er aptur komið í sama
horfið, að engin lögleg stjórn er á Ung-
verjalandi. Gengur í mesta basli að mynda
nýtt ráðaneyti. Þó ætla menn, að Lukas
fjármálaráðherra muni loks takast að
mynda nýtt ráðaneyti.
Englaud. Nú hafa menn fengið að vita,
hvernig stendur á því, að hertoginn af
Devonshire fór ekki úr ráðaneytinu undir
eins og Ritchie og Hamilton. Hann hafði
upphafiega beðið um lausn jafnsnemma
og peir, en Chamberiain var þá búinn að
gera Balfour kunna fyrirætlun sína, að
segja af sér. Ná lét Balfour hertogann af
Devonshire vita, að Chamberlain ætlaði
að fara, og fékk hann þannig til að vera
kyrran; hina lét hann aptur á móti ekki
vita neitt, heldur veitti þeim þegar lausn.
Með þessu móti hafði hann fengið burtu
úr ráðaneytinu öflugustu frlverzlunarmenn
ina, sem mest hætta var á, að nokkru
mundu geta ráðið í því, er Chamberlain
var farinn, en hélt eptir hertoganum af
Devonshire, sem fremur var von um að
ráða við, þar sem hann er gamall maður
og farinn að tapa sér. En með því hann
er fríverzlunarmaður, var gott að hafa
hann til þess að breiða yfir, að ráðaneyt-
ið er í rauninni alveg á bandi Chamber-
lains í tollmálinu, og einnig var virðing
fyrir ráðaneytið að hafa hann, þvl hann
er maður mikils metinn, en í því er slík-
um mönnum nú farið að fækka. En Bal-
four varð ekki kápan úr þessu klæðinu,
því þegar hertoginn af Devonshire sá,
hvernig í öllu lá, þá sagði hann einnig
af sér ráðherrastörfum 5. þ. m. Balfour
hefur gengið hálf stirðlega að fylla upp 1
skörðin á ráðaneytinu. Engir hinna merk-
ari íhaldsmanna vildu gefa kost á sér.
Balfour var lengi að reyna að fá Milner
lávarð, er landstjóri var í Kapnýlendunni
á dögum Búaófriðarins, til þess að gerast
nýtenduráðherra f stað Chamberlains, en
það tókst ekki, og fór því eins og spáð
var, að Lyttelton lávarður varð loks ný-
lenduráðherra. Austen Chamberlain varð
fjármálaráðherra, og Brodrick (fyrv. fjár-
málaráðherra) Indlandsráðherra. Báðir
þessir menn voru í ráðaneytmu áður, en þeir,
Jts 44.
sem komnir eru 1 staðinn, eru flestir ungir
menn og lltt nafnkenndir.
Um mánaðamótin síðustu hélt Balfour
ræðu í Sheffield, þar sem hann kannaðist
fullkomlega við, að stefna Chamberlains
í tollmálum væri hin rétta, en einúngis
væri efamál, hvort tiltækilegt væri að koma
henni að öllu leyti 1 framkvæmd, með því
að mótstaðan gegn skatti á matvælum
væri svo mikil. Chamberlain er nú lagð-
ur á stað í ferðalag um Skotland og Eng-
land. Hann heldur ræður 1 hverri borg
til þess að breiða út skoðanir slnar í toll-
málunum. Má það kallast ekki lítill dugn-
aður af sjötugum manni. Hann ræðst
heldur ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur, því að hann hóf eimitt leiðangur
sinn í Glasgow, þar sem fríverzlunarstefn-
an ávalt hefur verið ríkust.
(Jerðardómar. Stjórnir Englands og
Frakklands hafa um nokkra hríð verið
að semja um, að deilumál, eru upp kunna
að koma framvegis milli þeirra, skuli út-
kljá með gerðardómi. Hafa þær nú orðið
ásáttar um þetta og Landsdowne, utan-
rlkisráðherra Englands, hefur ásamt Cam-
bon, sendiherra Frakka í London undir-
skrifað samning um, að deilumál lagalegs
eðlis, er framvegis rfsa milli Englands og
Frakklands, skuli með vissum skilyrðum
leggja fyrir þjóðardómstólinn í Haag. Þó
að samningur þessi nái nokkuð skammt,
og sé skilyrðum bundinn, er hann þó ef-
laust stórt spor f áttina til þess, að koma
á almennt gerðardómum þjóða á milli og
tryggja alþjóðafriðinn. — Milli Frakk-
1 a nd s og 11 a 1 í u er einnig farið að byrja
á samskonar samningum.
Marokkó. Sá kvittur gaus upp fyrir
skömmu, að England og Frakkland hefðu
komið sér saman um, að Frakkland fengi
yfirráð yfir Marokkó gegn því, að Frakk-
land viðurkenndi yfirráð Englands yfir
Egyptalandi. Þetta hefur sfðan verið bofið
til baka, en þó hyggja menn, að einhver fót-
ur muni vera fyrir því. Líklegust þykir
sú fregn, er segir, að England, ítalfa og
Spánn hafi gengið að því, að Frakkland
hjálpaði soldáni f fjármálum, og fengi
þannig mest áhrif á stjórn landsins. Einn-
ig ætla menn, að þessi 4 ríki hafi kom-
ið sér saman um að skipta milli sfn með
tfmanum þeim löndum í Norður-Afriku,
sem ekki eru enn komin undir yfirráð
Norðurálfumanna.
Danmörk. Þingið var sett 5. þ. m.
Fjármálaráðherrann hefur lagt fjárlagafrum-
varpið fyrir það- Það gerir ráð fyrir
1,300,000 kr. tekjuhalla (tekjur 76V2 milj.,
útgjöld 77V5 milj.). Er það miklu minni
tekjuhalli, en verið hefur á undanfarandi
fjárlögum. Fyrir síðastliðið ár var hann
áætlaður 18 milj., en reyndist raunar miklu
minni, því að bæði urðu tekjurnar meirt,
og útgjöldin minni en áætlað var. Fjár-
hagurinn hefur því yfirleitt batnað mikið
nú á síðustu árum.
Fyrir nokkrum dögum varð uppvfst, að
steinprentari nokkur, er Brasch heitir, hafði
í félagi með öðrum manni búið til falska
tíukrónaseðla, að upphæð 21,000 kr.
Voru þeir svo haglega gerðir, að varla