Þjóðólfur - 30.10.1903, Blaðsíða 3
Síldveiði
Norðmanna með reknetum hér við land
1 sumar sem leið virðist hafa gengið all-
vel, eptir þvlsem ráða má af skýrslu frá
konsúlnum í Kristjaníu ds. 14. f. m. Með-
al annars er þess þar getið, að eitt fiskiskip
frá Haugasundi hafi til 1. sept. fengið
1200 tunnur, annað 800 tunnur o. s frv.
Konsúllinn skýrir frá því, að næsta ár
verði veiði þessi eflaust stunduð í stærri
stýl, og það sé í ráði, að láta öll stærstu
gufuskipin hafa reknet með sér til að veiða
síldina fjarri landi, því að síldveiði við
land með lagnetum eða »nótum« hafi alls
ekki borgað sig í þetta sinn, síldin hafi
ekki gengið upp að landinu eða inn á
firðina til neinna muna, og þessvegna
tjái ekki að bíða jafnan eptir þvl, aðsíld-
in hlaupi sjálfkrafa upp í landsteina. —
I skýrsluágripi þessu er og getið um, að
hvalveiðarnar á Vestfjörðum hafi heppn-
azt illa í þetta sinn sökum óhagstæðrar
veðuráttu, og að hvalveiðamennirnir þar
hafi eflaust skaðazt á útgerðinni, en hins
vegar hafi hvalveiðarnar gengið vel fyrir
þeim, er hvalveiðastöðvar hefðu á Aust-
fjörðum.
Póstskiplð „Laura"
fór héðan til Hafnar 24. þ. m. Með
henni sigldi Hannes Hafstein sýslumaður,
frk. Steinunn Thorsteinsson o. fl. Til
Ameríku fór Kristján Sigurðsson cand.
phil. og Elín systir hans, er komið hafði
hingað frá Ameríku fyrir skömmu snöggva
ferð. Til. Ameríku fór einnig Guðmund-
ur Jónsson klæðskeri (frá Vorsabæ í Ölf-
usi) og 3—4 menn aðrir. Talið er og
víst, að Jósafat Jónasson ættfræðingur hafi
leynzt af landi burt með skipinu, því að
ekki hefur hans orðið vart hér í bænum
síðan. Héðan úr bænum strauk og Ás-
mundur nokkur Ásmundsson frá konu og
börnum og enda einhverjir fleiri.
i.Kong Inge“
skip Thorefélagsins kom hingað frá út-
löndum að morgni 25. þ. m. Með því
komu Tryggvi Gunnarsson bankastjóri,
Þorvaldur Pálsson læknaskólakandfdat og
Pétur Brynjólfsson ljósmyndari með dansk-
an aðstoðarmann Benzon að nafni.
Strokumaður
eða flækingur úr Norðurlandi hafði fyr-
£75
ir skömmu komið fótgangandi einn sam-
an suður fjöll. Kom fyrst fram í Ytrihrepp
og vildi annaðhvort ekki segja til nafns
sfns eða kvaðst ýmist heita Jón Jónsson
eða Hafliði. Kvaðbóndi þar(Jón lTungu-
felli) hafa kannazt við hann, en vissi þó
ekki glögg deili á honum, hafði kynnzt
honum fyrir mörgum árum suður við sjó,
en þá hét hann hvorki Jón né Hafliði. Mann-
ræfill þessi hélt svo austur í Holt og þótt-
ist ætla Fjallabakaveg austur í Skaptafells-
sýslu. En sýslumaður Rangæinga hepti
för hans, þvl að honum þótti maðurinn
grunsamlegur. Ætlaði sýslumaður að láta
flytja hann hingað suður, en áður það
yrði slapp maðurinn úr gæzlu frá Ólafi
bónda í Ostvatnsholti, og er allkátleg saga
sögð í sambandi við það brotthlaup. Þá
er síðast fréttist var maður þessi kominn apt-
ur út í Ytrihrepp. Hann kvað vera mjög fá-
talaður, og ætla sumir að hann sé sturl-
aður á geðsmunum.
Víxilfölsun.
Maður nokkur hér í bænum Ólafur Ól-
afsson að nafni, er varháseti á »Hólum«
í fyrra sumar, kom með falsaðan víxil 1
landsbankann f fyrra dag, að upphæð 200
kr. og fékk hann keyptan þar. Hafði
hann skrifað á vfxilinn í heimildarleysi
nöfn tveggja skipstjóra Aðalbjarnar Bjarna-
sonar og Guðmundar Stefánssonar. Þetta
varð þegar uppvíst sama daginn af til-
viljun einni, með því að bankastjóri hitti
út á götu annan skipstjórann, er fyr var
nefndur, og gat þess, að bankinn hefði
keypt vfxil með nafni hans á. En hann
brást ókunnuglega við, og var þá mann-
ræfillinn, Ólafur þessi, tekinn fastur og
játaði þegar glæp sinn, er varðar 1—12
ára hegningarhúsvinnu eptir 271. gr. hegn-
ingarlaganna. Hann ætlaði að kvongast
daginn eptir, að hann gerði þessa »for-
retningu« í bankanum, og bað bankastjór-
ann um að vera svaramann(l) við þá at-
höfn, jafnskjótt sem hann hafði fengið
peningana í lófann, en svo kom þessi
óþægilega snurða á þráðinn.
Leikfélag Reykjavikur byrjar
að leika um næstu helgi. Hið fyrsta, sem
leikið verður eru Hermannaglett-
u r n a r eptir C. Hostrup og A p i n n ept-
ir frú J. L. Heiberg. Félagið hefur
nú þegar ákveðið að leika þessi þrjú leik-
rit í vetur: Lavender eptir Arthur W.
Pinero, Þrotabúið eptir Björnson og
Ambáttina eptir Fulda.
Lausn frá prestsskap
hefur séra Gfsli Kjartansson Mýrdæla-
prestur sótt um, vegna heilsubiiunar. Séra
Jes Gíslason í Eyvindarhólum settur til
að þjóna brauðinu fyrst um sinn.
Dáin
er 15. sept. síðastliðinn á spítalanum
á Akureyri merkiskonan Solveig Guð-
mundsdóttir, ekkja Ásgeirs heitins
Jónssonar hreppstjóra og póstafgreiðslu-
manns á Stað í Hrútafirði. Líkið var flutt
vestur með strandferðabátnum »Skálholt«,
og fór jarðarförin fram 1. október með
miklu fjölmenni.
Hennar verður getið frekar sfðar.
Umboð það, seni eg meðundirritað-
ur Jón Þorkelsson hefi haft frá vá-
tryggingarfélaginu „SUN" afhendi eg
við næstu áramót, með samþykki fé-
lagsins, meðundirrituðum slökkviliðs-
stjóra Matthíasi Matthfassyni í Reykja-
vík. Eiga þeir allir eptir þann tíma
að snúa sér til hans.
Eg meðundirritaður Matthías Matthí-
asson tek samkvæmt ofangreindu að
mér umboð fyrir nefnt félag frá sögð-
um tíma.
Til aramóta geta menn þó snúið
sér til hvors okkar sem vera skal.
Reykjavík 26. okt. 1903.
Jón Þorkelsson. Matthías Matthíasson.
Hrossainark Guðmundar Magnússonar
Valdarási í Húnavatnssýslu er: 2 bitar fr.
hægra, vaglskora apt. v.
Uppboðsauglýsing,
Mánudaginn 16. nóvembermán. næst-
komandi á hádegi, verður opinbert
uppboð haldið í þinghúsi kaupstaðar-
ins og þar seld hæstbjóðendum, ef
viðunanlegt boð fæst, fiskiskipin :
Helga 75,37 smál. að stærð.
Guðrún 22,00 — — —
tilheyrandi þrotabúi Helga kaupmanns
Helgasonar með seglum, akkerum, bát-
um og öðrum útbúnaði, er skipum
þessum fylgja.
Uppboðsskilmálar verða til sýnis hér
á skrifstofunni daginn fyrir uppboðið.
Bæjarfógetinn í Reykjavík.
20. október 1903.
Halldór Daníelsson.
Ljósmyndaverkstofa
mfn íBankastræti 14 verður aptur
opnuð á sunnudaginn kemur og verða
myndir teknar frá 11—21/*-
Þar eð eg hef keypt sérstök áhöld, sem
eru afardýr og óþekkt hér á landi til að
búa til stórar myndir, þá sel eg þær miklu
ódýrari og betri en áður hefur hér tlðkazt.
Virðingarfyllst.
P. Brynjölfsson,
Uppboðsauglýsing.
Eptir ráðstöfun skiptaréttarins í þrota-
búi Jóhanns kaupm. Bjarnasens hér í
bænum, verður opinbert uppboð haldið
í leikhúsi kaupm. W. Ó. Breiðfjörðs
fimmtudaginn 5. nóvbf. þ. á. og þar
seldir ýmsir lausafjármunir, svo sem:
húsgögn, eldhúsgögn, borðbúnaður,
búðarvarningur, þar af töluvert af reyk-
tóbaki o. m. fl.
Uppboðsskilmálar verða birtir á sölu-
staðnum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík,
29. október 1903.
Halldór Danielsson.
MEÐ ÞVÍ, að þessar viðskipta-
bækur fyrir sparisjóðsinnlög-
um eru sagðar glataðar:
M 7049 (T. bls. 119),
— 9070 (Y. — 220).
stefnist hér með samkvæmt IO. gr.
laga um stofnun landsbanka 18. sept.
1885 handhöfum téðra viðskiptabóka
með 6 mánaða fyrirvara til þess að
segia til sín.
Lamdsbankinn í Reykjavik.
20. október 1903.
pr. Tr. Gunnarsson.
Eiríkur Briem.
104
var nú í huga hans orðið þannig: „Hannákærir mig og hagar því svo,
að Katrínu gruni ekki neitt".
Hann beið og beið og hleraði eptir hverjum hljómi. Loksins skrif-
aði hann henni og bað hana að finna sig. Hann fékk vinnukonunni
bréfið og bað hana að koma því til Katrínar. Hún hristi höfuðið en
tók samt við bréfinu; af henni fræddist hann um, að frúnni væri að batna.
Vladimir hafði skrifað : „Eg þarf að segja yður nokkuð. Komið í
guðs bænum ofan til mfn. Eg skal ekki tefja yður Iengi. Þetta kostar
líf mitt, sem þér hafið einu sinni frelsað".
Skömmu síðar heyrði Vladimir fótatak Katrínar í stiganum. Hún
gekk hljóðlega inn og tók hlýlega í hendina á honum.
„Góðan daginn", sagði hún. „En hvað langt er síðan eg hef séð
yður. Jæja, hvað viljið þér mér f Ef eg hefði vitað, að yður lá á að
finna mig, hefði eg komið fyr“.
„Eg hugsaði — eg var hræddur um, að þér vilduð ekki koma. Mér
sýndist þér forðast mig".
„Eg forðast yðurl" sagði hún með undrun. „Hvaða ástæða væri
til þess ? Þér hafið ekki gert mér neitt illt".
„Nei, það hef eg ekki gert, og það skal eg aldrei gera", sagði
hann með ákafa, „en eg hef verið sakaður um —",
„Þér sakaður? Það skil eg ekki. Hver hefur borið sök á yður?"
„Munið þér eptir bréfinu í gær?"
„Já, og hvað er um það ?"
„Munið þér, að þar var nefnt nafnið Sosnin?"
Þá lýsti sér viðbjóður í andlitssvip Katrínar. „Meinið þér manninn,
sem hetur steypt Vania í ógæfu, sem hefur svikið hann ?“ spurði hún.
„Manninn, sem hefur verið smánarlega bakbitinn, sem hefur verið
sakaður um þetta", sagði Vladimir.. „Eg heiti Sosnin"
„Þér, þér", sagði Katrín og leit ósjálfrátt á hann með einkennilegu
augnaraði.
„Já, það er eg", sagði hann. „Eg gat ekki farið svo héðan, að eg
ekki hreinsaði mig af þeim áburði, að eg væri valdur að óhamingju bróður
101
Tilfinningar hennar sögðu henni, að hann tæki meiri þátt í sorg
þessari en unnustinn. Hún settist á stól við hliðina á Vladimir, hélt
höndunum fyrir andlitið og grét.
Hann laut niður að henni. „Verið ei svo harmfull", sagði hann.
„Það er óvíst að hætta sé á ferðum; þeir sem settir eru í varðhald eru
ekki ætíð dæmdir. Ef við þekkjum öll smáatriðin —. Viljið þér lofa
mér að sjá bréfið?" sagði hann þurlega við Pál.
„Nei, eg vil heldur lesa það sjálfur", svaraði hann. Það eru að eins
örfáar línur". Hann las :
„Oss hefur einnig borizt sú fregn, að aðalsmaður úr þessu héraði,
Ivan Prozorov að nafni, (bróðir unnustu yðar) sé handtekinn og settur í
varðhald í St. Pétursborg. Þessi atburður hlýtur auðvitað að hryggja
yður sakir sambands yðar við ættfólk hans". — Nú hljóp lesarinn yfir
nokkrar línur. — „Það kemur ekki þessu við", sagði hann. „Maðursá,
sem talinn er að hafi leitt hinn unga Prozorov á glapstigu og hefur vald-
ið varðhaldi hans og ógæfu heitir Sosnin. Faðir hans er hinn nafnkunni
ráðherra, sem einu sinni var landstjóri í þessu héraði. Hverjum gat slíkt
til hugar komið. Já, nú er ekki meira í bréfinu, sem þið viljið hlýðaá".
Að svo mæltu lét hann bréfið ofan í vasa sinn.
Katrín leit á Vladimir með eins miklum harmi og kvíða, og menn
líta á lækninn við banasæng deyjandi manns.
Vladimir varð fölur sem nár. Hann hét Sosnin.
„Er þá öll von úti ? Getur ekkert bjargað Vania ? Sjáum við hann
aldrei framar?" kallaði Katrín hástöfum, og tók fast um hönd Vladimirs.
Þá heyrðist hávaði í hliðarherberginu og var sem eitthvað þungt
félli til jarðar. Það var móðirin, er hafði vaknað og gengið niður til
gestanna, en heyrt orð dóttur sinnar, því að dyrnar voru opnar.
Hún var lögð I rúmið sitt, og Katrín og vinnukonan hjúkruðu henni.
Pall Alexandrovich varð eptir skipun landstjórans að flýta sér á
fund hans. Katrín gat að eins talað fáein orð við hann, því að hún
varð að vera hjá móður sinni. Þeir voru því einir inni, Vladimir og