Þjóðólfur - 30.10.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.10.1903, Blaðsíða 2
174 var unnt að þekkja þá frá ósviknum seðlum á öðru en því, að vatnsmerki vantaði í þá. Um 4000 kr. voru komnar í gang af seðlunum, þegar sökudólgamir voru handteknir. Þjóðbankinn hefur inn- leyst þá fullu verði, með þvl að hann hafði um nokkrra hríð haft vitneskju um, að falskir seðlar væru á gangi, en ekki varað menn við þeim, til þess að söku- dólgamir skyldu ekki verða smeikir um sig og forða sér, áður en lögreglan næði í þá. Þeir bíða nú dóms. Bech-Olsen vínsali í Kaupmannahöfn hefur lengi verið talinn sterkastur maður í Danmörku og mestur glímumaður í heimi. Hafði hann lagt að velli alla hina mestu gtíniukappa heimsms, og hafði unnið sér að launum í Englandi silfurbelti eitt mikið og fagurt. En nú í haust kemur bónda- strákur utan af Jótlandi, er Jess Pedersen heitir, og iðkað hefurglímurnokkuð heima og erlendis, og skorar á hann að koma í eina bröndótta. Fóru þá svo leikar, að hann lagði Bech-Olsen að velli eptir 6 mínútur. Er hann þar með fallinn úr tign- inni sem heimsins mesti glfmukappi. Draup n i r. Tímarit. Útgefandi: Torfhildur Þorsteins- dóttir Holm. 7. ár. í hepti þessu er framhald af sögu Jóns biskups Arasonar (saga um æsku hans) og Samsærið, þýðing á forngrískri sögu. Saga Jóns biskups Arasonar ætti að vera oss Islendingum kærkomin. Hann er svo víðfrægur orðinn um land allt, að nafn hans lifir á hvers manns vörum, og svo kynsæll er hann orðinn, að flestir góð- ir Islendingar eiga til hans ætt slna að rekja og þykir heiður mikill. Hann er trúhetjan bjargfasta, sem heldur hlífiskildi yfir kirkju sinni og lætur ekki víkja sér um set frá trú sinni og sannfæiing. Auk þess er liann ofurhúginn mikli, er þolir enga kúgun, en vill, að dæmi fornkappa vórra, heldurdeyja með sæmd en lifavið skömm. Mörgum mun forvitni á að kynna sér skáldsögu þessa. Hún leiðir fyrst foreldra Jóns Arasonar fram á sjónarsviðið og skýrir frá lyndiseinkunnum þeirra og sambúð. Elín bláhosa, móðir hans er vel ættuð og metorðagjörn, svo að fram úr hófi keyrir, en Ari bóndi hennar er snauður og fítt virtur; þykist hún því vargefin og ersam- búð þeirra hjóna ill. Það eitt er Ifkt með þeim, að hvorugt vill sinn hlut fyriröðru táta og hún þó öllu síður. Jón Arason elst upp í fátækt hjá foreldrum sínum og erfir ósveigjanlega lund, en einnig góðleik föður síns. Hann er þegar í æsku svo skír og gerfilegur, að hann vekur athygli manna á sér. Snemma bendir og rnargt á það, að hann muni komast úr fátækt- inni til vegs og valda, verða prestur eða jafnvel biskup. Þessar hugmyndir glæða þær móðir hans og amma hjá hinumunga svein, þær dreymir f vöku og svefni að hann muni ættarlaukur verða. Þóra brók, amma hans segir, honum þegar hann er barn að aldri, að hann skuli horfa út að Hrafnagili, því að þar eigi hann síðar prestur að verða. Og þegar sveinninn segir föður sínum þessi tíðindi, svarar hann brosandi: »Það verða þá draum- órarnir hennar móður þinnar, sem vígja þig þangað«. I barnæsku hans er því einnig spáð, að kollurinn muni fjúka af honum. Margt er skrítið f sögu þessari, sem kemur ekki beinlínis Jóni Arasyni við, en á að sýna aidarháttinn. Það er enginn barnaleikur að semja sögur um mikilmenni þjóðarinnar, og má ekki ofmikið heimta af þeim sem ísinn brýtur. Það gegnir mestu furðu, að hin eina skáldkona, er islenzka þjóðin á, skuli hafa orðið fyrri til þess en karlmennirnir að semja skáld- sögur um biskupana Brynjólf Sveinsson og Jón Vídalín, er hafa að maklegleik- um náð mikilli alþýðuhylli. J. Nýi bankinn kvað ekki vera væntanlegur hingað að sinni. Sagt er þó, að með miðsvetrar- ferðinni sé von á einhverjum sendimanni frá bankafélaginu til að leigja húsnæði og starfa eitthvað að undirbúningi banka- stofnunarinnar, sem eflaust verður ekki til fulls komin á laggirnar fyr en að vori. Eins og tekið hefur verið fram í Þjóð- ólfi áður, eru þeir Warburg nú lítt eða ekki riðnir við þetta fyrirtæki. Mikils- háttar landi vor í Höfn hefur skrifað hing- að, að Warburg hafi afsalað bankanum frá sér til Heide og Therkelsens norsks bankastjóra, er hafi útvegað féð. Það er að vfsu leiðinlegt fyrir þá, sem mest hafa nuddað sér upp við Warburg hér heima, að hann skuli vera sama sem »útúrspil- inu«. Einkum á Bessastaða-Þjóðviljinn erfitt með að halda vatni út af þeim sorg- artfðindum, en sér til huggunar þeysir hann úr sér þessari venjulegu, ógeðslegu Þjóð vilja-froðu sinni, sem enginn tekur mark á og sjaldnast er annað en jórtur- slefa af einhverri tuggu, sem áður hefur verið millum tannanna á einhverju flokks- blaði hans, helzt Isafold, er Þjóðviljinn hef- ur sérstaklega lagt í einelti með eptir- hermum og mundi flestum öðrum þykja það leiðinlegt starf og lftilmannlegt. En það er optast segin saga, að þá er Isa- fold hefur létt á sér, verður Þjóðviljanum mál. Að vfsu er það harla leitt, að þeir War- burg skyldu ekki verða höfuðsmenn og alls ráðandi í þessu fyrirhugaða bankafyr- irtæki, svo að þeir gætu launað tryggum þjónum trúa fylgd, en það er samt hálf- vesaldarlegt að bera sig ekki karlmann- lega yfir þeim vonbrigðum. Hver veit nema náðarsólin frá nýju bankamönnun- um skíni sérstaklega á Warbtirgsliðana. Það væri að minnsta kosti gustuk, því að töluvert hafa þeir til matarins unnið, og alls ekki dregið af sér mannatetrin, bæði í því að reyna að koma landsbankanum fyrir ætternisstapa og með því hvað eptir annað að stappa stalinu í þá Warburg að örvænta ekki, þá er þeir voru í þann veginn að missa móðinn. Slfkt og þvílíkt er þó að minnsta kosti launavert. Eins og eðlilegt er, kvað nýju banka- mönnunum hafa verið mikið áhugamál, að fá landsbankanum steypt saman við bankann þeirra, en það verður ekki gert nema með lögum. Að þessu marki verð- ur auðvitað reynt að vinna af fremsta megni af þeirra hálfu, því að þeim mun vera mjög um og ó að koma hingað, úr því að landsbankinn fékkst ekki lagður niður. Það mun verða eitt af höfuðhlut- verkum þingsins eptirleiðis, að hafa nán- ar gætur á þessumáli, þvíað það ereng- inn efi á, að þessi banki reynir að hafa pólitisk áhrif í framtíðinni, áhrif á skip- un þingsins o. s. frv., enda hefur þetta bankamál verið stórpólitiskt mál frá upp- hafi og verið notað mjög ósleitulega og freklega í þarfir valtýska flokksins gamla, og svo má ætla að enn verði gert, þótt skipt sé um húsbændur, og hvorki War- burg né Valtýr séu nú mikils ráðandi orðn- ir í bankapólitlkinni. Skrifað er frá Höfn 14. þ. m. af sama manni, sem fyr er vitnað til: »Spáð er, að bankinn mest muni verða síldar- og hvalabanki norskur, en lítt fyrir búkarla íslenzka. Undarlegir eru Islendingar, að gefa frá sér seðlaútgáfuréttinn útlending- um út í bláinn. Mælt er, að þeir (o: bankamennirnir) vilji ákaft ná f lands- bankann; bak við þennan nýja banka standa miklir burgeisar, svo að hann get- ur orðið örðugur viðfangs fyrir þá, sem eiga við hann að keppa«. Þannig farast þessum landa vorum órð, en sá maður hefur oss vitanlega aldrei skipt sér neitt af bankadeilunni. í vel ritaðri grein í »Social-Demokrat- en« 8. þ. m. er og vikið að áhrifum þeim, er þessi nýi banki muni að líkindum hafa á sfldveiða- og hvalveiðalöggjöfina 1 sam- bandi við þessar veiðar Norðmanna hér við land. Það sýnir sig, er til framkvæmd- anna kemur, hvort svo verður eða ekki. En óánægðir munu íslenzkir bændur verða, ef þeir eru gerðir hornrekurerlendra fiski- manna hjá bankanum nýja, er svo mjög hefur verið lofaður af fylgismönnum hans, að kröfurnar til hans niunu ekki verða smávægilegar. Það væri óskandi, að al- menningur yrði þar ekki fyrir neinum von- brigðum. Kvöld. Hve ljúft að heyra hafsins þunga nið Og hjartans veiku strengi saman slá — Hve ljúft, að sjá þig rísa, bára blá, Breiðast, hníga og þagna strendur við — Hve ljúft, að eiga þína sterku þrá Til þessa lands og ekkert fjærra mið — Hve ljúft, að berast brjóstum þínum á Og blunda vel og síðast þér við hlið — Það máttu fuglum hafs og himins ljá Og huga mínum þennan stundarfrið — Þú, djúpsins alda, speiglar himinn há, Þú hvelfist yfir mannsins sorg og þrá. — Já, ljúft er að finna haf og hjarta slá, Hljóma, og vekja þennan sterka nið. Sig. Sigui ðsson. Valurinn og þorskurinn. Með konungsúrskurði 3. þ. m., s. d. og stjórnarskráin var staðfest, er ákveðið, að merki Islands skuli eptirleiðis vera Hvítur valur1) á bláum grunni. Flatti þorskurinn er því fallinn úr sög- unni sem þjóðmerki vort, og munu fáir sakna hans, því að lítt hefur hann vin- sæll verið. Á Alberti þakklæti skilið fyrir þessa breytingu, og mun hún hvarvetna mælast vel fyrir hér á landi. Sumir hafa ætlað, að með þessari breytingu væri dannebrogsl'áninn úr gildi genginn hér, svo að ekki væri skylt að flagga optar með honum, en það er misskilningur einn, því að dannebrogs- fáninn er auðvitað eptir sem áður óhagg- aður sem verzlunarfáni vor, meðan vér erum í sambandi við Danmörku. En skjaldarmerki, eins og t. d. valurinn nú hjá oss, eru sérstök merki eða einkenni, sem annaðhvort einstakar ættir, lönd, bæ- ir, félög o. s. frv. hafa til sérkennis, til aðgreiningar frá öðrum. Dýramyndir eru mjög sjaldgæfar á verzlunarfánum þjóðanna, það er að eins 1 Síam (fíll), 1 Persíu (ljón), í Birma (fugl), í Kína (ann- ar fáninn: dreki). En flatti þorskurinn er nú numinn úr danska rfkismerkinu, sem sérstakt þjóðmerki vort, og valurinn kom- inn í staðinn. Afleiðingin verður meðal annars sú, að þorskurinn verður sjálfsagt tekinn burtu af þeim opinberu byggingum hér, sem hann nú skreytir, t. d. af dóm- kirkjtinni og alþingishúsinu. 1) Orðið „valur" ætti að útrýma fálka- nafninu, því að bæði er það eldra orð og fallegra. En málvenjan er opt rík, og örð- ugt að breyta henni. Haukur lögmaður Erlendsson (-[- 1334) hafði val í skjaldar- merki sínu, hefur eflaust staðið í sambandi við nafn Hauks, en aðalsmerki Lopts ríka var ekki valur, eins og sumir hafa haldið, heldur ormur. Um atferli útflutnlngsagent- anna í Austur-Skaptafellssýslu næstl. vor, er oss skrifað af skilríkum manni þar í héraðinu 1. þ. m.: Herra ritstjóril Því miður er ekki hægt að skýra yður svo greinilega sem skyldi frá aðförum þeirra kumpána, er fólk kall- ar Vesturheims-»agenta«, hér austanlands í vetur og vor sem leið, en sem dæmi upp á sannsögli þeirra má taka það, að að sá, sem hér var á rölti (Jón að nafni) hafði þær fréttir að færa meðal annars, að (í Islendingabyggðum) í Ameríku væri engin berklaveiki(!!!). Fyrst var gert ráð fyrir, að vesturfarahópurinn hér úr sýslu færi með »Hólnm« frá Hornafirði 17. maí og svo til útlanda frá Fáskrúðsfirði með »Ceres« 21. s. m., en þegar að þeim tfma leið, komu boð um það frá Sveini Brynjólfssyni (sem kvað vera orðinn feitur burgeis vestra, síðan hann fór að smala löndum sínum þangað, en áður sagður ráðafár til að standa straum af sfnum nánustu) að hann mundi útvega skip til að flytja vesturfara beina leið frá Djúpa- vogi og öðrum austurhöfnum. Svo fór fólkið austur, en þegar þangað kom, var ekkert slíkt skip þar til, og Sveinn Brynj- ólfsson, sem kom með »Vestu« til Fá- skrúðsfjarðar frá útlöndum um sömu mund- ir (um 18. maf) hafði ekkert skip fengið, en mun þó ekki hafa verið svo hreinskil- inn eða hugsunarsamur, að láta mennina, er hann hafði gabbað svona, vita í tíma hvernig komið væri, svo að þeir gætu tekið sér far með »Ceres«, eins og í fyrstu stóð til. Urðu þeir þvf að bíða næstu ferðar (í júnf), margir sér til mikilla leið- inda og óþreyju, og hefði getað hlotizt af þessu stórtjón fyrir þá, hefði hér á Fróni verið algert atvinnuleysi um þennan tíma, en góð atvinna f Vesturheimi (samkvæmt skrumi »agentanna«), en um þetta efni eru eigi komnar hingað greinilegar fréttir, þótt svo virðist, sem atvinna hafi brugð- izt ýmsum, er vestur kom, en hittervíst. að margir sem fóru, kunna þar mjög illa við sig og þrá af alhug að komast sem fyrst heim aptur. Eptir að þessi hóptir var farinn aflandi burt, kemur maður nokkur af Seyðisfirði, Hornfirðingur að uppruna, suður til átt- haga sinna, og reynir af miklu kappi að að teygja menn til Vesturheims; segir að nú ætli svo og svo margir að ári, og þá komi þetta umtalaða skip (Sv. Br.) beina leið og taki menn fyrir mjfig lágt fargjald. Að líkindum hefur Sv. Br. gerí þennan »legáta« út, og lofað honum góðu kaupi, ef hann gæti veitt einhverja veika sál. Svona eru aðfarirnar á þessum »sfðustu og verstu tímum«. Stjórnarskrúrbreyting in nýja var staðfestafko n u n g i 3. þ. m. Mun nýi ráðherrann verða skipað- ur innan skamms, svo að nýja stjórnin geti sem fyrst tekið til starfa, en naumast getur það orðið fyr en í febrúar eða marzm. næstk. Alhniklar bollaleggingar eru um það í dönskum blöðum, hver skipaður verði Islandsráðherra, en auðvitað er slík- ar getgátur lítt að marka. Lög frá alþingi staðfest af konungi 3. þ, m. auk stjórn- arskrárbreytingarinnar: 8. Lög um aðra skipun á æztu umboðs- stjórn íslands. 9. Lög um kosningar til alþingis. 10. Lög um viðauka við lög 8. nóv. 1895 um hagfræðisskýrslur. 11. Lög um hafnsöguskyldu í Isafjarðar- kaupstað. 12. Lög um eptirlit með þilskipum, sera notuð eru til fiskiveiða eða vöru- flutninga.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.