Þjóðólfur - 06.11.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.11.1903, Blaðsíða 2
177 anlegt, að frambjóðendaQöldinn yrði svo mikill, að hver hreppur eða því sem næst, kæmu með sinn kandídat. En í smáum kjördæmum væri það mjög sennilegt. Það er ekkert vandaverk fyrir allvel þokkaðan mann, að fá meðmæli 12 kjósenda 1 kjör- dæminu. Hann má taka þá alla í sínu sveitarfélagi, því að í lögunum eru engar ákvarðanir um það. Hefði það verið á- kveðið, að þingmannsefnið yrði að fá meðmæli að minnsta kosti 2 kjósenda úr hverjum hrepp kjördæmisins, þá hefði ef til vill fremur tekið að vandast málið. Það hefði verið miklu meiri trygging gegn hvatvíslegum og óskynsamlegum framboð- um, sem að eins eru gerð til dreifingar. En það hefði líka getað alveg útilokað efnilegt þirgmannsefni frá því að geta boðið sig fram, því að eptir því sem hrepparígurinn og samtökin eru orðin hér á landi, þá er ekki óhugsandi að þing- mannsefni yrði öldungis ókleyft að fá meðmæli nokkurs kjósanda í sumum hrepp- um, enda þótt hann hefði fylgi mikils meiri hluta kjördæmisins. (Niðurl. næst). S j ó n 1 e i k a r. Leikfélag Reykjavíkur lék í fyrsta skipti á þessum vetri á sunnudagskveldið var. Það voru tveir smáleikir danskir, er byrjað var á: Hermannagletturnar eptir Hostrup, og A p i n n eptir frú J. L. Heiberg, og hefur hvorttveggja verið leik- ið hér aður. Leikir þessir eru í sama sniði og flestir gamanleikar danskir voru um miðbik 19. aldar, ýmist í bundinni eða óbundinni ræðu eptir frakkneskri fyrir- mynd (Vaudeviller). Þessi óeðlilegi skáld- skapur, þar sem hver leikandi mælir ljóð af munni fram hvernig sem á stendur, er nú að mestu úr gildi genginn í leikritum síðustu tíma, En þessir „söngleikar" verða hálf leiðinlegir, ef söngurinn er ekki góð- ur. En í því efni er „Leikfélaginu" tölu- vert ábótavant. Þó söng Árni Eiríksson ekki ólaglega sumt í „Hermannaglettun- um“, og söngúr Óla í „Apanum" („Ef minnist eg á æskuár“) tókst mjög vel hjá honum, var sunginn af mikilli til- finningu, eins og vera átti. Ungfrú Guð- rún Indriðadóttir hefur laglega og mjúka söngrödd, en hefði gjarnan mátt syngja nokkru hærra stundum. Ef til vill hefur hún verið feimin, og því ekki beitt sér. Sama má liklega segja um einn nýjá leik- andann (Gísla Jónssön), sem kvað hafa allgóða rödd, en ekki bar mikið á því í þetta sinn. Yfirleitt var leikttr hans mjög viðvaningslegur, sérstaklega i „Ap- anum“, en hann getur lagazt við æfing- una. Eptir þeim kröfum, sem hér er far- ið að gera til leikenda, veitir honum held- ur ekki af að taka sér fram, ef hann áað halda sér framvegis á leiksviðinu en auð- vitað er þessa byrjun lítt að marka, og verður ekki af henni dæmt til fulls, hvern- ig leikandinn reynist í stærri hlutverkum, er hann væntanlega fær að reyna sig á. Hinsvegar eru litlar líkur til, að Sigurður Jónsson kennari geti nokkurn tíma orðið viðunanlegur leikandi. Honum virðist vera mjög ósýnt um þá list, nema að minnsta kosti á mjög takmörkuðu sviði. Hefur honum að eins einu sinni tekizt vel, er hann lék ribbaldann og misindismanninn í „Hinni týndu Paradís", en aldrei ella, og ætti hann því ekki að taka að sér nema eitthvert svipað viðfangsefni því, sem hann hafði í Paradísinni.— Frk. Guð- rún Indriðadóttir leikur ekki óliðlega, og sómir sér allvel á leiksviði, en gæti verið nokkru djarfari í framgöngu. Hún er líka ný af nálinni og stendur væntanlega til bóta. Frk. Gunnþórunn mun ekki til fulls hafa getað notið sín í þetta sinn vegna iasleika (tannpínu). Jómfrú Sörensen varð því hjá henni ekki jafn aðsúgsmikil eins og hún hefði átt-að vera, en mjög góð tilþrif voru víða í þeim leik. Kristján Þorgrímsson gerir þjóninn (Mads) í Her- mannaglettunum nokkuð skrípalegan, og þykir fólki mikið gaman að honum vegna þess. Jón Jónsson leikur vel að vanda, bæði sænska þjóninn og Brown, enda er það síðartalda allþakklátt hlutverk með allri vitleysunni, er vellur úr þessum Brown. Einna bezt og eðlilegast 1 þess- um tveim leikum er Óli í „Apanum" leik- inn (Árni Eiríksson), og öllu betur að sínu leyti en Barding málfærslumaður í „Glett- unum", er sami leikandi leikur, því að hann gerir karlinn heldur um of gassaleg- an og greylegan. En Óli er hinsvegaral- veg rétt tekinn, og því yfirleitt mjög Vel leikinn. Innan skamms ætlar „Leikfélagið" að taka fyrir önnur og veigameiri viðfangs- efni, en þessi, enda er því það vorkunn arlaust nú, þá er Árni, Jón og Stefanía starfa nú með. En hins vegar er Helgi Helgason verzlunarmaður hættur, ogerað sumu leyti eptirsjá í honum, því að hann lék opt vel. Hælanagið. ísafold hefur á síðari árum ofsótt Hann- es Hafstein sýslumann á allar lundir, — eins og marga aðra mæta menn úr heima- stjórnarflokknum. Hún hefur aldrei getað fyrirgefið H. Hafstein það, að flokksmenn hans báru bezt traust til hans og sendu hann eptir þing 1901 til þess að túlka fyrir hinu nýja ráðaneyti í Kaupmannahöfn óskir sínar og þjóðarinnar um sem rlflegasta breyt- ing í frjálslynda. átt á stjórnarskrá vorri. Fyrir þetta traust og þessa hylli, sem H. Hafstein hefur haft og hefur hjá flokks- mönnum sínum, fyrir lipurð þá og hygg- indi, sem hann sýndi í för þessari, fyrir þær góðu viðtökur, sem ráðaneytið veitti málsflutningi hans og allir Danir, sem unna framförum og menning hinnar ís- lenzku þjóðar, — fyrír þann árangur, sem af ferð þessari varð, að ísland hefur bor- ið gæfu til, að kveða niður valtýska draug- inn og fá setta á stofn alltryggilega heima- stjórn — fyrir allt þetta hatar Isafold Hannes Hafstein og ofsækir hann. Hún veit það, ísaf., að hann er einn af atkvæðamestu og vitrustu sonum þessa lands, auk þess hinn vandaðasti maður og bezti drengur, er þjóðin einnig ann og virðir sem eitt af beztu skáldum sín- um, — það eru því nægar ástæður til fyrir hana, til þess að hata hann og of- sækja. Ritstjóri »Reykjavíkur« gaf ísafold í sumar rækilega og maklega ráðningu fyr- ir ofsóknir hennar, og hefur hún því nú um tíma setið dálítið á strák sínum, en nú í 67. tölubl. hefur einn af geltendum blaðs- ins reynt að narta í hælana á Hannesi Hafstein út úr því, að hann skyldi dirf- ast, að fara með síðasta póstskipi til Khafnar án þess að tilkynna blaðinu það, hvernig á ferðum sínum stæði. Allmargir munu líta svo á, að H. Haf- stein þurfi ekki endilega að standa Isa- fold reikningsskap á ferðum sínum; og einnig hitt virðist býsna afsakanlegt, þótt einhverjir af vinum H. Hafsteins hafi haft gaman af að auka dálítið kurrinn í her- búðum Valtýinga út af sigling hans, með því að benda þeim á, að sú ályktun væri ekkert ósennileg, að ferðin væri gerð ept- ir bendingu frá ráðherra Islands. Það lægi meira að segja ógnar beint við að álykta þannig, enda þótt H. Hafstein hefði ekkert verið að »útbásúnera« það. Sn or ri. Húsbruni varð enn á Akureyri (Oddeyri). Þar brann til kaldra kona 9. f. m. verzlunar- hús og íbúðarhús Árna kaupmanns Pét- urssonar um hábjartan dag og varð engu bjargað úr húsunum nema verzlunarbók- unum. Enginn veit hvernig eldurinn hef- ur komið upp. Allt var vátryggt. Með naumindum tókst að verja næstu hús. Eins og menn vita eru engin slökkviáhöld á Akureyri, og er undarlegt, að menn skuli geta fengið hús sín vátryggð þar með slíku fyrirkomulagi. Þessir tíðu brunar á Ak- ureyri fara að gerast nokkuð ískyggilegir. I »GjalIarhorni« stingur einn höf. upp á því í gamni, að hann ætli að stofnanýtt eldsvoðaábyrgðarfélag fyrir Akureyrarkaup- stað, og segir að fyrsta greinin í lögum þess eigi að vera svolátandi: »Fyrir hvert það hús, sem ekki verður brunnið áður en 20 ár eru liðin, greiðir félagið fullt ábyrgðargjald, þó því að eins, að sömu slökkviáhöld verði framvegis notuð, sem nú eru til í kaupstaðnum«. Þykist höf. viss um, að þetta verði gróðavegur. Prestkosnin g er um garð gengin í Gaulverjabæ. Kos- inn var séra Einar Pálsson á Hálsi 1 Fnjóskadal með öllum atkvæðum þeirra, er fund sóttu (78) nema einu. Aðeins 13 kjósendur sóttu ekki fundinn. Heyhlaða brann nýlega hjá Birni bónda Ásmundssyni á Svarfhóli í Stafholtstungum. Voru í henni um 1000 hestar af heyi, og brann það allt nema 4—5 kýrfóður. Er þetta mik- ill skaði og tilfinnanlegur um þetta leyti árs. Hengdur maSur fannst hér á sunnudagsmorguninn 1. þ. m. í túnhliði vestanvert við Tjörnina sunnanverða. Hann hét Daníel Jón- a s s o n , vinnumaður vitavarðarins á Reykjanesi. Hafði hann hengt sig í mitt- isólinni. Lenti hér í slarki næstliðna viku í miður góðum félagsskap, og hefur lík- lega orðið hálfsturlaður út úr öllu saman. I fyrstu var gizkað á, að hann mundi hafa verið sviptur Iífi af mannavöldum, en ekk- ert hefur vitnazt um það við rannsókn, er gerð hefur verið, og er því sennilegt, að sá kvittur sé á engu byggður. „Hólar“ komu hingað norðan um land og aust- an að kveldi 3. þ. m. Höfðu farið vest- ur á Skagaströnd og Blönduós að sækja kjöt o. fl. Farþegar hingað voru að sögn rúm 400, og hafði vistin verið ill á skip- inu fyrir allan þann sæg, eins og eðlilegt er. Það er engin mynd á því,,að »hið sameinaða« skuli ekki hafa stærra skip en »Hóla« til mannflutninga, tvær síðustu ferðirnar að austan á haustin, og í eina ferð héðan að vorinu, þá er kaupafólk flest fer. Þá er fjöldi farþega verður að hafast við á þiljum uppi sakir rúmleysis niðri, er lífi og heilsu manna hætta búin, ef skipið hreppir illviðri og sjógang, eins og gera má ráð fyrir á haustdegi. Lífið niðri í lestinni í svona miklum þrengslum, er heldur ekkert sældarlíf eða sérlega heilsusamlegt, þá er fólkinu er hrúgað saman eins og síld í tunnu. Þetta óhaf- andi fyrirkomulag þyrfti gagngerðra end- urbóta við. Með skipinu kom að norðan séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Frá Kefla- vík kom Þórður Thoroddsen héraðslækn- ir með allt sitt fólk, og ætlar hann að dvelja hér í bænum vetrarlangt að minnsta kosti. Embætti hans gegnir Þorvaldur Pálsson læknaskólakandídat. GufuskiplO „Breifond“ kom í fyrra kveld frá Skotlandi eptir 6 daga ferð með ýmsar vörur til Edin- borgarverzlunarinnar (kol, olíu o. fl.). Kvað ekki hafa haft nein útlend blöð meðferðis. ,Vesta‘ kom í nótt kl. 3. Farþegar með henni ekki margir. *Skálholt“ kvað ekki vera væntanlegt fyr en á sunnudag f fyrsta lagi. Höfðingleg gjöf. W. T. Thostrup stórkaupm. í Kaupm,- höfn, er áður var eigandi verzlunar þeirr- ar á Seyðisfirði, er Þórarinn kaupm. Guð- mundsson á nú, hefur gefið Seyðisfjarðar- kaupstað 10,000 krónur, og er það rausn- arlega gert. Víxilfölsun. Maðurinn, sem uppvís varð að því um daginn að hafa falsað 200 kr. víxil í lands- bankanum (sbr. síðasta blað), hefur nú orð- ið uppvís að því, að hafa falsað annan víxil jafnstóran hálfum mánuði áður, og fengið hann útborgaðan í bankanum. Eitthvert skriOdýrið hans Warburgs er að engjast sundur og saman f sfðustu ísaf. út af því, að Þjóðólfur síðast pikkaði ofurlítið í þessi grey, og fræddi þau á því, að það væri hæpið, að þau fengju nokkuð fyrir snúð sinn, því að Warburg væri ekki lengur við nýja bankann riðixin. Þetta hefur skriðdýrunum þótt þungar búsifjar, og eitt þeirra hefur því skriðið í myrkrinu und- ir hinar forugu flfkur ísafoidar, og teygir sig þar sundur og saman eins og snakkur, þeg- ar hann er að sjúga hana mömmu sína, eins og sagt er í þjóðsögunum. Og þarna ælir þessi veslingur úr sér mestu ógerðarspýju, er á að lenda á ábyrgðarmanni Þjóðólfs, en fer algerlega fyrir ofan garð og neðan, af þvf að þetta Warburgs-skriðdýr vantar allt nema viljann til að gelta. Það getur að eins velt sér á hrygginn.og mænt hungruð- um vonaraugum til Warburgs. En þótt War- burg geti nú ekkei t líknað, þá er þýðingar- lítið að láta fólskuna yfir þeim vonbrigðum bitna á' Þjóðóifi. Hann getur ekkert að því gert, þótt W. sé nú kominn „út úr spilinu'*. En náttúrlega er þetta skrambi leiðinlegt fyrir skriðdýrin hans, sem otðin voiu svo vongóð. En úr því að þau geta ekki bor- ið harm sinn betur en þetta, þá getur vel verið, að Þjóðólfur geri það að gamni sínu, að stinga þau ofurlítið við og við, svo að fólkið geti haft skemmtun af að horfa á, hvernig þau engjast sundur og saman við þann sársauka, eins og ánamaðkar. Það er svo broslegt, að sjá skepnur þessar sprikla á nálaroddunum, og geta ekki unnið nein- um mein. En það getux samt vel verið, að það sé ekki gustuk að kveija þessa vesalinga. Ræfill sá, sem ,ísafold hefur léð húsaskjól, virðist að minnsta kosti ekki fær um að þola meira. Bak og fyrir. Skyldi það vera rétt til getið, eins og sum- ir gizka á, að hið nafnkunna háðkvæði Hann- esar Hafsteins — lofkvæðið til heimskunn- ar — hljóti að vera ort um ísafold? Mér virðist það mjög líklegt, þvf að heimskan hefur stöðugt setið þar á „tignartróni", harla fyrirferðarmikil, frá því að eg fyrst man eptir. Forvitmn. Háðkvæði Hannesar um heimskuna getur átt mæta vel við ísafold, og mér er nær að halda, að það sé ort með sérstakri hlið- sjón af þeirri vizku(I), sem venjulega hefur birzt í því blaði frá upphafi. Það hefur jafnan burðazt með tvo poka: heimskuna í fyrir en róginn í bak, en heimskan ver % þó optast snöggt um þyngri, svo þung, að blaðgreyið steypist hvað eptir ann- að á hrammana ofan í saurinn, og getur þá ekki reist sig við aptur, nema þyngdur sé bakpokinn til muna í bili, er fljótast verður gert með því, að þurka óþverrann af sér á náunganum, sem fram hjá gengur. Gæti góður teiknari gert skrítna mynd af þessu. Sagax.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.