Þjóðólfur - 06.11.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.11.1903, Blaðsíða 3
179 Yeðnráttufar í Itvík í október 1903. Medalhiti á hádegi. + 3.7 C. —„— „ nóttu . -j- I.i „ Mestur hiti,, hádegi. + 12 „ (1.) Minnstur — „ „ .-+3 » (27 •) ' Mestur — „ nóttu . + 5 „ Minnstur— „ „ . +• 8 „ (28.). Framan af mánuðinum optast logn eða hægur á austan með nokkurri rigningu við og við; h. ig. gekk hann til norðurs og héldst það til 27. með nokkru frosti. Síð- an stillt veður, hæg austanátt og þýðvindi. Ennþá hefur hér eigi fallið snjór á jörðu. V11—'03. J Jónassen. Sti'ilka getur fengið vist nú þegar við að gæta barna. Ritstj. vfsar á. Vel skotna fálka kaupir Július Jörgensen Hotel ísland. Uppboðsauglýsing, Mánudaginn 16. nóvembermán. næst- komandi á hádegi, verður opinbert uppboð haldið í þinghúsi kaupstaðar- ins og þar seld hæstbjóðendum, ef viðunanlegt boð fæst, fiskiskipin: Helga 75,37 smál. að stærð. Guðrún 22,00 — — — tilheyrandi þrotabúi Helga kaupmanns Helgasonar með seglum, akkerum, bát- um og öðrum útbúnaði, er skipum þessum fylgja. Uppboðsskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunni daginn fyrir uppboðið. Bæja-rfógetinn í Reykjavík. 20. október 1903. Halldór Daníelsson. Kol og Steinolía miklar birgðir og mjög ódýrt seldar. Maís, Hænsnabygg, Bankabygg, Haframjöl kuúsað. LAUKUR. Segldúkur ágætur og ódýr. ,EDINBORGs Ha fn arst r æ t i 12. Skiptafundir verða haldnir á skrifstofu sýslunnar í Hafnarfirði í eptirgreindum búum sem hér segir: 1. Dánarbúi Björns Ólafssonar frá Traðarkoti mánudaginn þ. 14. des. þ. á., kl. 12 á hádegi. 2. Dánarbúi Hinriks Ólafssonar frá Ólafsvelli sama dag, kl. 1 e. h. 3. Þrotabúi Kristjáns Kristjánsson- ar frá Hvammi í Vatnsleysu- strandarhreppi, sama dag, kl. 4 e. h. 4. Dánarbúi Jóns Jónssonar frá Salt- vík sama dag, kl. 5 e. h. 5. Dánarbúi Guðmundar ívarsson- ar frá Brunnastöðum þriðjudag- inn þ. 15. des. þ. á., kl. 12 á hádegi. 6. Dánarbúi Margrétar Eggertsdótt- ur frá Minni-Vatnsleysu sama dag, kl. 1 e. h. 7. Dánarbúi Sigurðar Gestssonar frá Gerðabakka í Rosmhvalanes- hreppi sama dag, kl. I e. h. 8. DánarbúiJónasarSt. Gunnarssonar frá Hvalsnesi í Miðneshreppi sama dag, kl. 4 e. h. 9. Dánarbúi Arna Einarssonar Görð- unum í Rosmhvalaneshreppi sama dag, kl. 5 e. h. 10. Dánarbúi Arna Sveinbjörnsson- ar frá Sandhól f Rosmhvalanes- hreppi miðvikudaginn þ. 16. des. þ. á., kl. 12 á hádegi. 11. Dánarbúi Jóns Jónssonar, Lása- koti, sama dag kl. 1 e. h. 12. Dánarbúi Hjörleifs Steindórsson- ar frá Móakoti á Vatnsleysu- strönd, sama dag kl. 4 e. h. 13. Dánarbúi Guðm. Jónssonar frá Óttarsstöðum, sama dag kl. 5. e. h. Það væntist að skiptunum á öllum þessum búum verði þá lokið. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósar- sýslu 2. nóv. 1903. Páll Einarsson. Eg hef í mörg ár þjáðst af t a u g a - veiklun, svefnleysi og lystar- 1 e y s i og hef nú á síðkastið leitað margra lækna, en árangurslaust. Eg reyndi þá KÍNA-LÍFS-ELIXÍR Valde- mars Petersens og varð þegar vör við talsverðan bata, er eg hafði neytt 2 flaskna, og vona að mér albatni, er eg held áfram með elixírinn. Reykjavík, Smiðjustíg 7, 9. júní 1903. Gudný Aradóttir. Eg, sem þekki konu þessa persónu- lega, get vottað, að sögusögn hennar er sönn. Hún er nú á góðum batavegi í samanburði við heilsu hennar áður en hún fór að brúka Kína-lífs-elixír. Reykjavík, 15. júní 1903. L. Pálsson, homöop. læknir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum katipmönnum á Islandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V.P. að líta vel eptir því, að -pT1 standi á flösk- unum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Klnverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. Ljósmyndaverkstofa mín er í BANKASTRÆTI 14. Myndir teknar daglega frá kl. 11 f. m, til 2h e, m. í hvaða veðri sem er. Myndirnar ódýrari en áður hefur tiðkazt, þegar tekin er heii tylft; sérstaklega ódýrar og stórar myndir útfærðar eins og hver óskar, Eg hef fengið mér aðstoðarmann, sem unnið hefur mörg ár hjá hinum alþekkta fotogr. Even Neuhaus í Kaupmannahöfn. Ný verkfæri ákaflega fullkomin, sem eru alveg óþekkt hér áður. Bý að einstil ,mattar‘ l!sE Platin- myndir, bæði stórar og smáar, eins og mest tíðk- ast erlendis. Virðingarfyllst. P. Bryniólfsson. 108 „Leyfist mér að spyrja, hvenær hann fór?“ ,.í gær síðdegis", svaraði hún, því að hún mundi eptir tilraun Vladi- mirs að flýja. „Æ, hví mættum við honum?" datt henni í hug, og hún iðraðist þess beisklega, að hafa fengið hann til að hverfa aptur heim með sér. „Ætlið þér að telja mér trú um, að hann hafi farið burt, án þess að segja yður frá því ?“ spurði málaflutningsmaðurinn háðslega. „Já, án þess að segja okkur það“, sagði hún einarðlega. „Það eru skrítnir gestir, sem menn hýsa nú á dögum", sagði hann. „Mér þykir leitt að rannsaka húsið hérna, en eg verð að gera það". „Hafið þér skriflega skipun til þess?“ spurði Katrín. „Þess þarf nú ekki við", svaraði málaflutningsmaðurinn hörkulega. En svo sneri hann sér til félaga síns, er eptir skipun hans dró upp úr vasanum skrifuð skjöl, og rétti Katrínu þau. Hún fletti þeim sundur og lét sem hún læsi, en geðshræringarnar meinuðu henni að lesa nokkurt orð. Málaflutningsmanninum leiddist biðin. „Fyrirgefið", sagði hann háðslega. „Þessi rithönd er ekki góð af- lestrar, en við megum ekki sóa tímanum. Eg ætla þessvegna með leyfi yðar að rannsaka herbergin meðan þér Iesið“. Katrín vísaði honum inn í húsið. í laufskálanum gerðist nú annað um sama leyti. Þegar Vladimir heyrði vagnskröltið, flýtti hann sér að glugganum, og við bjarmann frá Ijóskerinu eygði hann lögregluþjónana. „Hann hefur þá kært mig, fanturinn sá arni", hugsaði hann. Honum datt fyrst í hug að fara út í garðinn og reyna að komast þaðan út í skóginn og fela sig þar, en þegar hann leit aptur út um glugg- ann, sá hann tvo lögregluþjóna, er voru á hlaupum kringum húsið. Hon- um var alstaðar varnað útgöngu, hann var veiddur í gildru eins og rotta. „Eg get forðað mér“, hugsaði hann og flýtti sér til dyra með þeim ásetningi, að fá sér eitthvert vopn, exi eða barefli, en í dyrunum mætir hann gömlu stúlkunni, sem með öndina í hálsinum ávarpaði hann þannig: i°5 yðar. Það er að vísu satt, að eg vann hann fyrstur manna til að fylgja málstað vorum, en beinlínis og óbeinlfnis á eg engan þátt í því, að hann var tekinn fastur". Nú leit hann svo hreinskilnislega framan í hana og var auðséð, að hann bjóst við, að hún tryði sér. Hann beið eptir svari, en hana setti hljóða og hrukkur færðust á ennið. „Hafið þér ekki steypt honum í ógæfu einmitt með því, að fa hann í fylgi með yður?“ sagði hún eptir langa þögn. Það var langt frá því, að hann liti af henni, þó að hún horfði fast á hann, og sannfæringin leiptraði úr gráu augunum hans. „Vér steypum oss allir í ógæfu, Katrín Vasiljevna, og vér steypum oss í hana með opnum augum, hann og vér allir. í því er styrkur vor fólginn. Sakir þess er köllun vor stór og vegleg, og það er skilyrði sig- ursins, sem vér eigum í vændum", sagði hann með ákafa. Katrín þagði og hlustaði. í orðstraum þessum var undiralda, sem henni var svo hugljúf. Þetta minnti hana á hina kristnu píslarvotta. „Eg skil yður“, sagði hún, „og eg er ekki reið við yður. En hvað stoðar það. Vania er samt horfinn okkur. Eg réð það áf frásögn yðar, að hann myndi koma aptur til okkar, lifa fyrir okkur — og nú í stað þess — —“ Hún var svo vonlaus, er hún lagði niður handleggina og augun flóðu í tárum. „Talið ekki þannig", sagði Vladimir og gekk til hennar. „Hví ör- væntið þér ? Það er líka mér að kenna — fyrirgefið mér I Eg talaði ekki sérstaklega um bróður yðar, og þetta, sem eg sagði, eru almenn orða- tiltæki. Að sitja í dyflizu er ekki hið sama og að vera glataður maður. Eg þekki alla fortíð hans, og þar er ekkert, alls ekkert, sem getur varð- að meiri hegning en að fara til Síberíu, og frá Síberíu geta menn strokið". Hann gekk órólegur um gólf. „Heyrið Katrín!" sagði hann aptur og stóð kyr. „Eg á vini og eg get sjálfur talsvert afrekað. Eg lofa yð- ur því hátíðlega, að eg skal ekki víkja fyrir neintii hindrun og gera það að takmarki lífs míns, að leysa bróður yðar úr böndum. Trúið þér mér?"

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.