Þjóðólfur - 06.11.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 06.11.1903, Blaðsíða 4
i8o Proclama. Hér með er skorað á alla þá, sem til skuldar telja í dánarbúi Tómasar Nikulássonar úr Njarðvíkum, er and- aðist að Bakka í Dölum í Barða- strandarsýslu 19. júlí þ. á.,aðgefasig fram við undirritaðan skiptaráðanda og sanna kröfur sínar, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þessarar innköllunar. Jafnframt er skorað á erfingja hins látna að gefa sig fram innan sama tíma og sanna erfðarétt sinn. Skal þess getið, að hinn látni er fæddur þ. 6. marzmánaðar 1868 í Akurhús- um í Rosmhvalaneshreppi. og var son- ur Nikulásar Kláussonar og Ingibjarg- ar Tómásdóttur, er þar bjuggu. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósar- sýslu 26. okt. 1903. Páll Einarsson. Proclama. Hér með er samkvæmt skiptalög- um 12. apríl 1878, samanber opið bréf 4. janúar 1861, skorað á alla þá, sem til skuldar eiga að telja í dánar- búi Árna sál. Waage, sem drukknaði af fiskiskipinu „Oak" í síðastl. marz- mánuði, að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir undirrituðum skipta- ráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skiptaráðandinn á Akureyri, 19. okt. 1903. Kl. Jónsson. Mér var dregið í haust hvítt lamb með mínu marki: sýlt h., stúfrifað v.; lamb þetta á eg ekki og getur eigandi vitjað þess til mín og borgað áfalhnn kostnað. Gíslaholti í Holtum 3. nóv. 1903. Erlendur Erlendsson. I Flóarétt var mér í haust dreginn hvít- ur lambhrútur, sem eg á ekki, en er þó með mínu rétta marki: heilrifað h., hálft af fr. v. I vinstra eyra er hvít flétta. Eig- andinn gefi sig fram. Jón Vigfússon. Litlu-Háeyri, Eyrarb. Nýkomnar margar t egundir af N ÆRFATNAÐI úr skozkri alull; mjög hlýr og góður fyrir g i g t v e i k a . SKINNHANZKAR fyrir kvenn- fólk og karla úr völdum skinntegund- um, sem ekki springa. MILLUMSKYRTUR hvítar og mislit- ar með gæða-verði. FLIBBAR og BRJÓST, allar stærðir. Mikið af fínum, Ijósum SLAUFUM og HUMBUGUM. Bindingsslipsi að eins 0,50 stk. Vetrarhúfup, ekta skinn með silkifóðri. HATTAR og HÚFUR o. m. fl. Mikið af fínum Vetrarfrakkaefnum — Alfataefnum — Buxnaefnum o. fl. Guðm. Sigurðsson. klæðskeri. Frímerki. íslenzk frímerki, brúkuð og óbrúk- uð, afbrigði í frímerkjanöbbum, mis- prentanir o. s. frv., eru keypt. Segja verður til um verðið. Harry Ruben, Ny Halmtorv 40. Köbenhavn. ME Ð Þ VI, að þessar viðskipta- bækur fyrir sparisjóðsinnlög- um eru sagðar glataðar: J\s 7049 (T. bls. 119). — 9070 (Y. — 220). stefnist hér með samkvæmt IO. gr. laga um stofnun landsbanka 18. sept. 1885 handhöfum téðra viðskiptabóka með 6 mánaða fyrirvara til þess að segia til sín. Landsbankinn í Reykjavík. 20. október 1903. pr. Tr. Gunnarsson. Eiríkur Briem. % ■ " u Stór útsala «k í EDINBORG Hafnarstræti 12, byrjaði mánudaginn 2. xióv. og stendur að eins yflr í tíu daga, til 12. þ. m. Vörur fyrir neðan innkaupsverð : S m S ? II II I: Flauel misl . . áður 1,80 nú 1,20. Hörléreft . . — 1,80 — 1,20 Silfursilki . . — o,7S — 0,30 Frakkaefni . . — i,45 — 1,00 do. 2,45 — 1,90 Fatatau 5,oo — 4,00 Kjólatau . . — L35 — 1,00 do. . . — 2,23 — 1,60 Dömuklæði . . — ,50 — 1,90 do . . — 1,00 — 0,70 Muslin . . — 0,90 — 0,75 Sirtz . . — 0,28 — 0,20 Vaxdúksrenningur . . . — 0,40 — 0,28 Mikið af ýmsum taubútum og margt, margt fleira. a s H H II II II II 5 B 4fV, Ásgeir Sigurðsson. ii 106 ,,Já, já“, svaraði hún og vonin varpaði geislum á andlit hennar. „Ó, hversu sæla gerðuð þér mig, hversu óumræðilega þakklát skyldi eg verða yður! “ „Nei, þér megið ekki þakka mér", sagði Vladimir með titrandi rödd. „Þér vitið ekki, hve dýrmæt þér eruð orðin mér! Eg vildi fórna lífi minu fyrir yður — eg vil heldur deyja en vita yður tárfella. Og að fá yður til að brosa, ó, meiri sæla er ekki til í þessum heimi!" Hann þagnaði allt í einu. Ástarjátning hans hafði komið svo ósjálf- rátt fram á varir hans, og nú sá hann fyrst um seinan, hvað hann hafði sagt. „Eg bið yður að fyrirgefa það, sem eg hef sagt við yður, unnustu annars manns. Eg ætlaði ekki að segja það -— en það gildir einu. — Við sjáumst að líkindum aldrei framar. En eg get sagt yður það, að hærri og hreinni tilfinningar en hjá mér, hafið þér ekki vakið hjá nein- um manni — og lifið nú heil og sæl". Hann þrýsti höndina, sem hún rétti honum, og gekk svo út úr her- berginu. Katrín var ein. Hún hafði ekki búizt við að heyra neitt líkt þessu og var bæði hrædd og hissa. í hjarta hennar var þögn, en þó var allt svo bjart, eins og það væri helgidagur. Hún gekk upp stigann svo létt- fætt, að það var eins og hún svifi í loptinu, og þegar hún gekk inn í herbergi móður sinnar, brá unaðsbjarma á andlit hennar; þó að Katrín svaraði honum engu, barðist hjarta hennar af gleði. Sjúklingurinn svaf vært. Birtan var dauf í herberginu og gamla stúlkan sat við rúmstokkinn og stagaði sokka. Hún leit á Katrínu, sem væri hún hrædd og vildi spyrja hana, hvað henni byggi í brjósti. Unga stúlkan gekk til hennar og kyssti hana þegjandi. „Ó, veslings litli unginn rninn!" sagði gainla stúlkan við Katrínu og strauk bjarta hárið hennar. „Eg vissi, hvað af því mundi leiða, að ung- inn minn flaug svo opt til laufskálans. Nú, jæja, verði guðs vilji. Eng- inn ræður örlögum sínum". „Nei, nei", sagði Katrín og hallaði sér upp að henni. „Þér skjátl- ast. Hann á ekkert skylt við örlög mín". 107 Þá heyrðist vagnskrölt úti fyrir og þær þutu báðar út að glugganum. Hver gat það verið ? Fyrir dyrum úti staðnæmdust tveir vagnar með mönnum, er báru ljósker. Þeir hlupu skjótt úr vögnunum og skipuðu sér í kringum húsið. Þær báðu guð að hjálpa sér. Þetta var lögregluliðið. Katrín hljóp náföl til gömlu stúlkunnar. „Þeir erusendir eptir hon- um. Flýttu þér til hans, feldu hann, frelsaðu hann! Flýttu þér, eg skal dvelja fyrir þeim, meðan þú fer til hans". Hún flýtti sér svo mikið niður stigann, sú gamla, að Katrín gat varla fylgt henni. Nú var hringt í sífellu. Katrín hljóp til dyra og opnaði þær. Ung- ur maður í liðsforingjabúningi gekk inn og á eptir honum málaflutnings- maður. „Hægt! Það er sjúklingur hérna í húsinu", sagði Katrín. „Fyrirgefið ungfrú, að við gerum yður ónæði", sagði málaflutnings- maðurinn og hneigði sig kurteislega. „Við komum hingað til að rækja skyldu okkar". Hann var kunningi unnusta hennar, og hafði auk þess fengið skipun frá landshöfðingjanum, að sýna venzlafólki skjólstæðings hans eins mikla lipurð og auðið var. „Hvað viljið þér ?“ spurði Katrín. „Samkvæmt skýrslu, er við höfum fengið um að flóttamaður og drott- insvikari nokkur sé falinn í húsi yðar —". „Meinið þér gestinn okkar, herra Vladimir Petrovich Volgin ?“ Eg veit ekki til þess, að hann sé glæpartiaður", sagði Katrín. „Eg efast ekki um það, ungfrú", sagði málaflutningsmaðurinn og var skjótur í svari, þó að hann efaði ekki hið gagnstæða. „Við erum með enga kæru gegn fólki ýðar, en okkur hefur verið skipað, að taka mann þann fastan, er nefnir sig Volgin". „En hann er hér ekki", svaraði Katrín einbeitt mjög. „Ekki það ? Hvert ætli hann hafi getaðfarið?" spurði málaflutnings- maðurinn, og bros efans lék um varir hans. „Hann fór skyndilega burt", sagði Katrín.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.