Þjóðólfur - 13.11.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.11.1903, Blaðsíða 2
182 gangi, pappír og prentun1) eins og i. bindi, en prófarkalestri virðist helzt vera ábótavant. Þó höfum vér óvtða rekizt á mjög meinlegar prentvillur, en þær mega helzt engar vera í slíkri bók. — I bindi þessu eru margir gamlir kunningjar, mörg þjóðfræg ljóð, sem orðin eru uppáhalds- eign þjóðar vorrar t. d. Þjóðhátlðarkvæði skáldsins, Vlg Snorra Sturlusonar, Guð- brandur Hólabiskup, Eggert Ólafsson, Eyjafjörður, ljóðin úr Skuggasveini o. m. fl. Hér er og mesti aragrúi af nýjum kvæðum, sumum áður prentuðum hingað og þangað, en sumum áður óprentuðum, og er snilldarmark séra Matthíasar víðast hvar þekkjanlegt, þótt kvæðin séu auðvit- að misjöfn að gæðum, því að ekki má ætlast til þess í svo miklu safni, að a 111 sé gull. Af nýjum eða nýrri kvæðum hin- um stærri skara fram úr söngljóð um Hóla- stipti hið forna, ort 1900, og ekki sízt kvæðið um Skagafjörð, ort 1890, ef til vill eitthvert hið allra snjallasta og til- þrifamesta kvæði skáldsins 1 þeirri grein, þar sem brugðið er upp eins og í skugg- sjá stórfelldri sýningu af héraðinu í sam- bandi við sögu þess að fornu. Að prenta til sýnis einstakar vísur úr þessu kvæði er óþarft, því að það má kallast listaverk frá upphafi til enda. Smáu kvæðin sum eru og ágæt. Kvæðið um Bólu-Hjálmar er kjarnyrt og kraptmikið ort í Hjálmars anda. Síðast 1 bindinu eru þýðingar á kvæðum eptir ýms erlend skáld: Holger Drachmann, (Lars Krúse o. fl.), E. Aare- strup, Aðalbert von Chamisso (Kvennaljóð), A. Tennyson, Edgar Poe (Hrafninn), Matthew Arnold, Shelley og Longfellow (Mansalsljóð). Flestar þýðingar þessar eru snilldarlega gerðar, enda er séra Matt- híasi mjög sýnt um, að ná skáldlegri feg- urð og krapti frumkvæðanna, án þess að binda sig um of við orðin. Sumar þýð- ingarnar verða enda smellnari hjá honum, en sjálf frumkvæðin. — Annars var það ekki tilgangurinn með þessum fáu línum, að rita nokkurn ítarlegan dóm um þetta kvæðasafn. Séra Matthíasi verður hvorki lypt hærra með lofi, en honum hefur áð- ur lypt verið, og hann verður heldur aldr- ei úr þessu níddur með lasti niður úr því sæti, er hann skipar hjá þjóð vorri, sem öndvegisskáld hennar, að öðrum ó- löstuðum. — Hr. Östlund á þakkir skilið fyrir þessa útgáfu af skáldritum séra Matt- híasar, því að hún er og verður útgefand- anum til sóma, jafnvönduð sem hún er að frágangi yfirleitt. Það hefði líka ver- ið hneyksli, að láta séra Matthías koma 1 tötrum fyrir almenningssjónir. Svartfjallasynir. Sögur frá Montenegro, eptir H. Angell. Helgi Valtýsson þýddi, 185 bls. 8vo- Prentsmiðja SeyðisQarðar 1903. Bók þessi, sem hr. Östlund einnig hef- ur gefið út, er góð bók og eiguleg. Höf., sem er norskur maður, hefur ferðazt um Montenegro (Svartfjallaland) og orðið mjög hrifinn af íbúum þess. Lýsir hann frels- isást og ættjarðarást þjóðarinnar með eld- heitum orðum, og dáist mjög að þolgæði hennar og hreysti. Saga Svartfellinga er og sannkölluð frægðarsaga, einhver hin glæsilegasta í allri mannkynssögunni. Svo að segja hvert blað í henni ber vott um dæmafáa hreysti, óbilandi kjark og brenn- heita föðurlandsást, þessara fámennu fá- tæku Svartfjallasona, sem aldrei hafa bug- azt látið, við hversu mikið ofurefli, sem eiga var, heldur ávallt varið frelsi sitt og fósturjarðarinnar svo harðfengilega, að þeim hefur aldrei orðið á kné komið, að land þeirra, sem að eins er hluti ís- lands að stærð, hart og hrjóstrugt, hefur aldrei komizt undir erlend yfirráð og er 1) í einni örk (26. örkinni) í því eintaki, er vér höfum, er þó prentunin dálítið gölluð. sjálfu sér ráðandi enn þann dag í dag. En saga Svartfellinga er blóði rituð. Þeir hafa geta haldið frelsi sínu að eins með því, að fórna blóði hinna beztu og hraust- ustu drengja á altari ættjarðarástarinnar. Það er hressandi og fjörgandi að lesa bók þessa, en höf. hefur ekki alstaðar haft nógu mikið vald yfir efninu, heldur miklu fremur hefur efnið baft vald yfir honurn, og verður frásögnin því opt sundurlaus og í molum með óþarflega mörgum end- urtekningum á hinu sama. Það er eins og höf. hafi í ákafanum og eldmóðinum gleymt að lesa handritið yfir, áður en það var prentað. Þetta spillir að vísu nokkuð gildi bókarinnar, en góðfús les- ari fyrirgefur höf., þótt hann sé nokkuð brokkgengur í frásögninni, af því að hann sjálfur er svo einstaklega hrifinn af efn- inu, og hrífur lesarann með sér. Þýðingin er víða ekki svo vönduð sem skyldi, og sumstaðar röng, af því að þýð- andinn hefur misskilið frummálið, eða kann ekki nógu vel íslenzku til að þýða rétt. Á bls. 96 stendur: »Mörg af kvæð- um þessum eiga(!) að vera frábærlega fög- ur«. Sambandið sýnir, að þessi setning er algerlega misskilin. Hér er »skal være« þýtt með »eiga að vera«, sem er málleysa eptir íslenzkri málvenju. Setningin rétt þýdd ætti að vera : »Mörg kvæða þess- ara eru sögð« o. s. frv. eða »Sagt er, að mörg kvæða þessara séu« o. s. frv. Al- veg samskonar meinloka kemur og fyrir á öðrum stað í bókinni. En þrátt fyrir ýmsa smávegis agnúa á niðurskipun efn- isins hjá höf. og misfellur á þýðingunni er bökin góð bók, og ættu sem flestir landar vorir að lesa hana, og lesa hana með athygli, því að hún er frá upphafi til enda lofsöngur karlmennskunnar, hug- prýðinnar, þolgæðisins, nægjuseminnar og síðast en ekki sízt frelsisins og ættjarðar- ástarinnar. Lestur slíkra bóka spillireng- um manni. Geta má þess, að allmargar dágóðar myndir eru 1 bókinni og mynd höf. framan við hana. Nýja stjórnin kvað eiga að taka til starfa hér á landi 1. febrúar næstkomandi, því að staðfest- ing stjórnarskrárbreytingarinnar var birt í B.deild Stjórnartíðindanna 9. þ. m., sam- kvæmt skipun frá ráðgjafanum, en frá birtingu hennar þar eiga að líða 12 vik- ur, þangað til hún gengur í gildi. Naum- ast getur þó alit orðið komið í fastar skorður svo snemma, því að stjórnarbreyt- ingin útheimtir mikinn og margháttaðan undirbúning. Meðal annars verður að breyta landshöfðingjahúsinu í stjórnarskrif- stofur, og mun það taka alllangan tíma. Landshöfðinginn kvað ætla að flytja úr húsinu seint í þ. m. í hið nýbyggða hús sitt í Þingholtsstræti. Bruni. Aðfaranóttina 19. f. m. kviknaði eldur í heytópt á prestssetrinu Hvammi 1 Lax- árdal, og læsti sig í fjósið, sem var áfast við heytóptina. Þá er komið var á fætur í birtingu um morginn, var allt í björtu báli og fjósið fallið, en kýrnarallar dauðar undir þekjunni. Fórust þar 6 nautgripir: 5, er presturinn séra Björn L. Blöndal átti (3 mjólkandi kýr, kvíga að fyrsta kálfi og naut), og 1 kýr, er hús- maður þar á bænum átti. I bréfi ds. 26. f. m. segir svo: »Kýrnar lágu dauðar á básunum í sömu stellingum og þær höfðu lagzt um kveldið, og virðist það benda á, að þær hafi ekki kvalizt mjög mikið. Fjósið mun hafa fyllst af reyk, undireins og kviknaði í heyinu, og kýrnar þá að líkindum kafnað fljótlega. Stormur hvass var á landnorðan á mánudaginn, og var því erfitt að fást við að slökkva. Menn komu af næstu bæjum til hjálpar, og tókstloks að slökkva eldinn eptir 2—3 kl.tfma. Hér um bil einu kýrfóðri af nýtilegu heyi varð bjargað, borið burt áður en eldur komst í það, og svo voru týndir úr bruna- heyinu um 20 hestar, sem ef til vill verða fóður handa hrossum og kindum. En í fjósheyinu, sem brann, voru alls um 160 hestar, því nær allt taða«. Nágrannar og sóknarbændur séra Björns kvað þegar hafa hlaupið vel undir bagga með honum, bæði með samskotum og öðrum stuðningi, enda er hann mjög vel látinn af sóknarmönnum sfnum. Má vænta, að honum verði bætt tjón þetta að miklu eða mestu Ieyti. Lög frá alþingl staðfest af konungi 3. f. m. auk þeirra, sem getið var í 44. bl. Þjóðólfs. 13. Lög um kosning fjögurra nýrra þing- manna. 14. Lög um verðlaun fyrir útflutt smjör. 15. Lög um skiptingu Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö sýslufélög. 16. Lög um lóðasölu f Reykjavík. 17. Viðaukalög við lög 14. des. 1877 um tekjuskatt (gjald af hvalveiða- mönnum). Útskálaprestakall er veitt afkonungi 26. sept. séra Kristni Daníelssyni á Söndum, samkvæmt kosn- ingu safnaðarins. f Jón Þorkelsson cand. jur. andaðist hér á Landakots- spítalanum að kveldi 6. þ. m., réttum mánuði eptir að hann kvæntist (9. okt.) frk. Eiizabetu Steffensen. Hann var að eins 32 ára gamall, fæddur á Mosfelli í Mosfellssveit 13. maí 1871, sonurÞorkels prests Bjaruasonar, síðar á Reynivöllum (t 1902) og Sigrlðar Þorkelsdóttur, sem nú á tæpu hálfu öðru ári, hefur orðið að sjá á bak manni sínum og 2 uppkomnum sonum. — Jón heit. var útskrifaður úr skóla 1893, en tók embættispróf í lögum við háskólann 1901, þjónaði Isafjarðar- sýslu fyrir Hannes Hafstein meðan hann sat á þingi 1901, og þangað til hann kom úr utanför sinni um haustið. Var síðan við málfærslu í Reykjavík. Hann var efnismaður, drengur góður og vel látinn. Skipstrand og slysfarir. Úr Stykkishólmi er skrifað 1. þ. m. Mánudaginn 19. okt. rak kútter nokkur »Guðrún« frá Dýrafirði upp af Gunnars- staðalegu í Hvammsfirði og brotnaði í spón. Hafði verið send héðan með út- lendar vörur þangað og til að sækja kjöt. Þess er getandi, að Hvammsfjarðar- hafnsögumaðurinn, Jóhann bóndi Jónasson í Öxney, maður á áttræðisaldri, stóð 7 kl.tíma á þilfarinu í miðjum brimgarðin- um, og sakaði ekki annað, en að honum versnaði dálítið kvefið, sem hann hafði áður. Hann var einn á skipinu, þegar það slitnaði upp. Þeir láta annað eins vera ungu mennirnir. Daginn eptir (20. okt.) týndist Flateyjar- pósturinn á leið úr Flatey, 5 karlmenn og 1 gipt kona, sem fór sér til skemmtunar með póstinum. Allt fólkið var úr Stykkis- hólmi og 3 karlmennirnir kvæntir, þar á meðal formaðurinn, Jóhann Jónasson hús- maður hér, og allir fjölskyldumenn, 5. maðurinn unglingur. Dýrt burðargjald undir 2 bréf, sem pósturinn hafði, þegar hann fór héðan. Þessi póstur á að leggj- ast niður. Flateyingar geta fengið bréfin sín með Brjánslækjarpóstinum, eða þeir geta sótt þau hingað sjálfir, eða það verð- ur að færa kaupið úr 60 kr. upp 1 100 kr. og stytta viðstöðuna í Flatey, færa hana úr 24 tímum niður í 12. Með því kai|þi sem nú er, er ekki hægt að fá nógu valið lið eða skip til jafnhættulegr- ar ferðar, og viðstöðutíminn veldur stund- um því, að póstinum legast dögunum saman«. Mannalát. Hinn 2. þ. m. andaðist að Arnþórsholti í Lundareykjadal ekkjan Guðrún Guð- mundsdóttir, systir Þorláks f. alþm. frá Fífuhvammi og þeirra systkina, sjötug að aldri. Hún bjó mjög lengi í Heiðar- bæ í Þingvallasveit. Var fyrst gipt Þor- steini Þorsteinssyni frá Stýflisdal Einars- sonar, og bjuggu þau fyrst 2 ár í Hvamm- koti (Fífuhvammi), en fluttu svo að Heið- arbæ. Einn son þeirra hjóna er Tómas bóndi 1 Arnþórsholti. Eptir lát Þorsteins giptist Guðrún Jóni Ólafssyni í Heiðarbæ. Hann drukknaði í Þingvallavatni vorið 1876. Synir þeirra eru Kristgeir bóndi á Gilstreymi 1 Lundareykjadal og Þor- steinn vinnumaður í Brautarholti. I 3. sinn giptist Guðrún heit. Guðbirni Svein- bjarnarsyni frá Oddsstöðum, og bjuggu þau alllengi í Heiðarbæ, unz Guðbjörn fór til Ameríku fyrir nokkrum árum. Hætti þá Guðrún heit. búskap og flutti tii barna sinna. Hún var myndarkona í hvívetna og tápmikil. „Hólar“ og „Vesta“ fóru héðan til útlanda nú í vikunni, »Hólar« 10. þ. m. og »Vesta« í gær. — „Sk&lholt" kom loks í morgun, 12 dögum á eptir áætlun. Hafði tafizt lengst við Norður- land og á Breiðafirði, fór frá Patreksfirði 6. þ. m. — »Kong Inge« var inni á Hvammsfirði, er »Skálholt« vissi síðast, en þá samt á suðurleið. Nýkomnar margar t egundir af NÆRFATNAÐI úr skozkri alull; mjög hlýr og góður fyrir g i g t v e i k a . SKINNHANZKA R fyrir kvenn- fólk og karla úr völdum skinntegund- um, sem ekki springa. MILLUMSKYRTUR hvítar og mislit- ar með gæða-verði. FLIBBAR og BRJÓST, allar stærðir. Mikið af fínmn, Ijósum SLAUFUM og HUMBUGUM. Bindingsslipsi að eins 0,50 stk. Vetrapllúfup, ekta skinn með silkifóðri. HATTAR og HÚFUR o. m. fl. Mikið af fínum Yetrarfrakkaefnum — Alfataefnum — Buxnaefnum o. fl. Guðm. Sigurðsson. klæðskeri. Frímerki. íslenzk frímerki, brúkuð og óbrúk- uð, afbrigði í frímerkjanöbbum, mis- prentanir o. s. frv., eru keypt. Segja verður til mn verðið. Harry Ruben, Ny Halmtorv 40. Köbenhavn. Bruun & Andresens og vasaklútailmefni — nýjasta tízku- ilmefni — ættu allir að kaupa. Vel skotna fálka kaupir Júlíus J'órgensen Hotel ísland.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.