Þjóðólfur - 13.11.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.11.1903, Blaðsíða 3
i«3 Beztu bækur þessa árs: Matth. Jochumsson: LjöOmæli II. 304 bls. Fyrir áskrifendur: í skrautbandi 3,00. Hept 2,00. — I lausasölu 3,50 og 2,50. Menn ættu að nota tækifærið til þess að kaupa ljódasafn þetta, meðan á útgáf- unni stendur. Bæði er það, að hægra er flestum að kaupa eitt bindi á ári, en að kaupa öll í einu og eins hitt, að verðið á hverju bindi hækkar að mun, þeg- ar útgáfu allra hinna 4 binda er Iokið. H. Angell: Svartfjallasynir. Sögurfrá Montenegró. Helgi Valtýs- son þýddi. — 1S4 bls Um 60 fíngerðar myndir. Leitun mun á betri bók handa ungum og gömlum. Hún er bæði einkar-skemmtileg og lærdómsrík. Saga Svartfjallabúa og lýsingin á landi og þjóð er svo góður lestur og hvetj- andi til dáða og framfara, að enginn mun lesa hana, án þess að hafa veru- legt gagn af henni. — Verðið er að eins 2 kr. glíf' Ofangreindar bækur fást hjá öllum bóksölum. ■2 8 ' W o S & Árni Garborg: Týndi faðirinn, Þýðing úr nýnorsku eftir Arna Jóhannsson. — 2. útgáfa — kom út 1 okt. og verður send út um land í haust. Bókin fylgir til allra skilvísra fyrirfram borgandi kaupenda „Frækorna" og til allra, sem á þessu ári gefa sig fram sem kaupendur og borga fyrir 5. árg. kr. 1,50. Þetta eru alveg óheyrð vildarkjör, þar sem norska útgáfan af Týnda föðurnum kostar 1 kr. 80 au., en fslenzka útgáfan fæst ásamt einum árg. „Frækorna" fyrir a{3 eins 1 kr. 50 au., sem er lægra en hálfvirði þess, er þannig fæst. I Reykjavík snúi menn sér til hr. Niels Andersson, Þingholtstræti 22. Víða um land eru útsölumenn að „Frækornum", en þar sem engir eru óskast eptir góðum útsölumönnum. Sölulaun ágæt. Skrifið mér. D. Östlund, Seyðisfirði. Kaupiö engin önnur orgel en frá Aktiebolaget J. P. Nyström, Karlsstad, Svíþjóð, sem sökum sinna ágætu kosta hafa fengið alheimsorð á sig. Hljóðfæri til sýnis hjá umboðsmanni verksmiðjunnar hr. Markúsi Þorsteinssyni, Reykjavík, sem gefur nánari upplýsingar. Kol og Steinolíu Skeiðahnifur með útskornu skapti, tapaðizt upp úr skeiðunum á laugardaginn 7. þ. m., annaðhvort á uppboðinu i Breið- fjörðshúsi eða á götum bæjarins. Finn- andi skili gegn sanngjörnum fundarlaun- um til Ólafs Oddssonar ljósmyndara. kaupa flestir í ,EDINBORG‘ Rúðugler, ýmsar stærðir, mjög ódýrt, nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Proclama. Hér með er samkvæmt skiptalög- um 12. apríl 1878, samanber opið bréf 4. janúar 1861, skorað á alla þá, sem til skuldar eiga að telja í dánar- búi Árna sál. Waage, sem drukknaði af fiskiskipinu „Oak" í síðastl. marz- mánuði, að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir undirrituðum skipta- ráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skiptaráðandinn á Akureyri, 19. okt. 1903. Kl, Jónsson. Proclama. Hér með er skorað á alla þá, sem til skuldar telja í dánarbúi Tómasar NikulássOnar úr Njarðvíkum, er and- aðist að Bakka í Dölum í Barða- strandarsýslu 19. júlí þ. á.,aðgefasig fram við undirritaðan skiptaráðanda og sanna kröfur sínar, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þéssarar innköllunar. Jafnframt er skorað á erfingja hins látna að gefa sig fram innan sama tíma og sanna erfðarétt sinn. Skal þess getið, að hinn látni er fæddur þ. 6. marzmánaðar 1868 í Akurhús- um í Rosmhvalaneshreppi. og var son- ur Nikulásar Kláussonar og Ingibjarg- ar Tómásdóttur, er þar bjuggu. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósar- sýslu 26. okt. 1903. Páll Einarsson. Skiptafundir verða haldnir á skrifstofu sýslunnar í Hafnarfirði í eptirgreindum búum sem hér segir: 1. Dánarbúi Björns Ólafssonar frá Traðarkoti mánudaginn þ. 14. des. þ. á., kl. 12 á hádegi. 2. Dánarbúi Hinriks Ólafssonar frá Ólafsvelli sama dag, kl. 1 e. h. 3. Þrotabúi Kristjáns Kristjánsson- ar frá Hvammi í Vatnsleysu- strandarhreppi, sama dag, kl. 4 e. h. 4. Dánarbúi Jóns Jónssonar frá Salt- vík sama dag, kl. 5 e. h. 5. Dánarbúi Guðmundar ívarsson- ar frá Brunnastöðum þriðjudag- inn þ. 15. des. þ. á., kl. 12 á hádegi. . 6. Dánarbúi Margrétar Eggertsdótt- ur frá Minni-Vatnsleysu sama dag, kl. 1 e. h. 7. Dánarbúi Sigurðar Gestssonar frá Gerðabakka í Rosmhvalanes- hreppi sama dag, kl. 1 e. h. 8. Dánarbúi jónasar St. Gunnarssonar frá Hvalsnesi í Miðneshreppi sama dag, kl. 4 e. h. 9. Dánarbúi Árna Einarssonar Görð- unum í Rosmhvalaneshreppi sama dag, kl. 5 e- h. 10. Dánarbúi Árna Sveinbjörnsson- ar frá Sandhól í Rosmhvalanes- hreppi miðvikudaginn þ. 16. des. þ. á., kl. 12 á hádegi. 11. Dánarbúi Jóns Jónssonar, Lása- koti, sama dag kl. 1 e. h. 12. Dánarbúi Hjörleifs Steindórsson- ar frá Móakoti á Vatnsleysu- strönd, sama dag kl. 4 e. h. 13. Dánarbúi Guðm. Jónssonar frá Óttarsstöðum, sama dag kl. 5. e. h. Það væntist að skiptunum á öllum þessum búum verði þá lokið. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósar- sýslu 2. nóv. 1903. Páll Einarsson. í liaust var mér undirrituðum dreginn hvítur lambgeldingur, sem eg ekki á, en með fjármarki mínu: tvístýft fr:, hangandi fjöður aptan hægra, stýft, hangandi fjöður aptan vinstra. Réttur elgandi gefi sig fram hið fyrstá, semji við mig um markið, borgi auglýsingu þessa og áfallinn kostnað. Syðrigróf 1 Árnessýslu 28. okt. 1903. Þorbjörn Sigurðsson. Rammalistar nýkomnir í verzlun Sturlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. 112 efast um, að bréfið var frá Vladimir, og efni þess staðfesti það, sem Katrín hafði sagt út í bláinn. „Yður er að líkindum þægilegt, að skjólstæðingur yðar minnist yð- ar með þakklátum tilfinningum", sagði málaflutningsmaðurinn við Katrínu og brosti illgirnislega. Hann rétti henni bréfið. Katrín las það, en skildi ekki. Henni fannst samt sem hættan væri liðin hjá, og að Vladimir væri á leyndar- dómsfullan hátt frelsaður. „Gerið svo vel að fá mér aptur bréfið", sagði málaflutningsmaður- inn. „Það verður að fylgja skýrslu okkar". Svo sagði hann við liðsforingjann: „Það er víst ekki til neins að halda áfram leitinni eða grennslast meir eptir þessu". Liðsforinginn var honum samdóma. Líf Vladimirs var frelsað. Þeir skrifuðu í flýti stutta skýrslu, er gat um, að samkvæmt yfir- heyrslu þeirra í húsinu og fundnu sendibréfi, er staðfesti hana, liti svo út, sem maður sá, er kallaði sig Vladimir Volgin, hefði horfið þaðan burt daginn áður en yfirheyrslan fór fram. Katrín skrifaði undir skjalið, án þess að lesa það. Hún var ekki ennþá með sjálfri sér. Eptir fáein augnablik var vagninum ekið burt og lögregluliðið horfið. Þegar vagnskröltið var hljóðnað, opnaði gamla stúlkan hlemminn með stöng og kallaði til Vladimirs. „Komið niður, herra, þeir eru farnir". Hann hafði heyrt allt og kom nú brosandi niður. „Já, þér eruð ekki lánlaus", sagði gamla stúlkan. „Já", sagði hann hlæjandi. „En hvar er yngismærin ?" „Hún fór upp á lopt til herbergis síns og bað yður að bíða sín hér“. Skömmu síðar kom Katrín aptur, klædd sem hún ætlaði út, í blá- um klæðiskjól með hatt á höfðinu og f stuttri ermalausri treyju. Hún kom með ljósleita karlmanns yfirhöfn, ferðahúfu og dálitla ferðaskrínu, er hún bar í hendinni. „Þér verðið að hraða yður héðan", sagði hún, „en það er réttast, að þér breytið ofurlítið búningi yðar, svo að þér þekkist ekki. Hér er 109 „Eg á að bera yður kveðju frá ungfrúnni og segja yður, að lífi yð- ar sé hætta búin". „Eg veit það, en hvað skal til bragðs taka?" „Hún sagði, að eg skyldi fela yður á góðum stað — svo mér datt f hug að læsa yður inni í búri, ef þér hafið ekkert á móti því". „Egþakka", sagði Vladimir. „Eneg er vissum, að þeir leita mín í búrinu". „En í ruslakompunni?" „Þangað koma þeir líka". „Eg skal reyna að fela yður undir heyinu í hlöðunni". „Nei, yður er óhætt að trúa mér; þeir munu koma þangað og stinga sverðum sínum í heyið". Gamla stúlkan fór að örvænta og neri höndunum saman. „Æ, drott- inn minn!" sagði hún, „þeir drepa yður þessir bannsettir þrjótar. Hvar á eg að fela yður ?“ „Eg er hræddur um að hér sé hvergi griðastaður", sagði Vladimir. „En hvað er þarna uppi í rjáfrinu?" spurði hann og benti upp í loptið. í öðru horninu beint á móti rúminu var rák meðfram viðnum, eins og hlemmur væri á loptinu, og svo var hringur í trénu; eins og til að opna hlemminn. „Þetta er kvisturinn, þar geymum við eplin". „Nú, eg get þá falið mig þar". Hann dró lítið borð að rúminu, lét stól á það, klifraði upp, opnaði hlemminn og hvarf upp um hann. Hann gægðist svo eptir litla stund út um hleinminn og skipaði stúlkunni að koma öllu í samt lag aptur, og rétta sér hattinn sinn, sem hann hafði skilið eptir. Hann ætlaði að vera varkár og gleyma engu, en gleymdi þó að taka hringinn úr hlemmnum, en hefði það verið gert, gat engan grunað neitt. „Nú læt eg eins og þetta sé svefnherbergið mitt", sagði gamla stúlkan. „Þessir fantar leita þó ekki að hinum unga manni í svefnherbergi gamallar stúlku". Hún háttaði sig í skyndi, slökkti ljósið, lagðist í rúmið og beið þar hinna óboðnu gesta.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.